Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17.  ágúst 1963
Þýzk kona við rann-
sóknir á Drangajökli
Ingólfsfirði, 15. ágúst: —
Laugardaginn 3. ágúst kom hing
að að Eyri í Ingóifsfirði með
flóabátnum Guðrúnu frá Hólma
vík þýzk kona að nafni dr. Emmy
Todtmann. Er hún frá Ham-
borg í Þýzkalandi, jarðfræðing
ur að mennt og ferðinni hingað
heitið til að gera jarðmælingar á
Drangajökli. Hún gisti hér eina
nótt og fékk siðan mótorbátinn
Guðrúnu til að flytja sig norð
ur að Dröngum. Þar gisti hún
um nóttina, fékk síðan bóndann
á Dröngum, Kristin Jónsson,
til að reiða sig upp að jökli. Hún
hafði tjald og farangur með sér,
en vegna þess að hún var óvön
að sitja hest sóttist ferðin þang
að seint, því bóndinn varð að
teyma undir henni. Voru þau
4—5 tíma upp að jökulrönd.
Dalur liggur þar að jöklinum,
er Meyjardalur heitir. Þar fann
Kristinn gott tjaldstæði og hjálp
„Seló" nýtt ísl.
flutningaskip
FÖSTUDAGINN 9. ágúst var
hinu nýja flutningaskipi Haf-
skip h.f., gefið nafn og heitir
það  „Selá".
Heimahöfn skipsins verður
Siglufjörður.
Frú Guðný Þorsteinsdóttir,
kona Sigurðar Njálssonar, for-
stjóra Hafskips h.f., gaf skipinu
nafn.
„Selá" er þriðja skip félagsins
og er að stærð 1750 tonn og
byggt hjá skipasmíðastöð D.W.
Kremer Sohn, Elmshorn, Vest-
ur-Þýzkalandi.
Skipið verður væntanlega af-
hent félaginu í október byrjun
n.k.
aði hinni þýzku konu að koma
tjaldinu fyrir og var það um 40
metra frá jökulröndinni. Síðan
dvaldist dr. Emmy Todtmann þar
í vikutíma og segist hún venju-
lega hafa gengið árla morguns
kl. 6—8 á jökulinn dag hvern.
Veður var þarna sæmilegt.
Einn dag vikunnar kom mikil
þoka, er hún var komin langt
upp á jökul, og er hún hélt að
tjaldstað um kvöldið rataði hún
ekki og varð að liggja úti á jökl
inum næturlangt. Sofnaði hún
eitthvað en hélt á sér hita með
því að ganga um öðru hvoru.
Morguninn eftir var komið sæmi
legt skyggni og fann hún þá
tjaldið. Hún hafði með sér dag-
bók, sem hún færði í viðburði
daganna og jarðmælingar sínar.
Hún segir að jökullinn hafi
þynnzt  mikið.
Einn daginn heyrði hún í
þrýstiloftsflugvél, sem flaug þar
yfir.
Laugardaginn 10. ágúst sendi
bóndinn á Dröngum mann upp
að jökli að vitja hennar, en hann
varð hennar ekki var þótt hann
leitaði á jöklinum í fimm klukku
stundir, en þá hefir hún verið
svo langt uppi á jökli að hún
varð hans ekki vör.
Sami maður fór aftur sunnu-
daginn 11. ágúst að leita og þá
var hún ca. kílómeter frá tjaid-
inu, en hún hafði hrapað og
meitt sig i fæti og þurfti hjálpar
við og hjálpaði hann henni til að
komast í tjald sitt. Var hún þá
þreytt mjö£ og syfjuð en sagðist
samt heldur vilja vera áfram í
3 daga við jökulinn en fara til
byggða og var því aldeilis ekki
af b'aki dottin að halda þarna til.
Maðurinn ráðlagði henni að halda
til byggða, hitaði fyrir hana
kaffi og beið meðan hún svaf í
klukkustund. Síðan tók hann
saman tjald hennar og farangur
og fór með hana á hesti að Dröng
um og voru þau rúmar 4 kls.
á leiðinni.
Á Dröngum var henni veittur
góður beini og siðan svaf hún
í 13 tíma svo sjá má að hún var
hvíldar þurfi.
Dr. Todtmann hélt kyrru fyrir
á Dröngum í tvo daga, því veður
hafði versnað, svo ekki var hægt
að flytja hana til Ingólfsfjarðar
á sjó, en á þriðja degi x'lutti
Magnús Jakobsson, sá sami og
sótti hana upp að jökli, hana
á trillu hingað til Ingólfsfjarðar,
þar sem hún beið komu Skjald-
breiðar til ísafjarðar en þaðan
fór hún landleiðina til Reykja-
víkur. Fór hún héðan frá Ingólfs
firði í dag. — I. G.
Hér er hið nýja fyrirtæki Ferðanesti á Akureyri. Því hefur ver-
ið komið upp við Eyjafjarðarbraut gegnt Akureyrarflu,°veiili
og selur flest það sem ferðafólk er talið þurfa að grípa með sér,
auk þess sem selt er benzín. — Ljósm. Sv. p.
Fjölbreyttur flugdagur á
sunnudaginn
Kcmnir heim af
Norðurlanclsveiðum
Akranesi, 13. ág.
Höfrungur II. kom heim vest-
urleiðina af síldveiðum norðan-
lands í nótt, og Ver kom kl. 3
e.h., fór fyrir sunnan land og
kastaði nótinni sunnan Reykja-
ness og fékk 600 tunnur, sem
fóru í bræðslu. Síldin var svo
smá, að hún var tæplega vinnslu
hæf.
Syndið
200
metrana
Sigurður kom að norðan í
fyrradag.
Mánudaginn 12. ágúst reri
línutrillan Vonin og fiskaði 100
kg. — Oddur.
NÆSTKOMANDI sunnudag
gengst Flugmálafélag íslands fyr
ir flugdegi á Reykjavíkurflug-
velli, og verður það sjöundi flug-
dagurinn, sem haldinn er hér-
lendis. Hefur Flugmálafélagið
gengist fyrir slíkum fjugdögum
á tveggja ára fresti að undan-
förnu, og hafa þeir þótt vel tak-
ast. Ýmsar nýjungar verða á döf-
inni á sunnudaginn, og verður
þar margt flugvéla, alls 30—40,
bæði innlendar og frá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli. Er
flugdagur var síðast haldinn fyr-
ir tveimur árum sóttu hann 8—10
þúsund manns.
Flugvöllurinn verður opnaður
fyrir gesti kl. 1 e. h. á sunnudag-
inn, en dagurinn formlega settur
kl. 2 af Baldvin Jónssyni, for-
manni Flugmálafélagsins.
Inngangur á flugvöllinn verð-
ur um Miklatorg, og verður ein-
stefnuakstur þar bæði inn og út
af vellinum. Bílastæði verður
sunnan flugvallarvegar. Er sér-
staklega mælzt til þess að fólk
fylgi settum reglum, en skátar,
lögregla og meðlimir Flugbjörg-
unarsveitarinnar munu annazt
gæzlu á staðnum.
Fyrsta atriði verður hópflug
lítilla einkavéla. Eftir. flugtak
munu þær skiljast að og koma
ein og ein yfir flugbrautina í lít-
illi hæð. Fara vélarnar síðan ann-
an hring og lenda ein og ein. Þá
verður sýnt listflug á svifflugu,
og ennfremur listflug á vélflugu,
og ef gott veður er, mun æfinga-
þota af Keflavíkurflugvelli einn-
ig sýna listflug. Ennfremur verð-
ur sýnt flugtog með svifflugur.
Landhelgisgæzlan mun einnig
taka þátt í flugdeginum og sýnir
gæzluflugvélin Sif ýmis merki.
Þá munu flugvélar af Keflavík
urflugvelli taka þátt í flugsýning
unni, bæði Neptune-flugvélar og
stór Constellation-radarflugvél,
auk æfingaþotu af T-33 gerð. Þá
munu fjórar orrustuþotur af gerð
inni F 102 Delta Dagger koma í
hópflugi yfir flugbrautina, skilja
síðan og koma aftur ein og ein í
halarófu með hraða, sem nemur
96% af hraða hljóðsins. Þotur
þessar geta farið með nær tvö-
földum hraða hljóðsins, en að
sjálfsögðu munu þær ekki brjóta
hljóðmúrinn, þar eð slíkt veldur
rúðubrotum ef gert er nærri þétt-
býli, svo sem kunnugt er. Þegar
þessar þotur fara fljúga þær út
yfir sjó, og setja á svokallaða
afturbrennara, og þjóta beint upp
í loftið, 12000 fet á minútu. Búizt
er við að flugdeginum Ijúki um
kl. 16:30 með almennu hring-
flugi. Þulir munu kynna sýning-
aratriði jafnharðan og verða það
Valdemar Ólafsson, flugumferð-
arstjóri og Bogi Þorsteinsson, yf-
irflugumf erðarst j óri.
Auk þeirra atriða, sem að fram
an eru nefnd, mun ungur Reyk-
víkingur, Sigurður Þorkelsson,
sýna flug á svonefndum Gyro-
kopta, sem er vélarlaus þyrla,
sem hann hefur smíðað sjálfur að
undanförnu.
Merki verða seld á flugvellin-
um og gilda þau sem aðgöngu-
miðar að flugsýningunni. Kosta
þau 20 kr. fyrir fullorðna og 10
kr. fyrir börn.
Mótstjóri verður Sverrir
Ágústsson en aðrir í mótsstjórn
Sigurður M. Þorsteinsson, Hörð-
ur Magnússon, Ólafur Þ. Guðjóns
son og Þorgeir Pálsson. — Fari
svo, að veður verði óhagstætt á
sunnudaginn, kann svo að fara að
sýningunni verði frestað til næsta
sunnudags.
Drengjameist-
aramótið í Vest-
mannaeyjum
Drengjameistaramótið í frjáls-
um íþróttum verður ' haldið í
Vestmannaeyjum um næstu
helgi. Stjórn IBV sér um mótið
og þarf að tilkynna þátttöku til
hennar.
• Enn um skólabygg-
*¦  inguna í Kópavogi
„Faðir"  sendir  þetta  bréf:
„Kæri Velvakandi!
Bréfið, sem þú birtir í gær
um hina væntanlegu barna-
skólabyggingu, sem verið er að
reisa á Digranestúni í Kópa-
vogi, bar það með sér, að það
var orðið  hálfsmánaðargamalt,
— því að nú er búið að hífa
strengjasteypuþakið yfir frauð
vegginu, og byggingin því bein
línis lífshættuleg fyrir verka-
mennina, sem að henni vinna.
Við ofurlítinn jarðskjálfta-
kipp, (sem aldrei gerir boð á
undan sér), mundu lausar þak-
lengjurnar endastingast ofan
af veggbrúnunum og húsið
falla saman eins og spilaborg.
Framhald þessarar furðu-
byggingar, með þessu þaki, er
vita tilgangslaust, því að for-
eldrar þeirra barna, sem hér
er ætluð skólavist, hafa þegar
gert með sér þegjandi sam-
komulag um að láta börn sín
ekki í þennan skóla, að
óbreyttu byggingarlagi.
Eina leiðin til úrbóta þess-
ari tilraunabyggingu er sú að
taka steypustrengina niður og
refta yfir tóftina með timbri,
— áður en slys hljótast af.
Þetta sjá víst allir, sem vilja
sjá.
Og það þarf ekki einu sinni
jarðskjálftakipp til að feiia
strengjasteypuþakið, — nóg að
vörubíll bakkaði óviljandi á
horn eða gafl, — þá er allt
hrunið.
Furðubygging þessi hefur
þegar vakið verðskuldaða at-
hygli, svo að fólk flykkist
þangað á'kvöldin til að skoða
hana.
— Faffir".
-íb(b cmfæ vbgk xzðó xzðð
'//J O
AEG
MÆLITÆKI
BRÆÐURNIR ORMSSON
Simi 11461.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24