Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 224. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 sföur
49. árgangur
224. tbl. — Þriðjudagur 9. október 1962
Prentsmiðja Moifgunblaðsins
æsilegur sigur iýðræðissinna í
Sjúmannasambandinu
A.-Iisti hlaut 637 atkvæði en B.-listi 432
LÝÐRÆÐISSINNAR unnu
glæsilegan sigur í kosningu
Sjómannasambandsins til Al-
þýðusambandsþings. Úrslit
kosningarinnar urðu þau, að
A-listi lýðræðissinna hlaut
637 atkvæði, en B-Iisti komm-
únista 422 atkvæði. — Auðir
seðlar voru 15 og ógildir 4.
Með  þessum  kosningaúr-
Jón Kjartonsson sýslumaður,
fyrrverandi ritstjóri látinn
JÓN KJARTANSSON, sýslumaður Skaftfellinga og fyrrverandi
litstjóri Morgunblaðsins, andaðist í Landsspítalanum hér í Reykja-
vík sl. laugardagskvöld, rúmlega 69 ára að aldri. Hann var fæddur
20. júlí 1893 í Skál á Síðu. Voru foreldrar hans Kjartan bóndi þar
Ólafsson og kona hans Oddný Runólfsdóttir.
Hann kvæntist Ásu Sigurðar-
dóttur Briem 22. júní árið 1924.
Áttu þau þrjú börn, tvær dætur
og einn son, sem öll eru á lífi.
Frú Ása lézt 2. nóv. árið 1947.
Síðari kona Jóns Kjartansson-
ar er Vilborg Stefánsdóttir, sem
lifir mann sinn. Áttu þau eina
dóttur.
Með Jóni Kjartanssyni er til
moldar hniginn merkur og ágæt-
ur maður, sem naut trausts og
vinsælda allra þeirra, er með
honurri unnu eða höfðu af hon-
um kynni. Þessa mæta manns
verður minnzt nánar hér í blað-
inu síðar.
Jón Kjartansson varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykja-
vik árið 1915 og lögfræðingur
frá Háskóla íslands 16. júní 1919.
Gerðíst hann síðan fulltrúi
hjá lögreglustjóranum í Reykja-
vík og gegndi því starfi til hausts
ins 1923. Árið 1924 tók hann við
ritstjórr. Morgunblaðsins, ásamt
Valtý Stefánssyni. Gegndi hann
ritstjórastarfi við Morgunblaðið
fram til ársins 1947, en 25. júní
það ár var hann skipaður sýslu-
maður Skaftfellinga. Gegndi
hann því starfi til dauðadags.
Jón Kjartansson var þingmað-
ur Vestur-Skaftfellinga árin
1923—27 og aftur 1953—59. Á
yfirstandandi kjörtímabili sat
hann einnig á Alþingi öðru
hverju, ýmist sem fyrsti vara-
þingmaður hins nýja Suður-
landskjördæmis eða annar land-
kjörinn varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Jón Kjartansson gegndi fjöl-
mörgum öðrum trúnaðarstörfum,
m. a. var hann endurskoðandi
Landsbanka fslands frá árinu
1934 og til dauðadags.
slitum hafa sjómennirnir
hrundið herhlaupi því, sem
kommúnistar gerðu á samtök
þeirra. Þeir hafa sýnt á ótví-
ræðan hátt að þeir vísa um-
boðsmönnum Moskvuvalds-
ins á bug, en vilja fela lýð-
ræðissinnum forystu mála
si na.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
Sjómannasambandið kýs full-
trúa á Alþýðusambandsþing. —
Tóku eftirtalin félög þátt í kosn-
ingunni:
Sjómannafélag Reykjavíkur,
Sjómannafélag Hafnarfjarðar,
sjómannadeild Verkalýðsfelags
Akraness, sjómannadeild Verka-
lýðsfélags Keflavíkur og sjó-
mannadeild     Verkalýðsfélags
Grindavíkur.  Enn  fremur  tóku
þátt í kosningunni félagar í Mat-
sveinafélagi Sjómannasambands
íslands.
Sjómannasambandið kaus 24
fulltrúa á Alþýðusambands-
þing og 24 til vara. Verða full-
trúar sambandsins þessir, allir
af lista lýðræðissinna:
Borgþór Sigfússon, Hafnarf.,
Kinar Guðmundsson, Rvik, Bin-
ar Jónsson, Hafnarf., Garðar
Jónsson, Rvík, Guðlaugur Þórð-
arson, Keflavík, Guðmundur H.
Guðmundsson, Rvík, Haraldur
Ólafsson, Rvík, Hilmar Jónsson,
Rvik, Hjalti Gunnlaugsson, Rvík,
Jón Helgason, Rvík, Jón Júlíus-
son, Rvík, Jón Sigurðsson, Rvík,
Karl E. Karlsson, Rvík, Krist-
ján Guðmundsson, Rvík, Magnús
Guðmundsson, Felli, Garða-
hreppi, Ólafur Sigurðsson, Rvík,
óli Bardal, Rvík, Pétur SigUfO*. -
son, Rvík, Ragnar Magnússon,
Grindavík, Sigfús Bjarnason,
Rvík, Sigríkur Sigríksson, Akra-
nesi, Sigurður Pétursson, Hafn-
arfirði, Sigurður Sigurðsson,
Rvík, og Þorbjörn B. Þorbjörns-
son, Rvík.
Varafulltrúar voru kjörnir:
Árni Guðmundsson, Rvik, Ás-
geir Torfason, Rvík, Bjarni Her-
mundsson, Hafnarf., Bjarni Stef-
ánsson, Rvík, Björn Andrésson,
Rvík, Björn Guðmundsson,
Rvik, Geir Þórarinsson, Kefla-
vík, Guðbergur Þórarinsson,
Rvík, Halldór Christensen,
Rvík, Hannes Guðmundsson, »
Hafnarf., Hörður Þorsteinsson,
Rvík, Jóhann S. Jóhannsson,
Akranesi, Jóhann Ármannsson,
Rvík, Jón Nikulásson, Rvík, ól-
afur Árnason, Rvík, Pétur ól-
afsson, Rvík, Sigurður Ingi-
mundarson, Rvík, Sigurður'
Kristjánsson, Rvík, Sigurður
Sigurðsson, Rvík, SiguTður Wí-
um, Rvík, Skjöldur Þorgríms-'
son, Rvík, Sveinn Guðmunds-
son, Rvík, Vilmar f. Guðmunds-
son, Keflavík ,og Þorgils Bjarna-
son, Rvík.
„Landið beið eftir uppreisn",
Hraðamet
Kaupmannahöfn, 8. október —
NTB. — SAS farþegaþota, af gerð
inni DC-8, hcfur sett nýtt hraða-
met í hnattflugi. Fór vélin alls
29.570 km leið, frá Kaupmanna-
höfn yfir Norðurpól, til Tókíó,
um Manila, Bangkok, Róm og til
Kaupmannahafnar. Tók ferðin
alls 35 tíma og 5 mínútur.
— sagði Sallal forsætisráðherra Jemen, við
fyrstu erlendu fréttamennina, sem
þangað komu
frá
Sana, 8. október (AP-NTB)
FYRSTU vestrænu fréttarit-
ararnir eru nú komnir til
Jemen, eftir byltinguna, sem
gerð var fyrir 13 dögum. —
Segja þeir, að í Sana virðist
allt með kyrrum kjörum.
Fólkið á götunum hrópaði:
Lengi lifi byltingin og lýð-
veldið.
Forsætisráðherra landsins,
Abdulla Al Sallal, lýsti því
yfir í dag, að stjórn hans nyti
stuðnings frá Egyptum, og
gæti hvenær sem er beðið um
meiri aðstoð, ef til frekari
hættu kæmi vegna innrásar
»»I»K^X>Ki<%WWm<H»»»» 0^0tm0Ht»0ékmmtmwmm^0
unguruppþot
í Rússlandi!
Washington, 8. okt. (AP)
BANDARÍSKA utanríkis-
ráðuneytið skýrði frá því í
dag, að því hefðu borizt fregn-
ir af uppþotum í sumar, nærri
Rostov í Rússlandi. — Það var
Lincoln White, talsmaður ráðu
neytisins, sem frá þessu skýrði
Staðfesti hann, að fregnir
hefðu borizt af mörgum upp-
þotum í iðnaðarhéraðinu um-
hverfis borgina, og hefðu marg
ir látið lífið. Er ástæðan fyrir
þeim sögð sú, að iðnverkafólk
hafi verið orðið langþreytt á
matarskorti, sérstaklega skorti
á smjöri og kjöti — auk þess,
sem fólkinu hafi verið gert að
lengja vinnutíma sinn.
Verst mun ástandið hafa orð
ið í iðnaSarborginni Novocher
kassk, sem er um 30 km fyrir
norðaustan Rostov. Þar munu
námsmenn hafa tekið þátt
óeirðunum með verkafólkinu.
Þessum óeirðum mun hafa
verið mætt með útgöngubanni |
12. júlí, sem einkum mun hafa
miðað að pví að banna ungljng
um undir 16 ára aldri útivist
að kvöldlagi.
Það hefur vakið athygli í
þessu sambandi, að útlending-
um hefur verið meinað að
koma til néraðsins í sumar, og
algerlega var tekið fyrir kom-
ur útlendinga þangað í júlí og
ágúst.
Útlendingum var sagt, að
kólera geisaði í héraðinu, en
þar sem í Ijós hefur komið, að
íþróttaflokkar hafa lagt leið
sína til og frá héraðinu á þess-
um tíma, þykir víst, að enginn
faraldur hafi átt sér stað.
Þannig er kunnugt, að knatt
spyrnulið frá Rostov lék í
Moskvu 10. ágúst, en auk þess
komu íþróttamenn víðs vegar
að til Rostov í ágúst, en þá er
þar haldin hátíð verkamanna.
Saudi-Arabíu. Mun það
vera í samræmi við varnar-
samning þann, er gerður var
1956, og Saudi-Arabía var
eitt sinn aðili að.
400 hermenn munu í dag
hafa verið sendir að landa-
mærunum til þess að vera
við öllu búnir, ef El Hassan
prins, er telur sig eiga rétt
til valda, skyldi reyna að
brjótast inn í landið. Talið er
víst, að hann sé nú í Saudi-
Arabíu og njóti stuðnings
ráðamanna þar.
Ekki hefur fréttamönnum
þeim, sem nú eru komnir til
landsins, tekizt að fá sannanir
fyrr því, að Al Badr, er tók við
völdum af hinum látna kon-
ungi, sé liðinn. Sallal segir lík
hans vera grafið undir rústum
konungshallarinnar, en óstað-
festar fregnir herma, að hann
hafi komizt til norðurhéraðanna,
þar sem hann safni um sig liði
hirðingja.
Sallal, þreyttur eftir atburði
síðustu vikna, lýsti því yfir við
fréttamenn í dag, að 23 prinsar,
fyrrverandi fylgismenn konungs
irls, hafi verið teknir af lífi frá
því uppreisnin var gerð.
Jafnframt sagði hann, að um
12 aðrir kunnir fylgismenn kon-
ungsins væru í haldi í Sana, þar
sem þeir bíða dóms herréttar.
Hins vegar sagði hann bylt-
ingarmenn hafa frelsað nokkur
þúsund fanga úr fangelsum kon-
ungs, en þau sagði hann vera
daunillar vistarverur, sem væru
ekki hæfar sem mannabústaðir.
Þá lýsti Sallal því yfir, að
stefna nýju stjórnarinnar væri
að koma á friði í landinu, á-
stunda frið við aðrar þjóðir, en
fylgja  hlutleysisstefnu  án  þess
að ánetjast nokkru stórveldL
Forsætisráðherrann lýsti því
yfir, þrátt fyrir að höll konungs-
ins fyrrverandi væri umkringd
egypzkum hermönnum, að bylt-
ingin hefði ekki verið gerð fyr-
ir áeggjan Nassers, forseta Eg-
yptalands.
„Landið beið eftir uppreisn",
sagði Sallal. „Uppreisn hefur
verið undirbúin í mörg ár, og
ætlunin var að steypa Immam
Ahmad, frekar en syni hans, Al
Badr. En Ahmad lifði því miður
of stutt".
Um herstyrk stjórnarinnar
sagði Sallal, að hún hefði yfir
að ráða 20.000 hermönnum, og
hefðu þeir gnægð tékkneskra
og rússneskra vopna, sem kon-
ungurinn hefði keypt á sínum
tíma.
Þá sagði hann stjórnarherinn
einnig hafa yfir að ráða skrið-
drekum  og  öðrum  þungavopn-
um,    MIG    orustuflugvélum,
Frh. á bls. 23
Rominn
fyrir rétt
EINS og skýrt var frá í Mbl.
fyrir skömmu þá gaf Ukrainu
maður nokkur, Bogdan Stash-
inski, sig fram við v-þýzku
lögregluna í fyrra og játaði
á sig morð tveggja lands-
manna sinna, er bjuggu í V-
Þýzkalandi.
í dag er skýrt frá því í
fréttum frá NTB, að Stash-
inski sem hefur lýst því yfir
að hann hafi starfað fyrir
rússnesku leyniþjónustuna,
foafi í dag endurtekið játningu
sínar fyrir rétti í Karlsruthe.
jafnframt frá
Skýrði bann
því að hann
fi aðeins ver-
ið 19 ára gamall, er hann var
tekinn
leyniþ j ónustuna.
hefur  vakið  mikla
i
Máiið
athygli og er búizt við fleiri
uppiysingum er lengra liður
á rétta "íöldin.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24