Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš og Lesbók barnanna 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGJJ NBLAÐTB
Fimmtudagur 20. apríl 1961
Barbara í vinnustofu  sinni.  Sér á  hornio  á  einu af ullarteppunum. — Ljósm. Ól. K. Mag.
Undirbúningurinn í Englandi,
starfsirin á islandi
Viðtal við BarbÖru Árnason fimmníga
Við Kársnesbrautina f Kópa-
vogi stendur hvítt einbýlishús,
sem vekur athygli vegfarenda
fyrir það að einn vegginn skreyt
ir listaverk. Þarna búa Magnús
og Barbara Árnason og myndina
hefur Barbara málað. Þetta er
táknmynd af æfi mannsins frá
fæðingu til æfiloka. Fyrst er ný-
fædda barnið, þá krakki, svo
piltur að gefa stúlku hýrt auga,
síðan barnavagninn, þá miðaldra
fólk önnum kafið við að heyja
sitt lífsstríð og loks fólk sem er
að lognast út af. Allar þessar
myndir tengir rauð lína, Iífsþráð
urinn. — í fyrrasumar vann ég
að þessari skreytingu í 2 mánuði
á nóttunni af því ég vildi ekki
láta umferðina trufla mig, og
svaf á daginn hér í vinnustofunni,
sagði Barbara Árnason, er við
vorum seztar í stórri vinnustofu,
þar sem allt er fullt af bókum og
myndum fullgerðum og hálfgerð
um, eftir þau hjónin. Þarna vinn
ur öll fjölskyldan, þar er meira
að segja skot með alls konar
dóti, sem Vífill sonur þeirra, sem
verður stúdent í vor sýsiar með.
Ég var þarna komin af þeirri
ástæðu að Barbara á um þessar
mundir fimmtugs afmæli, auk
þess sem 25 ár eru liðin frá því
hún settist að á íslandi, og í því
tilefni ætlar Félag myndlista-
manna að opna yfirlitssýningu
i verkum hennar i Listamanna-
skálanum á morgun.
Mestar kröfur
tíl sjálfs sín.
— Hefur yður ekki stundum
þótt miður að búa í svona litlu
landi, þar sem ekki er aðstaða
til að reyna sig í samkeppni við
þá listamenn sem hæzt ber, eins
og t.d. í heimalandi yðar, Eng-
landi?
— Ég er ekkert metnaðargjörn
á þann hátt. Maður verður að
gera meiri kröfur til sjálfs sín
en frægðar, svarar Barbara .Ann
ars hefi ég alltaf haft slík tæki-
færi, því ég hefi sýnt jafnt með
Englendingum sem íslendingum
hér og erlendis. Og ég hef ætíð
átt þess kost að fara utan árlega
og skoða það sem annars staðar
er að sjá.
— Þú hefur verið komin á lista
mannsbrautina, áður en þú flutt
ist frá Englandi?
— Já, ég átti mjög hamingju-
rika æsku og hún hefur gert mig
bjartsýna  alla  æfi  mína  síðan.
Tvíburasystir mín, bróðir minn
og ég ólumst upp á óvenjulegu
gömlu sveitasetri, North Ston-
ham í SuðurEnglandi. Það var
umlukt fögrum skógum og
skemmtigarði . Það var of af-
skekkt tíl að við gætum sótt skóla
og þar eð foreldrar minir vildu
ekki senda okkur systurnar á
heimavistarskóla, þá höfðum við
það mjög frjálslegt í æsku. Alan
bróðir minn varð aftur á móti að
undirgangast skólavist að hefð
bundnum sið, þrátt fyrir ofsaleg
mótmæli hans. Hann er nú rit-
höfundur og ljóðskáld, býr í
Kaupraannahöfn, en hefur sam-
toönd. við mörg ensk dagblðð.
Hann á marga vini hér, því hann
dvaldi hér í 2 ár fyrir 10 árum
og kynntist þá sinni dönsku
konu.
Listfengar tvíburasystur.
Við  systurnar  lærðum  hjá
heimiliskennara, en höfðum þar
á undan danska barnfóstru. Við
vorum heppnar að því leyti, að
báðar þessar konur voru mjög
Sistfengar. Danska barnfóstnan
var sífellt að teikna og móta í
leir fyrir okkur og mig langaði
til að líkja eftir henni. Við teikn
uðum eins og flest börn gera frá
tveggja og hálfs árs aldri og héld
um því áfram með ákafa öll
æskuárin. Ef við vorum þægar,
leyfði kennslukonan okkur að
teikna eftir hádegið þá daga, sem
við hefðum annars átt að hafa
aukatíma í latínu og reikningi,
en ef við rifumst of mikið, urð-
um við að fylgja stundatöflunni.
Þegar við áttum frí, skrifuðum
við þykk bindi af mikillátum
þvættingi og gerðum bókamynd
ir hvor fyrir aðra, en höfðum
stóreflis skerma á milli okkar á
meðan. Þegar við vorum 16 ára
gamlar, vorum við sendar í
heimavistarskóla í Anneney í
frönsku Ölpunum. Við bjuggum
hjá yndislegri fjölskyldu og
fengum ágæta tilsögn í teikn-
ingu. Þetta var mjög fallegur
staður og þar var það sem systir
mín tók að skrifa. Barnabækur
hennar hafa verið þýddar á mörg
tungumál og bezta bók hennar,
Sagan af litla tréhestinum einn-
ig, á íslenzku.
— Þegar tvíburasystur eru ald
ar svona upp saman og tvær ein-
ar, eiga þær þá ekki erfitt með
að þroskast hver fyrir sig?
— Nei, þegar við vorum 15 ára
gamlar byrjuðum við að verða
tvær persónur. Það var greini-
legt að þá skildu leiðir af
sjálfu sér. Við erum mjög lík-
ar í útliti, en hún líkist föður-
fólki okkar að öðru leyti og ég
er öll í móðurættina, og móðir
okkar og faðir voru mjög ólíkar
persónur. Þegar við komum aft-
ut til Englands frá Frakklandi,
fórum við beint í listaskóla. Þar
var ég þrjú fremur dapurleg ár.
Nemendurinir voru ekki margir
og aðeins einn af kennurunum
var „með lífi". Systir mín hætti
námi ef einskærri óbeit, einn af
duglegustu nemendunum varð
brjálaður og sá stúlkan sem
mesta hæfileika hafði hætti við
listnámið og gerðist hjúkrunar-
kona. Piltarnir hafa allir orðíð
yfirkennarar við listaskóla og
framleitt mjög lítið af skapandi
list. En þó kennslan væri dauf,
þá fengum við staðgóða tilsögn
og það kom sér vel. Ég hélt
áfram til þess að komast í Kon-
unglega listaháskólan í London
og vegna þess að áhuginn
var að vakna fyrir tréristu-
list. Eftir að til London kona
varð Hfið allt annað. Eftir þrjii
ár í Listaháskólanum vann ég
eitt ár í vinnustofu minni heima,
að mestu við að skreyta bækur
og við tréristur. Ég tók þátt I
flestum svartlistarsýningum á
Englandi og í nokkrum utan-
lands. Um það leyti var stöðug-
ur markaður fyrir þrykkjur,
einkum handa einkasöfnum. Svo
kom ég hingað 1936 eftir ábend-
ingu móðurbróður míns, sem
hafði komið hér tveimur árum
áður. Og þau 25 ár, sem síðan
eru liðin eru viðbunðarríkustu
og skemmtilegustu ár æfi minn-
ar.
Áhugi fyrir hverjum hlut.
— Þú hefur lagt ýmsar greinar
myndlistar fyrir þig um æfina,
Barbara? Það er greinilegt þeg-
ar maður lítur í kringum síg hér
í vinnustofunni. Yfirlitssýningin
hlýtur að verða fjölbreytt.
— Henni verður líklega skipt
í 10 deildir og þetta verður mik
ill samtíningur, bækur, trérista,
skermar, barnateikningar, mál-
aðar viðarmyndir og málverk. Á'
námsárunum lagði ég stund á
alls konar listiðnað. T.d. var
kennd í skólanum grafik stafa-
gerð, bókaskreyting, svolítið i
arkitektur o.s. frv. Og á ýmsum
skeiðum æfinnar hefi ég verið
að taka upp þráðinn frá þessum
tíma aftur.
— Þú ert tiltölulega nýbyrjuð
á listofnu ullarteppunum, er það
ekki? Það er talsverð eftirspurn
eftir þeim?
— Jú, það er ekki langt síðan
ég byrjaði á þeim. Og það er mik
il eftirspurn eftir þeim, bæði hér
heima og svo hefi ég selt teppi til
Ameriku, Englands og Norður-
landa. En ég get ekki unnið slíkt
í fjöldaframleiðslu. Ég verð að
Framh. á bls. 9.
?Sumar og vetur
M
osi saman
í þetta sinn heilsar ísland
sumardeginum fyrsta alþakið
snjó. Flestum finnst að snjór-
inn og sumardagurinn fyrsti
eigi ákaflega illa saman. En
þó var það gömul trú að sum-
ar og vetur ættu að frjósa
saman, eins og greinilega
kemur fram í vísunni:
Frjósi  sumars fyrstu  nótt
fargi enginn á né kú.
Gróða konum gerist rótt
gott mun vera undir bú.
Snjórinn  virðist  ekki  ætla
að gera gróðrinum mikið til,
a. m. k. eftir görðum í Reykja
vík að dæma. Brumið á trján
um sýnist óskemmt og blóm
koma útsprungin undan snjón
um, enda lftið frost.
Þó snjór hafi allur verið
horfinn á sumardaginn fyrsta
undanfarin ár, þá þarf ekki
að fara langt aftur í tímann
til að finna mikinn snjó fyrsta
sumardag.
Fyrir eitthvað um 15 árum
tepptust t. d. um 30 bílar í
einni lest á Hellisheiði vegna
fannfergis og komust farþegar
úr þeim niður í Skíðaskálann
í Hveradölum. Og kunningi
. minn einn kvaðst muna eftir
því að árið  1949 fór hann á
skiði 2. júni og gekk þá frá
Jósepsdal yfir Þrengslin að
Skíðaskálanum. Og um miðj-
an júni það ár voru enn djúp
ar snjótraðir á Hellisheiði.
? Sumarfagnaður á
nor-ðurslóðum
Sumardaginn fyrsta eiga
eingöngu þær þjóðir, sem búa
norðarlega á jarðkringlunni.
Þeim einum finnst ástæða til
að fagna sumri.
Ég las fyrir nokkru bók eft-
or norska konu, sem giftist
sýslumanninum á Svalbarða,
fluttist með honum þangað
norður eftir, og settist á 12.
breiddargráðu   sunnan   við
F E R O IIM A IVI P
n *£&


pólinn. Þar er sumarkoman
mesti viðburður ársins. Og
sumarið kemur með fyrsta.
vorskipinu. Allan veturinn er
fólkið lokað frá umheiminum
vegna ísa. Og það hlakkar til
að vorskipið, tákn sumarsins
komi.
Sýslumannsfrúin segir frá
því hvernig vikurnar, meðan
beðið er eftir vorskipinu, fari
með taugar og skap íbúanna á
Svalbarða. Hún segir:
* Biðin reynir á
taugarnar
„Við urðum amasöm og
skapstirð. Varla leið sá dagur
að sýslumaðurinn fengi ekki
kæru vegna ærumeiðinga.
Menn fóru í taugarnar hver
á öðrum. Alls konar bull og
vitleysa var tekið háalvarlega,
hugsunarlaust. Ummæli og
gamlar gerðir var grafið upp
aftur, blásin upp þýðing þeirra
og kært til sýslumannsina,
Nokkrum vikum áður hefð*
um við hlegið að öllu saman,
en nú var þetta blóðug
alvara". Og sýslumaðurinn
safnaði kærunum bara f
skúffu og þar gleymdust þær,
eftir að biðin eftir vorskip-
inu og sumrinu var liðin hjá.
Svona getur vorkoman verið
alvarlegt mál fyrir þá sem
búa norðarlega á hnettinum,
Við hér þurfum ekki að
kvarta, ekki nú á tímum. a,
m. k. Það væsir ekki um okkw
ur þó við þurfum að bíða
svolítið eftir sumarkomunni.
En fyrir þá sem bjuggu 1
landinu áður fyrr hefur skipt
höfuðmáli að vorið léti ekkl
á sér standa. Og þá hefur
margur beðið með óþreyju
eftir vorskipinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24