Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 263. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 23. nóv.  1962
MORGVNBIAÐIÐ
9
» afrarn
tjónusfu
okkur kæmist það orð, að hér
væcri mikið af slíku, þá bærist
. það fljótlega út. En sem betur
H   fer er þetta  ekki  algengt bér,
þó maður hafi heyrt þess getið.
"   Ferðamenn eru viðkvæmir fyrir
[I   öllu þess háttar — og þegar heim
f_   keimur  segja  þeir  gjarnan  írá
biturri reynzlu, ef einhver hef-
ur verið.
í samibandi við ferðamiáJin og
móttöku erlendra ferðamanna er
það geysi áríðandi að allir taki
höndum saman gegn öllum
skyndi-gróðasjónarmiðum  —  og
iátit mundi hjálpa okkur jafn vel
á þessu sviði og stöðugt verðlag í
landinu.
Skarphéðinn Árnason
#  Dýr jeppi.
— Ég ætla ekki að nefna nein
nöfn, en mér er fullkunnugt um
það, að bóndi einn leigði erlend-
um ferðamönnum Landrover
'bíl einn dag í sumar, frá klukk-
an 9 um morguninn til klukk-
an 6 um kvöldið. Bílnum var
ekið mjög lítið meðan hann var
í leigunni umræddan dag, en af
því að viðbomandi bóndi vissi
að hörgull var á farartækjum
í hans sveit, þá vildi hann fá
1500. fimmtán hundruð krónur,
fyrir leiguna yfir daginn. Ég
gæti nefnt önnur svipuð dæmi.
Allt því ffin líkt er mjög skað-
legt og ætti í ráuninni alls ekki
að leyfast, það er hreint rán.
Og sjálfsagt hækkar leigan nú
hjá umræddum bónda í sam-
ræmi við aðrar hækkanir, sem
orðið hafa.
— Ég held, að þrátt fyrir okk
ar óstöðugu veðráttu, þá gætum
við tekið á móti erlendum ferða
mönnum að vetrinum, líka. Norð
an lands er t.d. yfirleitt hægt að
Norskum vöknar um augu, ef...
•  Norskum vöknar um augu.
— Það er minna um ferðalög á
milli íslands og Noregs en eðli-
legt gæti talizt, þegar tillit er
tekið til frændsemi fslendinga
og Norðmanna — og þess hve
farþegastraumurinn er orðinn
mikill milli íslands og útlanda,
sagði Vilhjálmur Guðmundsson,
fulltrúi Flugfélags íslands í Osló.
— Norskir ferðamenn, sem
hingað koma á eigin spýtur, eru
í mörgum tilfellum reknir hing-
að af áhuga á íslendingasögun-
til auglýsingastarfsemi erlendis
— og árangurinn verður sá, að
árlega fá Norðmenn nú um fjór-
ar millj. ferðamanna til landsins.
Þetta jafngildir sennilega um 200
þúsundum til fslands. Auðvitað
hefðum við engin tök á að taka
á móti öllum þeim skara — og
ekki væri æskilegt að fá hingað
það mikinn fjölda, að öll sú þjón
usta, sem byggð hefur verið upp
hér fyrir erlenda ferðamenn,
springi beinlínis. Þennan atvinnu
veg þarf að byggja upp stig af
stigi ,allar stökkbreytingar eru ó-
æskilegar.
— En það hefur örlað á því,
að ýmsir hafa reynt að notfæra
sér vaxandi straum ferðamanna
á miður æskilegan hátt. Eg á
hér við skyndi-gróða-sjónarmið-
ið. Það getur eyðilagt allt.
treysta á snjó til fjalla, síðari
hluta vetrar — og bó ekki væri
nema eitt gott fjallahótel — til
að byrja með — þá hefði það
mikið að segja og það yrði áreið
anlega vel setið. ef hægt væri að
gefa þau meðmæli, að þjónustan
brygðist þar ekki.
— Norðmenn byggja mikið á
vetraríþróttunum, hvað ferða-
menn snertir. Og það eru ekki
aðeins útlendingar sem þá gista
fjallahótelin. Algengast er, að
Norðmenn skipti fríinu sínu í
tvennt, að sumrinu taka þeir
tvo þriðju hluta, afganginn um
miðjan vetur til þess að stunda
skíðin. Og það er stórt áfall fyr-
ir fjöldann, ef skíðasnjór er ekki
góður um páskana. Þeim vöknar
um augu.
Stærsti
markaðurinn
Vilhjáln:.ur Guðmundsson
um. Þeir vilja sjá forna sogu-
staði og kynnast fslandi betur
með hliðsjón af fornsögunum.
Það er ekki svo mikið um að
Norðmenn heimsæki ísland
vegna almenns áhuga — á sama
hátt og ferðamenn skoða önnur
og suðlægari lönd í sumarfríinu.
— Flugfélagið auglýsir allmik-
ið í Noregi — og ég hef ekki
séð betur en það sé eini íslenzki
aðilinn, sem hefur gert tilraun-
ir til að auglýsa fsland sem ferða
mannaland þar ytra.
•  Stökkbreytingar óæskilegar.
— Eg er óánægður yfir því
að önnur íslenzk fyrirtæki og
stofnanir, sem eiga hagsmuna að
gæta í sambandi við ferðamanna
strauminn, hafa ekki sinnt Norð-
mönnum. Með stóru átaki væri
hægt að gera mikið. Norska rík-
ið ver t. d. stórum upphæðum
•  Okkar stærstí markaður.
— Við aug-lýsum nú meira í
brezkum blöðum en nokkru
sinni fyrr og árangurinn er líka
eftir því. sagði Jóhann Sigurðs-
son, forstjóri íslenzku ferða-
skrifstofunnar í London, en sú
skrifstofa er rekin af Flugfélagi
íslands, Ferðaskrifstofu ríkisins
og Eimskipafélagi íslands í sam
einingu.
— Það er mín skoðun að brezki
markaðurinn sé sá stærsti, sem
fsland getur með góðu móti náð
til á sviði ferðamálanna. Bretar
eru mjög fúsir að heimsækja
fsland, en þeir þurfa upplýsing-
ar, fræðslu — og þeir þurfa líka
að vera vissir um það. að fyrir
greiðsla hér heima sé örugg.
•  Sjálfboðaliðar.
— Okkar fjársjóður er náttúra
landsins, hve bún er frábrugðin
því, sem Englendingurinn hefur
áður séð. Dagsbirtan allan sól-
arhringinn, jöklarnir og hraun-
breiðurnar. Þeir sem á annað
borð vilja kanna eitthvað nýtt,
hafa ánægju a£ að koma hingað.
Jóhann Sigurðsson
Reynzlan hefur sýnt mér það.
Ólíklegustu menn taka sig til og
hefja áróður fyrir ísland.
þegar heim kemur úr íslands-
ferð. Fólk tekur litskuggamynd
ir, margir kvikmyndir. og sýna
þær ekki aðeins í heimahúsum
Framhald á bls. lð.
Kjorskrarma
í Hæstarétti
NÝLEGA hefur verið kveðinn
upp í Hæstarétti dómur í máli,
er Halldór Grímsson höfðaði
gegn bæjarstjórn Akraneskaup-
staðar, þar sem hann gerði þær
réttarkröfur, að stefnda í mál-
inu yrði með dómi skylduð til
að taka nafn stefnanda inn á
kjörskrá fyrir Akranees við bæj-
arstjórnarkosningarnar, er þá
fóru í hönd. Bæjarstjórn Akra-
ness krafðist sýknu í málinu.
Málavextir eru þessir: 2. maí
sl. ritaði Þórhallur Sæmundsson,
bæjarfógeti á AAkranesi, bæjar-
stjórn Akraness f. h. stefnanda
og konu hans og kærði yfir því,
að þau hjónin hefðu verið strik-
uð út af kjörskrárstofni þeim,
er þá lá frammi almenningi til
sýnis, sem gildandi kjörskrá við
væntanlegar bæjarstjórnarkosn-
ingar og gerði hann þær kröfur,
að nöfn þeirra yrðu tekin á
kjörskrá. Rökstuddi hann þessa
kröfu sína með því, að þau hjón-
in hefðu verið heimilisföst á
heimili hans að Suðurgötu 108
allan desembermánuð 1961 og
eigi flutt burt frá Akranesi fyrr
en seint í janúar 1962. Ennfrem-
ur hefðu þau hjónin talið fram
til skatts á Akranesi í janúar
1962 svo og hefðu þau notið bóta
almannatrygginga þar árið 1961.
Bæjarstjórn Akraness hafnaði
þessum kröfum. Var því mál
þetta hófðað og dæmdi skipaður
setudómari mál þetta í héraði. í
forsendum að dómi hans segir
m. a. á þessa leið. „Samkv. kjör-
skrá þeirri, er sýnd var í dóm-
inum er stefnandi fæddur á
Akranesi -. júní 1940. Hefur
hann alið aldur sinn hér á Akra-
nesi og haft atvinnu hér allt til
þess, er hann flutti með konu
sína og börn að Borgartúni í
Innra-Akraneshreppi í Borgar-
fjarðarsýslu á miðju ári 1961, en
áður bjuggu þau hjónin að Görð-
um í Grímsholti, Akranesi. Að-
fararnótt 1. des. sl. varð elds-
voði á heimili þeirra hjóna að
Borgartúni og varð íbúð þeirra
þar óíbúðarhæf með öllu vegna
brunaskemmda. Flutti stefnandi
því með fjölskyldu sína og per-
sónulega muni til fósturforeldra
konu sinnar að Suðurgötu 108
hér í bæ þ. 1. des sl., en hélt
áfram búrekstri að Borgartúni."
Síðar segir: „Af framansögðu má
ljóst vera, að stefnandi hefur átt
heimili á tveim stöðum 1. des. sl.
.... Hins vegar hafði stefnandi
haft aðalatvinnu sína á Akranesi
mörg undanfarin ár miðað við
1. des. sl. að undanteknum þeim
5 mánuðum, er hann dvaldi í
Borgartúni. Þá gefur það, að
hann taldi fram til skatts á Akra
nesi í jan. sl. ótvirætt til kynna,
að stefnandi hefur kosið að telja
lögheimili sitt á Akranesi á þeim
tíma."
Niðurstaða héraðsdómarans
varð því sú, að bæjarstjórn
Akraness bæri að taka nafn
stefnandans inn á kjörskrá.
Hæstiréttur komst að annarri
niðurstöðu. f forsendum að
dómi Hæstaréttar var vitnað til
endurrits sakadómsbókar Akra
ness af dómprófum, sem haldin
voru 11. des. 1961 vegna þess, að
eldur hafði orðið laus í bæjar-
húsum í Borgartúni að morgni
sunnudagsins 3. des. Var af þeim
dómprófum ljóst, að þá hafði
stefndi og fjölskylda  hans átt
heima í Borgartúni. Síðan segir
í forsendum Hæstaréttar:
„Samkv. 1. tl. 15. gr. 1. nr.
52/1959 sbr. 1. gr. 1. nr. 5/1962,
skal taka á kjörskrá þá, sem
fullnægja skilyrðum laganna og
voru heimilisfastir í sveitarfélag-
inu 1. desember næsta ár á und-
an þeim tíma, er kjörskrár skulu
fram lagðar skv. 1. mgr. 19. gr.
Samkvæmt því, er rakið var, var
stefndi eigi heimilisfastur á Akra
neskaupstað 1. des. 1961, og voru
því eigi efni til að taka hann á
kjörskrá þá fyrir Akraneskaup-
stað, sem gilti við bæjarstjórnar-
kosningarnar vorið 1962." Sam-
kvæmt þessu felldi Hæstiréttur
héraðsdóminn úr gildi og var
bæjarstjórn Akraness því sýkn-
uð af kröfum stefnanda, Hall-
dórs Grímssonar. Þá var stefn-
andi dæmdur til að greiða máls-
kostnað kr. 5.000.00 fyrir báðum
réttum.
MANNDRAP
f Hæstarétti hefur verið kveð-
inn upp dómur í máli því, er
ákæruvaldið höfðaði gegn Hú-
bert Morthens fyrir brot á 211.
gr. alm. hegningarlaga. í dómi
Hæstaréttar er lækkuð refsing
frá því sem kveðið var á um í
héraðsdómi. Dómsorð Hæstarétt-
ar hljóðar á þessa leið:
„Ákærði, Húbert Rósmann
Morthens, sæti fangelsi í sex ár.
Staðfest er ákvæði héraðsdóms
um frádrátt gæzluvarðhaldstíma
ákærða og um sakarkostnað. Á-r
kærði greiði allan áfrýjunar-
kostnað sakarinnar þar á meðal
saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr.
12.000.00, og málsvarnarlaun til
verjanda sins í Hæstarétti, Gunn
laugs Þórðarsonar, héraðsdóms-
lögmanns, kr. 12.000.00. Dómin-
um ber að fullnægja með aðför
að lögum."
Tveir dómarar Hæstaréttar
skiluðu sératkvæði, þeir Þórður
Eyjólfsson og Jónatan Hallvarðs-
son. Hljóðar atkvæði þeirra á
þessa leið: „Við teljum, að stað-
festa beri néraðsdóminn með
skírskotun til forsendna hans og
með hliðsjón af þeim nýju gögn-
um, sem lögð hafa verið fyrir
Hæstarétt og rakin eru í at-
kvæði meiri hluta dómenda, en
erum samþykkir því atkvæði, að
því er varðar málskostnað fyrir
Hæstarétti."
**
„Fílcljarfir
flugræningar
NÝLEGA er komin út unglinga-
bókin „Fífldjarfir flugræningj-
ar". Þetta er saga fyrir tápmikJa
pilta, ekki sízt þá, sem áhuga
hafa á flugi og flugmennsku.
Söguhetjan er Haukur flugkappi,
lögregla loftsins, sem lendir
ásamt öðrum ævintýraþyrstum
unglingi, Markúsi frænda sínum,
í tvísýnum og hættulegum ævin-
týrum. í bókinni á Haukur í
höggi við harðsvíraða bófa í
flugvólum og kafbátum. — Þetta
er fyrsta bókin í bókaflokki um
Hauk flugkappa eftir E. Leyland
og T. E. Scott Chard, sem er
yfirflugstjóri B.O.A.C. flugfélags
ins. — Gísli Ólafsson þýddi bók-
ina. Hún er prentuð i Prentverki
Akraness hf. Útgefandi er Hörpu
útgáían.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16