Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 24
JMrogniitMf&ifr 219. tbl. — Miðvikudagur 9. október 1963 Jíek/a Austurstrapti 14 Sími 11687 Hugðist Stefán Zweig setjast að í iteykjavík? Ný bók eftir H.K.L. komin út í DAG kemur í bókaverzl- anir ný bók eftir Halldór Lax ness, „Skáldatími“, en efni bókar þessarar hefur mjög verið til umræðu manna á milli að undanförnu. Er bún 318 bls. að stærð, gefin út af Helgafelli og prentuð í Vík- ingsprenti. — í bókinni staldr ar höfundur víða við, segir frá kynnum sínum af mönn- um og málefnum og leggur á þau dóma. Ekki munu skrif hans um Sovétríkin á valda- tímum Stalins vekja minnsta athygli, en um hinn fallna einvald og ástandið í Rúss- landi á dögum hans, er Lax- ness mjög harðorður. (Sjá ennfremur grein á bls. 10 í blaðinu í dag). „Skáldatíma" er skipt í fjöl- marga kafla, eða alls 37. Fram- antil í bókinni ræðir Laxness kaþólsku sína fyrr á árum,, Bandaríkjaför sína og segir frá kynnum sínum af ýmsum heims- þekktum skáldum og rithöfund- um, svo sem Upton Sinclair, Stefan Zweig o.fl. Þá ræðir hann um Karl Marx, Freud, Martin Andersen Nexö, Ibsen, Goethe og fjölda annarra. Síðar’ í bókinni eru kaflar m.a. um Eggert Stef- ánsson, söngvara, og Erlend í Unuhúsi. Athygli mun vekja, að Laxness greinir frá því að Stefan Zweig hafi látið í ljós áhuga á að setj- ast að í Reykjavík Hafi Zweig sagt honum í London, að ef stríð skylli á, væri hrun Evrópu fyrir sjáanlegt, en ísland mundi kom Baráttan um skúrinn ÞESS VAR getið í fréttum dagblaðanna í gær, að skúr, vinnuskúr eða heilu húsi, hefði verið stolið í Laugar- nesi. Forsaga þessa máls er ' sú, að kona nokkur í Laugar- nesi átti skúr, sem stóð á lóð hennar u.þ.b. 100 metra frá húsinu. Síðastliðinn miðviku- dag var skúrinn horfinn, en böm, sem verið höfðu að leik í nágrenninu, höfðu séð menn koma með kranabíl og fjar- lægt gripinn. | Saknaði konan fasteignar. sinnar, hringdi til lögreglunn ar og tilkynnti stuldinn. Lög-1 reglan hefur verið á lunot- skóm eftir húsþjófunum í nokkra daga, eða þar til í gær, er starfsmenn Reykjavíkur- borgar, sem sjá um lóðahreins un, höfðu samband við rann- sóknarlögregluna og kváðust hafa fjarlægt skúrinn og brennt í þeirri góðu trú, að þeir væru að gera eigandan- um og ekki síður nágrönnum hans greiða. Auk þess væri það í þeirra verkahring að forða óásjálegum eða sóðaleg um hlutum frá augliti borgar búa með eða án samþykkis eigenda. Sögðust þeir hafa fjarlægt margar veglegri bygg ingar og lagt eld í þær á ösku haugunum við Grafarvog án þess að húseigendum þætti eft irsjá að. Menn þessir sjá einn ig um eyðingu meindýra í höfuðstaðnum. ast af klakklaust. Segir Laxness að Zweig hafi síðan sagt við sig: „Þegar næsta stríð ríður yfir sendi ég yður orð að útvega mér herbergiskytru einhversstaðar uppundir þaki í Reykjavík". Lax ness heldur áfram og segir: „Það er óþarft að taka fram að Stefan Zweig var um þessar mundir eins og aðrir góðir menn land- flótta úr Stórþýskalandi Hitlers, og hafðist við í Lundúnrum“. hans nokkurt dæmi þess að hann hafi treyst manni, utan einum; en þeim manni trúði hann lika í blindni. Sá maður var Adolf Hitler ..." Síðar í bókinni ræðir Laxness um skáldið „Dsjambúl af salt- heiðum Kasakstans", sem hann telur hafa verið „dásamlegt óvið jafnanlegt skáld“. Um hann seg- ir hann m.a. (bls. 2‘80). „Þeir létu þennan dásamlega villimann yrkja heila sálmabók um Stalín á árunum 1936—1938, nokkurskonar hástilt viðlag við hreinsanirnar miklu. . . . Af sálm um þeSsum á 160 þéttprentuðum blaðsíðum má læra að elska Stal- ín einsog hóldtekinn guð . . . Lofdýrð Dsajmbúls um Kreml- bóndann fer lángt framm úr því sem hjá okkur á Norðurlöndum var kallað háðúngarlof, „skamm- Framh. á bls. 23 HARÐUR árekstur varð í gær á Reykjanessbraut á móturn Litluhlíðar. Y-bifreið var á leið suður Reykjanesbrautina en R-bílI á leið niður í bæinn. Bifreiðastjóri R-bifreiðarinnar var að beygja til hægri Oig ætlaði inn á Litluhlíð og seg- ist hafa verið búinn að nema staðar er Y-bíllinn skall á bifreið hans. Ökumaður Y-bílsins meidd- ist við áreksturinn, en bif- reiðastjórarnir voru einir í bíl um sínum. Var hann fluttur á slysavarðstofuna og síðan heim til sín. Eins og myndin sýnir skemmdust bifreiðimar mik- ið. — Ljósm. Sv. Þ. Halldór Laxness „Því miður sendi hann mér ekki þetta „orð“ þegar þar að kom heldur fór til Brasilíu í þau botnlausu leiðindi með æskufulla konu sína þar sem þau förguðu sér bæði. Ég hef þá fánýtu skoð un að hefði Zweig skrifað mér eins og hann sagði og ég útvegað honum kames undir súð í Reykja vík mundi ekki hafa farið sem fór“. Um Stalín og valdatímabil hans í Sovétríkjunum er Laxness ómyrkur í máii. Hann segir m.a.: „Stalín var tortrygginn maður að eðlisfari og þó enn tortryggn ari gagnvart vinum sínum en ó- vinum. Kommúnistum trúði hann aldrei. Það er talið erfitt að finna í samanlögðum æviferli Lánaði í heimildarleysi borgarfé til ibúðakaupa Á FUNDI borgarróðs í gær gaf Guttormur Erlendsson, borg arendurskoðandi, skýrslu um mál Einars Péturssonar, skrif- stofustjóra, sem hefur lánað, án heimildar borgaryfirvalda, 1.070 þúsund krónur til 17 aðila af fé því, sem innheimt hafði verið vegna sölu á íbúðum við Gnoð- arvog, Grensásveg og Skálagerði. Morgunblaðið náði tali af Gutt ormi í gærkvöldi og sagði hann, að í ljós hefði komið í byrjun ágústmánaðar s.l., að Einar Pét- ursson, skrifstofustjóri, hefði ekki staðið skil á rúmum 800 þúsund krónum, sem innheimt- ar hefðu verið vegna sölu á íbúð um við Gnoðarvog, Grensásveg og Skálagerði. Rannsókn hefði sýnt, að fé þetta væri útistandandi af 1.070 þúsund krónum, sem Einar hefði lánað 17 aðilum í því skyni að aðstoða þá í húsnæðisvandræð- um og væru sumir þeirra kaup- endur á íbúðum á fyrrgreindum stöðum. 17 aðilar í húsnæðisvandræðum fengu 1.070 þúsund kr. hjd skrifstofustjóranum Erlendur sagði, að Einar hefði ekki dregið sjálfum sér fé, en þessar 800 þúsund krónur, sem útistandandi væru, mætti að mestu leyti telja alveg tryggar kröfur og væntanlega myndi reynast unnt að fá þær allar greiddar. Sagði hann, að mis- fellur þessar hefðu átt sér stað að mestu leyti á árunum 1962 ög 1963 og virtist, sem skrifstofu stjórinn hefði bognað fyrir á- gengni fólks, sem hefði átt í basli út af húsnæði sínu. • UPPREISN? Rabat, Marokkó, 7. okt. — (NTB): — í frétt frá Rabat er sagt að setuliðið í Gouraud-herstöð- inni í Vestur-Mauretaníu hafi gert uppreisn gegn ríkisstjórn inni. Yfirvöldin í Mauretaníu bera þessa fregn til baka. Samningur um fiskivernd á Nor&austur - Atlantshafi DAVÍÐ Ólafsson, fiskimálastjóri, hélt í gær fund með fréttamönn- um, en hann er nýkominn frá London, þar sem hann sat ráð- stefnu 14 Evrópuríkja um vernd- un fiskistofnsins á norðaustur Atlantshafi. Skýrði Davíð svo frá, að á ráð stefnu þessari, sem haldin var seint í september, hafi verið full- giltur samningur sá, sem gerður var í London 1959 og heitir „samningur um norður Atlants- hafsveiðar. Gildir hann um allt svæðið frá Austur-Grænlandi að Novaya Semlya og suður að norðvesturströnd Afríku. Samningurinn kemur í stað annars, sem gerður var í London 1946 og kvað á um möskvastærð og lágmarksstærð á fiski. ísiand var einnig aðili að honum. Nýi samningurinn styðst mjög við alþjóðasamning, sem gerður var í Genf árið 1958 á ráðstefnu um réttarreglur á hafinu. Á ráð- stefnu í Róm 1955, sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóð- anna til að ræða verndun líf- rænna auðæfa hafsins voru sam- þykktar nokkrar tillögur og voru þær grundvöllur Genfarsamn- ingsins. Heimild er til miklu víðtæk- ari ráðstafana til verndar fiski- stofninum í nýja samningnum en þeim frá 1946. T. d.. mun heimilt að takmarka fiskveiðar á til- teknum. tímum og svæðum, enn- fre^^ .• að ákveða gerð veiðar- færa og tækja. Því er eins farið og um Genfarsamninginn, að hann nær aðeins til svæða utan landhelgi. Engar tillögur liggja fyrir um framkvæmd samningsins í ein- stökum atriðum. Framkvæmdir munu byggðar á niðurstöðum vís indalegra athugana, sem gerðar verða af Alþjóða hafrannsóknar- ráðinu, en það er ráðgjafi fram- kvæmdanefndar Lundúnasamn- ingsins. Forstöðumaður Hafrann- hóknarráðsins er dr. Árni Frið- riksson. Allar þjóðir Evrópu, sem land eiga að N-Atlantshafi eru aðilar að samningum. Er hafinu skipt í 3 svæði og sitja fulltrúar þeirra ríkja, sem þar eiga hagsmuna að gæta, í svæðanefndum. í Norður- svæðisnefnd eiga sæti allar aðild- arþjóðir nema írar. Christopher Soames, fiskimála- ráðherra Breta, setti ráðstefnuna í London, en síðan var kosið í stjc H framkvæmdanefndar samn ingsins. Forseti hennar var kjör- inn Aglen, fiskimálastjóri Skot- lands, 1. varaforseti Davíð ólafs- son og 2. varaforseti fulltrúi Frakklands. Næsti fundur nefnd- arinnar verður haldinn í Hol- landi næsta vor. Á fundi sínum í gær sam- þykkti borgarráð eftirfarandi bókun um afgreiðslu málsins: „Borgarendurskoðandi gaí skýrslu um misfellur þær, sem orðið hafa við innheimtu í sam- bandi við sölu á íbúðum í hús- um við Gnoðarvog, Grensásveg og Skálagerði, svo og ráðstöfun á því fé, sem ekki hafði verið skilað til borgargjaldkera inn á reikning viðkomandi- íbúðareig- enda. Rannsókn endurskoðunardeild ar sýnir, að sá sem innheimtuna annaðist hefir ekki dregið sjálf- um sér fé, heldur lánað það svo eingöngu ibúðakaupa, án þess að leita samráðs og sam- þykkis hlutaðeigandi borgaryfir- valda. Borgarráð felur borgarritara og borgarendurskoðanda frekari aðgerðir í málum þeirra manna sem lán hafa fengið, en ekki staðið á þeim full skil, og krefja skuldirnar inn annað hvort hjá starfsmanninum sjálfum eða viðkomandi skuldurum, allt 1 samráði við borgarráð." Óbreytt stjórn í Finnlandi? Helsingfors, 8. okt. - NTB: Karjalainen iagði í dag fram iista yfir væntanlega ráð- herra í nýrri, finnskri stjóm. Ljóst er, að hér er um að ræða nær sömu mennina og sátu í síðustu stjórn Karjaia- inens. Sú stjórn sagði af sér, vegna ágreinings um landbún aðarverð. I Þrír nýir menn taka þátt í| stjórninni. Koma þeir í stað( fulltrúa stéttarfélaganna, en þeir voru andvígir nýja land- búnaðarverðinu, á sínum tíma.1 Nýju fulltrúarnir eru sósíal-i demokratar. Flokkarnir gefa svar við til ! x lUAAdi iiii gcia ovai viu u> . | lögunum á morgun, miðviku-J dag. ‘ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.