Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 slður
mnbUfoifo
48. árgangur
183. tbl. — Fimmtudagur 17. ágúst 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Vei oss, ef vér stöndumst ekki
essa raun
tt
Þá munu hommúnistar ekki létta íor
sinni við Brandenborgarriliðið - ekki
við landomæri Austur- og Vestur
Þýzkalands - og ekki við Rínarfljót..
Bonn, Berlín, London Nýju Delhi, 16. ágúst — (Reuter)
HUNDRUÐ þúsunda áhorfenda söfnuðust saman á torginu
fyrir framan ráðhúsið í Vestur-Berlín í dag til þess að mót-
xnæla lokun landamæra Austur- og Vestur-Þýzkalands.
Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, hélt skörulega
ræðu og var mjög hylltur. Sagðist hann þar hafa ritað
Kennedy, Bandaríkjaforseta, bréf og óskað stjórnmálalegra
aðgerða í Berlín en ekki tómra orða.
Brandt sagði, að Vestur-Þjóðverjar ættu kröfu á að
vita hvar þeir stæðu — enginn gæti horft aðgerðarlaus á
það, sem gerast kynni handan austur-þýzku landamæranna.
Mótmælafundur þessi fór fram með spekt. Nokkrir
hópar manna báru spjöld með áletrunum: „Kennedy til
Berlínar", „Aðgerðarleysi ergir okkur", „Það er ekki hægt
að stöðva skriðdreka með bréfsneplum" og „Hafa Vestur-
veldin svikið okkur".
Willy Brandt sagði meðal ann-
ars, að ástandið í Berlín væri nú
hættulegra en nokkru sinni fyrr.
Sovétríkin hefðu losað ofurlítið
um tjóðurbandið á Walter Ul-
bricht, veitt honum náðarsam-
legast leyfi sitt til þess að brjóta
alþjóðalög og gerða samninga.
— Við skírskotuðum til íbúa
Vestur-Berlínar sl. sunnudag að
sýiia ró og stillingu, sagði Brandt
•— og það verðum við enn að gera,
annað væri óábyrgt. Við munum
igera það, sem í okkar valdi stend
ur til þess að koma í veg fyrir
bJóðsúthellingar.
Hann bað íbúa Vestur-Berlínar
að sýna, að þeir hefðu vald á til-
finningum sínum — enn gætu
þeir aðeins sagt hinum austur-
jþýzku bræðrum sínum handan
igaddavírsins hvað þeim byggi í
brjósti en ekkert aðhafzt. Honum
væri ljóst, að íbúar Vestur
Þýzkalands vildu gjarna bera
byrðar Austur-Þjóðverja með
þeim, það væri þeim ekki leyft.
„Vei oss — sagði Brant — ef
vér af siðferðilegum veikleika
stöndumst ekki þessa raun. Þá
munu kommúnistar ekki létta för
sinni við Brandenborgarhliðið —
ekki við landamæri Austur- og
Vestur-Þýzkalands — og þeir
munu ekki létta för sinni við Rín
arfljót. Það sem þá verður, varð-
ar ekki aðeins Þýzkaland Og Þjóð
verja, heldur Vesturveldin öll.
Áður en Brandt hóf ræðu sína
ræddi hann um stund við Bruce
C. Clarke, yfirmann herliðs
Bandaríkjamanna í Berlín Og
gengu þeir saman meðfram mörk
um borgarhlutanna. Austur-
þýzkir lögreglumenn fylgdust
Framh. á bK 2.
Krúsjeff skrifar forsætisráðherra Japans
„ JUIt þettu sknl geia þér
u
Tokíó, 16. ágúst (Reuter)
NIKITA Krúsjeff, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna hefur farið
þess á leit við Japani að þeir losi
Big við allar bandarískar herstöðv
sr úr landi sínu.
Anastas Mikoyan, viðskipta-
málaráðherra Sovétríkjanna, sem
verið hefur í níu daga heimsókn í
Japan, átti klukkustundar fund
með Ikeda, forsætisráðherra í dag
Og afhenti honum þá persónulega
orðsendingu frá Krúsjeff.
í orðsendingunni segir m. a.,
að Rússar setli sér alls ekki að
blanda sér í málefni Japana og
Bandaríkjamanna — en vonandi
6é sá tími ekki langt undan, að
erlendum herbækistöðvum í Jap-
an verði lokað. Ennfremur segir
að viðskipti þjóðanna tveggja —
Rússa og Japana — gætu þrefald-
azt eða fjórfaldazt á næstu fáu
árum ef „þjóðirnar tvær legðu
sig fram um það". Hinsvegar séu
hernaðarleg tengsl Bandaríkja-
manna og Japana svo og her-
bækistöðvar  hinna  síðarnefndu
á japanskri grund  sízt  til þess
fallin að efla eðlilega samvinnu
og vinattu Rússa og Japana.
Framh. á bls. 19.
ENN sortna skýin yfir Austur-Þýzkalandi. Múrinn er eftifur — gadda.
vírsnetið riðið þéttar og troðið í hverja þá smugu, sem kynni að verða
einhverjum leið til undankomu.
Þeir, sem síðastir hafa sloppið yfir mörkin, segja sögu þeirra, er
urðu of seinir og horfa kvíðaslegnir á hinar ramefldu dyr þjóðarfang-
elsisins. Þeir segja einnig sögu þeirra, sem hafa þegar verið teknir hönd-
um og beittir hörku eftir árangurslausar tilraunir til flótta.
A meðfylgjandi mynd sjáum við ungt fólk í Vestur-Berlín, sem
safnazt hefur saman við Brandenborgarhliðið til þess að mótmæla þv^
að leiðin skuli lokuð ungum mönnum og konum, er vilja lifa við frelsi.
Þessu unga fólki svellur móður þótt það fari að óskum reyndra forystu-
manna að gæta stillingar.
Athyglisvert er að hinar mörgu þúsundir ungmenna, sem flúið hafa
yfir til Vestur-Berlínar síðustu vikur og mánuði eru einmitt sú kynslóð,
sem frá æsku hefur alizt upp við fræði kommúnismans, kenninguna um.
að ekkert lif sé ákjósanlegra því, sem grundvallast á kenningum Lenins.
Sæmdur
Cuggenheim-
verðlaununum
PARÍS, 16. ágúst — (Reuter).
Alþjóðlega geimsiglingaakademí
an (The International Aoademy
of Astronautics) sæmdi í dag Sir
Bernard Lovell, forstöðumann
stjörnuathugunarstöðvarkmar á
Jodrell Bank í Englandi æðstu
verðlaunum Daniel og Florence
Gugg«nheim. Nema verðlaunin
1000 bandaníkjadölum.
Stórsigur Dr. Banda
¦ kosningum í IMjassalandi
Fundir um
inngöngu
í Efnahagsbandalagið
Blantyre, Njassalandi,
16. ágúst — (Reuter).
í KOSNINGUM, sem fram fóru
í Njassalandi ví gær, vann flokk-
ur dr. Hastings Banda — Mal-
awi-flokkurinn — mikinn sigur,
hlaut 99% allra greiddra at-
kvæða.
Flokkurinn hlaut öll þingsæti
í neðri deild þingsins og þrjú af
átta sætum efri deildar. Hin
fimm sætin féllu til flokks-
manma Sir Roy Walenskys.
Undirbúningur kosninganna
og skipulag vao- hið bezta. At-
kvæði greiddu 76.253 — eða
95,1% atkvæðisbærra nianna.
„Ég hata kúgun"
I dag lét dr. Banda svo um
mælt, að þeir hvítir menn, sem
ekki væru fúsir til að fallast á
réttindi Afríkumanna til sjálf-
stjórnar gætu „látið niður fögg-
ur sínar og farið" Dr Banda átti
Framhald á bls. 19.
UNDANFARIÐ hafa verið
haldnir margir fundir þeirra
embættismanna, sem fylgj-
ast með þróun mála í Efna-
hagsbandalagi Evrópu og
Fríverzlunarsvæðinu. Hefur
verið haft samráð við sextán
heildarsamtök atvinnuvega,
og voru fulltrúar þeirra síð'-
ast á fundum með embættis-
mannanefndinni í gær.  .
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra stjórnar athugun-
um þeim, sem nú fara hér fram
um þetta mál, en með honum
starfa þeir Jónas Haralz ráðu-
neytisstjóri,  Sigtryggur  Kleim-
ensson ráðuneytisstjóri, Jóhann-
es Nordal bankastjóri, Daváð
Ólafsson fiskimálastjóri, Pétur
Benediktsson bankastjóri og
Benjamín Eiríksson bankastjórL
Nefndin hefir haft samráð við
eftirtalin samtök: Stéttasam-
band bænda, Framleiðsluráð
landbúnaðarins, S a m b a n d
íslenzkra samvinmufélaga, Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna, Sam
la"g skreiðarframleiðenda, Sölu-
samband ísl. fiskframleiðenda,
Síldarútvegsnefnd, Landssam-
band ísl. útvegsmanna, Félag
ísl. botnvörpuskipaeigenda, Fé-
lag 5sí. iðnrekenda, Latndssam-
band iðnaðarmanna, Verzlunar-
ráð íslands, Kaupmannasamtök-
in, Félag ísl. stórkaupmanna,
Alþýðusamband íslands og
Vinnuveitendasamband íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20