Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 1
24 síður og Lesbók 49. árgangur 47. tbl. — Sunnudagur 25. febrúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsina Serkir felldir Algeirsborg og Tri'polis, 2Jf. febr. (AP) MIKIÐ var um árekstra í Alsír í dag. I Bab-el-Oued- hverfi Algeirsborgar, • þar sem bæSi Serkir og evrópskt ættaðir menn búa, voru að minnsta kosti tíu Serkir skotnir til bana í morgun. — Fimm Serkjanna voru sam- an í leigubifreið er öfga- menn hófu skothríð á bifreið ina. Létust allir, sem í henni voru. Lögreglan í Algeirs- borg er á verði víða í borg- inni í brynvörðum bifreið- um, búnum hríðskotabyssum. Víða hafa verið gerð verkföll í Alsír, en flest þeirra munu etanda frá 2 til 24 tíma. Meðal ennarra hafa póstmenn gert verk fall og krefjast þeir herverndar við útburð bréfa. Er þetta afleið- jing þess að OAS öfstækismenn hafa drepið fjóra póstmenn und- snfarna daga. Óeirðirnar stafa af því að OAS menn óttast að senn verði undir- ritaður friðarsamningur milli Serkja Og Frakka og að endir verði bundinn á styrjöldina í Alsir, sem staðið hefur í sjö ár. í samningnum er gert ráð fyrir gjálfstjórn Serkja í Alsir innan ákveðins tima. Franska stjórnin hefur þegar samþykkt samning- inn og fulltrúaráð útlagastjórnar- innar í Alsír situr um þessar Svíar sigur sælir Zakopane, 24. febr. (NTB) HEIMSMEISTARAKEPPNI í fimkntíu kílómetra skíðagöngu lauk í dag í Zakopane með yfir- burðasigri Svía og áttu Norður- löndin 7 fyrstu menn í göngunni. Sviinn Sixten Jernberg, sem einma mestan þátt átti í sigri Svía I 4x10 kvn. boðgöngu karla, gekk vegalengdina á 3 klst. 3 mín. og 48,5 sek. Assar Rönnlund frá Svíþjóð varð nr 2 á 3.05.39,1, Hæmælinen, Finnlandi þriðji á 3.05,42,8, Taiainen Finmlandi fjórði á 3.05,43,5, Grönningen, Noregi fimmti á 3.05,59,3, Janne Stefansson, Svíþjóð sjötti á 3.06.12.0 og sjöundi varð Ræni- gárd, Svíþjóð á 3,09,02,2 Ræmgard, sem varð nr. 7, Iagði fyrstur af stað og kom fyrstur í mark. Ruddi hann því brautina fyrir þá sem á eftir komu. mundir á ráðstefnu í Tripoli til að ræða hann. Talið er að full- trúaráðið ljúki umræðum um samninginn á sunnudag, en ekki er búizt við að það gefi út til- kynningu fyrr en eftir helgi. ☆ Stok'khólmi, 24 febr. Einkaskeyti til Mbl. FRÉTTARITARI Morgun- blaðsins í Stokkhólmi átti í gærkvöldi viðtal við Friðrik Ólafsson stórmeistara eftir að hann hafði hlotið 7% vinning í 16 skákum á skákmótinu í Stokkhólmi. Eftir eru nú 6 Búnaðarfring seff i gær: Endurreisn og efling sjóða landbúnaðarins í GÆRMORGUN var bún- aðarþing sett í Góðtemplara- húsinu. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu og formaður Búnaðarfélags íslands, sett) þingið með ávarpi. Minntist hann í upphafi máls síns látinna merkismanna, er mjög hefðu haft afskipti af starfi Búnaðarfélagsins, þeirra Hafsteins heitins Péturssonar bónda á Gunnsteinsstöðum og Ólafs heitins Sigurðssonar bónda ,,Ég hef aldrei náð mér á strik“ segir Friðrik Ólafsson umferðir og telur Friðrik litl- ar líkur fyrir því að hatvn verði meðal þeirra 6 efstu, sem komast í úrslit. Líklegasta til að komast áfram telur Frið rik vera Fischer, Geller, Petrosjan, Kortsnoj, Filip og Uhlmann. Friðrik hefur þó enn hugs- anlega tvenna möguleika til að komast í úrslit; í fyrsta lagi ef hann vinnur allar skákir, sem hann á eftir að tefla á mótinu og í öðru lagi ef keppinautum hans um 6. sætið gengur ekki of vel. — Eg var vel hvíldur fyrir keppnina og hafði góðar von- ir um betri árangur, sagði Friðrik. Mér finnst ég í heild hafa teflt heldur illa og aldrei komizt reglulega á skrið. Mér hefur alltaf reynzt það mikill ikostur að byrja vel, en í þetta skipti tapaði ég fyrstu skák- inni á móti Petrosjan eftir að hafa leikið niður unninni stöðu. Bezta skák mín á mót- inu var hinsvegar á móti Benkö. • Gerir sitt bezta Friðrik kveðst vera búinn að sætta sig við að komast ekki i úrslit en hann muni gera sitt bezta úr því sem komið er, hann hafi allt að vinna en engu að tapa. Skáksamband Kúbu býður Friðrik til skákmóts, sem hald ið er í apríl til miraningar um að þá eru liðin 20 ár frá dón- ardegi heimsmeistarans Casa- blanca. Hann telur fremur ó- líklegt að hann þiggi boðið, en er annars fáorður um fram tíðaróform sín. Sem eina þátttakandainum frá Norðurlöndunum er fylgst með Friðrik af mifclum áhuga og ritað og rætt um hann sem „von Norðurlandanna." Friðrik líður vel og sendir beztu kveðjur. Flugmet Miami, Florida, 24. febr. (AP) FLUTNINGAÞOTA af gerðinni Douglas DC-8 setti f dag hraða- met á flugleiðinni Tokyo-Miami. Lenti fíugvélin — eftir alþjóða- itíma — ó flugvellinum við Miami tíu mínútum áður en hún lagði af stað frá Tokyo. Flugvélin fór frá Tokyo kl. 17,15 eftir staðartíma og var flogið við komúlaust til Migmi og lent þar kl. 17.05 eftir staðartíma. Farið var yfir dagskiptabaug á leiðinni, sem varð til þess að vélin lenti áður en hún lagði af stað. Bjóða fram harðsoðinn Stalinista KOMMtlNISTAR láta sér ekkl allt fyrir hrjósti . brenna Þeir bjóða verksmiðjufólki í Reykjavík upp á að kjósa Björn Bjarnason, harðsoðinn Stalinista, til formennsku í félagi sínu. Allir vita að þessi forystumaður kommúnista •r sanntrúaðasti Moskvumaðurinn í flokki þeirra. Meðan hann var formaður Iðju snerist áhugi hans um þa® eitt að nota félagið í þágu hins alþjóðlega kommún- isma. Hagsmunir verksmiðjufólksins voru honum algert aukaatriði. Iðjufélagar vilja hinsvegar hæta kjör sín og efla félag "itt. Þessvegna munu þeir kjósa áframhaldandi forystu lýðræðissinna en hafna Stalinistanum á lista kommúnista. Bobert Kennedy í Bonn Bonn, 24. febr. (NTB-AP). ROBERT KENNEDY dómemláila- ráðhierra Bandaríikjanna og bróð- ir fcxrsetans kom í dag til Bonn frá Veetur Berlín þar sem hann dvaldi í tvo daga. í Bonn ták Strammiberger dómsmádaráð- herra á móti Kennedy, en í dag ganga þeir á fund Adenauers kanzlara. Við brottförina frá Berlín sagði Robert Kennedy að divölin þar hefði styrkt trú hans að kommiúnismi og alræðisstjóm væri diauðadœmd stjórnmáíla- kerfi og að skipulag framtíðar- innar hlyti að byggjast á frelsi einstaklingsins. Hellulandi. Minntust þingfull- trúar hinna látnu. Til búnaðarþings voru allir fulltrúar mættir utan eiinn, en k þinginu eiga 25 fulltrúar sæti. Stærstu málin f>á gat Þorsteinn helstu mála er fyrir þinginu liggja og munu stærst þeirra nýtt frumvarp um innflutning holdanauta og lög um afréttarlönd. Fjöldi annarra móla liggja fyrir þessu þingi. Formaður lét þess getið að Pét- ur Ottesen fyrrum alþingismað- ur og stjórnarnefndarmaður Búnaðarfélagsins mundi að lík- um ekki geta setið þetita þing sök um veikinda og samþykkti þing- ið að senda honum kveðjuskeytL Þá flutti Ingólfur Jónsson land búnaðarráðherra ræðu. Batnandi afkoma Hann ræddi um afkomu bænda og verðlag afurða þeirra svo og og verðlag afurða þeirra svo og lánakjör. Kom glöggt fram að afkoma þeirra er batnandi og verið er ,vú að vinna að bættum lánakjörum þeirra. Kvaðst róð- herrann vonast til að geta á þessu Ingólfur Jónsson, „ landbúnaðarráðherra þingi flutt frumvarp um endur- reisn og eflingu lánasjóða land- búnaðarins. Þá benti hann á að nú hefðu bændur verðtryggða alla framleiðslu landbúnaðarvara sem ekki færu til neyzlu innan- lands. Þá ræddi ráðherrann um Frh. á bls. 23. Kosningu í Ið ju lýkur í kvöld Lýbræbissinnar ! Hrindum áhlaupi kommúnista og kjósum B-listann! ALLIR lýðræðissinnar í IÐJU eru minntir á það. að kosning hefst kl. 10 í dag og lýkur kl. 10 í kvöld. Kosið er í skrifstofu félagsins í Skipholti 19. Listi lýðræðissinna er B-Iistinn. B-LISTINN ER ÞANNIG SKIPAÐUR: Aðalstjórn: Form.: Guðjón Sv. Sigurðsson. Varaform.: Ásgeir Sigurðsson. Ritari: Ingimundur Erlendsson. Gjaldk.: Ingibjörg Arnórsdóttir. Meðstjórnendur: Jóna Magnús- dóttir, Steinn Ingi Jóhannes- son, Guðmundur Jónsson. Varastjórn: Jón Björnsson, Klara Georgsdóttir, Ingólfur Jónasson. Endurskoðendur: Sigurður Valdi marsson. Eyjólfur Davíðsson. Varaendurskoðandi: Jón Einars- son. LÝÐRÆÐISSINNAR! Tökum höndum saman og hrindum árás kommúnista á félagið! Mætum öll á kjör- stað í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.