Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 37. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  síður
©rgmnfeltoM^
48. árgangur
37 tbl. — Miðvikudagur 15. febrúar 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússar
urkenna
Hammarskjöld sem
embættismann S
Krefjast brottflutnings
liðs SÞ frá Kongó
London, Moskvu, 14. febrúar — (Reuter/NTB)
Jjfe Tass-fréttastofan rússneska skýrði í dag frá opinberri
tilkynningu stjórnar Sovétríkjanna, þar sem segir, að
stjórnin muni héðan í frá ekki eiga nokkur samskipti við
Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og
viðurkenni hann ekki lengur sem embættismann samtak-
anna, enda sé hann meðal annars ábyrgur fyrir morði
Lumumba.
fr Rússneska stjórnin krefst þess, að Sameinuðu þjóðirn-
ar fordæmi Belgíumenn fyrir aðgerðir þeirra í Kongó,
er leitt hafi til handtöku og nú lífláts Lumumba. Sé sá
verknaður „alþjóðlegur glæpur", sem engan veginn sam-
rýmist stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna. Þá krefst stjórnin
þess, að þegar verði bundinn endir á „hið svokallaða starf"
samtakanna í Kongó og allt herlið flutt á brott þaðan inn-
an mánaðar svo og allir menn af belgísku bergi brotnir,
til þess að þjóðin fái stjórnað sér sjálf og varið frelsi sitt.
'-fc  Rússneska stjórnin krefst ennfremur handtöku þeirra
Moise Tshombe og Josephs Mobutus og afvopnun herja
þeirra. Skuli þeir báðir leiddir fyrir rétt sem böðlar Lum-
umba og dæmdir samkvæmt því.
'¦^r/  Jafnframt  segir  í  tilkynningunni,  að  nú  sé  heilög
skylda sérhverrar friðelskandi þjóðar að styðja stjórn-
ina í Stanleyville og stuðningsmenn Lumumba.
'•fc Jafnframt hinni opinberu yfirlýsingu stjórnarinnar,
skýrði Tass frá því, að Nikita Krúsjeff, forsætisráð-
herra, hefði sent Antoine Gizenga, forvígismanni stjórnar-
innar í Stanleyville, bréf, þar sem lýst væri innilegri samúð
Sovétmanna vegna fráfalls Lumumba. Krúsjeff sagði í
bréfi sínu að Rússar mundu gera allt sem í þeirra valdi
stæði til þess að koma fram refsingu á hendur þeim, er
ábyrgð bæru á morði Lumumba. Ennfremur mundu Rússar
veita alla mögulega aðstoð föðurlandsvinum í Kongó í rétt-
látri baráttu þeirra gegn nýlendukúgun.
Belgíska stjórnln blrtl elnnlg
yfirlýsingu í dag, þar sem hún
frábiður sér alla ábyrgð á lífláti
Lumumba, sem liafi verið hinn
hryggilegasti atburður. Segist
stjórnin ekki hafa átt nokkurn
bátt í handtöku hans, flutningi
milli fangelsa né morði hans.
Kallaði Wigny utanríkisráðherra
sendiherra Rússlands á sinn fund
New York, 14. febr.
(NTB/Reuter)
ÖRYGGISRÁD Sameinuðu
þjóðanna kemur saman til
þess að ræða Kongómálið síð-
tri hluta miðvikudags. Fyrstir
á mælendaskrá eru fulltrúar
Bandaríkjanna og Rússa.
í dag og afhenti honum mótmæli
gegn svívirðingum Rússa.
Framh. á bls. 19.
Dag Hammarskjöld — Rússar
viðurkenna hann ekki
Venusar-
flaugin
á réttri braut
London, Washington, Moskvu,
14. febrúar. — (Reuter)
SOVÉZKIR vísindamenn segja,
að með ferð rússnesku eldflaug-
arinnar í áttina til Venusar sé
hafið tímabil samgangna milli
plánetanna.
Rússneski vísindamaðurinn,
prófessor Alexander Markov, seg
ir í grein í Pravda í dag, að
enginn vafi leiki á því, að þess-
ari tilraun muni aðrar fylgja —
haldið verði áfram aS senda
geimíör til Venusar og annarra
pláneta. í geimförunum verði
sjálfvirk rannsóknartæki, er
skila muni til jarðar ómetanleg-
um upplýsingum um andrúms-
loft Venusar, svo og yfirborð,
dýra- og gróðurlíf, ef um slíkt
sé að ræða á þessari dularfullu
reikistjörnu.
Tass-fréttastofan hefur eftir
Alexander Nesmeyanov, forseta
sovézku vísindaakademíunnar,
að sá dagur nálgist óðum, er
mennirnir megni sjálfir að rann
saka pláneturnar. Segir hann, að
Frh. á bls. 19
Verkfalli yfirmanna
lauk í gærkveldi
í GÆRKVÖLDI gerðust þau
gleðitíðindi að leysa tókst
verkfall yfirmanna á vél-
bátaflotanum í verstöðvun-
um hér við Faxaflóa og á
Suðurnesjum Náðist sam-
komulag í deilunni laust fyr-
ir klukkan 10 í gærkvöldi,
en það hafði þá staðið frá
8. þessa mánaðar.
Samningar tókust fyrir milli
göngu  Valdimars  Stefánssonar
sakadómara,  sem  er  varasátta
semjari '
Þegar í gærkvöldi tófc að koma
hreyfing á bátaflotann hér í
Reykjavíkurhöfn,  og  farið  að
Tshombe neitar samvinnu
við starfsmenn SÞ
undirbúa fyrsta róðurínn eftir
verkfallið. Sjómenn á bátun-
um höfðu fáeinum dögum
áður en yfirmannaverkfallið
skall á, upphafið verkfall og frest
að v verkfallsaðgerðum sem þá
voru.
Ekki geta róðrar hafizt i
Hafnarfirði og á Akranesi nú
þegar, því þar eru hásetar i
verkfalli.
Aðalinntakið í hinum nýju
samningum við yfirmennina,
sem undirritað var i gærkvöldi,
er á þá leið, að útgerðarmenn
líftryggja yfirmenn bátanna fyr-
ir 200.000 krónur. í fyrri samn-
íngum hafa yfirmenn fengið
greiddar mánaðarlega kr. 551,00
aukagreiðslu.
Nú lækkar þessi aukagreiðsla nið
ur í 250 krónur á mánuði. Lækk-
unin- jafngildir iðgjaldi hinnar
nýju líftryggingar. Hún nær einn
ig til yfirmannanna, þá er skipin
stunda síldveiðar. Lækka mán-
aðarlegar fastagreiðslur til yfir-
manna á síldveiðum um sömu
upphæð og hér að of an getur.
í gærkvöldi lét Farmanna- og
fískimannasambandið aflýsa verk
fallinu með sérstakri tilkynningu
í útvarpinu.
Hækka V.-Þjóðverjar tilboð sitt?
Elisábethville, 1%. febrúar.
— (Reuter/NTB) —i
MOISE Thsombe, forsætis-
ráðherra Katanga, réðist í
dag harkalega á starfsemi
Sameinuðu þjóðanna í Kongó
og tók það skýrt og skorin-
ort fram við fréttamenn, að
hann hefði ekki í hyggju að
eiga samvinnu við SÞ
um rannsókn á lífláti Lum-
umba. Tshombe sagði, að
Sameinuðu  þjóðirnar  hefðu
komið á slíkri óreiðu og
ringulreið í Katanga, að
mörg ár mundi taka að koma
öllu þar í eðlilegt horf. —
Tshombe sagði, að stöðugt
væri unnið að því að koma á
erlendum yfirráðum í Kongó
á ný En hann kvaðst skyldi
sjá um að koma á ró og reglu
í Katanga, ef Sameinuðu
þjóðirnar létu vera að lama
lögreglustyrk hans og her-
styrk.
Tshombe sagði, að ihlut^n ann
arra ríkja í Kon-gó mundu hafa í
för með sér blóðbað, sem Sam-
einuðu þjóðirnar væru ábyrgar
fyrir.
Tshobe neitaði að segja nokk-
uð um líflát Lumumba. Fréttarit
ari Reuters telur ,að margir
Afríkumenn kunni að fallast á
skýringar Katangastjórnar á líf-
láti Lumumba, en henni muni
vart aðrir trúa. Evrópumenn í
Elisabethville eru mjög í vafa um
sannleiksgildi skýringar Tshom-
bes, en flestir styðja þeir hann
Frh. á bls. 2
Bonn, 14. febrúar — (Reuter)
HEINRICH von Brentano, utan-
ríkisráðherra V-Þýzkalands, fór
flugleiðis til Bandarikjanna í
dag og mun þar væntanlega
ræða við Kennedy Bandaríkja-
forseta og utanríkisráðherrann,
Dean Rusk.
Brentano lét svo um mælt við
fréttamenn, áður en hann fór
frá  Bonn  i  dag,  að  vestur-
Ný kafbátur
Washington, 14. febrúar.
TILKYNNT var hér í dag, að
bandariska flotanum hefði bætzt
nýr kjarnorkukafbátur, sem
hlaut nafnið Theodor Roosevelt.
Er hann búinn polarisflugskeyt-
um, sem geta flutt kjarnorku-
sprengjur. Eins og um fleiri báta
af þessari gerð, er hægt að skjóta
úr þeim í kafi.
þýzka ríkisstjórnin væri fús til
þess að halda áfram viðræðum
varðandi     efnahagsvandræði
Bandaríkjamanna. Þó kvaðst ut-
anríkisráðherrann ekki fara til
Bandaríkjanna til þess að semja
um þessi mál, en vestur-þýzka
fréttastofan DPA segir, að
Brentano muni afhenda Kenne-
dy forseta orðsendingu frá Ad-
enauer kanzlara.
Ekki hefur verið tilkynnt
hvenær Brentano muni ræða við
Bandaríkjaforseta. Hann mun
fyrst halda ræðu um framtíð
Atlantshafsbandalagsins, í New
York, en fljúga til Washington
á fimmtudag.
Er Brentano var að því spurð-
ur, hvort Vestur-Þjóðverjar
hygðust hækka tilboð sitt fram
yfir þann milljarð er áður hafði
verið fallizt á að greiða Banda-
ríkjamönnum, kvaðst hann ekki
geta svarað því að svo stöddu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20