Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 38. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síður
wwmibMbib
18. árgangux
38. tbl. — Fimmtudagur 16. febrúar 1961
Frentsmiðja Morgunblaðsins
geta hindrað bló
ongú
Stevenson  lýsir  trausti  á  Hammarskjöld
Mordi  Lumumba  mótmælt  víða  um  heim
VJDSVEGAR að úr heiminum berast fregnir um mótmælaaðgerðir vegna morðsins á
Lumumba. Hefur enginn atburður gerzt í langan tíma, sem megnað hefur jafnmikið að
eesa upp tilfinningar manna og reiði. — Beinist þetta einkum gegn Belgíumönnum, sem
taldir eru meðsekir Katanga-stjórn um morðið.
Home lávarður, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir á þingi í dag, að brezka
stjórnin teldi engan vafa leika á því lengur að líflát Lumumba hefði verið morð.
Umræður voru í Öryggisráði SÞ í New York í gær um þá tillögu Bússa, að
Hammarskjöld verði vikið úr starfi og allt herlið SÞ í Kongó flutt brott frá Kongó.
Hammarskjöld lýsti því yfir við umræðurnar, að hann myndi ekki segja af sér.
Adlai Stevenson, fulltrúi Bandaríkjanna, flutti fyrstu ræðu sína í Öryggisráðinu.
Hann harmaði morðið á Lumumba, en lýsti yfir undrun sinni yfir rússnesku tillögunni.
Kvað hann furðulegt að Rússar ætluðu sér að nota dráp Lumumba til að sundra sam-
tökum SÞ og koma á algeru öngþveiti í Kongó.
Stevenson skoraði á allar þjóðir að styðja Sameinuðu þjóðirnar, sem væru eina
Von smáþjóðanna á erfiðum tímum. Ef tillaga Rússa um brottflutning herliðs SÞ frá
Kongó væri samþykkt, þýddi það ekkert annað en blóðuga borgarastyrjöld í öllu Kongó.
Taldi Stevenson, að nú væri þvert á móti nauðsyn að efla lið SÞ í Kongó, svo það
gæti friðað landið. En á einu er þó mest nauðsyn, sagði hann, að koma í veg fyrir öll
erlend afskipti af innanríkismálum Kongó, til þess taldi hann að hindra yrði öll afskipti
Belga af málum landsins.
andi ríki tnunu halda áfram að
styðja hann í viðleitninni til að
koma á friði og öryggi í Kongó
og meðal alJra þjóða. Það getuv
verið að SÞ hafi orðið á mistök
í Kongo eins og kemur fyrir alla,
Auka þarí vald SÞ
Stevenson sagði m. a. í reeðu
Sinni:
— Áríðandi er að gera þegar
í stað ráðstafanir til að hindra
útbreiðslu borgarastyrjaldar í
Kongó og vernda líf almennra
borgara og flóttafólks, sem þeg-
ar er bjargarlaust þar vegna
fyrstu átakanna. Vildi Stevenson,
að framkvæmdastjórn SÞ yrði
falið aukið vald til að friða
Kongó og þá m. a. að taka við
yfirstjórn Kongó-hers svo hann
yrði ekki notaður í pólitískri bar
áttu í landinu.
Hann lýsti því yfir, að Banda-
ríkin styddu aðgerðir SÞ í
Kongó af heilum hug, því að
eina leiðin til að útiloka kalda
stríðið og heita stríðið frá Kongó,
er að SÞ séu þar á verði.
Xraust á Hammarskjöld
Ég tek ekki mikið mark á
illskufullum árásum Rússa á
framkvæmdastjóra og fram-
kvæmdastjórn SÞ. Hvorki hann
né stofnunin þurfa á vörn minni
að halda. Starfsferill hans er bók
sem er öllum opin, bók sem allar
friðelskandi þjóðir viðurkenna
og inniheldur lýsingu á trúverð-
ugu starfi í þjónustu alþjóða-
réttlætis og alþjóðafriðar.
Það er sama þott Sovétstjórnin
láti eins og Dag Hammarskjöld
sé ekki til, hún mun komast að
því að fjarri fer að hann sé ein-
hver vofa. Þvert á móti mun hún
komast að raun um að fríðelsk-
Adlaí Stevenson flutti fyrstu
ræðu sína í SÞ í gær
en það réttlætir ekki illskufulla
og ósanngjarna árás á fram-
kvæmdastjórann og stofnunina.
Benti Stevenson á það að allir
deiluaðiljar, Kasavubu, Gizenga,
Tsjombe réðust á Sameinuðu
þjóðirnar vegna þess að samtök-
in hefðu ekki viljað draga taum
neins þessara stjórnmálamanna.
Sýndi það bezt óhlutdrægni SÞ
í málum Kongó.
Rússar stefna aS öngþveiti
Ég harma það, sagði Steven-
son, að Rússar hafa enn ekki tal-
ið sér henta að eiga samstarf við
þau lönd sem reyna að finna
raunhæfa lausn á hræðilegum
vandamálum kongósku þjóðar-
innar.
í stað þess krefjast Rússar
þess að allt herlið SÞ í Kongó
verði flutt brott á einum mán-
uði. Hvað myndi slíkt þýða? —
Ekki aðeins stjórnleysi og borg-
Framh. á bls. 23
Þetta er nýjasta myndin sem til er af Lumumba. Hún var
tekin þegar hann var fluttur sem fangi frá Leopoldville til
Elisabethville. Me'ð' lionura er félagi hans og samfangi, Joseph
Okito.
Mikið og óskiljan-
rilssel
legt slys við
Boeing 707 fórst með bandariskum
skautamönniim
Brilssel, 15. fébr. (Reuter)
STÓR farþegaþota, Boeing
707, eign belgíska félagsins
Sabena,  fórst  í  morgun  í
lendingu á Brussel-flugvelli.
Ekkert er enn upplýst um
orsakir flugslyssins, en svo
virðist   sem   flugmaðurinn
Devold telur síldina horf na
Norðmönnum  næstu  þrjá áratugi
FREMSTI fiskifræðingur
Norðmanna, Finn Devold,
heldur því fram í samtali við
norska blaðið Aftenposten
nýlega, að það sé vonlítið, að
stór-síldarganga   komi   tíl
Noregs næstu 20—30 ár.
Þessi yfirlýsing Devolds
má kallast stórkostlegt áfall
fyrir norska síldveiðimenn,
því að margir hafa talið De-
vold stundum vera af bjart-
sýnan um síldveiðarnar.  En
nú er það snúið við.
•  Stofninn minnkar
Devold segir í samtalinu: „Það
liggur alveg ljóst fyrir, að við
verðum að reikna með minnk-
uðum síldarstofni næstu 25 ár.
Ástæðan er að fjölgun stofnsins
er nú mjög ábótavant. Við verð-
um jafnvel að reikna með því,
•að síldarstofninn hafi minnkað
svo mikið, að það hafi úrslita-
áhrif fyrir veiðarnar.
•  Veiðar RúSsa
Einnig kemur Devold inn á ann
Framh. á bls. 23
hafi skyndilega misst stjórn
á vélinni.
í þotunni voru 72 menn,
61 farþegi og 11 í áhöfn
hennar. Bóndi, sem stóð á
akri sínum, varð fyrir flug-
vélinni og fórst. Flugvélin
var að koma frá New York.
Flestir farþegarnir voru
bandarískir, þeirra á meðal
voru 39 skautamenn — lið
Bandaríkjanna á heims-
meistaramót í listaskauta-
hlaupi, sem fram á að fara
í Prag í næstu viku.
•  í aðflugi
Sem fyrr segir, er ekkert hægt
að segja ákveðið um orsakir slyss
þessa. Flugturninn á Brússel-
flugvellinum átti samtal við
flugstjóra vélarinnar um fimm
mínútum áður en óhappið vildi
til, en síðan heyrðist ekkert
Framh. á bis. 17.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24