Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 214. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
tttíitiltoM^
47. árgangur
214. tbl. — Þriðjudagur 20. september 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsím
Afríku og Asíuríkin styðja
ammarskjöíd
Dag Hammarskjöld
28 farast
^lr  Róm, 19. sept. — Reuter. —
28 menn hafa farizt afvöldum
íárviðris, sem geisað hefur urn
Norður- og Mið-Italíu sl. fjóra sól
arhringa. Mörg hundruð manns
Ihafa flúið heimili sín í þorpum,
sem eru umflotin vatni og vegir
og járnbrautarlínur hafa lokazt
af vöJdum regns og skriðufalla.
Hafa ekki orðið aðrar eins um-
ferðartruflanir af völdum veðurs
é ítalíu í tólf ár.
Frá Sameinnðu þjóðunum,
New York, 19. sept.
(Reuter-NTB)
SEXTÁN Afríku- og Asíu-
þjóðir undirrituðu tillögu,
sem borin var fram af sendi-
manni Ghana á aukafundi
Allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna sl. sunnudag. Er þar
lýst fullu trausti á Hammar-
skjöld, framkvæmdastj. SÞ.
Tillögu þessara ríkja svipar
að efni til tillögunnar, sem
Ceylon og Túnis báru fram í ör-
yggisráðinu, en Sovétrikin beittu
neitunarvaldi gegn.
Þar er lýst trausti á Hammar-
skjöld og fullum stuðningi við
stefnu hans í Kongó, lögð áherzla
á nauðsyn þess, að ekkert riki
hlutist til um málið án milli-
göngu Sameinuðu þjóðanna og
þá aðeins að beiðni framkvæmda
stjórans. Þá skuli Hammarskjöld
vinna bráðan bug að því að að-
Örlar á samkomu-
lagsvilja í Kongó
stoða miðstjórn landsins við að
koma þar á lögum og reglu og
reyna að viðhalda einingu og
pólitísku sjálfstæði rikisins. Loks
er óskað framlaga í sjóð, sem
Sameinuðu þjóðirnar geti ráð-
stafað til viðreisnar í Kongó í
samráði við miðstjórnina.
Aðeins kommúnistarikin
áfellast Hammarskjöld
Undir tillöguna skrifuðu Ceyl-
on, Ghana, Guinea, Indónesía,
Irak, Jórdanía, Líbanon, Líbería,
Líbýa, Marokkó, Nepal, Saudi-
Arabía, Súdan, Túnis, Arabalýð-
veldið og Yemen.
Áður en tillagan var lögð
fram, höfðu fjölmargar þjóðir
lýst trausti og stuðningi við
Hammarskjöld, m. a. Jórdanía,
Pakistan, Nepal, Túnis, Noregur,
Brazilía, Líbýa og Argentína.
Aðeins  kommúnisaríkin  (Pól-
land, Búlgaría, Rúmenía, Úkra-
ína, Ungverjaland og Tékkósló-
vakía)  fylgdu  dæmi' Zorins  og
gagnrýndu  aðgerðir  Hammar-
skjölds í Kongó.
•
f  gærkvöldi  lagði  Zorin,
fulltrúi  Rússa,  fram  tillftgu,
þar sem veitzt var harkalega
að  Hammarskjöld  og  stefna
hans  í  Kongó-málinu  for-
dæmd, þar sem hún hafi orð-
ið orsök ófara Lumumba og
stjórnar hans.
Er búizt við að tillaga þessi
verði feld.
JafnaBarmenn unnu á í Svíþjób
Stjóm Erlanders mun sítja
Stokkhólmi, 19. september.
(NTB-Reuter)
Ú R S LIT kosninganna til
annarrar deildar sænska
þingsins urðu í meginatriðum
á þá leið, að jafnaðarmenn
unnu á, en hægrimenn töp-
uðu. Þá unnu kommúnistar
nokkurt atkvæðamagn, en
þeir buðu nú fram í fleiri
kjördæmum en í kosningun-
um 1958. Úrslit urðu á þessa
leið, þegar utankjörstaðaat-
kvæði eru ekki talin með:
Leopoldville, 19. septeniber.
TALSMAÐUR SÞ í Leopold-
ville skýrði fréttamönnum
svo frá í dag, að gert hefði
verið samkomulag við her-
menn í innrásarliðinu í Kat-
anga um að koma á um það
bil 30 km breiðu hlutlausu
svæði.
Nú virðist heldur rofa til,
þar sem stjórnmálamennirn-
ir, m. a. Lumumba, munu
hafa fallizt á að hætta við inn
rásina í Katanga í bili og
reyna að jafna ágreiningana
með viðræðum.
í dag hafa fregnir verið að
berast um að samkomulag hafi
orðið milli Lumumba og Kasa-
vubu, en Kasavubu hefur tví-
vegis borið það til baka. Víst er
að menn frá Ghana, Guienu,
Marokkó, Arabalýðveldinu og
Túnis hafa reynt að vinna að
málamiðlun milli þeirra Kasa-
vubus og Lumumba.
Málamiðlun
Seint í kvöld bárust þær fregn
ir að Kasavubu og Lumumba
hefðu haldið fundi hvor í
sínu lagi, og tilkynnt, að
nú hefðu þeir náð sam-
komulagi. Ef þessar fregnir eru
réttar, mun Lumumba hafa geng
ið að skilmálum Kasavubu um
að sá síðarnefndi fái meiri itök
i stjórn landsins, fái meiru að
ráða um skipan ráðuneytis og að
Lumumba taki allar skoðanir
andstæðinga sinna í fylkisstjórn-
unum til meðferðar á ráðuneytis-
fundum.
Jafnframt berast fregnir um að
Mobutu, núverandi herráðsfor-
ingja, hafi verið sýnt banatil-
ræði í annað sinn á skömmum
tíma, en í gær réðist inn til hans
liðsforingi í Kongóher og ætlaði
að skjóta hann með skamm-
byssu, en Mobutu tókst að af-
vopna hann. I dag reyndi annar
hermaður að skjóta á Mobutu
inn um glugga, en var handtek-
inn. —.
Síðustu fregnir frá Kongó
herma, að Ileo, sem Kasavu-
bu skipaði forsætisráðherra á
sínum tíma, íhugi nú þann
möguleika að Lumumba fái
sæti í stjórn síniii.
mmmœmmm
Tage Erlander
Sósíaldemókratar hlutu 1.968.-
428 atkvæði og 116 þingmenn
kjörna. Unnu þeir 278.929 atkv.
og 5 þingsæti.
Þjóðflokkurinn hlaut 699.584
atkv. og 39 þingmenn. Flokkur-
inn vann 29.361 atkv. og eitt þing
sæti.
Hægri flokkurinn hlaut 638.-
576 atkv. og 36 þingmenn kjörna.
Flokkurinn tapaði 55.182 atkv.
og 9 þingsætum.
Miðflokkurinn hlaut 567.477
atkv. og 35 þingmenn. Flokkur-
inn vann 86.488 atkv. og 3 þing-
sæti.
Kommúnistar hlutu 186.771
atkv. og 6 þingmenn. Flokkur-
inn vann 58.922 atkv. og eitt þing
sæti.
•
Ríkisstjórn Tage ErlanderS
mun sitja áfram, en stjórnmála-
fréttaritarar tala um að Erland-
er muni væntanlega endurskipu-
leggja ráðuneyti sitt á næstunni.
Fátt um kveðjur við
komu Krúsjeffs
New York, 19. september.
(Reuter-NTB)
ER hafskipið Baltika lagði að
bryggju í New York í dag var
úrhellisrigning. Fimm hundr-
uð lögreglumenn stóðu vörð
á bryggjunni, sem hafði verið
lokað á stóru svæði og fékk
enginn að fara þar inn fyrir
nema hann ætti brýnt erindi.
Móti farþegum tóku sendimenn
rússneska sendiráðsins og fleiri
Rússavinir, þeirra á meðal banda-
ríski iðjuhöldurinn Cyrus Eaton.
eir frðmdu lögbrotiö
Kommúnistar í Dagsbrún hindra allsherjaratkvæðagreiðslu
ÞAU tíðindi gerðust um s.l. helgi,
að kommúnistastjórnin í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún hafði að
engu kröfu 573 félagsmanna um
að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kjör fulltrúa félags-
ins á Alþýðusambandsþing. Eftir
að krafan var kominn fram, þver-
braut stjórnin lög og reglur fé-
lagsins og A.S.Í. með því að láta
kjósa alla 34 fulltrúa félagsins á
fundi, þar sem aðeins var mættur
um 1/11 hluti þeirra félags-
manna, sem hún þykist vera að
kjósa fulltrúa fyrir.
1 1. gr. c lið reglugerðar A.S.I.
segir   að    allsherjaratkvæða-
greiðsla skuli fara fram ef
. minnst 1/5 hluti FULL-
GILDRA félagsmanna krefst
þess skriflega".
I 5. gr. laga Dagsbrúnar segir
ennfremur:
„Þeir  félagsmenn,  sem  ekki
fullnægja ákvæðum 2. og 3.
greinar  (þ.e.  aukameðlimir)
hafa aðeins málfrelsi og tillögu
rétt um málefni félagsins".
Samkvæmt   framangreindum
reglum er augljóst, að einungis
taia fullgildra félagsmanna kem-
ur  til  greina í þessu  sambandi
og einnig er augljóst, að þeir fé-
lagsmenn, sem aðeins hafa mál-
frelsi og tillögurétt, en hvorkí
kosningt'rétt né kjörgengi, geta
engan veginn talizt fullgildir fé-
lagsmtnn.
Við fulltrúakjör á þing A.S.I.
ber að miða við félagatólu við
undanfarandi áramót. Nú vill svo
tU, að enginn vafi leikur á um
það, hve marga stjórn Dags.
brúnar taldi fullgilda félags-
menn vera um s.l. áramót. Fyrir
liggur kjörskrá félagsins frá því
i janúar og eru á henni um 2300
nöfn, en nokkrir voru kærðir
inn, meðan á kosningu stóð. Sam
kvæmt mati kommúnistastjórn-
Framhald á bls. 3.
Rauðum renning hafði verið
komið fyrir þar sem Krúsjeff
stigi á land, en þó varð hann að
ösla nokkurra sentimetra vants-
lag að bifreiðinni, sem hann ók
í til aðsetursstaðar síns við Park
Avei.ue.
Miklar varúðarráðstafanir höfðu
verið gerðar við komu forsætis-
ráðherrans. Þyrlur flugu yfir
skipinu á leið þess inn höfnina
og strandbátar fylgdu því. Allar
brýr, sem skipið sigldi undir voru
iokaðar fyrir umferð.
Hópur flóttamanna lýsti andúð
Ekki tóku n«inir opinberir full-
trúar Bandaríkjastjórnar á móti
Krúsjeff og fylgdarmönnum hans,
en staðgengill Hammarskjölds
var Jean de Noue, skrifstofustjóri'
spjaldskrárdeildar Sameinuðu
þjóðanna.
Nokkur hundruð manns söfn-
uðust saman við höfnina og lýstu
andúð sinni á hinum austrænu
leiðtogum. Voru það einkum hóp-
ar flóttamanna frá Austur
Evrópu. Hið geysifjölmenna lög-
reglulið kom fljótt á ró svo að
ekki kom til neinna átaka.
Jafnóðum og kommúnistaleið-
togarnir gengu í land héldu þeir
allir ávörp og lögðu áherzlu á
hve allsherjarofvopnun væri
nauðsynleg til að viðhalda friði
i heiminum.
Churshill til Titos
•k  Belgrad, 19. sept. — NTB —
Tito, forseti Júgóslavíu hefur
boðið Sir Winston Churshill að
heimsækja sig í haust að sumar-
bústað hans á Brioni eyju.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24