Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 40. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16  síður og  Lesbók
I
48. árgangut
vtgmMdbifo
40. tbl. — Laugardagur 18. febrúar 1961
Prentsmiðja Moigunblaðsins
segir Dennis V/elth
Ölafur Thors fer á þing
Norðurlanáaráös
FtTNDIR Norðurlanðaráðs hefj-
ast í Kaupmannahöfn um há-
degisbilið í dag. Mbl. þóttist hafa
ffyrir því örug-gar heimildir, að
Ólafur Thors forsætisráðherra
myndi sitja fundi' ráðsins, en
vegna fregna í Þjóðviljanum og
útvarpinu í gær þess efnis að
hann hefði hætt við það, sneri
blaðið sér til ráðherráns og spurði
hvort nokkur breyting væri á
orðin um för hans.
— Nei, svaraði forsætlsráðherra
Ég fer til Hafnar á morgun (laug-
ardag) með flugvél frá Flugfé-
lagi íslands. Ég hef frá öndverðu
íetlað mér að fara utan og sitja
málum, sem ráðið hefir rætt
fram að þessu, snerti íslendinga
lítið, þá skulum við hafa í huga
að sum þeirra koma okkur bein-
línis við, en hitt er mikjlvæg-
ara að íslandi, sem liggur milli
hinina enskumælandi stórvelda,
er mikil nauðsyn á því að hafa
sem  allra  nánust  tengsl  við
frændur sína og vini á Norður-
löndum. Þó við getum margt
gott lært af stórveldunum,
skiptir mestu máli, að okkur tak
ist að varðveita sameiginlega
norræna menningu, og á þetta
ekki sizt við um okkur íslend-
inga, sagði forsætisráðherra að
lokum.
/
Þessa mynd tók Sveinn
Þormóðsson í gærmorgun
suður á Hafnarf jarðarvegi,
skömmu eftir að þar hafði
orðið hið hörmulegasta
slys. Hjón voru í litla bíln
um og beið konan bana
samstundis. — Sagt er frá
slysinu í frétt á bls. 16. —
líelcjiusijorn
segir af sér
Ólafur Thors
þing þetta, en þó hef ég koslð
að eyða sem minnstum tima í
ferðalagið. Eins og þér kannski
vitið, bauð Erlander, forsætis-
ráðherra Svía, öllum forsætisráð
berrum Norðurlanda ásamt for-
mönnum allra deilda Norður-
landaráðsins til Svíþjóðar á s.l.
hausti, en þá kom ég því ekki
við að fara. Af þeim sökum
f innst mér nú enn þá meiri nauð
syn að sækja þingið í Kaup-
mannahöfn.
— Hvert er álit yðar á störf-
um Norðurlandaráðs? spurði
fréttamaður blaðsins.
Forsætisráðherra svaraði:
Brússél, 17. febr. — (Reuter)
RÍKISSTJÓRN Belgíu sagði
í dag af sér vegna ágreinings
stjórnarflokkanna tveggja
um sparnaðarfrumvarp stjórn
arinnar. Hafði ríkisstjórnin
setið að völdum í 27 mánuði.
Talsmaður ríkisstjórnarinn
ar sagði að Eyskens forsætis-
ráðherra mundi afhenda
Bauduin konungi lausnar-
beiðni fyrir sig og ráðuneyti
sitt á morgun. Samkvæmt
hinni nýju stjórnarskrá
landsins mun konungur fela
Eyskens að mynda bráða-
birgðastjórn.
•  Kosningar framundan
Ríkisstjórnin var samsteypu-
stjórn frjálslyndra og kaþólskra
og er Eyskens flokksmaður hinna
síðarnefndu. Það voru níu ráð-
herrar frjálslyndra, sem töldu
sig ekki geta fylgt stefnu Eysk-
ens varðandi sparnaðarfrum-
varpið og sögðu af sér.
Samsteypustjórnin hafði áður
næstu viku og efna til nýrra kosn
inga í landinu hinn 26. marz n.k.
Ekki er að vita hver áhrif stjórn
arslitin hafa á þessa ákvörðun.
0  Atvinnuleysisbætur
Rene Lefebvre, sem var að-
stoðar forsætisráðherra og þing-
maður frjálslyndra, segir að þrátt
fyrir fyrri samþykktir hafi Ey-
skens viljað draga það fram yfir
Framh. á bls. 15
Styðju
Hammarskjöld
Briissel, 17. febrúar
ALÞJÓÐASAMBAND frjálsra
verkalýðsfélaga,    (ICFTU),
sem í eru milljónir verka-
manna um allan hin frjálsa
heim hefur lýst „fullum og ó-
takmörkuðum stuðningi" sín-
um við aðgerðir Hammar-
skjölds í Kongó.
Stjórn sambandsins hafði sent
Hammarskjöld eftirfarandi
símskeyti:
A þessum hættulegu tíma-
mótum viljum við fullvissa
yður um fullan og ótakmark-
aðan stuðning hinna mörgu
milljóna verkamanna hins
frjálsa heims við aðgerðir
yðar yfirleitt og við tilraunir
yðar til að hjálpa Kongólýð-
veldinu að vinna bug á mikl-
um erfiðleikum þess. Við von
umst þess innilega að þér
haldið áfram aðgerðum yðar
til að forða Kongó frá stjórn-
leysi og eymd.
Grimsby, 17. febrúar.
Einkaskeyti til Mbl.
BREZKIR  togaramenn  hót-
uðu því í dag að skip þeirra
stælust  inn  fyrir  12  mílna
mörkin við ísland til að ná
afla fyrir páskamarkaðinn.
Þriggja manna ráð togara-
manna   lýsti   því   yfir   í
Grimsby í dag að þeir væru
reiðir vegna sífellds  dráttar
á samkomulagi í deilunni, og
að verið gæti að brezku tog-
ararnir færu inn fyrir mörk-
in  án  verndar,  ef  brezka
stjórnin  neitaði   að   senda
herskip með þeim.
í þessu þriggja manna ráði
eiga sæti tveir fulltrúar
brezku togarasamtakanna og
Dennis Welch, formaður yf-
irmannamélagsins í Grims-
by. -
Seinna tilkynnti Welch
fréttamönnum: „Ef engan
fisk er að fá utan markanna,
munu skipin að öllum líkind
um fara inn fyrir. Það er til
of mikillar þolinmæði ætlazt
að búast við því að þau
haldi sig fyrir utan. Það
gæti bitnað á páskamarkað-
inum og á brezku þjóðinni,
ef skipin gerðu það".
Fulltrúar brezku togara-
eigendasamtakanna neituðu
því í dag að þeir hefðu sett
brezku stjórninni úrslitakosti
og ákveðið að Ioforð þeirra
um að halda skipum sínum
utan 12 mílna markanna
meðan á samningum stendur
renni út hinn 15. marz.
Fimmtíu fórust
Ghoghardiha, Indlandi, 17. febr.
(Reuter). — Að minnsta kosti 50
manns, aðallega konur og börn,
drukknuðu í gær er tvær ferjur
sukku á ánni Kisi skammt frá
Ghoghardiha.
Ásiglingar og skipfapar
— Enda  þótt  mörg  af  þeim samþykkt að leysa upp þingið í
Dover, Englandi, 17. febrúar
(Reuter)
MIKIL þoka lá yfir Ermasundi
síðastliðna nótt og varð til þess
að sex skip lentu í ásiglingum
og eitt strandaði.
Einn maður lét lífið og annar
slasaðist er norska olíuflutninga-
skipið Raila, sem er 12.700 lest-
ir og vestur-þýzka skipið Bochum
sem er 7.200 lestir rákust saman
um fimm mílum frá Dover.
Þýzka  skipið  var  dregið  til
hafnar, en norska skipið gat hald
ið siglingu sinni áfram.
Tveir menn særðust er banda-
ríska olíuskipið Ocean Evelyn og
hollenzka skipið Amstel Hoek
rákust saman um 20 mílum frá
Dover. Litlar skemmdir urðu á
skipunum.
— • —
Þá rákust tvö brezk skip sam-
an skammt undan Dungeness.
Herskip úr landhelgisgæzlunni
brezku var sent til að aðstoða
annað skipið ef með þyrfti.
Eitt smáskip úr brezka flotan-
um strandaði við Dungeness
Point í nótt. Beðið er eftir flóði
til að reyna að ná skipinu á
flot.
í fréttum frá Haag segir að tvo
skip hafi rekizt á í Katte-
gat. Finnska vélskipið Berny,
sem var rúmar 600 lestir, sökk
eftir áreksturinn, en áhöfnin
bjargaðist í hitt skipið, sem var
írá Liberíu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16