Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síður
JfttMð
50. árgangur
48. tbl. — Miðvikudagur 27. febrúar 1963
Prentsmiðja Morgí'tiblaðsins
Rússarnir staðnir  að verki við Hafravatn. Maðurinn með bakið í myndavélina er Lev Dimitriev, sendiráðsstarfsmaður, sá í miðju er L,ev Kisilev, annar sendi-
ráðsritari, ag Bjarki Elíasson  varðstj. Á myndinni tU hægri eru:  Gylfi Jónsson,  lögregluþjónn,  Dimitriev,  og Guðbrandur Þorkelsson, varðstj. — Ljosm.: Lögrcglaa,
Tveim sendiráðsstarfsmönnum vísað úr landi fyrir
eyndu að kaupa Islenaing
samsiarís, en
skýrði lögregiunni frá
TVEIR RÚSSNESKIR SENDIRÁÐSSTARFSMENN hafa verið staðnir að verki
við njósnastarf semi hér á landi. Reyndu þeir að fá íslending, sem fyrir nokkr-
um árum var boðið til Rússlands í æskulýðssendinefnd og hefur verið
flokksbundinn kommúnisti, til að njósna fyrir sig. Þegar hann sá að ætlazt
var til landráðastarfsemi af honum, gaf hann sig fram við lögregluna og aðstoð-
aði hana við að upplýsa málið.
RÚSSARNIR ætluðu að bera fé á fslend'nginn, Ragnar "Gunnarsson, til þess að
fá hann í sína þjónustu og höfðu mestan áhuga á Keflavíkurflugvelli og
mannvirkjum varnarliðsins.
HINUM rússnesku sendiráðsmönnum hefur að sjálfsögðu verið vísað úr landi,
og hafa fregnir af atburði þessum vakið geysiathygli. í gærkyöldi skýrðu
helztu fréttastofnanir og útvarpsstöðvar rækilega frá þessari njósnastarfsemi.
Samstarf Rússa
og Tékka um
rejósnir á Islandi
ViMal við Ragnar Gunnarsson
Hér fer á eftir tilkynning
dómsmálaráðuneytisins, sem
Mbl. barst í gær um þetta
mál:
UtanríkisráSherra hefur í dag
kvatt ambassador Sovétríkjanna
á íund sinn og aJhent honum orð-
sendingu, þar sem mótmælt er I
tilraun tvegigja starísmanna
sendiráðs Sovótríkjanna til þess
að fá íslenzkan ríkisborgara til
að l íaiia að njósnum fyrir þá hér
á landi, og var þess óskað að
menn þessir yrðu látnir hverfa
af landi brott hið fyrsta.
Nánari málavextir koma fram
af bréfi dómsmálaráöuneytisms,
dags. í gær, til utanríkisráðu-
neytisins, og skýrslu þeirri sem
þar er nefnd, en bréfið og skýrsl-
an fara hér á eftir, einnig fylgja
myndir, er lögreglan tók 25. þ.m.
Framlh. á bls.  2
BLAÐAMAÐUR Morgun-
blaðsins hitti Ragnar Gunn-
arsson að máli í gærkvöldi á
heimili hans að Reykjavöll-
um í Reykjahverfi í Mosfells-
sveit. Þar býr Ragnar ásamt
konu sinni og fimm ungum
börnum. — Ragnar starfar í
I skrifstofu borgarverkfræð-
ings í Reykjavík.
—  Jæja, Ragnar, hvernig
hófst þetta samband þitt við
sovézku njósnarana?
—  Aðdragandinn er nokk-
uð langur. Það var í nóvem-
ber 1953, að mér var boðið
austur til Sovétríkjanna í svo-
kallaðri æskulýðssendinefnd
frá íslandi.
— Hverjir buðu?
—   Andfasistanefnd Sovét-
æskulýðsins mun hún heita, eða
eitthvað í þá átt. MÍR mun hafa
haft forgöngu um að útvega boðs
gesti hér á landi og leitaði þá til
ýmissa samtaka, svo sem iðn-
nemasamtakanna og Dagsbrúnar.
Ég vpr þá í stjórn Dagsbrúnar
og  flokksbundinn  sósíalisti,  en
s
hið síðarnefnda er ég enn. Ég
var þá 22 ára gamall. Við vorum
átta, sem fórum austur og ferðuð-
umst þar um í rúmar þrjár vik-
ur.
— Leituðu þeir þá þegar hóf-
anna við þig?
— Nei, alls ekki. Við höfðum
þrjá túlka til umráða, en einn
hafði aðallega orð fyrir þeim.
Hann hét Júrí Stepanovitsj, en
ættarnafnið fengum við aldrei
að vita. Hann kvaðst vera sagn-
fræðingur að menntun og ættað-
ur einhvers staðar að austan, frá
Síberíu eða Volguhéruðunum, að
því er mig minnir. Þessi maður
var vel menntaður og ágætur fé-
lagi. Kynntist ég honum allvel.
Svo er það efcki fyirr en í aipr-
íl 1959, þegar ég bjó á Víghóla-
stíg 21 í Kópavogi, að kvöld eiitt
í niðamyrkri og slagveðursrign-:
ingu kemur maður í heimsókn.
Sagðist hann vera sendiráðsrit-
ari sovézka sendiráðsins, heita
Alipov, og eiga að bera méx
kveðju júirís Stepanovitsjs, vin-
ar mins. Viidi Alipov fá að tala
náaiar við mig. Ég hafði þá yfr-
ið nóg að gera, en heiimsóttí
hann akömmu síðar, þar sem
Framhald á bls. 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24