Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 176. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
wgmðMbw
48. árgangur
176. tbl. — Miðvikudagur 9. ágúst 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Síldaraf linn 1,2
milli. mál og tn,
Vlðir //. með 17,747
SÍLDARAFLINN á sumrinu
er nú kominn upp í 1.197.225
tunnur og mál, en var á sama
tíma í fyrra 683.602 mál <>g
tunnur. Af þessum afla hafa
342.860 tunnur fengist í salt,
834.955 mál farið í bræöslu,
og 19.710 tunnur verið frystar.
Afli síðustu viku var 159.660
mál og tunnur.
Áætiunarfliig
Hew York —
Moskva
ALMENNT er nú búizt
við, að á næstunni verði
undirritað samkomulag
niilli Bandaríkjamanna
og Rússa um fast áætl-
unarflug milli New York
og Moskvu. Hefur mik-
ið verið um það rætt
hér á landi í þessu sam-
bandi, að líklega yrði
flogið um Keflavíkur-
flugvöll.
Blaðið leitaði bví upp
lýsinga um það hjá ís-
lenzkum stjórnarvöld-
um í gær, hvort tilmæli
hefðu komið fram í
þessa átt, og fékk þau
svör, að svo væri ekki.
Er helzt rætt um Stokk-
hólm eða Ósló sem hugs
anlega áfangastaði á
leiðinni, og e.t.v. einnig
Gander.
Hæstu síldarbátarnír eru nú
Víðir II úr Garði með 17.747
tunnur og mál, Guðrún Þor-
kelsdóttir frá Eskifirði 16.462
mál og tunnur, Ólafur Magnús
son frá Akureyri með 15.777
tunnur og mál, Haraldur AK
14.968 tunnur og mál og Heið-
rún frá Bolungarvík 14.420
mál og tunnur. Annars staðar
í blaðinu er listi yfir önnur
síldveiðiskip og afla þeirra.
Vestræn ríki sammála um við-
brögð gegn sovézkum ógnunum
Rusk hélt abahæbuna á fundi
fastaráðs Atlantshafsbandalagsins
S
Frelsi Berlínar og réttur Vesturveldanna
verði tryggður
París, 8. ágúst. (Reuter)
FASTARÁÐ Atlantshafs-
bandalagsins var á fundi sín-
um í dag sammála um af-
stöðu vestrænna ríkja gegn
ógnunum Sovétveldisins í
Berlín og ákvað að hafa enn
nánara samráð sín í milli
„vegna hins alvarlega ástands,
sem nú ríkir", eins og kom-
izt er að orði
um fundinn.
tilkynningu
Tveggja klukkustunda fundur
Tilkynningin var gefin út að
loknum tveggja klukkustunda
fundi fyrir luktum dyrum. — Á
fundinum gerði Dean Rusk, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
fulltrúum aðildarríkjanna 15
grein fyrir viðræðum utanríkis-
ráðherra Vesturveldanna í París
um helgina.
1   tilkynníngunni   var   lögð
áherzla á eftirfarandi atriði:
1.  Friðsamleg og réttlát
lausn þeirra vandamála, er
varða Þýzkaland og Berlín,
fæst aðeins með því að virða
sjálfsákvörðunarrétt  íbúanna.
2.   Vestrænar þjóðir eru
ákveðnar i að standa vörð
um frelsi Vestur-Berlínar og
þeirra tveggja milljóna
manna, sem í henni búa.
3.  Vestrænu ríkin verða
ekki svipt rétti sínum í
Berlín — og Sovétveldið get-
ur ekki hlaupizt undan skuld
bindingum sínum frá 1944
um að ábyrgjast samgöngur
Vesturveldanna  við  borgina.
Er hér í aðalatriðum um
að ræða þá grundvallarstefnu
vestrænu ríkjanna, sem mörkuð
var á utanríkisráðherrafundi
Atlantshafsbandalagsins í Ósló
fyrr á þessu ári.
Framh. á bls. 8
í
Þessa mynd tók Magnús F.ymundsson, stýrima*ur, um borð i varðskipinu Þór, er brezki togarinn Southella var tekinn að veið-
um uuiaii fiskveiðimarkanna og neitaði að hlýða varðskipinu um að fylgjast með þvi til hafnar. — Á myndinni sést herskipið
Duncan og togarinn. — Sjá frétt á síðu 15.
SMeðfylgjandi mynd er af geim
farinu Vostok II sem flutti
Ghermann Titov sautján ferð
ir umhverfis iörðu.
_ jörðu.
I  Sjá grein á bls. 10.
\
Fundur
„hlutlausra"
NÝJU-DEHLI, 8. ágúst (Reuter
NTB) — Utanríkisráðherrar
hinna svonefndu hlutlausu þjóða
munu að líkindum halda með sér
fund, áður en leiðtogafundur þess
ara ríkja verður haldinn í Belg-
rad 1. september n.k. Er það til-
laga Indverja, að fundur ríkis-
leiðtoganna verði undirbúinn
með þessum hætti. Mest áherzla
mun þar verða lögð á heimsvanda
málin, afvopnun o.fl. Átján ríki
hafa tekið boði um þátttöku og
3 eru enn óviss. Meðal þeirra leið
toga, sam mæta, verða Nehru,
Nasser og Sukarno, en ekki er
vitað með vissu, hvort Castro
kemur.
Friðrik
efstur
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
átti alla athygli þeirra er fylgjast
með svæðamótinu í Tékkósló-
vakíu, er hann í 6. umferð móts-
ins í fyrradag vann þann keppi-
nautinn er fram til þessa hefwr
verið honum skeinuhæ/ítastur að
vinningatölu. Sigraði Friðrik
Uhlman A-Þýzkalandi.
Friðrik fórnaði biskupi fyrir
peð, en fékk við það sóknarmögu
leika og notaði þá meistaralega
til vinnings.
Gragger Austurríki gerði
jafntefli við Szabo en Sliwa tap-
aði fyrir Bobotsov. Filip vann
Bobotsov (Biðskák úr 5. umferð).
Staðan eftir 6 umferðir á mótinu
er þannig.
Friðrik Ólafsson 5V_ vinning,
Filip Tékkóslóv. 5, Uhlman 4,
Citescu, Johannesen og Szabo
31/., Ciric og Milic Júgóslavíu og
Perez 3, Barendregt, Blom Dan-
mörku, Bobotsov og Sliwa 2%,
Gragger Og Nimela \Vz, Ljung-
qvist 1.
Úrslit 5. umferðar mótsins hafa
ekki borizt af einhverjum ástæð-
um. En mjög má ráða af vinninga
töflunni hvernig sú umferð hefur
farið. M. a. má sjá að Friðrik hef-
ur í 5. umferð unnið Ljungqvist
Svíþjóð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24