Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
mfiMtiibiSb
60  4rgangur
39. tbl. — Laugardagur 16. febrúar 1963
JPrcmsmiöja Morgunbliifísíns
USKORTUR
YFIRVOFAN
Varnarliðið hljóp undir bagga — Rússar
ÍSLENZKU olíufélögin hafa
neyðzt til að kaupa allt að
4000 tonnum af gasolíu af
varnarliðinu til að koma í
veg fyrir að landið yrði olíu-
laust.
Ástæðan fyrir þessari ráð-
stöfun er sú, að Rússar hafa
ekki staðið við gerða samn-
Mary Small
svipti sig
stóðu ekki við gerða samninga
inga um olíuflutnínga til ís-
lands og hafa þeir m.a. borið
því við, að þeir hefðu ekki
nægan skipakost til flutning-
anna.
Rússar, sem olíufélögin kaupa
alla olíu og benzín af, hafa ekki
staðið við gerða samninga oj.
„svikið þá herfilega", eins og
einn af starfsmönnum íslenzku
olíufélaganna komst að orði við
Morgunblaðið í gær.
Þar sem hætta var á, að ís-
land yrði olíulaust á köldustu
mánuðum ársiris, leituðu olíufé-
lögin, með samþykki ríkisstjórn-
arinnar, til varnarliðsins hér og
fóru fram á að fá keypta olíu.
Varnarliðið brást vel við og
||í|           7  keyptu  olíufélögin  allt  að  4000
1 tonnum af gasolíu af birgðum
þess í Hvalfirði.
Hér er um bandaríska olíu að
ræða og þykir hún betri til
húsakyndingar en sú rússneska.
Verðið, sem olíufélögin greiða
fyrir olíuna frá varnarliðinu, er
nokkru hærra en hið samnings-
bundna verð á rússnesku olíunni.
Nægar birgðir eru fyrir í land
inu af rússnesku benzíni og mun
ekki þörf á benzínkaupum frá
varnarliðinu.
Olíufélögin munu reyna að
takmarka kaupin frá varnarlið-
inu, sem frekast er unnt, vegna
viðskiptasamninganna við Rúss-
land.
Rétt er að geta þess, að ekki
er ástæða fyrir fólk til að
hamstra olíu.
Mary Small.
FLESTUM mun í fersku
minni. hver urðu afctrif
brezka kafarans Peter Small,
sem fórst á óhugnanlegan
hátt við strendur Kaliforníu,
er hann reyndi að setja heims
met í köfun, fyrir  nokkru.
Small var nýgiftur, er
óhappið bar að höndum. Kona
hans var Mary, 23 ára gömul
dóttir Frederick Miles, brezka
flugvélaframleiðandans.
Nú, réttum 10 vikum eftir
að þau giftu sig> eru þau bæði
látin. Mary Small framdi
sjálfsmorð í örvæntingu,
vegna örlaga eiginmannsins.
Skrúfaði nún frá gasi í íbúð
sinni i London sl. þriðjuiag.
Eins og lesendum Mbl. mun
kunnugt,  komu  þau  hjónin
hér við á leið sinni til Banda-
ríkjanna,  þar  sem  köfunar-
Framh. á bls. 2
ÞESSI sögulega mynd sýnir
lík Abdul Karim Kassem, for-
sætisráðherra íraks (t. v.), og
tveggja samstarfsmanna hans.
Hún var tekin i varnarmála-
ráðuneytinu í Bagdad. Eftir
allharða baráttu við upp-
reisnarmenn gafst Kassem
upp og var þá þegar skotinn.
Að vísu fóru fyrst fram mála-
myndaréttarhöld. — Kassem
komst til valda á svipaðan
hátt og arftakar hans nú, með
blóðugri byltingu 1958.
MYRÐA ÁTH'
Flett var oían af tilræðismönnum í
tæka tíð — fimmta tilræðið við for-
setann, sem kunnugt er um
París, 15. febr. AP/NTB
Herlögregla fletti í gær of-
an  af  samsærismönnum,  er
höfðu það að takmarki sínu
iirúsjeff faðmar
sendiherra Kína
— segir það tákna sameiginlega af-
stöðu til kapitalismans — ekki endi-
lega sambúð Kína og Sovétríkjanna
Moskvu, 15. febrúar. — NTB
KRÚSJEFF, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, lýsti því
yfir í dag, að kommúnista-
flokkar Sovétríkjanna og
Kína hefðu alltaf unnið sam-
an og myndi gera það fram-
vegis.,
Lýsti forsætisráðherrann
því yfir við. viðstadda, er efnt
var til samsætis í Moskvu í
dag, að það yrðu Sovétríkin
og Kína, sem kveða myndi
að, þegar kapitalisminn væri
allur.
Er Krúsjeff var að því spurð-
ur í dag, hvort hann teldi, að
brátt yrði efnt til fundar með
æðstu mönnum Kína og Sovét-
ríkjanna, sagði hann, að ekkert
nýtt hefði gerzt, er breytt hefði
sambúð ríkjanna. Hann vildi
ekkert um það segja, hvort hann
hefði í huga að efna til fundar
með Mao Tse-tung.
Það vakti mikla athygli, að
Krúsjeff faðmaði ambassador
Kína í Moskvu, Pan Tsa-li, hélt
annarri hendi um hann, en þrýsti
hönd hans með hinni.
Aðspurður um það, hvort
þetta látbragð ætti að vera tákn-
rænt fyrir sambúð þessara
tveggja risa kommúnismans,
sagði Krúsjeff, að það táknaði
afstöðu beggja til kapitalismans
— ekki endilega sambúðina.
Nánar aðspurður um afstöðu
Sovétríkjanna til Kína, sagði
forsætisráðherrann, að þeir, sem
vildu kynna sér það mál, gætu
lesið allt um það í grein, sem
birtist í „Pravda" fyrir skömmu.
í þeirri grein segir, að Sovét-
ríkin séu ætíð reiðubúin að ræða
við ráðamann Kína, en sérstök
áherzla sé lögð á, að slíkar við-
ræður fari fram fyrir lokúðum
dyrum — en sé ekki útvarpað
um heim allan.
að myrða de Gaulle, Frakk-
landsforseta, er hann kæmi í
heimsókn til herskóla eins —
Ecole Militaire — í París í
morgun.
Síðustu fregnir herma, að
a.m.k. 7 manns, þar á meðal
tvær konur hafi verið hand-
teknir.
Mun ætlunin hafa verið að
skjóta de Gaulle með riffli,
búnum kíki, er hann stæði í
garði skólans.
Skýrt hefur verið frá því, að
forsetanum hafi verið kunnugt
um ætlan samsærismanna kvöld-
ið áður en hann fór í heimsókn-
ina. Lét fosetinn það ekkert á
sig fá, heimsótti skólann, og
dvaldist þar 45 mínútum lengur,
en til stóð. Sat hann fund með
ráðherrum sínum síðar í dag.
Þetta er fimmta tilræðið við
forsetann, sem vitað er um, frá
því hann varð forseti.
Samkvæmt því, sem næst hef-
ur verið komizt, mun tilræðið
hafa verið vel skipulagt, en sam-
særismönnum tókst ekki að halda
fyrirætlunum sínum leyndum, og
komst leyniþjónusta hersins að
þeim. Átti að skjóta dé Gaulle
út um glugga skólans. Fannst
riffill, hentugur til verknaðar-
ins, heima hjá einum samsæris-
manna, kafteini að nafni Poinard
er hann var handtekinn.  Kona
Þórshöfn, Færeyjum,
15. febr. — NTB —
VATNSSKORTUR í Færeyjum
er nú svo mikill, að skammta
verður allt rafmagn á eyjunum.
Er nú aðeins opið fyrir straum-
inn 4 klukkustundir á sólarhring.
Hefur þetta ekki sízt alvarlegar
afleiðingar fyrir athafnalifið.
GAULLE
hans var einnig handtekin. Kaft-
einninn er 37 ára að aldri. Þá
mun kafteinn, Jacquot, 40 ára að
aldri, búsettur í skólanum, hafa
verið handtekinn. Auk hans er
skýrt frá þvi, að þriðji kafteinn-
inn, d'Arabaumont, 35 ára að
aldri, sé í haldi. Nokkra athygli
hefur það vakið, að enskukenn-
ari skólans, frú Rousselot de Lis-
iac, er talin viðriðin málið, og
hefur verið tekin föst.
Fleiri nöfn hafa ekki verið
nefnd en fullyrt er, eftir áreiðan-
legum heimildum, að handtökur
standi enn yfir.
Ekki er talið ólíklegt, að OAS-
menn kunni að standa að baki
þessu tilræði, og er nefndur í því
sambandi Georges Watin, er enn
gengur laus. Hann er talinn þátt-
takandi í síðasta samsæri gegn
forsetanum.
Enn standa yfir réttarhöld í
Paris yfir 15 mönnum, vegna til-
ræðLs þess, er gert var við de
Gaulle í ágúst sl.
M@r§wifol&toiib
Kvöldsala
við IMóatún
UM áratuga skeið hefur
Morgunblaðið verið selt úr
afgreiðslu þess, á laugar-
dagskvöldum.
í  kvöld  verður  einnig
blaðasala á vegum Morg
unblaðsins, á horni Lauga
vegs  og  Nóatúns,  og  er
ráðgert að svo verði einnig
framvegis  á  laugardags
kvöldum. Blaðasalinn hef
ur  bækistöð  við  einn  af
blaðabílum   blaðsins   og
verður bíllinn við benzín
sölu „BP" á horni Lauga
vegs og Nóatúns.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24