Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 242. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 siður
atnJWte>í>
50  árgangur
242. tbl. — Miðvikudagur 13. nóvember 1963
Prentsmiðja  Morsunblaðsins
Olaíur Thors senir öí sér
embætti lorsætisráðherra
Tekur sér hvíld frá störfum að læknisráði
Bjarna  Benediktssyni  formanni
Sjálfstæðisflokksins  verður  falin
myndun  nýrrar  ríkisstjórnar
ÓLAFUR THORS forsætisráðherra gaf í gærkvöldi út tilkynningu um
það, að hann hefði ákveðið að biðjast lausnar frá embætti sínu. Hafa
læknar hans ráðlagt honum að taka sér algera hvíld frá störfum í
nokkra mánuði.
Tilkynning sú sem forsætisráðherra birti um þetta í gærkvöldi er
svohljóðandi:
„Læknar mínir hafa tjáð mér að mér sé nauðsynlegt að taka mér al-
gera hvíld frá störfum í nokkra mánuði. Ég get því ekki unnið að lausn
hinna ýmsu vandamála, sem framundan bíða.
Haustið 1961 stóð svipað á fyrir mér. Tók ég mér þá hvíld frá störfum
í þrjá mánuði. Ég tel ekki rétt að hafa sama hátt á nú og hef því ákveðið
að biðjast lausnar frá embætti mínu.
Reykjavík, 12. nóv. 1963
Ólafur Thors."
Samtal við forsætisráðherra
Morgunblaðið átti stutt samtal við Ólaf Thors í gærkvöldi og spurði
hann, hvað blaðið mætti frekar hafa eftir honum. Komst forsætisráðherr-
ann þá á orði á þessa leið:
— Ég hef í raun og veru engu við að bæta. Ég viðurkenni að það er
engan veginn auðvelt að taka slíka ákvörðun. En þegar læknarnir segja:
„Þú getur orðið allra karla elztur ef þú tekur þér hvíld, ella er ekkert
líklegra en að þú farir þér að voða," er auðvitað ekki skynsamlegt að
þrjózkast.
Það skar þó ekki úr, heldur hitt, að eftir 4—5 vikna erfiða legu í
sumar og hörkuvinnu síðustu 6—8 vikurnar er starfsorkan ónóg, án hvíld-
ar, til að etja við ýmsan vanda, sem framundan er.
Ég tel mig því hafa gert rétt gagnvart sjálfum mér og bðrum, enda
Verða nú taumarnir lagðir í traustar hendur. Að sjálfsögðu mun ég halda
áfram þingmennnsku, enda þótt ég verði að taka mér hvíld frá henni
einnig í bili, sagði Ólafur Thors að lokum.
Olaíur Thors — forsætisráffherra í fimm ríkisstjórnum.
Bjarni  Benediktsson,  íormað ur   Sjálfstæðisflokksins,
myndar nýja ríkisstjórn á morgun.
Bjarni Benediktsson taki
við embætti
forsaetisráðherra
Ákvörðun Ólafs Thors var til-
kynnt á fundi sem haldinn var í
þingflokki Sjálfstæðismanna kl.
5 síðdegis í gær. Var þar sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
að óska þess að Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, tæki við embætti for-
sætisráðherra. Jafnframt var
Ólafi Thors þakkað stórbrotið
starf í þágu íslenzku þjóðarinnar.
Á fundi, sem haldinn var á
sama tíma í þingflokki Alþýðu-
flokksins var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum að afstaða Al-
þýðuflokksins til stjórnarsam-
starfsins um núverandi ríkis-
stjórn væri óbreytt, þar sem
heilsufarsástæður einar réðu
lausnarbeiðni forsætisráðherra.
Gert er ráð fyrir að forseti ís-
lands muni í dag fela Bjarna
Benediktssyni myndun nýrrar
ríkisstjórnar og hún muni form-
lega taka við á ríkisráðsfundi á
morgun.
Forsætisráðherra
í 5 ríkisstjórnum
Ólafur Thors var fyrst kosinn
á þing árið 1925 fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Var hann
þingmaður þess kjördæmis óslit-
ið þar til er kjördæmaskipuninni
var breytt árið 1959. Þá gerðist
hann 1. þingmaður hins nýja
Reykjanesskjördæmis og hefir
verið það síðan. Hefir hann setið
lengst allra núverandi þingmanna
á Alþingi, samtals á 46 þingum
og er jafnframt aldursforseti
þingsins. Verður hann 72 ára 19.
janúar n.k.
Ólafur Thors mun gegna áfram
þingmennsku enda þótt hann
hafi sagt af sér forsætisráðherra-
embætti.
Hann varð fyrst ráðherra í
ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar
árið 1932. Árið 1939 varð hann
atvinnumálaráðherra í þjóð-
stjórninni og gegndi því embætti
til vors  1942.  Þá  varð  hann í
fyrsta skipti forsætisráðherra er
hann myndaði flokksstjórn Sjálf-
stæðisflokksins þá um vorið. En
hún fór með völd til ársloka það
ár.
Árið 1944 varð hann forsætis-
og utanríkisráðherra í Nýsköp-
unarstjórninni sem sat til árs-
byrjunar 1947.
í byrjun desember 1949 mynd-
aði Ólafur Thors þriðja ráðu-
neyti sitt. Var það minnihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem
fór með völd þar til í marz 1950,
er Steingrímur Steinþórsson
myndaði nýja samsteypustjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins. f þeirri ríkis-
stjórn varð Ólafur Thors síðan
atvinnumálaráðherra.
Formaður Sjálfstæðis-
flokksins 1934—1961
Sumarið 1953 myndaði Ólafur
Thors fjórða ráðuneyti sitt, sem
var samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins. Sat hún til miðs árs 1956.
Framh. á bls. 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32