Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síður
wfiibUfaifo
48. árgangur
36. tbl. — Þriðjudagur 14. febrúar 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Luimiiei
yriui
ICatangastjórn  segir  íbúa  þorps  nokkurs
hafa  drepið  hann  er  hann  fór  þar  um  á
flótta.  —  Ýmsir  eru  vantrúaðir  á  það
Elisabethville og New York,
13. febrúar (NTB/AFB/Reuter
1» A Ð var tilkynnt opin-
berlega í dag, að Patrice
Lumumba, fyrsti forsætisráð
berra Kongó, sem verið
bafði í haldi undanfarna
mánuði, hefði verið drepinn
í gær af íbúum þorps nokk-
urs í Suður-Katanga. Fyrir
þrem dögum skýrði Katanga-
stjórn svo frá, að Lumumba
og tveir stuðningsmenn hans,
hefðu flúið úr fangelsi því,
sem þeir höfðu setið í um
'skeið þar í fylkinu. — Þrá-
látur orðrómur var hins
vegar á kreiki um það, að
mennirnir hefðu verið myrt-
ír, en flóttasagan væri upp-
spuni. Og tilkynning Kat-
angastjórnar í dag hefur
engan veginn sannfært alla
um, að Lumumba og félög-
um hans hafi ekki þegar ver
ið komið fyrir kattarnef fyr-
ir nokkrum dögum.
•
Lumumba var 35 ára gumall.
Hann var aðalforingi Þjóðernis-
sinnaflokksins í Kongó og varð
forsætisráðherra, er landið hlaut
sjálfstæði sl. sumar. — Hann
var rekinn frá völdum í sept.
sl. og hafði setið í fangelsi sið
an i byrjun desember.
i(  „Afbrotamenn í augum
heimsins"
Það var innanríkisráðherra
Katanga, Munongo, sem skýrði
frá drápi Lumumba í dag.
Sagði hann, að sendiboði frá
umræddu þorpi hefði komið til
Elisabethville í gærkvöldi og
sagt tíðindin, að Lumumba og
tveir félagar hans hefðu verið
drepnir um dagínn, er þeir
fóru um þorpið á flótta sínum.
Kvað ráðherrann þrjá úr ríkis-
stjórninni þegar hafa farið á
vettvang   ásamt   læknum   og
hefðu þeir þekkt þar lík Lum-
umba, Mpolo, fyrrverandi æsku-
lýðsmálaráðherra í stjórn hans,
og Okito, fyrrv. varaforseta öld-
ungadeildar Kongóþings. Sýndi
ráðherrann fréttamönnum dán-
arvottorð    þessara    þriggja
manna til sönnunar máli sínu.
Hann kvað lík þeirra hafa verið
greftruð þegar í stað, en neitaði
að segja hvar, og sömuleiðis
neitaði hann að skýra frá nafni
þorpsins, þar sem þeir hefðu
verið drepnir. Kvað hann það
Framh. á bls. 23
Lumumba á velmektardögum
sinum
Rússneskt geim-
skip til Venusar
f-or Thors
Moskvu, 1S jan. (NTB/Reuter
RÚSSNESKIB  vísindamenn
hafa enn einu sinni komið
óvart og vakið heimsathygli.
— Mikið rússneskt geimskip
lllar horfur
f Katanga
RAJESHWAR Dayal, fulltrúi
Hammarskjölds í Kongó, hef-
ir sent framkvæmdastjóranum
skýrslu um ástandið þar. Lýs-
ir hann einkum ástandinu í
Katanga sem mjög-'^uggvæn-
legu, þar sem stjórnin þar
leggi nú alda áherzlu á að
hervæðast sem hraðast. Sækja
herdeildir hennar nú norður
á bóginn, og segir Dayal, að
þær hafi rofið samþykkt um
hlutlaust svæði í Norður-Kat-
anga. — í stjórnartilkynningu
frá Elisabethville í gær sagði,
að tekinn hefði verið bærinn
Bukama, og að þar hefðu ver-
ið handteknir um 300 vopnaðir
„uppreisnarmenn" af Baluba-
kynþætti.
Talsmaffur SÞ í Leopoldville
sagði í gærkvöldi, að Dayal
hefði skorað á Tsjombe, for-
sætisráðherra Katanga, að
hætta öllum hernaðaraðgerð-
um í norðurhluta fylkisins og
láta af árásum á Balubamenn.
Sagði Dayal, að yfirvöld Kat-
anga bæru ábyrgðina, ef til
átaka kæmi við herlið SÞ í
fylkinu.
Thor Thors í sfuttri heimsokn
THOR THORS sendiherra Is-
lands í Washington og fastafull-
trúi Islendinga hjá Sameinuðu
þjóðunum kom hingað heim sl.
mánudagsmorgun með Loftleiða-
flugvél. Kemur hann til viðræðna
við ríkisstjórnina, m. a. um fram-
hald allsherjarþingsins, sem held
ur áfram störfum í næsta mán-
uði. Var því eins og kunnugt er
frestað rétt fyrir jólin.
Thor Thors mun því aðeins
hafa hér örskamma viðstöðu að
þessu sinni. Fer hann sennilega
vestur aftur n.k. laugardag.
(643 kg. að þyngd) þýtur nú
frá jörðu og stefnir til ná-
grannaplánetunnar Venusar,
með rúmlega 4 km hraða á
sekúndu. — Sögðu sovézkir
vísindamenn í kvöld, að
geimskipið myndi ná til Ven-
usar einhvern tíma milli 15.
og 31. maí nk. — og myndi
þá annaðhvort hitta plánet-
una eða fara skammt frá
henni — og þá taka að ganga
sem ný gervipláneta á braut
um sólu. Hvort heldur sem
yrði, mundu fást ómetanleg-
ar upplýsingar um þessa
„dularfullu" reikistjörnu, sem
hylur sig í þéttu skýjalagi —
m. a. fengist sennilega úr því
skorið, hvort þessi nágranni
jarðar okkar fóstri einhvers
konar líf. — Hið nýja geim-
far lagði upp í langferð sína
í gær — frá gervitungli, sem
skotið hafði verið á loft sl.
föstudag og gengið á braut
um jörðu síðan.
Blöð og fréttastofnanir á
Vesturlöndum hafa mjög
rætt þetta nýjasta „geimaf-
rek" Rússa, og vestrænir vís-
indamenn hafa sent rússnesk
um starfsbræðrum sínum
heillaóskir. — Telja menn
það fádæma nákvæmni, ef
tekst að hitta Venus með
geimskipinu — álíka og það
að hitta flugu á 1.600 km
skotfæri!
it  Að „rjúfa skýjaþykknið"
Einn af fremstu geimferða-
sérfræðingum Sovétstjórnarinn-
ar, Ari Sternfeld, gaf í dag
nokkrar upplýsingar um braut
geimskipsins. Hann sagði að það
mundi verða milli 92 og 198
daga á leiðinni til Venusar. Ef
„skipið" hitti ekki plánetuna,
muni það fara á löngum spor-
baug umhverfis sólu og verði
umferðartíminn þá nokkru
skemmri en hið jarðneska ár.
Annar vísindamaður, prófessor
Alexander Mikhailov, sagði, að
enda þótt geimskipið gerði
ekki annað en fara fram hjá
Frh. á bls. 23
Kirkjan
berst
upp á líf og dauHa"
BERLÍN, 13. febr. (Reuter). I
Prestastefna þýzku mótmæl-
endakirkjunnar hófst í Vestur
Berlín í dag. — f gær gerðist
sá atburður, að austur-þýzk
lögregla hindraði 6 v-þýzka
biskupa og um 30 klerka í að
komast yfir til Austur-Berlín-
ar til þess að hlýða þar messu,
er skyldi vera e. k. inngangur
prestastefnunnar.
•
Otto  Dibelius,  yfirmaður
mótmælendakirkjunnar í öllu
Þýzkalandi, mótmælti þessum
aðförum harðlega í dag við
upphaf prestastefnunnar — og
lýsti því yfir, að kirkjan berð
ist „upp á líf og dauða" gegn
öllum tilraunum kommúnista
til að þröngva upp á hana póli
tískum skilyrðum og afskipt-
I um.
•
Forsvarsmenn Vesturveld
anna í Berlín sendu í dag hin
um rússneska yfirmanni þar
mótmæli vegna atburðarins,
sem gerðist í gær við merkja
línuna milli borgarhlutanna.
I
Meiri bjór
LONDON, 13. febr. (Reuter). —
Brezkar ölgerðir brugguðu meira
af bjór á sl. ári en nokkru sinni
síðan 1948, að því er samtök öl-
gerðarmanna upplýstu hér í dag.
Árið 1960 voru framleiddar
26,5 milljónir tunna af bjór í
Bretlandi, og er það um einni
milljón tunna meira en árið áð-
ur. Talsmaður bruggaranna sagði,
að aukningin kæmi m.a. til af því
að bjór væri nú hlutfallslega ódýr
ari en oftast áður, o.g einnig
mundi það gera sitt, að miklar
endurbætur hef ðu víða verið gerð
ar á bjórstofum í Englandi sl. ár,
þannig að þær væru nú ánægju-
legri samkomustaðir en áður.
Mikil aðsókn
YFIR 2000 manns skoðuðu yfir
litssýninguna á verkum Gunn-
laugs Blöndal í Listasafni ríkisins
fyrstu tvo dagana, sem hún var
opin.
líjup gja miili Kussa
og Kínverja?
Nýjiim  íregnum  um  það  svarað  með
vináttuyfirlýsingu  í  Peking
A SUNNUDAGINN birtu
stórblöðin Observer í Lund-
únum og hið bandaríska New
York Times ný skjöl um ó-
samkomulag það, sem talið
er, að undanfarið hafi ríkt
með Sovétríkjunum og hinu
kommúníska Kína. Sam-
kvæmt skjölum þessum, sem
sögð voru fengin frá einu af
leppríkjum Rússa, hefur ó-
samlyndi þessara tveggja
höfuðríkja kommúnismans
verið miklu meira og alvar-
legra en menn höfðu hingað
til talið. — Þar segir nokk-
uð frá orðaskiptum Krúsjeffs
og kínverskra leiðtoga á
kommúnistaráðstefnunum í
Rúmeníu og Moskvu á sl. ári
— m. a. að Kínverjar hafi
sakað Krúsjeff um alvarleg
mistök í sambandi við upp-
reisnirnar í Póllandi og Ung-
verjalandi árið 1956, vegna
þess að hann hefði á þeim
tima hugsað mest um það að
reyna að koma sér í mjúkinn
Framh. á b'á  8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24