Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 186. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  siður
pitrgmíiMtói^
48. árgangur
186. tbl. — Sunnudagur 20. ágúst 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Friðarrof nú er glæpur
gagnvart öllu mannkyni
tr
segir varaforseti Bandaríkjanna við
komuna til Vestur-Þýzkalands
Bonn, 19. ágúst (Reuter)
LYNDON B. Johnson vara-
forseti Bandaríkjanna kom
til Bonn í dag á leið sinni frá
NY til V.-Berlínar. Við kom-
una sagði Johnson að Banda-
ríkin væru staðráðin í að
láta ekki undan í Berlínar-
deilunni. Bandaríska þjóðin
hefur enga hæfileika til und-
anhalds og við höfum ekki í
hyggju að láta undan nú,
sagði Johnson.
Sagði varaforsetinn að
Bandaríkjastjórn      mundi
standa við allar skyldur og
skuldbindingar sínar gagn-
vart Vestur-Berlín.
Adenauer kanzlari og von
Brentano utanríkisráðherra tóku
á móti Johnson varaforseta við
komuna til Bonn. Bauð kanzlar-
inn Johnson hjartanlega velkom
inn. „Þér komið hingað sem full-
trúi forseta yðar," sagði Aden-
auer. „Ég vil taka >að strax
fram  að  öll þýzka  þjóðin  veit
hvað hún á Bandaríkjunum og
Bandaríkjaforseta að þakka".
Að loknum ávörpum á flugvell-
inum óku þeir Adenauer og John
son saman frá flugvellinum inn
til Bonn, þar sem þeir ræddust
við í kanzlarabústaðnum.
Bandaríkjamenn sam«inaðir
Eftir fund sinn með Adenauer
sagði Johnson: Við eruim eklki
áreitnir við erum heldur ekki
'hræddir. Án þess að hóta, en
þó í fullri alvöru viljum við að-
vara leiðtogana í Sovétríkjunum
og í Austur-Þýzkalandi, sem
hafa skapað þetta neyðarástand,
um það í tæka tíð að sérhvert
friðarrof nú er glæpur gagnvart
öllu mannkyni.
Johnson kvaðst vera kominn
til Vestur-Þýzkalands sem full-
trúi Bandaríkjaforseta til að lýsa
yfir sannfæringu og skuldbind-
Framhald á bls. 23.
h
Misheppnuð
flóttatilraun
GEDSER, Danmörku, 19. ág.
(Reuter). -w Til átaka kom í
dag um borð í austur-þýzkri
ferju, eftir að þrír farþeganna
gerðu tilraun til að stökkva
fyrir borð í Gedser.
Ferjan, sem gengur milli
Gedser í Danmörku og Warne
miinde í Austur-Þýzkalandi,
var að sigla úr höfn í Gedser
þegar farþegarnir gerðu flótta
tilraunina.
Óeinkennisklæddiir austur-
þýzkir lögreglumenn um borð
hlupu til og hindruðu farþeg-
ana í að sleppa. Sjónarvottar
í landi segja að til harðra
átaka hafi komið um borð í
ferjunni, sem sigldi á fullri
ferð til Austur-Þýzkalands.
Undanfarið hafa mjög margir
Austur-Þjóðverjar flúið til
Danmerkur al þessum ferj-
um.
ssar síyöja að-
;erðirA-Þjóðverja
London, 19. ágúst (Reuter)
STJÓBN Sovétríkjanna hef-
ur tilkynnt Bandaríkjunum
að hún styðji og hafi fullan
skilning á aðgerðum Austur-
Þjóðverja varðandi lokun
landamæranna í Berlín, að
því er Tass fréttastofan skýr-
ir frá í dag.
Þessi yfirlýsing er gefin í orð-
sendingu Rússa til Bandaríkj-
anna frá því á fimmtudag þar
sem mótmælt var lokun Berlín-
ar.
Segir í rássnesku orðsending-
unni að umkvörtun Bandaríkj-
anna hafi ekki við nein rök að
styðjast.
Rússar segja að Austur-Þjóð-
verjar séu hér aðeins að nota
rétt sérhverrar sjálfstæðrar
þjóðar til að vernda hagsmuni
sína. Allar tilraunir Bandaríkj-
anna til afskipta í innanlands-
málum A-Þýzkalands væru því
ástæðulausar.
Segir í orðsendingunni, að í
Vestur-Berlín hafi verið mið-
stöð byltingarstarfsemi, skemmd
arverka og njósna, miðstöð
stjórnmála- og viðskiptaárása á
Austur-Þjóðverja, Sovétríkin og
önnur kommúnistaríki.
í bandarísku orðsendingunni
var sagt að aðgerðir Austur Þjóð
verja í Berlín væru brot á fjór-
veldasamningunum um stöðu
borgarinnar. í rússnesku orðsend
ingunni segir að mjög mikla
kímnigáfu þurfi til að halda því
fram að aðgerðir í Vestur Berlín
séu í anda fjórveldasamninganna.
Víkingar i stafni skips síns á leikvellinum. — Sjá greín um
Reykjavíkursýninguna á bls. 8.        (Ljósm. Mbl.: K. M.)
Liðstlutningartil
Vestur-Berlínar
* Bonn, 19. ágúst (Reuter)
UM 1500 bandarískir her-
menn eru nú á ferð í Vestur-
Þýzkalandi í nokkrum hundr
uðum flutningabifreiða á leið
til Vestur-Berlínar. En þang-
að eru þeir væntanlegir á
sunnudag . í Vestur-Berlín
eru fyrir um 11.000 hermenn
hermenn frá Bandaríkjunum.
Bandarísku hermennirnir munu
búa í tjöldum við austur-þýzku
landamærin í nótt, en á morgun
aka þeir eftir Helmstedt-Berlín
bílafbrautinni til Vestur-Berlínar
og er þetta um 175 km. vega-
lengd.
Þé hafa Bretar ákveðið að
senda til Vestur Berlínar auknar
birgðir fyrir setulið sitt þar, m.
Vesturveldanna, þar aí 5.000 a. 18 brynvarðar bifreiðir.
Atðk í Biz
Barizt  með  vatnsslfmgum,
grjóti  og  flöskum
Bizerta, 19. ágúst (Reuter)
FBANSKIR hermenn og
Túnisbúar, sem kref jast brott
flutnings franska hersins frá
Bizerta, börðust í alla nótt í
borginni með flöskum, grjóti
og brunaslöngum. Bardagarn-
ir hófust upp úr miðnætti og
þeim lauk við sólarupprás.
Einn af yfirmönnum frönsku
fallhlífahermannanna sagði á
eftir: Þetta var meiri nóttin,
en ekki var hleypt af skoti.
Nokkrir menn hlutu minni-
háttar sár eftir flöskubrot og
grjót.
Bardagarnir voru háðir í út-
jaðri Arabahverfis borgarinnar,
þar sem, að sögn Frakka, um 2000
Túnishermenn Og vopnaðir borg-
arar hafa hafst við í víggirðing-
um frá því vopnahléið hófst hinn
22. júlí sl.
%  Brunaslöngur
Skömmu eftir miðnætti komu
nokkrir Túnisbúar að gaddavírs-
girðingum, sem umlykja Araba-
hverfið. Þeir festu taugar í girð-
inguna og reyndu að draga þær
í burtu. Slökkvilið franska flot-
ans í Bizerta kom þá á vettvang
með brunaslöngur, sem tengdar
voru við aflmiklar dælur. Beindu
þeir vatnsstraumnum á Túnis-
búana, meðan aðrir franskir her-
menn tóku að togast á við Túnis-
búana um gaddavírsgirðingarnar,
Og enn aðrir hermenn komu með
nýjar rúllur af gaddavír.
Norræn ráðstefna
í Oslo
OSLO, 19. ágúst (NTB) — Fjár-
málanefnd Norðurlandaráðs kom
saman til fundar í Oslo í dag.
Þar eru saman komnir 44 fulltrú
ar frá Norðurlöndunum fimm.
Til umræðu eru markaðsmál
Evrópu.
Á fyrsta fundinum í dag tóku
til máls Arne Skaug viðskipta-
málaráðberra Noregs og Jens
Otto Krag útanríkisráðherra Dan
merkur, sem flytur yfirlitsskýrsl-
ur um markaðsmálin. Á sunnu-
dag verður rætt um möguleika
á aukinni samvinnu Norðurland-
anna. Þar mun sænski þingmað-
urinn Bertil Ohlin leggja fram
frumvarp um samþykkt til vernd
ar og eflingar norræinni sam-
vinnu.
#  Vatnsleysi
Túnisbúarnir komu holdvotir,
einn og einn og í hópum til að
freista þess að koma nýjum taug-
um í gaddavírsgirðingarnar, en
vatnsstraumurinn hrakti þá jafn
harðan til baka.
En þá varð slökkviliðið uppi-
skroppa með vatn. Og meðan
verið var að sækja viðbót hófust
bardagar með flöskum Og grjóti.
ílélt þeim bardögum áfram eftir
að vatnsslöngurnar voru að nýju
teknar í notkun.
Um tuttugu franskir hermenn
særðust í átökunum, en ekki er
vitað um f jölda særðra Túnisbúa.
Gagarín í
Búdapest
Vín, 19. ágúst (Reuter)
YURI Gagarin, fyrsti rússneski
geimf arinn, kom í dag. í heim-
sókn til Budapest. Um 20.000
manns fögnuðu Gagarin við kom-
una, en hann verður í dag við-
staddur hátíðahöld í sambandi
við þjóðhátíðadag Ungverja. Með
Gagarin í förinni var kona hans
Valentina og sjö mánaða dóttir
Gala.
Gagarin hefur ferðast víða eftir
geimförina í apríl sl. og meðal
annars heimsótt Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu, Pólland, Finnland, Bret
land, Kúbu, Brazilíu og Kanada.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24