Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORCUNRT.ADtÐ
I>ri3judagur 14. ágúst 1962 ',
Sjóstangaveiði-
mót í KefSavík
SÍÐASTLIÐINN laugardag og
sunnudag var haldið í Keflavík
mót sjóstangaveiði Sunnanlands
og voru þátttakendur frá Reykja
vík, Vestniannaeyjum, Keflavík
og Keflavíkurflugvelli. Alls tóku
32 þátt í mótinfl og sóttu þeir sjó
inn á fjórum bátum, tveim stór
um og tveim litlum.
Það voiu vígalegir veiðimenn,
sem stigu um borð í báta sína í
Keflavíkurhöfn á laugardags-
morgun kl. 9. Allir vopnaðir
veiðistöngum, gildum hnífum og
nestistöskum. því enginn kokkur
var um borð og tími takmarkað
ur til matseldar, því veiðikeppn
in sat í fyrirrúmi fyrir öllu öðru
og ekki eir.u sinni litið til veðurs.
Allir verða að leggja af stað á
sama tíma og koma í höfn á sama
tíma, sem að þessu sinni var kl.
6. Ýmsar aðrar reglur eru veiði
skapnum settar og allar í heiðri
hafðar.
Fyrri daginn var farið í Garðs-
sjóinn og á önnur nálæg mið og
ráða skipstjórar á hverjum bát
hvert farið er. Á sunnudagsmorg
un var lagt upp frá Sandgerði og
haldið á miðin við Reykjanes og
var afli þai betri og meira um
Stærri fisk.
~
Anægður  veidimaour  með
vænan ufsa.
Þeir voru drjúgir á svipinn
veiðimennirnii, þegar þeir horfðu
á balana sína fulla af fiski og svo
var skoðað i balana hver hjá öðr
um til að reyna að finna út hver
hefði fengið þann stærsta. Loft
ur Guðmundsson, rithöfundur,
horfði með velþóknun á sinn
stóra golþoisk, sem lá efstur í bal
anum ofaná nokkrum ufsatittum.
— Þegar stórufsinn fór að birt-
ast í öðrum bölum og ennþá
stærri þorskur, þá þyngdist brún
in.
Einar Ásgeirsson í Tóledó taldi
þennan veiðiskap laxveiðunum
miklu fremri, þarna væri meiri
félagsskapur með veiðimönnun
um og alltaf vissa fyyrir að fá
eitthvað og um margar tegund-
ir af fiski að ræða. Reyndist það
rétt vera að þessu sinni, því alls
veiddust 10 tegundir af fiski. Ein
ar taldi sjóstangaveiðina vera
sport fyrir alla, það væri
skemmtilegt, tilbreytingaríkt og
veran á sjónum væri engu síðri
en að ganga meðfram veiðiám
og vötnum f leit að laxi og að
veiðileyfi í sjónum þyrfti enn
ekki að greiða.
Einn af veiðimönnunum var
frú Dóra Möller og var hún ekki
síðri en aðrir. ekkert sjóveik og
aflasæl. — Frú Dóra sagði að
þetta væri einmitt sport fyrir
konur, svo létt og skemmtilegt
— hún kvaðst hafa saknað þess
að fleiri skyidu ekki hafa verið
með því það væri reglulega gam
an að draga þann stóra, þegar
karlarnir væru með smáufsa á
sínum önglum.
Þegar upp var gert eftir
tveggja daga veiði reyndist Birg
ir Jóhannesson aflahæstur með
201,9 kíló, sem hann hlaut sín
verðlaun fyrir. Stærsta fiskinn
dró Þórhallur Helgason frá Kefla
vík og var ufsi sá 13,2 kg, en
stærsta þorskinn dró Sverrir Ein-
arsson frá Reykjavík og var hann
11,2 kg, en verðlaun voru veitt
fyrir stærsta fisk af hverri teg-
und.
Keflavíkurbær gaf bikar til
þeirra keppnismóta, sem fara
fram frá Keflavík i framtíðinni
og hlýtur Keflavíkurbikarinn sú
sveit, sem mestan afla hefur og
að þessu sinni var það I. sveit
frá Reykjavík, sem aflaði saman
lagt 505,2 kg. í sveitinni eru þeir
Birgir Jóhannesson, Guðmundur
Ólafsson, Hákon Jóhannsson og
Magnús Valdimarsson.
Sveinn Jónsson, bæjarstjóri, af
henti bikarinn og lýsti reglugerð
hans. Mestan meðalafla á mann
hafði m.b. Silfri, skipstjóri Auð-
unn Karlsson, og hlaut hann
fagra styttu að verðlaunum.
¦:-::".-v:Xvv-:>.^;'

ggjgffiiB^^
r
&• -W&yy^^^^^^

M.s. Rangá við bryggju í Keflavik.
Nýtt skip bætist í ílotann
f»
£*4
kom til Keflavíkur í gær
M.S. RANGÁ kom til Keflavíkur
í gærmorgun úr sínni fyrstu ferð,
og var það hlaðið timbri, sem
losað verður á 10 höfnum víðs-
vegar um landið.
Njósna-
hringur
VínarbOrg, 8. ágúst NTB-AFP.
LÖGREGLAN í Austurríki
hefur komizt á spor víðtæks
njósnahrings, sem selt heíur
úr landinu margs konar fram-
leiðsluleyndarmál og smyglað
málmhlutum til Austur-Ev-
rópu ríkjanoia.
Tíu manns hafa verið hand-
teknir, en vitað er að margir
útlendingar eru aðilar að
hringnum — sem lagt hefur
mesta áherzlu á að ná í fram-
leiðsluleyndarmál ' frá stórri
verksmiðju í Tyrol, er fram-
leiðir málmhluti í þotuhreyfla
eldflaugar og kjarnakljúfa.
Veiðimenn töldu alla aðstöðu
í Keflavík nijög góða til sjóstanga
veiði og hyggja að hafa mót sín
þar oftar.
Veiðimenn bjuggu á Flugvallar
hótelinu í boði klúbbsins þar og
var lokahófið haldið þar og þótti
viðgerningur  allir hinn bezti.
Stanley Roff stjórnaði mótinu
af mikilli röggsemi og sá um all
an undirbúning þess.
Rangá er 1049 tonn að stærð
með 68 þúsund teningsfeta lestar
rými. Skipið er smíðað í V-Þýzka
landi í skipasmíðastöð D. W.
Kremer Sohn, sem áður hefur
byggt Laxá, sem einnig er eign
Hafskip h.f.
Aðalaflvél er Deutz dieselvél
1050 hestöfl og var ganghraði í
reynsluferð 12 mílur. 3 Ijósavélar
eru í skipinu, Mannheim-diesel
með 50 kw orku hver, og í eld-
húsi er Rafha-eldavél, sem flutt
var út til að setja í skipið, vegna
þess að þær eldavélar hafa reynzt
betur en flestar aðrar.
Allar vindur í skipinu eru
vökvadrifnar og lestarlúgur með
Mac Gregor útbúnaði. Skipið er
66 metrar á langd og 10,2 m á
breidd. Siglingartæki öll og stýri
búnaður er af nýjustu og full
komnustu gerð. íbúðir aliar, bæði
yfirmanna og undirmanna, eru
sérstaklega vel úr garði gerðar,
með baði og öðrum þægindum og
borðsalir stórir og vel búnir. í
sambandi við eldhús eru bæði
frysti og kæliklefar.
Rangá er sérlega vandað og
sterkbyggt skip smiðað eftir I.
flokks kröfum Germanis Lloyd.
Á heimleið hreppti skipið vonzku
veður og leyndist mjög vel.
Skipstjóri er Steinar Kristjáns-
son sem áður var með Laxá, yfir
vélstjórir er Þórir Konráðsson,
fyrsti stýiimaður Jón Axelsson
og bryti Árni Björnsson.
Rangá er eingöngu flutninga-
skip og heimahöfn þess skráð f
Bolungarvík. Eigendur er Haf-
skip h.f. Framkvæmdastjóri þess
er Sigurður Njálsson og stjórnar
formaður Gísli Gíslason.
— hsj.
Steinar Kristjánsson, skipstjóri
• Original húsgögn til
Húsgagnaarkitekt skrifar:
Fimmtudaginn 2. ágúst 8.1.
skrifar „Glúmur" um hús-
gagnastælingar, sem að nokkru
leyti eru orð í tíma töluð. Við
grein hans vil ég þó gera
nokkrar  athugasemdir:
Á síðustu þremur árum hefir
félag Húsgagnaarkitekta geng-
izt fyrir tveimur húsgagnasýn-
ingum hér í Reykjavík. Þar
hafa emgöngu verið sýnd hús-
gögn, sem sérstaklega voru
teiknuð fyrir þessar sýningar og
framleidd af meðlimum félags
húsgagnameistara og bólstrara.
Talsverður hluti þeirra hús-
gagna sem á þeim voru sýnd,
eru nú fáanleg á hinum frjálsa
markaði innanlands. Með grein
sinni hefir „Glúmur" algjörlega
strikað yfir þetta framlag hús-
gagnaarkitekta.
Hinsvegar ef umboðsmaður
Scandinavian Times hefði leitað
til félags húsgagnaarkitekta, þá
hefði hann án efa fengið viðun-
andi fyrirgi eiðslu, og getað kom
izt að raun um, að auk stælinga
megi einnig finna orginal hús-
gögn, og á þessi saga vonandi
ekki eftir að endurtaka sig, því
s-líkt kemur engum að gagni.
• 110 ára gamall stóll
f sambandi við nefndan
Safari stól, þá virðist greinar-
höfundur ekki þekkja að öllu
leyti sögu þessa stóls, sem víða
erlendis gcngur undir nafninu
nýlendustóll (Kolonialstuhl).
Saga þessa stóls er mjög gömul,
því að haim var fyrst að finna
í Indlandi árið 1850, og nálægari
ygs&á
Austurlöndum. Nokkru seinna
mátti einnig sjá þá á nýlendu-
svæðum suðurríkjanna, og hefir
nafn hans vafalaust verði dreg-
ið af því. Stólarnir voru þó á
þeim tímum mun grófari útlits,
en hafa smám saman þróazt i
fingerðara form. Prófessor
Kaare Klint hefir unnið sinn
stól í það form sem hann er.
og er enginn að kasta rýrð á
starf þess mæta manns.
Hinsvegar er það á misskiln-
ingi byggt. að títt auglýstur
stóll sé afbökun af háns stóL
Þess vegna þurfa framleiðendur
hans ekki að bera kinnroða
fyrir því, að bjóða á íslenzkum
markaði stól, sem á rót sína að
rekja frá árinu 1850, og sem er
enn og mun verða um ókomin
ár í sínu fulla gildi.
• Of lítill farkostur
Ég er sáróánægð yfir skipu-
lagsleysi    Þingvallarútunnar,
það endurtekur sig helgi eftir
helgi og sumar eftir sumar að
mörgum farþegum er ekki séð
fyrir fari frá Þingvöllum fyrr
heldur en sérleyfisafa hentar
bezt og þá oft svo að slegizt
er um sætin Nærtækasta dæmið
er frá því á frídegi verzl.manna
en þá tók það hóp maijna 4 klsfc
(frá kl. 4r30 _ 8,30 áð fá far
í bæinn frá Vatnsvíkinni.
Kunnugt er að sérleyfishafi
sendi einn sinn bezta bíl vestur
og hefði því augljóslega getað
verið séð lyrir farþegunum.
Væri tildæmis ekki betra að
selja farseðia fyrirframj
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24