Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  síður
*fgRfHftlaM&
18. árgangur
160. tbl. — Fimmtudagur 20. júlí 1961
Frentsmiðja Morjrunblaðsins
Frakkar  senda  liðsauka  —
Túnisbúar  skjóta  á
flugvélar  þeirra
BIZERTE OG PARÍS, 19. júlí — í dag dró til vopnavið-
skipta í Túnis, milli Túnismanna og Frakka, við frönsku
flotastöðina Bizerte. Túnisher hefur einangrað herstöðina
og bannað allar ferðir franskra hervéla í lofthelgi Ti'mis
í því skyni að knýja Frakka til þess að yfirgefa flotastöð-
ina. Frakkar brugðu skjótt við og sendu varalið fallhlífa-
hermanna til Bizerte. Þegar fallhlífarsveitirnar lentu beittu
Túnismenn stórskotaliði og sprengjuvörpum, en franskar
orrustuþotur, sem fylgdu liðsaflanum, svöruðu. Ekki er
kunnugt um mannfall, en a.m.k. 30 Frakkar særðust. —
Franska stjórnin boðaði til skyndifundur í gærkveldi og
voru auk þess mættir yfirmenn franska hersins. — (Sjá
grein á bls. 2). —
Skothríðin hafin.
Þegar þetta hafði gerzt var til
kynnt í París, aS fallhlífasveitir
væru þegar á leiðinni til Bizerte
til þess að styrkja 6—8 þúsund
manna herlið Frakka í stöðinni.
Frönsk herskip voru skammt und
an landi. þegar fyrstu flugvélarn
ar komu inn yfir flotastöðina.
Samkvæmt fréttaskeytum virð-
ist óhugsandi að lenda á flug-
vellinum í Bizerte án þess að
fljúga yfir stöðvar Túnismanna
allt umhverfis flotahöfnina — Og
þegar fyrsta liðsflutningavélin
flaug lágt yfir víggirðingar Tún-
ismanna hófu þeir skothríð úr
rifflum og vélbyssum.
Mikilvæg flotastöð
" Túnismenn hafa um langt
ckeið krafizt þess, að Frakkar
færu brott frá Bizerte. Þetta er
flotahöfh, sem Frakkar hafa tal-
•ið mikilvæga allt frá 1894 og
Gíðan í heimsstyrjöldinni síðari
hafa þeir varið sem svarar 225
inilljónum dollara til endurbóta
á herstöðinni, gert neðanjarðar-
byrgi og byggt mikla birgða-
stöð. Frakkar virðast staðráðnir
í því að halda flotastöðinni og í
©rðsendingu þeirra í gær sagði,
að varnir Bizerte mundu efldar
nægilega til þess að verja stöð-
ina, það væri á ábyrgð Túnis-
znanna, ef til tíðinda drægL
f    Flotastöðin einangruð.
í dag hófu 5 þúsund sjálfboða
liðar úr Túnisher að setja upp
vegatálmanir við flotahöfnína,
grafa skotgrafir og setja niður
vélbyssu>hreiður hér og hvar.
Hafði Bourgiba boðað þessar að
igerðir í ræðu á mánudaginn. Síð
ar var tilk., að frönsku herflugvél
unum væri óheimilt að fljúga í
lofthelgi Túnis þær yrðu skotnar
niður. Ennfremur, að það væri
komið undir Frökkum sjálfum,
Ihvort rofnar yrðu rafmagns- og
vatnsleiðslur til flotastöðvarinn-
ar. Öll skipaumferð var bönnuð
um skurðinn, inn í Bizerte-vatn-
ið, innan við flotastöðina, en Tún
ismenn annast þennan skurð sjálf
ir, enda þótt hann sé mest notað
ur af Frökkum.

Rusk
rœðir við marga
í  Paris
Washington, 19. júlí — Dean
Rusk, utanríkisráðherra, fer
til Farísar 4. ágúst og situr
þriggja daga fund með utan-
ríkisráðherrum Bretlands og
Frakklands. Rusk hefur boðað
utanríkisráðherra V-Þýzka-
til fundarins, en ekki ér ákveð
ið hvenær hann kemur til Par
ísar. Rusk mun ennfremur
mæta á fundi í Atlantshafsráð
inu þann 8. ágúst — og loks
mun hann halda fund með
sendiherrum Bandaríkjanna í
Evrópulöndum um síðustu
þróun málanna. Koma sendi-
herrarnir til Parísar til þessa
fundar.
Framh.  á  bls.  18.
tyrkjum aðstððu okkar
sagði Kennedy og hgh'i áherzlu á
sumstöBu vesturveldanna i Berlin-
armalinu
Washington, 19. júlí.
BANDARÍKIN vinna nú að
því í samráði við banda-
menn sína að styrkja hern-
aðaraðstöðu vesturveldanna
sem kostur er vegna hætt-
unnar, sem virðist yfirvof-
andi vegna Berlínardeilunn-
ar. —
Crissom fae/d
en,
Canaveralhöfða, 19. júlí.
ENN var geimskotinu frestað í
dag, vegna óhagstæðra veðurskil-
yrða. Virgil Grissom var kom-
inn upp í trjónu flugskeytisins,
hafði beðið þar í hálfa fjórðu
klukkustund meðan síðustu at-
huganir á skeytinu fóru fram.
Aðeins voru 10 mínútur eftir þar
til tilraunin skyldi hefjast, en
þá varð útséð um að ekki létti
til í dag. — Ákveðið er að reyna
aftur á föstudaginn. snemma
morguns.
Kennedy forseti upplýsti þetta
á fundi með blaðamónnum í
dag, er hann sagði ,að vestur-
veldin mundu hafa mjðg nána
samvinnu um allar aðgerðir í
Berlínarmálinu.
Öryggisráð Bandaríkjanna
mundi fjalla um málið og sagð-
ist forsetinn ætla að flytja þjóð
sinni boðskap um það, sem gera
þyrfti, í útvarpi á þriðjudaginn.
Síðan mundi hann leita heim-
ildar þjóðþingsins til þess að
gera viðeigandi ráðstafanir.
•
Sagði hann, að utanríkisráð-
herrann, Dean Rusk, færi til
Parísar í byrjun næsta mánað-
ar til þess að hitta brezka og
*Yanska utanríkisráðherrann. —
Fundur sá mun standa 5., 6. og
7. ágúst og þar verður Berlínar-
málið rætt.
Forsetinn sagði, að þörf væri
mjög náinnar samvinnu innan
A.tlantshafsbandalagsins, erfiðir
tímar færu í hönd.
*
í upphafi filndarins las hann
langa yfirlýsingu þar sem hann
hvatti Ráðstjórnina enn til þess
að fallast á friðsamlega lausn
málsins  —  og  hefja  viðræður.
ítrekaði Kennedy, að vestur-
veldin væru skuldbundin V.-
Berlín og íbúum hennar, þau
mundu hvorki færast undan
ábyrgð né hvika frá rétti sín-
um. —
Kennedy sagði, að frjálsar
þjóðir mundu aldrei sitja að-
gerðarlausar hjá og horfa á
Rússa innlima frjálsa borg í
ríki sitt. Hið svonefnda alþýðu-
Framh. á bls. 19.
i GINA Lollobrigida kysstiYuri
Gagarin og hann roðnaði. Gina
hafði beðið Furtsevu um að fá
að hitta Gagarin. Það var engu
líkara en Furtseva hefði ver-
ið að bíða eftir þessu, því Gag-
arin spratt svo að segja upp
úr gólfinu og svo byrjaði hann
að segja Ginu frá geimferð-
inni. Sagði, að þá hefði sér
virzt stjörnurnar svo langt í
burtu, en nú finnst mér það
ekki Iengur, bætti hann við
og brosti framan í Gínu. Þau
töhiðu saman í 7 mínútur —
og svo smellti Gína á hann
einum kossi og allir Ijósmynd-
ararnir smelltu af myndavél-
iniii. Og Gagarin, sem jafnan
hefur verið aeði öruggur með
sjálfan sig, fór hjá sér og leit
undan.

Þúsundir brutu
bann kommúnista
Geysifjölmenn kirkjuhátib i V-Berlin
BERL.ÍN 19. júlí. — Þúsundir A-
Þjóðverja virtu að vettugi hótan
ir kommúnistasjórnarinnar og
sóttu kirkjuhátíðina, sem hófst í
V-Berlín í dag. A-Þjóðverjarnir
streymdu frá A-Berlín þrátt fyr
ir aðvörunarorð „Neues Deutsch
land" í gær, en þá sagði blaðið,
að hver sá A-Þjóðverji, sem færi
á kirkjuhátíðina, væri að brjóta
lög sins eigin lands.
Klukknahljómar.
Þýzka mótmælendakirkjan,
eina þýzka stofnunin, sem ekki
hefur verið skipt milli austurs og
vesturs, gengst fyrir þessari há-
tíð og stendur hún nokkra daga.
Hófst hún með guðsþjónustu sam
timis í fimm kirkjum í V-Berlín.
kirkjuklukk'ur hljómuðu um all
an vesturhluta borgarinnar — og
Framh. á bls. 19.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20