Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 241. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.r±  stfur

50  árgangu?
241. tbl. — Þriðjudagur 12. nóvember 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Þannig var umhorfs við inngang Mikawa-námurnar á Kyushu-eyju í Japau eftir
sprenginguna.
B.iörgunarmenn að störfum umhverfis eld, sem kom upp, er járnbrautarlestiruai
rákust saman í Japan á laugardaginn.
Slysin í Japan
Tókíó 11. nóv. (NTB).
ENN er unnið að björgun
manna, sem lokuðust inni í
Mikawa-námunni í Japan, er
sprengingin varð á laugardag.
Rúmlega 400 menn eru enn
niðri í námunni, en talið er
nær vonlaust, að nokkur sé á
lífi. Þegar er vitað um 460
menn, sem létust af völdum
slyssins.
164 menn létust í járnbraut
arslysi í Japan á laugardaginn
og nú hafa yfirvöld í land-
inu ákveðið  að  grípa til að-
gerða til þess að reyna að
koma í veg fyrir að svo hörmu
leg slys endurtaki sig. Einnig
var ákveðið að setja á stofn
sérstaka nefnd, sem samræma
á aðgerðir til hjálpar þeim,
sem um sárt eiga að binda
vegna slysanna og aðra nefnd,
sem rannsaka á orsakir hins
mikla námuslyss. Hin síðar-
nefnda verður skipuð sérfræð
ingum í kolanámuslysum og
verður Yuzuru Yamada, fyrr-
verandi prófessor við háskól-
ann í Kyhshu, form. hennar.
Þegar í stað verður hafizt
handa um, að greiða aðstand-
endum hinna látnu skaðabæt
ur og á morgun ræðir stjórn
Japans slysin.
Félag kolanámumanna, sem
vinna við Mikawa-námuna,
hefur ákveðið að gera sólar-
hrings verkfall daginn, sem
félagar þeirra verða jarðaðir.
Með verkfallinu vilja námu-
menn mótmæla öryggisúbbún
aði námunnar, sem þeir telja
ófullnægjandi.
Sir Alec segist fullviss
um sigur íhaldsflokksins
London 11. nóvember (NTB).
í DAG var Sir Alec Douglas-
llome, forsætisráðherra Breta,
einróma kjörinn leiðtqgi brezka
ihaldsflokksins. Við það tæki-
færi kvaðst hann hlakka til að
etjórna næstu kosningabaráttu
flokksins og sagðist fullviss um
að íhaldsflokkurinn myndi sigra.
í kvöld hélt Sir Alec ræðu í
veizlu borgarstjórans í London,
Clement Harman. Sagði hann
m.a., að Bretar yrðu að auka
auðæfi Iands síns ef þeir vildu
tryggja, að í framtíðinni yrði
tekið ttllit til þeirra á alþjóða-
?ettvangi.
Forsætisráðh«rrann endurtók
loforð sitt um, að gera þjóðinni
Ijóst £ einfaldan hátt, hverjar
væru fyrirætlanir stjórnarinnar
og skoraði á atvinnurekendur að
skýra fyrir starfsmönnum sínum
hvaða stefnu þeir fylgdu í at-
vinnurekstrinum og hvers vegna.
Sir Alec sagði, að það væri
eingöngu óttinn vi*ð kjarnorku-
• Óeirðir í Kashmír
Jammur, 11. nóv. (NTB).
UM 90 menn særðust, er til
c-eirða kom í borginni Jamm-
ur í Kashmír í dag. Það
var stjórnarandstöðuflokkur-
inn sem stofnaði til óeirð-
anna. Réðust flokksmenn á
margar opinberar byggingar
í borginni áður en lögregl-
unni tókst að hafa hendur í
hári þeirra.
styrjöld stórveldanna, sem dreg-
ið hefði úr styrjaldarhs&ttunni í
heiminum, því að Rússum og Kín
verjum væri ljóst, að þeir kæmu
ekki heilir á húfi úr þeim hild-
arleik. Hann lagði áherzlu á að
Bretar mættu ekki afsala sér
stöðu sinni sem kjarnorkuveldi,
því að um leið myndu þeir glata
áftirifum sínum á gang mála
í heiminum og svíkja þær þjóðir,
sem treystu á forystu þeirra.
Að lokum sagði forsætisráð-
herrann, að brezka stjómin
myndi vinna að friði og öryggi,
þannig að allir menn gætu gegnt
sínum daglegu störfum án ótta
við styrjaldir og skort.
Ben Bella bjartsýnn á
lausn landamæradeilu
Alsír, 11. nóv. — (NTB) —
ÞING Alsír hélt fyrsta fund
sinn í dag að afloknu hléi,
sem gert var á þingstörfum
vegna bardaganna á landa-
mærum Alsír og Marokkó.
Ben Bella, forsætisráðherra,
tók til máls á fundinum og
sagði, að nú benti allt til þess,
að  friður  myndi  haldast  á
landamærunum. ,
Forsætisráðherrann ræddi
væntanlegan fund utanríkisráð-
herra Afríkuríkja, sem hefs t i
Addis Abeba n.k. föstudag. Á
fundinum verða ræddar landa-
mæradeilur Alsír og Marokkó og
munu utanríkisráðherrarnir gera
tilraun til þess að finna endan-
lega lausn málsins. Ben Bells
kvaðst vera bjartsýnn á árangui
af fundinum í Addis Abeba.
Moro íalin stjórn-
armyndun á ítaiáu
Róm, 11. nóv. (NTB - AP).
ANTONIO Segni, forseti
ítalíu, fól í dag formanni
kristilega demókrataflokks-
ins, Aldo Moro, stjórnarmynd
un. Forsetinn hefur að und-
anförnu átt viðræður við leið
toga stjórnmálaflokka lands-
ins.
Stjórnarkreppa hefur verið
í ítalíu frá því að minnihluta-
stjórn kristilegra demókrata
með  Giovanni  Leoni í  for-
Frh. á bls. 31
Bandarískir  sérfræðingar  álíta:
Ingstad hafa fundið
bústað Leifs heppna
BANDARÍSKIR fornleifa-
fræðingar, dr. Junius Bird
frá The American National
Museum í New York og dr.
Collins frá Smithsonian
Institute, hafa kannað forn
leifarannsóknir      Norð-
mannsins Helge Ingstad á
Nýfundnalandi og komizt
að þeirri niðurstöðu, að
hann hafi að öllum líkind-
um fundið bústað Leifs
heppna í Vínlandi.  Telja
þeir niðurstöður rannsókna
Ingstads sönnun þess, að
víkingar hafi haft þar að-
setur um 1000.
Danska blaðið Politiken hef
ur skýrt frá þessu og segir,
að      fornleifafræðingarnir
bandarísku hafi farið með Ing
stad á staðinn og athugað forn
leifarnar, sem fram komu við
uppgreftina síðustu sumur.
Hafi þeir við heimkomuna
látið í Jjós þá skoðun sína,
m.a. við UPI-fréttastofuna, að
Helge  Ingstad  hafi  fundið
sönnnunargögn fyrir búsetu
víkinga á þessum stað í kring-
um árið 1000. Fundizt hafi
leifar af híbýlum manna, þar
á meðal af dæmigerðum skála
frá víkingaöld og hlóðaeld-
húsi, og ennfremur merki um
rauðablástur. Bendi kolefna-
rannsóknir á leif um þessum til
þess, að þær séu frá því um
1000.
Segir blaðið, að á niðurstöð-
um þessara rannsókna og frá-
sögnum fslendingasagna byggi
bandarísku fornleifafræðing-
arnir þá skoðun sína, að Ing-
MtWMMMMMIMilHn
Helge Ingstad
stad hafi þarna fundið bústað
Leifs heppna, þar sem í ís-
lendingasögum sé kallað „á
Vínlandi".
— á.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32