Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. okt. 1963 Stærri möskvar á togvörpum frá Rætt v/ð Jón Jónsson, fiskifræðing, um fund Alþjóða hafrannsóknaráðsins NÝLEGA eru komnir heim íjór- ir íslendingar, sem sóttu árs- fund Alþjóðlega hafrannsókna- ráðsins í Madrid. Jón Jónsson, fiskifraeðingur, og Davíð Ólafs- son, fiskimálastjóri, eiga sæti í ráðinu. Sótti sá fyrrnefndi fund- inn, en í stað Davíðs fór Már Elísson, hagfræðingur hjá Fiski- félagi fslands. Auk þeirra sátu frú Þórunn Þórðardóttir, magist- er, og Ingvar Hallgrímsson, fiski fræðingur, fundinn. Mbl. átti stutt samtal við Jón Jónsson um fundinn, og sagðist honum m.a. svo frá: — Þetta eru orðin gömul og virðuleg alþjóðasamtök, og var þetta 51. ársfundurinn. Ráðið hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, þar sem framkvæmdastjóri þess, Arni Friðriksson, starfar. Þar er annar hver fundur ráðsins haldinn, en að þessu sinni buðu Spánverjar til þings. Fórst þeim þinghaldið í hvívetna vel úr hendi. Fundurinn var haldinn seinast í september og í byrjun októbers. — Aðilar að ráðinu eru all- ar þjóðir, sem land eiga að sjó í Vestur-Evrópu eða stunda veið- ar í Norður-Atlantshafi. Höfuð- verkefni ráðsins er að standa að og samræma hafrannsóknir í Atlantshafi. Segja má, að at- hafnasvæði ráðsins nái frá Bar- entshafi að Grænlandi í norðri og suður að miðbaugi. — Á ársfundunum er lagður fram gífurlegur fjöldi af skýrsl um og ritgerðum um hafrann- sóknir (fiski- og sjórannsóknir). Rætt er um allar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á svæð- inu, og eru þær að vonum marg- víslegs eðlis. Skýrt er frá athug- unum á fiskistofnum, árgöngum, sjávarstraumum, sjávarlífi, hita- breytingum, veiðafæragerð o. s. frv. Aflaskýrslur allra Evrópu- ríkja eru lagðar fram. — Undirnefndir fundarins skiptast á ýmsa vegu eftir svæð um og tegundum. Mikið er hald ið af fyrirlestrum og margar rit- gerðir lagðar fram, eins og fyrr segir. Ég sat t.d. í nefnd, sem fjallaði um mismunandi aðferð- ir á mælingum á stærð fiski- stofna og samræmingu á þeim aðferðum. Hér er t.d. átt við mælingar miðaðar við aflatíma, svo sem magnið, sem fæst á 100 togtímum. 40 pappírar voru lagð ir fram um þetta mál eitt. — Margt snerti þarna fiskveið ar íslendinga að sjálfsögðu. T.d. Jón Jónsson flutti frú Þórunn Þórðardóttir fyrirlestur um mælingar á plöntu svifi við ísland á undanförnum árum. Geislavirkar mælingar hafa verið gerðar. — Ingvar Hallgrimsson gaf skýrslu um hinar sameiginlegu síldarrannsóknir íslendinga, Norðmanna og Rússa við ísland í sumar. Rússar og Norðmenn hættu sínum athugunum í júní- lok, en íslendingar héldu áfram, og var skorað á þá fyrrnefndu að halda þeim áfram fram í júlí eða ágúst. f fyrra var skipuð svokölluð vinnunefnd til þess að gera athuganir á norsk-íslenzka Fríkirk jan ný- máluð og með nýjum stólum A SUNNUDAGINN kl. 2 verður messað í Fríkirkjunni í fyrsta skipti eftir nokkurt hlé méðan lagfæring fór fram á kirkjunni. Sr. Þorsteinn Björnson messar. í haust hefur Fríkirkjan verið máluð að innan og utan, og lita- val annast Hörður Ágústsson, listmálari. Einnig hafa verið settir í kirkjuna nýir stólar. Söfnuðurinn stendur sjálfur straum að kostnaðinum. NA /5 hnúfar / SV 50 hnúter H Snjótom, » Oii 7 Shirir K Þrumur 'W&Z KuUatkH S HiUtHi H Hmt L-íssL Á HÁlDEGI í gæí var djúp lægð yfir austanverðu land- inu. Vindur var mjög breyti- legur, bæði að stefnu og styrk. Hvassviðri eða storm- ur var á nokkrum stöðum, en einnig víða hægviðri. Um 1.350 km suður í hafi mátti sjá vaxandi lægð, sem hreyfðist hratt NA, og er væntanlega í dag við Austur- land. Umsækjendurnir messa í Reykjavík manilla- 1« r a . juni síldarstofninum. Sú nefnd hefur komið saman í Björgvin, en kem- ur nú saman í Reykjavík í apríl. — Ég skýrði frá rannsóknum á möskvastærðum á íslandsmið- um, þ.e. frá áhrifum möskva- breytinga á fiskistofna á miðun- um við landið. Nú hefur verið ákveðið, að 1. júní n.k. verði möskvastærðin stækkuð úr 110 mm í 120 mm á manilla-togvörp- um. Möskvastærð á vörpum úr gerviefnum verður óbreytt. — Ótal nýjungar og margs konar fróðleikur kom þarna fram, sem ógerningur enað skýra frá að sinni, sagði Jón Jónsson, fiskifræðingur, að lokum. SUNNUDAGINN 20. okt. nk. byrja þeir prestar, er sótt hafa um hin auglýstu prestaköll hér í Reykjavík að flytja messur í hinum einstöku prestaköllum og verður því haldið áfram til 17. nóv. nk. Verða þrjár messur hvern sunnudag, kl. 11, kl. 2 og kl. 5 og verður þessum messum útvarpað á sérstakri bylgjulengd eða 212 metrum (eða 1412 kilo- riðum). Messuútvarp á tímanum kl. 11—12, á hinni venjulegu út- varpsbylgju ríkisútvarpsins fell- ur niður, þegar þessum sérstöku messum verður útvarpað. Er þetta gert til þess að sem flest fólk í þeim sóknum, sem hér eiga hlut að máli, geti fylgzt með guðsþjónustum hinna ein- stöku umsækjenda. Óvíst er, að þeir láti oftar til sín heyra, þar til kosið verður, og er safnaðarfólki því einnig bent á að nota tækifærið og sækja guðsþjónustur þeirra presta, er um prestaköll þeirra hafa sótt. Messurnar verða auglýstar I dagblöðunum og í útvarpi, fyrir hvern sunnudag. (Frá Reykjavíkur- prófastsdæmi). Hafskip ingar byrjar áætlunarsigl- til meginlandsins SeSá kemur seint í nóvember HAFSKIP h.f. mun I nóvember hefja áætlunarsiglingar til Þýzka lands, Hollands og Bretlands og ýmissa hafna á íslandi. Seint í mánuðinum fær félagið sitt þriðja skip, Selá, og verða þá tvö af skipum félagsins í þess- ari áætlunarleið og farnar a.m.k. tvær ferðir í mánuði. Sigurður Njálsson, framkvæmdastjóri, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. — Hafskip var stofnað fyrir 5 ár- um og fékk sitt fyrsta skip, Laxá, fyrir fjórum árum. Á miðju síð- asta ári kom Rangá og nú er Selá, með heimahöfn á Siglu- firði, væntanleg. Annast skipin almenna flutninga og hafa und- anfarið farið reglubundnar ferð- ir frá Póllandi og Sviþjóð til íslands og heldur sú áætlun á- fram, þó nýja áætlunarleiðin um Hamborg, Rotterdam, Hull og ís- land bætist við. Flutningar hafa verið svo mikl ir frá íslandi, að ísl. skip hafa ekki annað þeim, að sögn Sig- urðar, og tók Hafskip 16 erlend flutningaskip til leigu á sl. ári til að anna flutningum. Flutn- ingur til landsins hefur einnig verið nægur, en um hann er þó aldrei vitað með miklum fyrir- vara. Selá verður afhent í Hamborg og fer þaðan í fyrstu ferðina 21. nóvember. Hún er eins og önn- ur skip Hafskips byggð í Elms- horn í Vestur-Þýzkalandi, 1760 d.w. lestir að stærð, eða heldur stærri en Rangá. Skipstjóri verð- ur Steinar Kristjánsson. — Ræða Gylfa Framh. af bls. 1 sem í gildi væru og vék síðan að kaupgjaldsmálunum. Sagði hann kauptaxta verkalýðsfélaga mundu að meðaltali vera um það bil 45% hærri en þeir voru í árs- byrjun 1960. „Meðalhækkun verkamanna,“ sagði viðskiptamálaráðherra, „iðnaðarmanna og sjómanna á tímabilinu frá 1959—’62 var sam kvæmt skattaframtölum 38%. — Miðað við núverandi laun má gera ráð fyrir að árstekjur þess- ara stétta séu að minnsta k,osti 65% hærri en þau voru 1959. Þetta jafngildir því, að meðal- tekjur verkamanna, iðnaðar- manna og sjómanna hafi vaxið um því sem næst 3% á ári að meðaltali og er það sama aukn- ing og orðið hefur á þjóðartekj- um á mann á þessu tímabili. Þessi aukning raunverulegra tekna hefur fyrst og fremst orðið í formi flutnings milli launa- flokka og aukinna tekna sjó- manna vegna hlutaskipta. Hækk- un kauptaxtanna er hins vegar hlutfallslega svipuð og hækkun verðlagsins." Ráðherrann sagði, að bæði einkaneyzla og framkvæmdir einkaaðila mundu á þessu ári verða miklu meiri en gert væri ráð fyrir í framkvæmdaáætlun- inni og bætti við: „Þess vegna verða greiðsluvið- skiptin við útlönd óhagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Augljóst er að á næsta ári mun þróunin ganga enn lengra í þessa sömu átt, ef ekki er gripið í taumana og gerðar sérstakar ráð stafanir." Gengi krónunnar varðveitt Ræðu sinni lauk Gylfi Þ. Gísla son, viðskiptamálaráðherra, á þessa leið: „Sú þróun, sem hér hefur orðið í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefur ekki verið í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar eða sam kvæmt ósk hennar, heldur í al- gerri andstöðu við það, sem hún hefur viljað keppa að og ætlazt til. Ríkisstjórnin hefur hvað eft- ir annað hvatt til þess, að al- mennar launahækkanir yrðu ekki meiri en svaraði til aukn- ingar þjóðarteknanna, einmitt í því skyni að tekjuhlutföll rösk- uðust ekki hinum lægra launuðu í óhag. Ekki þýðir að sakast um það sem orðið er, en hitt hlýtur ríkisstjórnin að telja skyldu sína að sjá svo um, að efnahagskerfið fari ekki úr böndunum og það traust, sem íslendingar hafa hlot- ið erlendis, glatist ekki. f ársbyrjun 1960 var óhjá- kvæmilegt að breyta gengi ísl. krónunnar, ef afnema átti upp- bótakerfið og auka frjálsræði í innflutningsverzluninni. Sumar- ið 1961 knúðu miklar almennar kauphækkanir fram gengislækk- un þegar í stað vegna þess hve gjaldeyrisstaða landsins var veik, enda stuttur tími liðinn frá því breytt hafði verið um stefnu og verðfall nýorðið á mikilvægum útflutningsafurðum. Nú er gjald- eyrisstaða landsins hins vegar sterk, framleiðsla hefur verið vaxandi og útflutningsverðlag hækkandi. Undir þessum kring- umstæðum kemur breyting á gengi ísl. krónunnar ekki til greina. Ríkisstjórnin er því stað- ráðin í að varðveita núverandi gengi íslenzkrar krónu. Með hlið- sjón af þeirri verðlagsþróun, sem skynsamlegt virðist að gera ráð fyrir á útflutningsmörkuðum þjóðarinnar á næstu árum, telur ríkisstjórnin, að útflutningsat- vinnuvegirnir geti greitt það kaupgjald, sem nú er samnings- bundið. Henni er hins vegar einnig Ijóst, að ef frekari hækk- un kaupgjalds á sér stað þá er greiðslugetu mikilvægra greina útflutningsatvinnuveganna of- boðið og stöðvun þeirra yfirvof- andi. Trúin á framtíðina En vandamálið er ekki aðeina það að tryggja framtíðar starfs- skilyrði útflutningsatvinnuveg- anna, heldur jafnframt það, að tryggja eðlilegt jafnvægi j greiðsluviðskiptunum við aðrar þjóðir. Þessi viðskipti eru nú orð- in óhagstæð og gjaldeyrisvara- sjóðurinn tekinn að minnka, vegna þess að neyzla og fram- kvæmdir hafa á þessu ári vaxið örar en þjóðarframleiðslan. Jafn- vægi getur ekki náðst á nýjan leik nema um sinn verði staldr- að við og dregið úr framkvæmd- um og úr aukningu neyzlu. Um- fram allt er þýðingarmikið að framkvæmdir verði ekki meiri en sem svarar heilbrigðri notk- un á vinnuafli þjóðarinnar. Reynslan sýnir, að þessu marki verður ekki náð með beitingu hafta á gjaldeyrisviðskiptum og f járfestingu svo sem tíðkaðist hér á landi áður fyrr, og til slíkra úrræða mun ríkissjórnin ekki grípa. Markinu verður ekki náð nema með samræmdum aðgerð- um á sviði peningamála, fjár- mála og launamála. Með slíkum aðgerðum er hægt að koma þvi til leiðar, að framkvæmdir og neyzla séu ekki meiri en svarar til þjóðarframleiðslu að viðbætt- um innflutningi á fjármagni til langs tíma, þannig að jöfnuður sé á greiðsluviðskiptum þjóðar- innar við útlönd. Gjaldeyrisvara- sjóðurinn getur þá haldizt og þegar fram líða stundir vaxið í samræmi við aukningu þjóðar- framleiðslu og utanríkisviðskipta. Ríkisstjórnin skoðar það skyldu sína að vinna að því að þetta verði. Gengi krónunnar yrði þá varðveitt. Jafnvægi það, sem raskazt hefur undanfarna mán- uði næðist þá aftur. Þjóðin héldl því trausti, sem hún hefur áunn- ið sér erlendis. Og um leið ætti hún að öðlast sterkari trú á fram- tíðina og aukið traust á sjálfri sér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.