Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 1
24 siðuv 50 árgangnr 159. tbl. — Fimmtudagur 18. júlí 1963 Er viðræður um takmarkað, bann við kjarnorkutilraundm j hófust í Moskvu, var Krú- sjeff forsætisráðherra Sovét-' ríkjanna formaður sovézku I nefndarinnar. Hér sést hann | setja fundinn. Á móti Krú- sjeff sitja formenn bandarísku og brezku sendinefndanna. Harriman (lengst t.h.) og( Halisham lávarður (við hlið'i Harrimans). Komið í veg f yrir sainsæri í Mar- okko Rabat, Marokkó, 17. júlí (NTB) YFIRVÖLDUM í Marokko hefur tekizt að koma upp um samsæri, sem gera átti gegn stjórn lands ins. Hafa 130 meðlimir vinstri- sinnaða stjórnarandstuðuflokks- ins verið handteknir. Handtökurn ar fóru fram sl. þriðiudagskvöld en þá höfðu um 100 leiðtogar stjórnarandstöðuflokksins komið sa n til fundar í Casablanca. Lögreglan umkringdi fu ídarstað inn og varnaði fundarmönnum út göngu meðan ráðgazt var um hvort ætti að handtaka þá alla. Þegar fundarmenn hö'fðu verið innilokaðir nokkrar klukkustund ir, lét lögreglan til skarar skríða og voru allir fundarmenn fang- elsaðir. Miðaö hefur í samkomuiagsátt á þríveldarráðstefnunni í Moskvu Talið að Rússar setji engin Óaðgengileg skiiyrði fyrir samkomulagi um takmarkað tilraunabann Moskvu 17. júlí (NTB-AP) A HÁDEGI í dag (ísl. tími) settust fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands og Sovétríkj- anna að samningaborðinu í Moskvu í þriðja sinn. Fund- urinn stóð yfir í þrjár klukku stundir, og að honum loknum gáfu fundarmenn út sameigin lega tilkynningu. í henni seg- ir, að miðað hafi í samkomu- lagsátt um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorku vopn. Vestrænir fréttamenn í Moskvu telja, að ástæða sé til aukinnar bjartsýni um ár- Búddamúnkar í Saigon hóta sjálfsmorðum á almannafæri Saigon 17. júlí (NTB) í DAG kom til óeirða í Saigon, höfuðborg Suður-Vietnam, er hundruð Búddamunka og nunna fóru í kröfugöngur um borgina til þess að mótmæla trúarbragða misréttinu í landinu. Lögreglan skarst i leikinn og ðreifði mannfjöldanum með kylf um. 150 menn voru handteknir og margir særðust. I gær hótaði háttsettur Búdda prestur í Saigon sjálfsmorði, ef stjórnin kæmi ekki á trúarbragða jafnrétti innan tveggja sólar- hringa. Sagði hann, að fjöldi munka og nunna myndu fylgja fordæmi hans og fremja sjálfs- morð á götum úti. Eins og kunnugt er, lét einn Búddamunkur brenna sig lif- andi á götu í Saigon 11. júní sl., og nokkrum dögum síðar gaf stjórn landsins loforð um, að bundinn yrði endi á trúarbragða misréttið þegar í stað. Þetta lof orð hefur ekki verið haldið og kröfugöngurnar í dag voru farn a til þess að mótmæla svikunum og trúarbragðamisréttinu. Kröfu göngurnar voru farnar um mestu umferðagötur Saigon. Þegar lög- reglan varð göngumannanna vör, setti hún gaddavírsflækjur á göt urnar til þess að hefta för þeirra. A nokkrum stöðum tókst Búdda trúarmönnunum að komast í gegn um þessa -vegatálma lögregl unnar, en þá réðust lögreglu- menn gegn þeim með kylfum, Framhald á bls. 2. angur viðræðnanna, því að Rússar virðist ekki ætla að setja nein óaðgengileg skil- yrði fyrir takmörkuðu til- raunabanni. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna var formaður sovézku nefndarinnar við við- ræðurnar í dag, en talið er, að síðar í vikunni muni Krús jeff forsætisráðherra taka að «ér formennsku á ný. í dag var í fyrsta skipti skýrt frá þríveldaviðræðun- um í Kína. Sagði fréttastof- an Nýja Kína, að með þeim vildu Bandaríkin auka ágrein ing Kínverja og Rússa. Tilkynningin, sem gefin var út að loknum fundi þríveldaráð- stefnunnar í dag, var mjög stutt, en aðrar upplýsingar fengu frétta menn ekki um gang mála á ráð- stefnunni. í tilkynningunni seg- ir, að miðað hafi í samkomulags átt um bann við tilraunum m'eð kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, geimnum og neðansjávar. Bjartsýni manna á góðan ár- angur viðræðnanna í Moskvu jókst í dag vegna þess hve til- kynning um jákvæðan gang mála á fundunum barst fljótt. Til- kynningin er talin benda til þess að Averell Harriman, formaður sendinefndar Bandaríkjanna og Hailsham lávarður, formaður sendinefndar Bretlands, hafi ekki mætt óvæntum erfiðleik- um í viðræðum við Gromyko og aðra fulltrúa sovézku nefndar- innar. Á Vesturlöndum er talið, að það skref sem stigið hefir ver- ið í samkomulagsátt bendi til þess„ að Rússar hafi látið niður falla kröfur sína um, að tíma- bundið bann við kjarnorkutil- raunum neðanjarðar án eftirlits yrði innifalið í samningi um bann við hinum þremur kjarn- orkutilraunaflokkunum. Einn- ig er talið fullvíst, að Rússar setji ekki griðarsáttmála Atlants Framh. á bls. 23. Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræöur enn á Leninhæð Talið að Kínverjar dvel.i í Moskvu enn um sinn Moskvu, 17. júlí (NTB) . F R E G N I R , sem bárust frá vestrænum fréttamönnum í Moskvu í dag, hermdu, að margt virtist nú benda til þess, að kínversku kennisetn- ingameistararnir, sem rætt hafa við sovézka starfsbræður sína á Leninhæð að undan- förnu, dveljist enn um sinn í Moskvu. — Sem kunnugt er hafa viðræður kennisetninga- meistaranna engan árangur borið til þessa og illdeilur Rússa og Kínverja aukizt dag frá degi. Var því talið, að kín- \verska sendinefndin í Moskvu íhyrfi heim einhvern næstu daga. Kennisetningameistararnir héldu fund með sér i dag á Leninhæð. Var hann stuttur og engar fregnir hafa borizt af gangl mála. Vestrænir fréttamenn f Moskvu eru nú þeirrar skoð- unar, að kmversku kennisetn- ingameistararnir muni dvelj- ast í borginni enn um sinn. — Þessa skoðun segja þeir byggða á ummælum aðila, sem er í nánum tengslum við kínversku sendinefndina. Sam kvæmt þessum ummælum eru Rússar og Kínverjar enn á eitt sáttir um, að deilumálin verði að liggja Ijós fyrir. Ennfrem- ur segir, að kínverska sendi- nefndin vilji ekki láta líta út sem hún flýi frá Moskvu vegna þríveldaráðstefnunnar, sem nú stendur þar yfir. Þessi ummæli, ásamt ýms- um öðrum vísbendingum, hafa valdið því, að vestrænir frétta menn telja, að miðstjórn kín- verska kommúnistaflokksins sé staðráðin í því, að sýna öllum- kommúnistaflokkum Framh. á bls. 2 Pakistan úr CENTO og SEATO? „Stærsta þjóð Asíu kemur okkur til hjálpar, ef ó. okkur verður ráðizt“, segir utanríkis- ráðherra Pakistan Rawalpindi 17. júlí (NTB- AP) Utanríkisráðherra Pakist- ans, Z.A. Buito, sagði í ræðu í þinginu í dag, að hugsanlegt væri, að Pakistan segði sig úr CENTO (Mið-AsíuLandalag- inu) og SEATO (Suðaustur- Asíubandalaginu), héldu Bret ar og Bandaríkjamenn áfram að selja Indverjum vopn. Einnig lét hann að^því liggja að Kínverjar myndu koma Pak- istanbúum til hjálpar ef á þá yrði ráðizt. Butto sagði, að Pakistan- búar neyddust til að endurskoða stefnu sina í utanrikismálum, vegna hernaðaraðstoðar Breta og Bandarikjamanna við Ind- verja. Sagði hann, að sambúð Pakistan og stórveidanna tveggja í vestri hefði versnað mjög á s.L ári og vildu stórveldin bæta hana yrðu þau að hafa frumkvæðið. Utanríkisráðherrann lagði á- herzlu á, að aðstaða Pakistan- búa væri slæm, því að til þess gæti komið, að Indverjar not- uðu vopn þau, er Vesturveldin hafa látið þeim í té, til árása á Pakistan. Þó sagði hann, að Pak- istanbúár myndu ekki standa ein ir, ef Indverjar gerðu árás á land þeirra, önnur þjóð í Asíu myndi koma þeim til hjálpar. Hann nefndi þessa þjóð ekki með nafni, en sagði, að það værj „stærsta þjóð Asíu“. Telja frétta- menn engan vafa leika á því, að Butto hafi átt við Kínverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.