Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 24
 e-S 3 C« 216. tbl. — Laugardagur 5. október 1963 Kaupskip hf. afhent sitt fyrsta skip • • ■ "• ■ • v jpwj vBwwprwg • *xr> • »í v • • • *v» *s • v. *** ]Iaut irafnið Hvítanes — 2.574 tonn að stærð er -.AUPSKIP h.f. var afhent í Aamborg s.l.' miðvikudag flutn- ingaskip, sem félagið festi kaup á með samningi undirrituðum hinn 9. júlí s.l. Skip þetta hef- ur hlotið nafnið HVÍTANES og verður heimahöfn þess KEFLA- VÍK. 2 flugmenn nttu smygl- vurninginn | JIGENDUR smyglvamings- \ ins, sem tollgæzlan fann sl. . miðvikudag á Keflavíkurflug- ' velli, hafa nú fundizt. Eru I það tveir flugmenn hjá Loft | leiðum. Þeir hafa báðir viður kennt að vera eigendur varn- ' ingsins. Málið er því upplýst og er , búizt við, að því ljúki með . réttarsætt í dag hjá iögregiu 1 stjóraembættinu á Keflavík- urflugvelli. Tvo born fynr bílum í gærdug TVÖ BÖRN urðu fyrir bílum í umferðinni í Reykjavíj^í gær og siösuðust. Fyrra slysið varð um kl. 14,30 á Bergstaðastræti við Spitalastíg. Þar varð þriggja ára telpa, Hulda Ragna Gestsdótt ir, Bergstaðastræti 15, fyrir fólks bíl og slasaðist á höfði. Var hún flutt á Slysavarðstofuna. Síðara slysið varð um kl. 17,30 á Hringbraut við Hofsvallagötu. >ar varð fimm ára drengur, Hannes Friðriksson, Þingholts- braut 31 í Kópavogi, fyrir sendi bíl og slasaðist einnig á höfði. Var Hannes fluttur í Slysavarð- stofuna. Fundur um bæjurmúl HAFNARFIRÐI — Landsmála- félagið Fram heldur fund í Sjálf stæðishúsinu á mánudagskvöld kl. 8:30. Rætt verður um bæjar- mál og eru frummælendur þeir Hafsteinn Baldvinsson bæjar- stjóri og Stefán Jónsson forseti bæjarstjórnar. — Félagsmenn eru bvattir til að fjölmenna á fund- inn og taka með sér gesti. Skipið er 2574 D.W. tonn sem lokað, en 1464 D.W.’ tonn sem opið hlífðarþilfarsskip. Rúm- mál lestanna er 110 til 120 þús. kubikfet. Aðalaflvélin er 2000 ha. Dautsch diselvél og gang- hraði þess 13—13V2 sjómíla. Skip ið er smíðað hjá Áugust Phal skipasmíðastöðinni í Hamborg eftir ströngustu Rröfum Gern. Lloyd og British' Lloyd og var tekið í ndfeun síðast á árinu 1957 og hefur verið í eigu skipa- smíðastöðvarinnar síðan. Það hét áður STEENDIEK. Skipið er búið fullkomnum siglingatækjum og hið vandað asta að öllum frágangi. Skipshöfnin er 22 menn. Skipstjóri er Sigurður Þorsteins son, 1. stýrimaður Harry Steinsson og 1. vélstjóri Hörður Reynir Jónsson. Hlutafélagið Kaupskip var stofnað á árinu 1962 og hefur verið unnið að skipakaupunum síðan. Samninga í Þýzkalandi af hálfu félagsins hefur verið Vigfús Friðjónsson framkvæmda stjóri annast, en auk hans eru í stjórn félagsins Árni Guðjóns- son hrl. formaður, Steinþór Marteinsson, Reykjavík, Jón G. Pálsson, Haukur H. Magnússon, Keflavík og Karl Sæmundsson, Rvík. Skipið er nú á leið frá Ham- borg, þaðan fer það til Bordeaux og Jamajca. FJölsótt héraðsmót Sjálf- stæðismanna HÉRAÐSMÓT SjálfstæðiSmanna í Bolungarvík var haldið sunnu- daginn 22. september. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar óperusöngv- ara. Því næst flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður ræðu. Þá söng Sigurveig .Hjaltested, óperusöngkona, þessu næst flutti Ingólfur Jónsson, ráðherra. ræðu. Að lokinni ræðu Ingólfs sungu þau Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested tvísöngva og að lokum flutti Brynjólfur Jóhannesson, leikari gamanþátt. Ræðumönnum og listafólkinu var mjög vel tekið af áheyrend- um. Mótið var fjölsótt og fór mjög vel fram. Samkomunni dansleik. lauk síðan með Hvítanes, hið nýja skip Kaupskips h.f., sem afhent var fyrirtækinu sl. miðvikudag. Fjárskaiar mun minni en búizt hafði veriö við Blönduósi, 4. októ'ber. J heiði að hætta leit og skilja við EINS og Morgunblaðið hefur féð skammt norðan við Ströngu skýrt frá urðu gangnamenn kvísl sakir stórhríðar. Áttu þeir Húnvetninga og Skagfirðinga í þá eftir tveggja daga ferð til fyrri göngum á Eyvindarstaða- ' byggða. Lífgaði lambið við í heitu vatni í baðkerinu Bæ, Höfðaströnd, — 4. október: — HÉR ER gott veður á hverj- um degi, en mikið frost á hverri nótt, svo lítið tekur upp og jarðlaust alveg á mörg um bæjum. Búið er að moka Siglu- fjarðarskarð og að sögn ýtu- manna hefur aldrei verið eins mikil fönn að vordegi, þegar rutt hefur verið, eins og núna. Sums staðar eru 2—3 bílhæð ir í snjógöngunum. Þorgils Pálsson, Eyrarlandi segir, að hann hafi fundið þrjú lömb í skurði, sem virt ust öll vera dauð. Hann fann velgju á einu lambinu. Tók hann það og bar heim í bað- ker og iét það liggja í heitu vatni í tvo tíma og lambið lifnaði smátt og smátt við. Fyrst var ekkert lífsmark að sjá með því. Nú er lambið vel sprækt og er bóndi ákveðinn að láta það lifa. — Björn. Síðari hluta föstudagsins 27. september birti loks upp með hreinviðri og frosti. Eins og að líkum lætur þurftu nýjar göngur nokkurs undirbúnings við og var ekki unnt að hefja þær fyrr en mánudaginn 30. september. Þá lögðu þrír menn úr Svartár dal á heiðina undir forystu Jós- efs Sigfússonar, bónda á Torfu- stöðum, en hann hefur verið for- ingi undanreiðarmanna á Eyvind- arstaðaheiði í fjölda ára. Komu þeir seint um kvöldið í Ströngukvíslarskála, en þangað er um 40 kílómetra leið frá Foss- um. Klukkan 7 að morgni næsta dags lögðu þeir af stað frá skál- anum og leituðu Álfgeirstungur og norður að Vékellsihaugum. Fundu þeir um 600 fjár á því svæði. Venjulega er þetta um 4 klukkustunda leið, en nú voru þeir 11 klukkustundir. Sama dag lögðu tveir menn upp frá Fossum. Var annar þeirra Framh. á bls. 23 VARÐSKIPIÐ Óðinn fór sl. miðvikudag með lækni frá Norðfirði að belgíska togaran um Van Dyck, sem hafði misst út spánskan háseta, en sem náðist 3 tímum síðar með lífsmarki. Lífgunartilraunir voru gerð ar á hásetanum stanzlaust, en að lokum tilkynnti læknir inn að maðurinn væri látinn. Hélt þá togarinn til Belgíu. — Myndin er tekin um borð í Óðni, er varðskipsmenn fóru með lækninn yfir í togarann Höfuðið skall á spegli og fram- rúðu MJÖG harður árekstur varð f gærkvöldi laust eftir kl. 9 á gatnamótum Laugavegs og Nóa túns. Þar lentu saman Volkswag enbíll og leigubíll. Volkswagenbíllinn var á leið austur Laugaveg en leigubíllinn suður Nóatún. Volkswagenbíll- inn lenti á hægra afturbretti leigubílsins og sneri honum í hálfhring á götunni. Sextugur maður, sem var far- þegi í Volkswagenbílnum, lenti með höfuðið á speglinum og framrúðunni og hlaut áverka á höfði. Hann var fluttur á Slysa varðstofuna, en meiðsli hans munu ekki alvarlegs eðlis. Bílarnir .báðir skemmdust mik ið, einkum Volkswagenbíllinn, sem Vaka varð áð flytja af staðn N Útlör Ásmundar Bæ, Höfðaströnd, 4. okt. ÚTFÖR Ásmundar Jónssonar frá Skúfstöðum var gerð frá Hól- um í Hjaltadal kl. 2 í dag. Pró- fasturinn, séra Björn Björnsson, jarðsöng. Kirkjukór Hóladóm- kirkju, undir stjórn Friðbjörns Traustasonar, annaðist söng. Ættingjar hins látna báru hann til grafar í kirkjugarð Hóladómkirkju. — Björn. KLÚBBFUNDUR verður í Sjálf- stæðishúsinu í dag kl. 12.30. Dr. Ágúst Valfells flytur er- indi UM ALMANNAVARNIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.