Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
^tomgmtolábib
48. árgangur
189. tbl. — Fimmtudagur 24. ágúst 1961
Frentsmiðja M<—gunblaðsina
Austur-þýzka stjómin heldur áfram abgerbum smum:
mgöngur í austur-
áít nú hindra
Vesturveidin  efla  liðsstyrk  sinn
á  svæðamörkunum  í  Berlín
íka
Berlin, 23. ágúst. (NTB/Reuter)
BANDARÍSKAR, brezkar og
franskar liðssveitir tóku sér
í dag stöðu við mörkin milli
iVestur- og Austur-Berlínar,
skömmu eftir að austur-
þýzka stjórnin hafði tilkynnt
nýjar aðgerðir til að koma
að fullu og öllu í veg fyrir
mannferðir milli borgarhlut-
anna.
Það voru herstjórar Vestur-
veldanna í Berlín, sem gáfu iyr-
irskipanir um liðsflutninga þessa.
Eru þeir gerðir í þeim tilgangi
að tryggja betur öryggi Vestur-
Berlínar og íbúa hennar.
Strax um hádegisbilið stóðu
vestrænir hermenn vörð við
svæðamörkin   endilöng,   en
einnig var þá búið að koma
þar  fyrir  öflugum  byssum,
brynvörðum - bifreiðum   og
skriðdrekum, sem beindu byss
um sínum í austurátt.
Jafnframt  þessum  ráðstöfun-
um  svöruðu  stjórnarvöldin  í
Vestur-Berlín áðurnefndum fyr-
irætlunum  austur-þýzku  stjórn-
arinnar með tilkynningu um, að
til athugunar væri að taka upp
eftirlit á þeim 7 stöðum. sem hin
takmarkaða umferð milli borgar-
hlutanna gengur nú um.  Sagði
talsmaður  stjórnarvaldanna,  að
markmiðið væri, að koma á þann
hátt í veg fyrir ferðir óæskilegra
manna yfir til Vestur-Berlínar.
/ Herganga austanmegin
Aðeins fáum klukkustundum
eftir að Vesturveldin höfðu eflt
lið sitt við svæðamörkin, var efnt
til mikillar hergöngu í Austur-
Ðerlín. Voru þar einkum á ferð-
inni ýmis hálfhernaðarleg sam-
lÁreksfur
lesta
Ellefu farast
f Júgóslavíu
Belgrad, 23. ágúst (Reuter)
ELLEFU manns létu lífið í
irekstri flutningalestar og far
aegalestar um 75 km norðvest
ir af Belgrad í dag. Fimmtíu
manns að auki særðust í á-
rekstrinum, þar af 17 alvar-
lega. Farþegalestin, sem vai
á leiðinni til Belgrad, hafði
numið staðar í nánd við Novi
Sad, þegar flutningalestin,
sem var á leið í gagnstæða átt,
ók framan á hana.
tök, verkamannalið og fleiri, sem
þrömmuðu eftir Stalinallee, þar
sem Walter Ulbrioht heilsaði
göngumönnum. í göngunni voru
bornar vélbyssur og annars kon-
ar byssur, en einnig voru skrið-
drekar í fylkingunni, að sögn
AFP-fréttastofunnar.
Aðgerðir Vesturveldanna
Fyrirskipun herstjóra Vestur-
veldanna um eflingu liðsins á
svæðamörkunum vestanmegin
var sem fyrr segir gefin í kjölfar
nýrra ráðstafana austur-þýzkra
yfirvalda. En þeir síðarnefndu
höfðu m.a. krafizt þess, að íbú-
ar Vestur-Berlínar kæmu ekki
nær mörkunum en 100 metra —
í öryggisskyni fyrir sjálfa sig. Er
það einmitt þetfca svæði, sem
bandarísku, brezku og frönsku I
hermönnunum var gefin. skipun
um að halda uppi eftirliti á.
Brezkar fótgönguliðssveitir
tóku sér þegar stöðu við
Brandenborgarhliðið og hjá
gömlu þinghúsbyggingunni
var komið fyrir byssum til
varnar gegn skriðdrekum. Þá.
var bandarískum skriðdrek-
um ekið að endilöngum mörk-
um bandaríska borgarhlutans
og Austur-Berlínar, þ. á m.
var 30 smálesta skriðdreka
lagt við eitt mikilvægasta hlið
ið austur yfir og 90 mm byss-
um hans snúið í austur. Hlið-
ín milli borgarhlutanna eru
nú komin niður í 7, f jögur ætl
uð Vestur-Berlimirbúum, tvö
Austur-Þjóðverjum og eitt fyr
ir útlendinga.
Einn af talsmönnum stjórnar-
valdanna í Vestur-Berlín hélt
því fram í dag, að síðustu aðgerð
ir austur-þýzku stjórnarinnar til
að hindra enn frekar samgöngur,
væru enn ein rofin á fjórvelda-
samningnum um Berlín. Þá er
aðvörunin um að kcma ekki nær
svæðamörkunum en 100 m talin
hreinasta ósvífni.
Framhald á bls. 23.
Forselinn til
Kanada
11. sept.
FORSETI fslands og forseta-
frú munu halda í hina opin-
beru heimsókn sína til Kanada
hinn 11. september n.k. Verð-
ur lagt af stað frá Reykjavík
með flugvél Loftleiða kl. 8 f.h.
þann dag, og er áætlað, að
forseti og fylgdarlið hans verði
komið til Quebec kl. 3 sama
dag. 30. september mun svo
Loftleiðavél sækja forsetann
til Montreal.
ViBræb'ur framundan um:
Jarðgðng eða brú
yfir Ermarsund
París, 23. ágúst. (Reuter)
FRANSKA stjórnin hefur
óskað að hefja viðræður
við Breta um möguleikana á
að gera annaðhvort jarðgöng
undir eða brú yfir Ermar-
sund.
Var þessi ákvörðun tilkynnt
hér í dag, af Louis Terrenoire
upplýsingamálaráðherra,      en
stjórnin hafði rætt málið fyrr um
daginn. Ráðherrann sagði, að
stjórnin hefði ekki enn gert upp
við sig, hvort hún kysi fremur
jarðgöng eða brú, en það yrði
eitt af því, sem rætt yrði við
Breta.
•  Gömul hugmynd
Á liðnum árum hefur alloft
borið á góma, að eðlilegt væri að
byggja jarðgöng undir sundið. —
Mun hugmyndin fyrst hafa skot-
ið upp kollinum á dögum Napóle-
ons og síðan endurfæðzt marg-
sinnis í ýmsum myndum — með-
an áætlaður kostnaður við verkið
hefur aukizt og margfaldazt.
#  Vaxandi kostnaður
Snemma á þessari öld var talið
líklegt, að jarðgöng milli Frakk-
lands og Englands mundu kosta
nálægt 45 milljónum dala; árið
1930 var sú tala komin upp í 84
milljónir, í stríðsbyrjun 117 millj.
og á síðusta ári var áætlað, að
járnbrautargöng undir sundið
mundu kosta nálægt 830 milljón-
um. Á því ári var einnig talið
að kostnaður við tvöfalda ak-
braut yrði um 445 milljónir og
járnbrautarbrú mundi þá kosta
litið eitt meira eða 490 milljónir
bandarískra dala.
ÍXrölIafoss kom til Reykjavík'-
ur í fyrradag. Þilfar skipsinsi
var hlaðið bifreiðum, flestumj
tékkneskum.
Viðræður
í  september
Samkvæmt Lundúnafregn^
um í gærfcvöldi er brezka
stjórnin nú talin þess fýs-
andi að reynt verði af hálfu
Vesturveldanna að koma á
viðræðum við Rússa um
Berlínar- og Þýzkalands-
vandamálin í síðari hluta
september. Er þá gert ráð
fyrir að sameiginleg orðsend-
ing þess efnis yrði send til
Moskvu í næstu viku, en það
er um 3 vikum fyrr, en
brezka stjórnin taldi í fyrst-
unni hyggilegast. Vill hún nú
fiýta viðræðunum, m. :t.
sökum þess að ek'kert lát
verður á ógnaraðgerðum
kommúnista í Austur-Berlín
og ennfremur af því að þeir
Adenauer og Brandt sækja
nú ekki eins fast og áður að
viðræðum verði frestað fram
yfir vestur-þýzku kosningarn
ar. — Hermt er að banda-
riska stjórnin styðji þessa tii-
lögu, en Frakkar séu enn
alltregir.
Tíðar sprengingar í París og Alsír
París, 23. ágúst. (Reuter)
SPRENGJUR sprungu víða í
París og Alsír í nótt. Virðast
því vera í algleymingi átök-
in vegna stefnu frönsku
stjórnarinnar í Alsír-málun-
um. —•
#  A. m. k. 32 sprengingar
Tólf sprengjur sprungu í París,
Og ullu tjóni á íbúðarhúsum og
heimilum kunnra Frakka, þ. á. m.
Francoise Sagan, sem var fjar-
verandi úti í sveit. Fregnir bár-
ust af tveim öðrum sprengingum
í smáborgum skammt fyrir utan
París og loks sprakk sprengja
fyrir utan skrifstofu franska út-
varpsins í Toulouse í Suðurhluta
Frakklands.
Önnur tylft sprenginga átti sér
stað í Algeirsborg og útborgum
hennar. Þá höfðu menn spurnir af
sex sprengingum til viðbótar í
Vestur-Alsír.
•  Sjð særðust
Ekki var kunnugt um að nema
7 manns hefðu særzt í sprenging-
um þessum — fernt í Paray-
Neville-Poste nálægt París og
þrennt í Algeirsborg.
í flestum tilfellum mun hafa
verið um að ræða plastik-sprengj
ur, sem mjög hafa verið notaðar
af andstæðingum de Gaulle for-
seta í óeirðunum upp á síðkastið.
Meðan þessu fór fram bárast
fregnir af því, að Jacques Sou-
stelle, fyrrum landsstjóri Frakka
í Alsír og ráðherra í stjórn de
Gaulle, hefði flúið land. Skýrði
hann frá þessu í viðtali, sem birt-
ist í vikublaðinu „Carrefour". —
Soustelle, sem sneri gegn de
Gaulle í Alsír-málunum, yfirgaí
annars heimili sitt í París í apríl
sl. og hefur hans síðar orðið vart
á Korsíku og ftalíu. Ekki er vit-
að, hvar hann dvelst nú.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24