Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 25. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
^cgmibUAiStf
48. árgangur
25. tbl. — Miðvikudagur 1. febrúar 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sal-
azar
reiður
Lissábon, 31. janúar.
— (NTB/Reuter) —
SKV. óstaðfestum bandarisk-
um fréttum frá Lissabon, hef
nr Salazar, forsætisráðherra
Portúgal, tilkynnt Banda-
ríkjastjórn að hann muni
ekki samþykkja endurnýjun
á samningi um bandarískar
flugstöðvar á Azoreyjum,
begar núgildandi samningur
rennur út í árslok 1962. £r
þetta gert vegna framkomu
Bandaríkjanna      gagnvart
töku portúgalska skipsins
Santa Maria. Telur Salazar
að Bandaríkjamenn hafi átt
að aðstoða Portúgala í að
endurheimta skipið.
HERSKIP
í>á er sagt í öðrum fréttum
frá Lissabon að allt virðist
benda til þess að eitt — og ef
til vill fleiri — portúgölsk her-
skip séu á leið yfir Atlantshaf-
ið til að  hertaka  Santa Maria.
Fimm portúgölsk herskip fóru
um helgina ti'l Kap Verde-eyja.
Þeirra stærst er freigátan Pero
Escobar, sem er um 3.000 lestir.
Auk hennar voru svo tveir fyrr
verandi bandarískir tundirspill-
ar, Nuno Trosto og Dieogo Cao
og tvær áður brezkar freigátur,
Lima og Corto Real.
Heim frá Moskvu
WASHINGTON, 31. jan. — Til-
kynnt var í Washington í dag að
Kennedy forseti hafi kallað Lle-
•wellyn Thompson, sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu, 'heim
til Washington tll viðræðna um
eambúð Sovétríkjanna og Banda
ríkjanna. Salinger, blaðafulltrúi
forsetans sagði að Thompson
væri væntanlegur heim 8. fefor-
úar.
:'v'!':'"^-:;^^:>:
-::::w:~Hv:--:-v>:-v:::-v^--::-:^^^                                                            ----¦' -::-—
Á bls. 10 í blaðinu í dag
eru myndir af . rússnesk-
um kafbátum í höfunum
við ísland. Þar er enn-
fremur grein um varnir
NATO á Atlantshafi.
Þessi mynd er tekin
yfir Atlantshafinu fyrir
skemmstu af rússneskum
kafbáti af nýjustu gerð.
Eru kafbátar þessir bún-
ir hinum fullkomnustu
vopnum.
SÞ vantar herliö
til  eftirlits  í  Kongo
Leopoldville, Kongó, 31. jan.
— (NTB/Reuter) —
TILKYNNT  var  í  Leopold-
ville  í  dag  að  Sameinuðu
Quadros forseti Bi'asilíu
BRASILÍAí 31. jan. (Reuter) —
JANIO Quadros tók i dag við
forsetaembætti í Brasilfu við
hátíðlega athöfn þar sem við-
staddir voru fulltrúar 55 ríkja.
1500 gestir voru viðstaddir at-
höfnina, og þúsundir manna
höfðu safnazt saman á götum
Brasilíu nálægt þinghúsinu. Öll
gistihús höfuðborgarinnar nýju
voru yfirfull og hundruð gesta
sváfu í bifreiðum sínum.
Quadros  er  43  ára,  jafnaldri
Kennedys forseta Bandaríkjanna
og tekur við embætti af Juscelio
Kubitsdhek.
Kubitsohek var kjörinn for-
seti 1956, og samkvæmt lögum
Brasilíu er óheimilt að bjóða sig
fram til endurkjörs.
Nýi forsetinn er fyrrverandi
kennari. Síðar varð hann borg-
arstjóri í Sao Paulo, annarri
stærstu borg Brasilíu, og þótti
mikill  fjármálasnillingur.
Api í geimf erð
„Lokaæfing"  áour en
fara  sömu  leið
menn
Kanaverálhöföa, Florida,
Sl. jan. (NTB/Reuter)
f D A G var geimskipi með
apa innanborðs skotið á loft
frá Kanaveralhöfða í Banda-
ríkjunum. Geimskipið fannst
aftur 650 kílómetrum frá
Kanaveralhöfða og var ap-
iiin við beztu heilsu.
Geimskipið er af Mercury-
gerð, samskonar og notað
verður þegar fyrsti maður-
Inn verður sendur út í geim-
Inn frá Bandaríkjunum, og
hermdu  fréttirnar  að  hér
væri um nokkurskonar loka-
æfingu að ræða.
OF LANGT
Áætlað hafði verið að geim-
skipið kæmist í 184 kílómetra
hæð og næði 6.400 km há-
markshraða. Eitthvað mun þó
hafa farið öðruvísi en ráð var
fyrir gert, því hámarkshraði
reyndist um 8.000 kílómetrar á
klukkustund og komst skipið í
248 kílómetra hæð.
xApinn, sem nefndur er „Ham",
er simpansi og vegur 16 kíló.
Ham var komið fyrir í legustól
í geimskipinu, sem lagaður var
eftir  líkama  hans.  Gat  apinn
hreyft höfuð og hendur og all-
ar hreyfingar hans voru kvik-
myndaðar.
TÓKST VEL
Þrem og hálfum tíma eftir
að geimskipinu var skotið á
loft var Ham kominn um
borð í bandarískt skip, þar
sem fram fór læknisskoðun
á honum. A morgun verður
hann svo fluttur með flugvél
til meginlandsins.
Dr. Robert Gilruth, yfir-
maður geimrannsóknarstöðv-
arinnar á Kanaveralhöfða,
segir að talið sé að tilraunin
hafi tekizt mjög vel og veitt
mikilvægar upplýsingar. Sér-
staklega hafi fengizt athyglis
verðar lýsingar á sálrænu og
líkamlegu ástandi apans
Frh. á bls. 23
þjóðirnar hefðu í hyggju að
friða svæði meðfram landa-
mærum Orientale- og Equa-
tor-héraðanna í Kongó, þar
sem búast má við vaxandi
átökum stuðningsmanna Lum
umba og sveita Mobutus
herstjóra.
Óttazt er að meiriháttar
sókn annarshvors aðilans
geti komið af stað borgara-
styrjöld í landinu.
Inderjit Rikhye herforingi,
fulltrúi Hammarskjölds í Kongó,
skýrði frá þessari áætlun á blaða- j
mannafundi í dag. Sagði hann að
á þessu svæði væri ætlunin að
koma upp eftirlitsstöðvum, þar
sem hermenn úr liði SÞ hefðu að-
setur. Verði þetta gert eins fljótt
og unnt sé að ná saman nægilega
fjölmennu liði til að senda til
landamæranna.
•  Brottflutningur hafinn
Rikhye sagði hinsvegar að yf-
irvofandi heimköllun hermanna
Arabiska Sambandslýðveldisins,
Guineu, Marokkó og Indónesíu úr
her SÞ gæti að miklu leyti gert
Kongóher samtakanna áhrifa-
lausan.
Brottflutningur hermannanna
hófst þegar í dag er bandarískar
Globemaster flugvélar tóku a8
fljúga 500 hermönnum Arabiska
Sambandslýðveldisins heim. 500
hermenn Guineu leggja af stað
heim síðar í þessari viku og inn-
an skamms munu 3000 Marokkó
hermenn og 1100 hermenn frá
Indónesíu halda heimleiðis.
Rikhye  sagði  á  blaðamanna.
fundinum að herflokkur Eþíópíu
manna væri nú á leið til borgar-
innar Basoko í Orientale héraði,
Frh.  á  bls.  23.
í fallhlíf um
borð í Saitta
María
París 31. jan. (Reuter)
FRANSKA fréttastofan skýrSi
frá þvi i dag að fallhlífastökkv
arinn Gil Delamare hafi í dag
lent í fallhlíf um borð í
portúgalska skipinu Santa
María.
Delamare er 35 ára og fór til
Rio De Jainero á laugardag í
þeim tilgangi að reyna að
stökkva í fallhlíf um borð í
skipið. Ætlaði hann að hafa
um 50 kíló af farangri með í
stökkinu, þar á meðal mynda-
vélar, gúmmíbát og matvæli.
Spaak biðst lausnar
París, 31. jan. — (Reuter)
PAUL-HENRI Spaak sagði í
dag  af  sér  sem  aðalfram-
kvæmdastjóri    Atlantshafs-
bandalagsins.
Spaak, sem er 62 ára, til-
kynnti fastaráði bandalags-
ins að hann léti af störfum
til þess að snúa sér aftur að
stjórnmálum í heimalandi
sínu, Belgíu. Hann hefur ver
ið     aðalframkvæmdastjóri
NATO frá því í maí 1957.
Áður hefur Spaak verið
forsætisráðherra og utanríkis
ráðherra Belgíu, og er talið
að hann muni nú taka við
forystu Jafnaðarmannaflokks
ins fyrir kosningarnar, sem
fara eiga fram í Belgíu í
marz.
Framhald á h\s. 23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24