Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 sföur
50  árgangur
29. tbl. — Þriðjudagur 5. febrúar 1963
Prentsmíðja iviorgunblaðsíns
Varnarmálar
Kanada segir af sér
vegna deilunnar um kjarnorkuvopn
Ottawa, Kanada, 4 febrúar.
— (AP-NTB) —-
VARNARMÁLARÁÐ-
HERRA Kanada, Douglas
Harkness, tilkynnti í dag að
hann hefði beðizt lausnar frá
embætti vegna ágreinings
varðandi    kjarnorkuvarnir
SJDUSTU FRETTIR
Lester Pearson, leiðt'ogi
stjórnarandstöðunnar, lagði í
kvöld fyrir Kanadaþing van-
traustsyfirlýsingu á stjórn-
ina. Byggir hann vantraustið
á „skorti á forystu, klofningi
innan stjórnarinnar og ringul-
reið og hiki í meðferð alþjóða
og innanríkismála".
Flutti Peaxson vantrausts-
tillögu sína að lokinni nærri
tveggja stunda ræðu, þar sem.
hann sakaði stjórnina um
stórfellda óstjórn mála, er
varða almenning í landinu.
Sagði hann að gefa bæri kjós-
endum kost á því að kjósa
sér betri forystu án tafar.
milli Kanadastjórnar og
Bandaríkjanna. Ritaði hann
Diefenbaker forsætisráðherra
bréf varðandi ágreining benn
an, og gaf jafnframt frétta-
mönnum heimild að birta
efni bréfsins. Að öðru leyti
kvaðst Harkness gera nánari
grein fyrir afstöðu sinni í
Neðri deild Kanadaþings í
kvöld.
í bréfi sínu til Diefenbakers
segir Harkness m.a.:
„í rúm tvö ár hefur yður ver-
ið kunnugt að ég álít að búa eigi
þær greinar varnarkerfis okkar
kjarnorkusprengjum, sem gerð-
ar eru fyrir þessháttar vopn.
Allan þennán tíma hef ég búizt
við að kjarnorkuvopn yrðu feng-
in þegar aðstæður leyfðu. Und-
anfarnar tvær vikur hef ég sér-
staklega tekið skýrt fram hvaða
lágmarksskilyrði ég get fallizt á,
og margítrekað tilboð um að
segja af mér embætti, ef þau
verða  ekki samþykkt."
„Það hefur komið skýrt í Ijós
undanfarna daga að skoðanir
yðar og mínar varðandi kjarn-
orkuvopn eru ekki samrýman-
legar. Mér þykir því mjög leitt
að ég verð nú að biðjast lausn-
ar frá embætti varnarmálaráð-
herra."
Lester B. Pearson, leiðtogi
Frjálslynda flokksins, sem er í
stjórnarandstöðu, sagði í þinginu
í dag að Harkness hefði tekið það
eina spor, sem heiður hans
leyfði. Sjálfur hafði Pearson
leitt þessar deilur fram í dags-
ljósið með ræðu, er hann flutti
12. janúar sl. Hann er andvígur
kjarnorkuvopnum, en vill að
Kanada standi við varnarskuld-
bindingar sínar bæði að því er
varðar Norður-Ameriku og At-
lantshafsbandalagið.
Douglas Harkness er 59 ára,
og hefur átt sæti á þingi frá
1949. Hann var landbúnaðarráð-
herra 1957, þar til í október 1960
að hann tók við embætti varnar-
málaráðherra.
Stjórnmálamenn   í   Ottawa
töldu sennilegt að stjórnarand-
staðan legði í kvöld fram tillögu
um vantraust á stjórnina. Er tal-
ið að afsögn varnarmálaráðherr-
ans geti valdið því að vantraust-
ið verði samþykkt við atkvæða-
greiðsluna, sem sennilega fer
fram á þriðjudag.
íhaldsflokkur Diefenbakers
hefur ekki meirihluta á þingi, en
nýtur stuðnings Sósíalkredit-
flokksins. Verði vantraustið sam
þykkt má gera ráð fyrir nýjum
þingkosningum í Kanada á næst-
unni.
Togarasölur
TOGARINN Fylkir seldi á sunnu
dag í Grimsby 169 ¥2 lest fyrir
9.900 sterlingspund. Úranus tek-
ur síld til útflutnings í Eyjum
og Skúli Magnússon sigldi það-
an á sunnudag með 250 lestir af
síld.
Ijós fyrr en nú, segir herra
Ulbricht. Hann heldur því nú
fram, sem enginn hefur hing-
að til talið hugsanlegt: Herra
Ulbricht hefur ætíð verið
sannfærður    and-Stalinisti.
Hann var ofsóttur af Stalín,
hann barðist jafnvel gegn
Stalín. Þetta er að minnsta
kosti það, sem herra Ulbricht
reyndi að telja félögum sin-
um trú um á ný-afstöðnu
þingi kommúnistaflokks Aust-
ur  Þýzkalands.
Ef ttl vill var til þess ætlazt
að áheyrendur yngdu upp-
gerðartárin í augum hans
þegar hann flutti þessa játn-
ingu. Vesalings Ulbricht, hvað
hann hlýtur að hafa þjáðst
öll þessi ár, þegar hann var
élagi tréhaus"
Eftirfarandi grein hefur birtzt
í v.-þýzka blaðinu Dei Welt.
í ÖLXi þau ár, sem Walter
Ulbricht hefur verið leiðtogi
kommúnistaflokks sameinaðs
Þýzkalands og síðar Austur-
Þýzkalands, hefur hann verið
misskilinn, og hin rétta sann-
færing hans ekki verið lýðum
gagnrýndur  sem  yfirlýstur
Stalínisti.
Nú virðist hann vilja telja
okkur trú um að það hafi ekki
verið satt, sem sagt var á
árunum milli 1920 og 1930, að
hann hefði unnið sérstaka
hylli Stalíns þegar hann á
Framh. á bls. 23
Stórhríð og f rost
um alla Evrópu
London, 4. febr. (AP).
EKKERT lát er á vetrarhörk-
nnum í Evrópu, og er tala lát-
inna vegna kuldanna nú komin
npp í 541. Blindbylur gekk yfir
fjallahéröðin á Spáni í dag og
yfir norðurhluta Portúgal. Víða
eru sveltandi húsdýrahjarðir, en
úlfar og önnur villidýr koma í
hópum til byggða í matarleit.
Sumsstaðar í Portúgal snjóaði
í dag í fyrsta skipti á þessari
öld, og víða þutu íbúarnir út úr
húsum sínum til að skoða þessi
unduT. Á ítalíu hefur orðið mikið
uppskerutjón af völdum frost-
anna. Segja talsmenn landbún-
aðarins að það taki ávaxtarækt-
unina 20 ár að ná sér eftir tjónið
sem metið er á hundruð milljóna
króna.
Mikil snjókoma og rok var í
Svíþjóð og Finnlandi, og þurfti
fjöldi skipa að leita vars. í
Stokkhólmi unnu um 1200
manns að snjómokstri með 550
snjóplóga og bifreiðir. Óvenju
mikil snjókoma hefur verið þar
í vetur og snjómokstur kostað
borgina  tæplega  100  milljánir
króna. Er búizt við að kostnað-
ur við snjómokstur slái öll fyrri
met, en mestur var hann áður
veturinn 1955—56 kr. 125 millj.
í Austurríki mældist í dag
mesta snjókoma s.l. tíu ár, og
um mest allt Frakkland snjóaði
í dag. Miklar umferðaTtruflan-
ir hafa orðið um alla Evrópu.
Erhard vill faka
v/ð af Adenauer
Eonn, 5. fébrúar — (AP-NTB)
DAGBL.AÐIÐ Suddeutsche Zeit-
ung i Múnchen, birtir í dag,
þriðjudag, viðtal við dr. Ludwig
Erhard aðstoðarforsætisráðherra
og   fjármálaráðherra   Vestur-
Þýzkalands. Segir Erhard í við-
talinu að hann sé reiðubúinn að
taka við kanzlaraembætti ai
Konrad Adenauer, ef Kristilegi
demókrataflokkurinn og Sam-
bandsþingið óskar þess.
Erhard segir að hann sé fylgj-
andi sem nánustum tengslum
Vestur-Þýzkalands við Atlants-
hafsbandalagið, sérstaklega við
Bandaríkin, og að hann sé and-
vígur því að skipta Evrópu nið-
ur í smærri ríkjasamtök. Að-
spurður hvort hann muni halda
fast við þessa stefnu sína jafnivei
þótt hún leiddi til aukins ágrein-
ings milli hans og Adenauers,
svaraði Erhard: — Já, sannar-
lega. Ég er sannfærður um að
Framh. á bls. 23.
Blaðamenn fangelsaðir
fyrir að leyna heimildum
London, 4. febrúar (AP-NTB)
TVEIR brezkir blaðamenn
voru í dag dæmdir í sex og
þriggja mánaða fangelsi fyrir
að neita að gefa upp heimild-
ir fyrir rétti í rannsókn Vass-
al-málsins svonefnda. Blaða-
mennirnir eru Brendan Mul-
holland við Daiy Mail og
Reginald Foster við Daily
Sketch.
Mulholland,  sem  er  29  ára,
kom  fyrir  rétt  í  siðustu  viku I
til að bera vitni í rannsókn hins
opinbera  á  því  hvort  ef tirlits-1
leysi í flotamálaráðuneytinu sé
um að kenna, að William John
Vassall, skrifstofumaður í ráðu-
neytinu, gat óáreittur stundað
þar njósnir í Sex ár áður en hann
var tekinn. Vassall er nú að af-
plána 18 ára fangelsisdóm fyrir
njósnir á v&gum Rússa.
Framh. á bls. 23
Tizkuhús Diors í París hélt
sýningu á vorklæðnaði nú um
mánaðamótin, sem og önnur
tízkuhús borgarinnar. Marc
Bohan, stjórnandi Dior-tízku-
hússins ,Iagði höfuðáherzlu
á grennandi föt, sem bylgjuð-
ust í straumlínu frá hálsmáli
niður í pilsfald, og telja kunn-
ugir þetta eina af beztu sýn-
ingum Bohans. Á meðfylgj-
andi mynd sjást tvær af sýn-
ingarstúlkum hans óska hon-
um til hamingju með sigur-
inn. — Frásagnir af nokkrum
helztu tízkusýningunum í Par-
ís eru á bls. 10.      *
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24