Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  síður
wgmMdbVb
48. árgangur
162. tbl. — Laugardagur 22. júlí 1961
Frentsmiðja Morgunblaðsina
noh
' — (NTB/Reuter/AFP) —
TÚNIS og PARÍS, 21. júlí.
Götubardagar geisuðu inni í
sjálfri Bizerta-borg síðdegis í
dag. Fóru beir harðnandi
með kvöldinu, og að því er
síðustu fréttir herma hafa
fallhlífaliðssveitir Frakka nú
komið sér upp föstum stöðv-
um í borginni í skjóli skrið-
dreka og brynvarðra bifreiða.
f ?-
SÍÐUSTU  FRÉTTIR
Rétt áður en blaðið fór í
prentun bárust þær fréttir,
að Frakkar hefðu náð Biz-
erta-borg á sitt vald. Hafði
Reuters-fréttastofan þ e 11 a
beínt eftir yfirmanni frönsku
flotastöðvarinnar, Maurice
Amman. — Það fylgdi frétt-
ínni, að engin leið væri að
koma tölu á fallna, sem
lægju hvarvetna um götur
og torg — sennilega hundr-
uðum saman.
? Túnisstjórn sagði um
miðjan dag, að franskar flug-
vélar hefðu gert sprengju-
árás á Bizertaborg (flotastöð
in er örskammt frá) og sett
niður fallhlífalið. í tilkynn-
ingu stjórnarinnar sagði og,
að Frakkar virtust hafa haf-
ið skipulögð f jöldamorð á ó-
breyttum borgurum. Frétta-
stofan TAP sagði, að götu-
bardagar hefðu brotizt út
upp úr kl. 1 síðdegis, og um
sama leytí skýrði Túnisút-
varpið frá því, að franskir
skriðdrekar og brynvarðir
bílar væru að brjótast til
borgarinnar. TAP hélt því
og fram, að Frakkar beittu
íkveikjusprengjum í fram-
sókn sinni.
? Opinberar heimildir í
París neituðu því, að loft-
árás hefði verið gerð á Biz-
erta-borg — og sömuleiðis,
að Frakkar hefðu beitt í-
kveikjusprengjum.
Fullkomið hernaðarástand
ríkti í og við Bizerta í kvöld.
Mannfall mun hafa orðið
mikið í dag, en engin leið
hefir verið að gera sér grein
Frá bardögunum um Bizerta. —  Skyttur Túnismanna beina byssum sínum að stöðvum Frakka.
fyrir því í hita bardagans,
hve margir hafa fallið. —
Búrgíba forseti sagði í ræðu
í dag, að öllu skyldi vogað í
þessari hörðu baráttu — og
væru þá miklar líkur til sig-
urs. — Þið  vitið,  að  ég  er
ekki vanur að blekkja, sagði
hann.
?  Þótt það leiði til heims-
styrjaldar
Síðla kvölds tilkynnti upp-
lýsingamálaráðuneytið  í  Túnis,
að þrjú frönsk herskip hefðu
brotizt inn í skipaskurðinn, sem
liggur inn að flotastöðinni. — 1
yfirlýsingu, sem TAP-fréttastof-
an birti um sama leyti, segír
m.a.: — Túnis mun bjóða vel-
Framh. á bls. 19
en ,Frelsisklukka' hans
sökk á 5000 m dýpi
Grlssom ferðbúinn
Kanaveralhöfða, 21. júlí.
GEIMFARINN, Virgil Griss-
om höfuðsmaður er vel hress
— en geimhylki hans „Frels-
ísklukkan" sökk í hafið eftir
lendingu og liggur nú á 5000
metra dýpi.
Þannig voru fyrstu frétt-
írnar, sem bárust eftir að
Grissom lauk 15 mínútna og
22 sekúndna geimför sinni í
dag. Honum var skotið upp
frá Kanaveral kl. 12:23 (ísl.
tíma) með Redstone-eldflaug.
Skotið tókst mjög veL og fór
•
Grissom heldur hraðar,
hærra og lengra en „kollega"
hans, Shepard, sem fyrstur
Bandaríkjamanna fór í geim
inn, í maí sl. — „Frelsis-
klukkan náði mest 8.288 km
hraða á klst., 186 km hæð og
lenti 488 km frá skotstað,
en öll bogaleiðin, sem hún
fór var rúmlega 8.000 km.
löng. —
— • —
Þegar „skip" Grissoms Ienti,
opnuðust dyr þess, sjór tók að
flæða inn, og Grissom mátti
svamla í sjónum nokkrar mín-
útur  áður  en  þyrla  náði  hon-
um og flutti um borð í flug-
vélaskipið Randolph. — önnur
þyrla reyndi að bjarga hylkinu,
en það reyndist of þungt — og
sökk eins og steinn. Því verður
ekki bjargað.
Grissosn saup nokkuð af sji
á meðan hann beið „björgunar-
innar", en var annars mjög v«I
haldinn. Hið fyrsta, sem hann
bað um, er hann kom um borð
Frh. á bls. 2
Oryggisráðið rœðir Bizerta ;
Burf með Frakka
— jbeir hafa rofib samr\inga sina,
segir  Túnisfulltrúinn
þess að ræða Bizerta-deiluna
í kvöld. — Hann lagði fram
kröfu stjórnar sinnar í þrem
liðum: 1) Að bundinn verði
endir á árásaraðgerðir Frakka
Framh. á bls. 19
NEW YORK, 21. júlí. —
(NTB/Reuter) — Mongi
Slim, sendiherra Túnis hjá
Sameinuðu þjóðunum, var
fyrstur á mælendaskrá, er
Öryggisráðið kom saman til
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20