Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður 18. árgangur 56. tbl. — Fimmtudagur 9. marz 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lúövík vill semja um veiðar undir herskipavernd I»AÐ hefir vakið mjög mikla athygli með hvílíkum end- emum Lúðvík Jósefsson hélt á málum stjórnarandstöðunn- ar í 3Vs klst. málþófsræðu sinni um landhelgismálið á þingfundi aðfaranótt þriðju- dags. Þar lýsti þessi talsmað- ur kommúnista því yfir, að hann vildi semja við Breta um það, að þeir héldu áfram að veiða undir herskipavernd innan 12 mílnanna í allt að 4 ár. Orðrétt komst Lúðvík Jósefsson m.a. svo að orði: „Ég hef nú sagt það áður, að mig hefði langað mjög til þess, miðað við afstöðuna til friðunar á íslandsmiðum, að semja beinlínis við Breta um það, að þeir héldu áfram í eitt, tvö eða þrjú ár, eða fjögur ár“ — þ. e. a. s., Lúð- vík vill semja um það við Breta að þeir haldi áfram að veiða undir herskipavernd á svæðinu milli fjögurra og 12 mílna í allt að því 4 ár! „Kroppuðu í landhelgi“ Síðan gat hann þess í beinu framhaldi af iþessu, að það skað- aði okkur ekki þótt Bretar veiddu í Iandhelginni undir her- skipavernd:„Vegna þess að það, sem þeir kroppuðu inni í land- helginni hjá okkur skipti okkur engu máli, það var svo ómerki- legt“, eins og hann komst að orði. Lét hann sig jafnvel ekki muna urn að lýsa því yfir, að bátasjómenn sem veiddu út af Austfjörðum hefðu sagt, að þeir hefðu aldrei lifað „svona dægi- lega daga“, eins og meðan Bretar fiskuðu undir herskipavernd í ís- lenzkri landhelgi. Ótrúlegt f>að er ótrúlegt, að nokkur þingmaður skuli leyfa. sér að lýsa því yfir, að það á sjálfu Alþingi, að hann óski eftir því, að erlent ríki beri vopn á íslenzku þjóð- ina, og þá sérstaklega sjómenn hennar. Ennfremur kom það ber lega fram í ræðu Lúðvíks, eins og rakið var 'hér í blaðinu í gær, að hann lætur hafa sig til þess að hamast gegn lausn landhelgis- deilunnar, vegna þess að hann sér fram á, að lausn hennar muni leiða til hagstæðari og heppilegri viðskiptasaimbanda fyr ir íslenzku þjóðina. Eins og sjá má af þessu, fletti Lúðvík hulunni algerlega af stefnu kommúnista í landhelgis- málinu í þessari næturræðu sinni og sýndi, svo ekki verður um villzt, að hún gengur algerlega í berhögg við hagsmuni íslenzku þjóðarinnar. Hér á síðunni birtum við kort, sem sýnir hvar Lúðvík Jósefsson og kommúnistar vilja, að Bretar haldi áfram veiðum sínum undir herskipavernd Eins og fram kemur á þessu korti hafa þeir veitt með þeim hætti inn að fjórum mílum, lengur eða skem- ur, alls staðar kringum landið, nema á tiltölulega litlum svæð- um. Og alltaf voru það Bretar sjálfir sem eftir því sem þeir töldu sér bezt henta völdu þau svæði, er þeir veiddu á hverju sinni. Það er þetta, sem komm- únistar vilja semja um við Breta. F ramsóknarmað- urinn sat hjá Húsavík, 8 marz. 1 DAG kl. 2 hófst bæjar- stjórnarfundur á Húsavík. Á þessum fundi kom fram tillaga frá öðrum komm- únistanum í bæjarstjórn um að mótmæla væntan- legum samningum við Breta í landhelgismálinu. Atkvæðagreiðsla fór fram um tillöguna, og var hún felld með þrem atkvæð- um gegn þremur. Annar fulltrúi Framsóknar í bæj- arstjórninni sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Það vekur athygli, að margir framámenn Fram- sóknar á Húsavík eru hlynntir samningunum. Liz á batavegi - en þó ekki talin úr allri hœttu LONDON, 8. marz. (Reuter). •— Eddie Fisher, maður kvik- myndastjörnunnar Elizabeth Taylor, sem legið hefir hel- sjúk af illkynjaðri lungna- Togarasölur í vikunni NOKKRIR íslenzkir togarar hafa selt afla sinn í Þýzkalandi í vik- unni. Þessir togarar hafa selt það sem af er vikunni: Surprise seldi í Cuxihaven á mánudag 162 lestir fyrir 104 þúsund mörk. Sama dag seldi Fylkir í Bremerhaven 156 lestir fyrir 99 þús. mörk. Júní frá Hafnarfirði seldi í Brem erhaven á þriðjudag 174 lestir, þar af 25 lestir af síld, fyrir 104 þúsund mörk. Sama dag seldi tog skipið Guðmundur Pétursson frá Bolungarvík í Bremerhaven 57 lestir fyrir 34.600 mörk. Jón for- seti seldi í Cuxhaven í gær 112 lestir fyrir 77.500 mörk. Þorkell Máni seldi einnig í gær í Brem- erhaven, en tölurnar hafa ekki borizt ennþá. Neptúnus selur afla sinn í Þýzkalandi nk. laugar dag. bólgu síðan á laugardag, brosti þreytulega en glaðlega við fréttamönnum og aðdá- endum leikkonunnar, sem bið>u úti fyrir sjúkrahúsinu í dag, og tjáði þeim, að konu sinni liði nú bærilega. — „Nú ætla ég að hitta börn- in mín“, sagði Fischer (þau eru einnig í Lundúnum), — „ég hefi ekki séð þau í þrjá Afar léleg síld- veiði við Noreg BERGEN, 8. marz. fNTB) — Síldarsölusamtök Noregs hafa upplýst, að á miðnætti hinn 7. marz hafi vor-vsíidveiðar Norðmanna numið um 200,000 hl — á móti rúmlega 863,00 hl á sama tíma í fyrra. Samkvæmt sömu heimild um nemur heildaraflinn á vetrar-síldveiðum nú 640,000 hl, en i fyrra var síldaraflinn á vetrarvertíðinni hins vegar 2,85 millj. hl. Verndarsvœði Lúðvíks merkt með svörtu A ÞESSU korti sést vel hvar Lúðvík Jósefsson og komm- únistar vilja að Bretar fái að veiða óáreittir innan islenzkr ar landhelgi undir herskipa- vernd. — í ræðu sinni á Al- þingi aðfaranótt þriðjudags lýsti Lúðvík Jósefsson því yf- ir að hann vildi semja við Breta um það, að þeir héldu áfram að veiða undir her- skipavernd innan 12 mílnanna i allt að 4 ár. I staðinn fyrir hagkvæma lausn landhelgis- deilunnar, viljja kommúnistar bcinlínis semja við Breta um að þeir veiði upp að 4 milun- um þar sem þeir helzt kjósa hverju sinni. — Á kortinu sést vel svæðið frá 4 til 12 milna, þar sem Bretar fisk- uðu undir herskipavernd, misjafnlega Iengi á hverju svæði, en svo lengi og þeg- ar þeim sjálfum sýndist. Svæði þessi kölluðu Bretar „verndarsvæði“. Nú vilja kommúnistar righalda í „verndarsvæðin“. daga“. — Hann yfirgaf síðan sjúkrahúsið með móður Liz, frú Francis Taylor, sér við hlið. — Söngvarinn var mjög þreytulegur og fölur, enda hefir honum varla komið dúr á auga síð*an kona hans veiktist á laugardaginn. -ár Ekki úr hættu Einn af læknum leikkonunnar, dr. Ratner, tjáði fréttamönnum og, að henni hefði „batnað mjög mikið“ — og Evans lávarður, einkalæknir Englandsdrottning- ar sem hefir stundað Liz ásamt sex öðrum sérfræðingum, lét svo um mælt, að um mikla framför væri að ræða frá því í gær — og „lungu hennar hreinsast nú óð- Frh. á bls. 2 Aisírmálið að leysast? TÚNIS. 8. marz. — Því var lýsti yfir hér í dag af hálfu útlagastjórnar uppreisnar- manna í Alsír, að hún væri reiðubúin til þess að hefja viðræður við frönsku stjórn- ina um vopnahlé í Alsír og framtíð landsins — án nokk urra sérstakra skilyrða. — ★ — Þessi fregn kemur í kjölfar ýmissa frétta undanfarna daga, sem gefið hafa vísbendingu um * það, að skilyrði hefðu skapazt til slikra samningaviðræðna, ea bjartsýni stjórnmálafréttaritara um möguleika á lausn Alsírmáls ins hefir farið sívaxandi að und anförnu. — ★ — í gær hafði Parísarfréttaritri Reuters, Harold King, það eftir heimildum, „er standa mjög nærri frönsku stjórninni", að óformlegt samkomulag hefði náðst milli fyrrgreindra aðila um að stöðva allar árásaraðgerð- ir í Alsír, meðan formlegar við- ræður um framtíð landsins færu fram. Þag fylgdi fregn Kings, að slíkar viðræðna væri að vænta við lok þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.