Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 172. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 slður
ynðtgmMtitoifo
48. árgangur
172. thl. — Fimmtudagur 3. ágúst 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsiiu
Ráðstafanirnar forsenda
íramfara og velmegunar
sdgði Olafur Thors, forsætisráðherra, er hann gerði í  útvarps-
ávarpi grein fyrir nauðsyn  þess að skrá  gengið rétt að nýju
FORSÆTISRÁÐHERRA gerðS í ávarpi sínu grein fyrir
hinum ískyggilegu horfum, þegar viðreisnarstjórnin tók við
völdum og ráðstöfunum þeim, sem gerðar voru til bjargar.
I»ær ráðstafanir höfðu óhjákvæmilega erfiðleika í för með
sér, en þó var tekjuaukning verkamanna, sjómanna og iðn-
aðarmanna meiri 1960 en hækkun framfærslukostnaðar.
[Vegna viðreisnarinnar hafði hagkvæmni aukizt í atvinnu-
rekstri. Aukið verzlunarfrelsi hafði hætt hag almennings.
Spariinnlög höfðu aukizt um 35 millj. kr. á mánuði og
gjaldeyrisstaðan hatnað um 325 millj. kr. Álit þjóðarinnar
og lánstraust hafði verið endurreist og grundvöllur lagður
að stórframkvæmdum og þátttöku í efnahagssamstarfi lýð-
ræðisþjóða. Þessum mikla árangri væri nú stofnað í voða
og lagði forsætisráðherra áherzlu á að leiðrétting gengis-
skráningarinnar væri ekki einungis gerð til að afstýra að-
steðjandi vanda heldur jafnframt og öllu fremur til að
ekki brotnaði sú undirstaða, sem lögð var með efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í fyrra að sívaxandi fram-
förum í landinu.
Greinargerð Ólafs Thors, for- [lendu fjármagni til rekstrar og
og hvers konar efnahagsleg sam-
vinna, sem ísland gat ekki notið
góðs af vegna verðbólgu, rangrar
gengisskráningar og slæmrar
gjaldeyrisstöðu.
Ráðstafanir gerðar til bjargar
Ráðstafanir ríkisstjórnarinn-
ar miðuðu að því að binda enda
á þetta ástand og skapa að nýju
grundvöll fyrir heilbrigðu efna-
hagslífi, framförum og bættum
lífskjörum. Með afnámi uppbóta-
kerfisins og réttri skráningu
gengisins voru útflutningsatvinnu
vegunum sköpuð eðlileg starfs-
skilyrði. Tímabundin hækkun
vaxta örvaði sparnað og dró úr
eftirspurn eftir lánsfé. Takmörk-
un útlána Seðlabankans kom í
veg fyrir ofþenslu lána, jafn-
framt því sem binding innláns-
fjár í Seðlabankanum gerði hon-
um kleift að beina sparifénu
þangað, sem þess gerðist mest
þörf, og þá fyrst og fremst til
Frh. á bls. 13.
ÓLAFUR THORS
forsætisráðherra.
sætisráðherra, fer hér á eftir:
Slæm aðkoma
ÞEGAR ríkisstjórnin í ársbyrjun
1960 hóf viðreisn efnahagsmála
landsins, gerði hún grein fyrir
því hvers vegna ekki var hægt
að komast hjá ráðstöfunum, er
þá voru gerðar. Langvarandi
verðbólga, uppbótakerfi og gjald
eyrishöft höfðu fært allt efna-
hagslíf úr skorðum, fjárfesting
hafði þess vegna beinzt á rangar
'brautir og hagkvæmni í rekstri
orðið æ minni. Mikil fjárfesting
og tæknilegar nýungar höfðu
því ekki borið þann ávöxt, sem
ella hefði mátt vænta. Jafnhliða
hafði verðbólgan dregið úr sparn-
aði og þannig skapað þurrð á inn
Bíll í vatn
I  25 farast í Sviss  \
LTJZERN, 2. ágúst (NTB—
Reuter) — Langferðabifreið
með 35 manns ók í dag út í
Vierwaldstattervatnið vestur
af Luzern í Sviss — og kom-
u.st aðeins 10 lífs af. Níu þeirra
sem björguðust voru banda-
riskir ferðamenn — en auk
þeirra eiginkona svissnesks
leiðsögumanns hópsins. Voru
þau öll lögð í sjúkrahús. Bif-
reiðin sökk á miklu dýpi.
til
fjárfestingar.     Gjaldeyrisforði
þjóðarinnar var þrotinn. Greiðslu
byrði af erlendum lánum var
orðin meiri en tíundi hluti ár-
legra gjaldeyristekna og láns-
traust þjóðarinnar erlendis var
þorrið. Á sama tíma og þessi þró-
un mála hafði orðið hér á landi
höfðu nágrannalönd okkar í Vest
ur-Evrópu unnið bug á verðbólg-
unni og styrkt fjárhag sinn út á
við. Á grundvelli heilbrigðs efna-
hagslífs þróaðist með þeim ör
framvinda,  æ frjálsari viðskipti
Eití mesta vandamái, sem
Bretar hafa staðiö andspænis
Tveggja daga umræða í neðri rriál-
stofunni um efnahagsbandalagið
Sviptingar
í Crikklandi
AÞENU, 2. ágúst (Reuter) — Rit
stjóri dagblaðsins „Aughi", sem
hlynnt er kommúnistum, Leonid
as Kyrkos, var í dag dæmdur í
5 mánaða fangelsi fyrir slúður-
sögur um yfirvöld öryggismála í
landinu.
Það bar einnig til tíðinda hér í
dag, að aðstoðarverzlunarfulltrúi
búlgarska sendiráðsins, Nicola
Zeliaskow, hélt úr landi, eftir að
hafa fengið fyrirmæli um að
verða á brott innan 72 stunda.
Miklar umræður í mörgum löndum
-«
Lundúnum, 2. ág. (NTB/AFP)
HAROLD Macmillan, for-
sætisráðherra, komst svo að
orði í neðri málstofu hrezka
þingsins í dag, að vandamál-
ið um framtíðarafstöðu
Breta til Evrópu og sam-
eiginlega markaðsins væri
eitt hið erfiðasta og um leið
mikilvægasta, sem hrezka
þjóðin hefði nokkfu sinni
staðið andspænis.
Með ræðu sinni hóf Macmillan
2ja daga umræður um markaðs
málin, en brezka stjórnin hefur
Eichmann dæmdur
í október?
JERÚSALEM, 2. ágúst (Reuter)
ftéttarhöldin yfir Eichmann áttu
að halda áfram á morgun, en hef
ur nú verið frestað um viku,
vegna forfalla dómarans, Benja-
miíns Halevi. Þegar þau hefjast
að nýju, munu sækjandi og verj-
andi flytja lokaræður sínar, en
inálið síðan verða tekið til dóms.
iEkki eir búist við að hann verði
kveðinn upp fyri en í október og
e.t.v. síðar.

Viggo Kampmann, forsætisráðh. Dana, og Jens Otto Krag, utan-
rikisráðh. kunngera áformin um aðild að efnahagsbandalaginu.
lagt fyrir neðri málstofuna frum
varp um stuðning við þá ákvörð-
un ríkisstiórnarinnar, að ganga
til samningaviðræðna við efna-
hagsbandalag sexveldanna um að
ild Breta.
Aðeins viðræður nú
Macmillan tók það skýrt fram,
að sú stund væri enn ekki runn
in upp, að Bretar gerðust aðilar
að bandalaginu. Endanleg ákvörð
un um það yrði ekkj tekin fyrr
en að viðræðunum loknum og
fengi þingið málið þá aftur til
meðferðar.
í framsöguræðu sinni ræddi
Maomillan m.a. þróunina í
Evrópu frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar, sem hann kvað
einkennanst að þeim nánu tengsl
um, er tekizt hefðu með Frökkum
og Þjóðverjum. Væru þau ein-
mitt hornsteinn efnahagsbanda-
lagsins.
Samstarf nauðsyn
Enda þótt Bretar hefðu frá
fornu fari verið frábitnir hvers
konar erlenduin áhrifum í landi
sínu. Þegar hættur hefðu steðjað
að, hefðu þeir þó ekki látið þessa
rótgrónu afstöðu sína standa í
vegi fyrir nánu samstarfi við
aðrar þjóðir. Slíkt væri nú enn
nauðsyn, svo ótryggt sem ástand-
ið í heiminum væri. Einangrun
væri Bretum ekkert skjól. Einnig
samveldislöndunum væri meiri
akkur í því, að áhrifa Breta gætti
meðal sameinaðra ríkja Evrópu.
Sitja hjá
Leiðtogi Verkamannaflokksins,
Hugh Gaitskell, hóf ræðu sína
við umræðurnar með því að lýsa
yfir, að þingmenn flokks síns í
deildinni myndu sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna annað kvöld.
Gaitskell, sem talaði næstur á
eftir forsætisráðherranum, rifj-
aði m.a. upp nokkur- ummæli Mac
millans og Maudling viðskipta-
málaráðherra síðustu 6 árin á þá
lund að Bretland gæti ekki gerat
aðili að stjórnmálalegu eða efna-
hagslegu bandalagi, sem hætta
væri á að eyðileggði tengslin við
samveldislöndin og ógnað gæti
sjálfsákvörðunarrétti Breta. —
Þorri brezku þjóðarinnar vææi
áreiðanlega ekkj undir það búian
að fallast á inngöngu í efnahags
bandalagið.                  ,
Orsök framfaranna
I ræðu sinni viðurkenndi Gait-
skell, að mikil gróska hefði átt
sér stað í efnahagslífi landanna
sex, sem aðild eiga að efnahags-
bandalaginu, en kvað það hins
vegar skoðun sína, að sú þróun
væri ekki bandalaginu að þakka.
Taldi hann framfarirnar hjé
Frökkum eiga rætur að rekja tii
nýrrar gengisskráningar, og hvað
Framhald á bls. 19.
Ný stjórn
í Kongó
í JVonp;ó
BRUSSEL, 2. ágúst ^NTB—
Reuter) — Báðar deildir kong
óska þingsins samþykktu í dag
einum rómi útnefningu Cyr-
ille Adoula í embætti f orsætis
ráðherra landsins. Lagði hann
?ram ráðherralista sinn, og er
Antoine Gizenga þar í sæti
varaforsætisráðherra. Hinn
nýi forsætisráðherra landsins,
sem gegndi embætti innanrík
isráðherra i fráfarandi stjórn
Joseph Ileo er fertugur að
aldri. — Sjá nánar frétt á bls.
10.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20