Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1962, Blaðsíða 1
Jouhaud undir fallöxina Parxs, Algeirsborg, 1J/. april. — (AP) — 0 í GÆRVELDI varkveð- inn upp dómur yfir Edmond Jouhaud, hershöfðingja og á þá leið, að hann skyldi líf- látinn með fallöxi. 0 í Algeirsborg var gert allsherjarverkfall í morgun að tilmælum OAS-hreyfing- arinnar, til þess að mótmæla dómnum, en Jouhaud, sem er fæddur í Alsír, nýtur mik- illa vinsælda meðal ev- rópskra manna þar. Framh., á bls. 23 . Hannibal og kommúnistar lýsa yfir: Berjumst gegn þeím lægst launuðu SU YFIRLYSING stjórnar ASÍ, að kjör hinna lægst launuðu væru ekki í hennar verkahring, vakti mikla at- hygli að vonum. Enn athyglis verðara er þó það, að forseti ASÍ skyldi í útvarpsumræð- unum lýsa því yfir, að það væri í verkahring launþega- samtakanna að hindra kjara- bætur hinna lægst launuðu. Hannibal Valdimarsson taldi nú ríða á mestu að hrinda af stað verkfallabaráttu, en for- senda kjarabóta fyrir þá, sem lægst hafa laun, er að sjálf- sögðu sú, að ekki verði al- mennar kauphækkanir, sem geri launahækkun til þeirra að engu. Hannibal Valdimarsson lagði á það megináherzlu, að illdeilurnar hæfust „í þessum mánuði eða þeim næsta“. Leyndi sér ekki, að þar átti hann við, að hindrað yrði, að launþegar almennt fengju 4% kauphækkun 1. júní án verkfalla. Opinberaði hann þannig, að kommúnista varð- ar ekkert um kjarabætur. Það sem þeir vilja eru póli- tísk verkföll. Ef kommúnistar teldu, að meiri almennar kauphækk- anir en 4% mundu færa launþegum raunverulegar kjarabætur, mundu þeir að sjálfsögðu fyrst taka 4%, en heyja síðan aukna kröfupóli- V erkamenn að starfi. Eðvarð Sigurðsson tík á eftir, enda hafa þeir hingað til ekki talið apríl- eða maímánuði heppilegasta til verkfalla. Þá er vertíð að Ijúka og einna minnst tjón fyrir vinnuveitendur, þótt stöðvun yrði. Um þetta varð- ar kommúnista heldur ekki, þegar pólitískir hagsmunir þeirra eru í veði. I»ar að auki gera kommún- istar sér fulla grein fyrir því, að mikils árangurs sé að vænta af störfum þeirrar nefndar, sem nú vinnur að undirbúningi að r'aunhæfum kjarabótum, eftir þeim leið- um, sem Morgunblaðið hcfur margtúlkað og kommúnistar loks féllust á, þegar þeir sjálfir fluttu þingsályktunar- tillögu um skipun slíkrar nefndar, sem allir þingmenn greiddu atkvæði sitt. Nú á fyrir hvern mun að hindra árangur af því starfi með því að stofna til illdeilna og koma í veg fyrir heilbrigða samvinnu vinnuveitenda og launþega. Einn flutningsmanna þeirr ar tillögu var Eðvarð Sigurðs son, formaður Dagsbrúnar. Hann hefur boðað fund í fé- lagi sínu í dag. Verður fróð- legt að sjá, hvort hann treyst ir sér til að fylgja þar Hannibalslínunni og reyna að hindra þær kjarabætur, sem lægstlaunuðustu verka- mönnum bjóðast. Um þessi mál er nánar rætt í ritstjórnargreinum blaðsins í dag. Hættu víð að hækka stálið Stórsigur Kennedys Woshington, lJf. apríl. — (AP) — STÁLFYRIRTÆKIN bandarísku hafa iiú öll hætt við að hækka stál eins og boðað hafði verið fyrr í þessari viku. Þykir Kennedy Bandaríkjaforseti hafa unnið mik- inn sigur í þessu máli, en hann snerist, sem kunnugt er, öndverður gegn því, að stál yrði hækkað og taldi þá ákvörðun stjórna fyrirtækjanna ábyrgðarlausa gagnvart þjóðfélaginu. I’að voru stærstu fyrirtækin, Bethlehem Steel og U. S. Steel, sem síðast tilkynntu að þau heíðu hætt við stál- hækkunina. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.