Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 1
NVER BORGARIÁBYRGUR Á KJÖRDEGI Sundurlyndi, heitingar og ofstæki víki fyrir sam- hentri og styrkri stjórn borgarmála Frá umræðunum i gærkveldi Kínverskur flóttamaður reynir að komast undan meðan verið var að flytja hann frá Hong Konff til landamæra Kína. Flóttatilraunin mistókst og var hann sendur heim eins og aðrir þeir flóttamenn, sem til næst. Vandræði í Hong Kong vegna Hong Kong ,22. maí (AP). TIL vandræða horfir í Hong Kong vegna flóttamanna- straums frá Kína. Reyna um 4000 Kínverjar á dag að kom ast yfir landamærin til brezku nýlendunnar þrátt fyrir það þótt brezku yfir- völdin hafi mjög hert á eft- irliti á landamærunum og sendi aftur heim alla þá, sem til næst. Rúm milljón Kínverjar hafa flutzt til Hong Kong undanfar- in 12 ár og er ibúatala nýlend- unnar komin yfir 3 milljónir, en landrými er þarna aðeins eitt þúsund ferkilómetmr. A mánu- dag kom til nokkurra árekstra er yfirvöldin voru að flytja Iheim kínvers'ka flóttamenn. M. a. réðist hópur Kínverja á lög- regluforingja og reyndi að stöðva bílalest, er flutti flótta- menn að landamærunum. Varð lögreglan að ógna mannfjöldan- um með skotvopnum til að geta haldið ferð sinni áfram, en nokkrir menn og tvö börn særð- ust í stympingunum. FORMÓSA Stjórn kínverskra þjóðernis- sinna á Formósu bauðst í gær til að taka við talsverðum hluta þeirra flóttamanna frá Kína, sem komnir eru til Hong Kong og hefur því tiiboði verið mjö« fegnað meðal Kínverja í brezku nýlendunni. Einnig ákvað Por- mósustjórn að senda nú þegar 1000 lestir af hrísgrjónum til flóttamannaslraums frá liína Hong Kong til að draga úr skorti flóttamanna. Talsmaður brezka utanríkisráðu neytisins sagði í dag að svo virt ist sem flóttamönnum frá Kína fari mjög fjölgandi, en flestir flýja þeir uiidan hungri og neyð í heimalandinu. Sagði hann að frá 1. þ.m. hafi um 50.000 flótta menn verið sendir aftur heim til Kína, því ekki væri unnt að taka á ihóti fleiri flóttamönn- um í Hong Kong. Væri þessi flóttamannastraumur beinlinis hættulegur heilsufari í Hong Kong, auk þess sem vatnsbirgð- ir nægðu tæpast fbúunum, sem fyrir eru. Brezka stjórnin hefur leitað eftir samvinnu við rí'kis- stjórnir annarra rikja og við fé- lagssamtök um að reyna að finna lausn á flóttamannavandamál- inu. En talsmaðurinn sagði að brezika stjórnin gæti ekki sent flóttamennina til Formósu, m.a. vegna þess að Bretar hafa ekki stjórnmálasamband við stjórn- ina þar. BRETAR UNDRANDI Flóttamannavandamálið var til umdæðu í brezka þinginu i dag og skýrði Reginald Maud- ling nýlendumálaráðiherra mál- ið fyrir þingmönnum. Sagði hann að brezka stjórnin væri Frh. á bls. 12 ÚTVARPSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi einkenndust annarsvegar af rökfestu og öfgaleysi ræðumanna Sjálf- stæðisflokksins, Geirs Hall- grímssonar, borgarstjóra, og Þóris Kr. Þórðarsonar, pró- fessors, og hinsvegar af sund urlyndi og öfgum hinna margklofnu andstöðuflokka. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, vék að þeirri bardaga- aðferð andstæðinganna að halda því fram, að borgur- unum væri óhætt að kjósa þá, vegna þess að Sjálf stæðisflokkurinn væri örugg ur með meirihluta. Hann benti á, að Sjálfstæðisflokk- inn hefði skort nær 2400 at- kvæði við síðustu almennu kosningar til að vera í meiri hluta í borginni. Má því segja, að slíkar yfirlýsingar andstöðuflokkanna byggist á því, að þeir telji að Sjálf- stæðisflokkurinn muni stór- auka fylgi sitt í kosningun- um. „En meirihluti Sjálf- stæðisflokksins er ekki ör- uggur“, - sagði borgarstjóri, „fyrr en borgararnir sjálfir gera hann að veruleika". — Borgarstjóri lauk máli sínu á þessum orðum: „Góðir Reykvíkingar. Enn Sonur U Thonts feist í bílslysi Rangoon, Burma, 22. maí (AP) U Thant aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag ættingjum sínum i Burma að hann gæti ekki komið og verið viðstaddur jarðarför sonar síns vegna þess að kona hans hafi fengið taugaáfall. En sonur U Thants, Tin Mung Thant, sem var 21 árs, lézt á máinudagskvöld eftir höfuðhögg, sem hann fékk við fall úr langferðabifreið skammt frá Rangoon. Ökumaður langferðabifreiðar- innar hefur verið handtekinn og sa-kaður um að hafa með hirðu- leysi sínu átt sök á dauða Thants yngra. Eftir að Thant fól'l úr bif- reiðinni, lá hann meðvitundar- laus á götunni. Tók bifreiðastjór- inn hann þá upp og fhitti á lyf- sölustað í stað þess að fara með hann í sjúkrahús. U Thant sagði í símtali við bróður sinn í Rangoon að hann gæti ekki komið vegna þess að kona hans hafi fengið taugaáfall er hún frétti um son sinn og væri nú undir læknishendi. Áttu að myrða de Gaulle París, 22. maí (AP-NTB). S.l. miðvikudag kom:st frans'ka lögreglan á snoðir um fyrirætlán ir OAS manna um að myrða de Gaulle forseta. Foresetinn var þá á ferð um Frakikland og var 16 manna fflokkur OAS manna settur honum til höfuðs. Lögregl- an fylgdist með ferðum morð- sveitarinnar og á súnnudag voru 15 þeirra handteknir, þeirra á meðal foi'ingi sveitarinnar Jean Louis Blanchy, sem er starfsmað- ur við tryggingarfélag í París. Franska lögreglan skýrði svo frá í dag að morðsveit þessi hafi verið vel vopnum búin. Meðal þeirra vopna, sem fundizt hafa voru fjarðstýrð eldflaug ti-1 að nota gegn skriðdrekum, fiman sprengjur, tvær hríðskotabyss- ur og riffill með sjónauka. Auk vopna fann lögreglan landabréf af Frakkilandi, sem á var merkt við ýmsa staði, og er talið að þar muni vera miðstöðvar OAS manna. Kort þetta fannst í íbúð, sem morðsveitin hélt til í og má búast við að það komi lögregl- unni að miklu liði við rannsókn á starfsemi OAS í Frakklandi. á Reykjavík gnægð góðra kosta, sem geta komið öU- um Reykvíkingum að góðu gagni, ef sundurlyndi, heit- ingar og ofstæki víkja nú sem fyrr fyrir samhentri og styrkri stjórn borgarmála“. Þórir Kr. Þórðarson mælti m.a. á þessa leið: „Það ætti að vera okkur öll um umhugsunarefni, að það er imdir okkur sjálfum kom- ið, að framtíð Reykjavíkur- borgar einkennist af sama starfsþróttinum, sama ið- andi lífinu og dagurinn í dag. Það er stýrk og stefnu- föst stjórn borgarmála, sem hefur skapað þann ramma utan um líf borgaranna sjálfra, sem við njótum öll góðs af í dag. Skoðun mín er sú, að það sé hag okkar allra fyrir beztu að sami borgarstjórinn, Geir Hall- grímsson, fari áfram með stjóm borgarinnar næsta kjörtímabil“. Venjuleg- „vinstri úrræði“ í byggingamálum Einar Ágústsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, upp- lýsti rækilega í ræðu sinni, að hann væri á bandi þeirrar vinstri klíku, sem nú ræður lögum og lofum í flokki hans. Tók hann meira að segja undir þann óhróðurssöng Tímans í garð núverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að stað- hæfingar hans á síðasta borgar- stjórnarfundi hefðu allar verið markleysa, en „samspilskenn- ing“ Þórarins Þórarinssonar væri hin eina rétta. Hann lagði áherzlu á, að í húsnæðismálum ættu menn að hafa hliðsjón af „fortíð flokkanna í húsnæðis- málum“. Rifjaði hann þar með upp, að Framsóknarmenn voru aðalhvatamenn að þeirri lög- festingu um skertan eigna- og afnotarétt af eigin íbúðum, sem hlaut nafnið „Gula bókin“. Af því tilefni er meginefni þeirra áforma rifjað upp á öðrum stað í blaðinu. Óskar Hallgrímsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, hvatti menn til að kynna sér stefnu- skrá Alþýðuflokksins, þar á meðal í húsnæðismálum. Virt- ist hann þar meS vilja árétta, að Alþýðuflokkunnn ætlaði sér að standa við það stefnuskrár- atriði, að reyna að hindra að nokkrir einstaklingar fengju að byggja íbúðir í höfuðborginni, heldur yrðu þær allar byggðar af tveimur eða þremur „bygg- ingarsamsteypum". En annar ræðumaður sama flokks sagði það „alrangt" að flokkurinn hygðist fylgja þeirri stefnu, Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.