Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 243. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
mðAátoib
50  árgangur
243. tW. — Fimmtudagur 14. nóvember 1963
Prentsmíðja Morgunblaðsíns
Uppreisnartilraun barin niður í Irak
Fyrrverandi leiðtogi
Baathista reynir að steypa
ríkisstjórn flokksins
Damaskus, Sýrlandi, 13. nóv. — (AP) —
SNEMMA í morgun var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í
írak. Hófst uppreisnin með því að loftárásir voru gerðar á
höfuðborgina Bagdad og herbúðir skammt frá borginni. •
Tókst stjórnarhernum á fáum klukkustundum að sigrast á
nppreisnarmönnum og hrekja foringja þeirra á flótta úr
landi. Aðalhvatamaður uppreisnarinnar var Áli Saleh el
Saadi, fyrrverandi aðstoðar-forsætisráðherra í stjórn el
Bakr, en honum hafði verið vikið úr stjórninni sl. mánudag.
Fyrstu fréttirnar um uppreisn-
ina voru mjög óljósar. Áður hafði
verið lesin í útvarpinu í Bagdad
tilkynning um breytingar á ríkis-
stjórn Baaath-flokksins, og að ný
15 manna stjórn hafi tekið við
völdum sl. mánudag. Ahmad
Hassan el Bakr var eftir sem áð-
ur forsætisráðherra, en næstir
honum á listanum komu Taher
Yahya, forseti herráðsins, Haz-
em Jawad, aðstoðar-innanríkis-
ráðherra og Taleb Hussein Sheb-
ib, utanríkisráðherra.
SAADI VIKIÐ ÚR
STJÓRNINNI
Það vakti strax nokkra furðu
að Ali Saleh el Saadi átti ekki
sæti í nýju stjórninni, en hann
var  áður  aðstoðar-forsætisráð-
í FRÉTT frá Valetta á eyjunni
Möltu segir að herflugvél frá
írak hafi lent þar síðdegis í
dag á Ieið frá Madrid.-Í vél
inni voru 13 manns, þar af sjö
einkennisbúnir. Sagt er að vél
inni hafi verið neitað um við-
dvöl í Madrid. Vslin stóð við
í tvær stundir í Valetta, en
hélt síðan fcrðinni áfram til
Kýpur.
herra og auk þess einn af mestu
áhrifamönnum flokksins.
Eftir að tilkynnt hafði verið
um nýju stjórnina var haldið á-
fram að útvarpa venjulegri dag-
skrá þar til skyndilega um kl.
fimm í morgun (ísl. tími) að út-
varpsstöðin þagnaði. Óljósar
fregnir bárust eftir það frá Lond-
©n og Washington að eitthvað
mikið væri um að vera í írak.
Engin staðfesting fékkst þó á
þessu fyrr en Bagdad-útvarpið
hóf sendingar á ný. Kom þá
Saleh Mahdi Ammash, hermála-
ráðherra, fram fyrir hlustendur í
nafni el Bakr forsætisráðherra og
sagði einingu Baath-ista í hættu,
gera þyrfti ráðstafanir til að
vernda líf borgaranna og ráða
fram úr aðsteðjandi vandamál-
málum. Síðan hætti útvarpið
sendingum að nýju.
HERFLUTNINGAR
Fréttir tóku nú að berast eftir
ýmsum leiðum um að uppreisn
hafi verið gerð í landinu. Far-
þegaflugvél, sem lenda átti í Bag
dad, var snúið við til Teheran
í fran, og sögðu farþegarnir að
þeir hefðu séð miklar herflutn-
ingalestir á leið til höfuðborgar-
innar. Einnig höfðu þeir séð um
100 skriðdreka skammt frá borg-
inni. Þá bárust fregnir frá ýms-
um sendiráðum í Bagdad um að
flugvélar hefðu gert loftárásir á
forsetahöllina og á herbúðir við
höfuðborgina.
Um hádegið tók að heyrast í
útvarpsstöð, sem nefndi sig fyrst
„Útvarp arabisku þjóðarinnar"
og seinna „Útvarp byltingarinn-
ar í frak". Flutti útvarpsstöð
þessi ávörp og áskoranir frá
stjórn el Bakr. Skýrði útvarps-
stöð þessi frá því að lýst hafi ver-
ið útgöngubanni í höfuðborgínni
og úthverfum hennar, en skoraði
jafnframt á borgarbúa að sýna
stillingu. Komu þeir el Bakr for-
sætisráðherra og varnarmálaráð-
herrann fram í útvarpinu og hétu
því að leyst yrði úr vandanum.
Sagði forsætisráðherrann að
Framhald á bls. 23.
Bandaríkjastjórn mótmælir
handtöku Barghoorns
Seg{a  hana  geta  haft  alvarlegar  afleiðingar
Moskvu,  13.  nóv. — (AP-NTB)
BANDARÍKJASTJÓRN hefur af
Jóhann Hafstein
hent utanríkisráðuneytinu í
Moskvu og sendiráði Sovétríkj-
anna í Washington harðorð mót-
mæli vegna handtöku Frederick
C. Barghoorns prófessors, sem
sakaður er um njósnfr í Sovét-
ríkjunum. Þvertekur bandaríska
stjórnin fyrir það að Barghoorn
hafi stundað njósnir og krefst
þess að hann verði tafarlaust lát-
inn laus, og að starfsmenn banda-
ríska sendiráðsíns í Moskvu fái
að hafa samband við hann. Kröf-
um bandarísku stjórnarinnar hef-
ur ekki verið sinnt.
Barghoorn er kennari í fúss-
neskum fræðum við Yale háskóla
í Bandaríkjunum. Hann fór til
Sovétríkjanna í mánaðar kynn-
isferð 1. október sl., og ætlaði að
halda heimleiðis 1. þ. m. Síðast
fréttist til hans í Moskvu 31. okt.
Jóhann Hafstein
dómsmálaráiherra
A FUNDI í þingflókki Sjálfstæð-
isflokksins, sem hófst kl. 5 síð-
degis í gær var samþykkt með
samhljóða atkvæðum að Jóhann
Hafstein, alþingismaður, skyldi
taka sæti dómsmálaráðherra í
ríkisstjórninni í stað Bjarna
Benediktssonar, sem verður for-
sætisráðherra.
Jóhann Hafsteín er fæddur á
Akureyri 19. sept. 1915. Hann
lauk stúdentsprófi árið 1934 og
lögfræðiprófi árið 1938. Hann var
fyrst kosinn á þing í Reykjavík
árið 1946 og hefur átt sæti á
þingi síðan sem þingmaður Reyk
víkinga. Hefur hann setið á 19
þingum.
Hann var formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna 1943 til
1949, formaður Heimdallar FUS
í Reykjavík 1939 til 1942. Banka-
stjóri Útvegsbankans hefur hann
verið frá árinu 1952 til þessa dags
að undanskildum síðari hluta árs
ins 1961 er hann gegndi störfum
dómsmálaráðherra í viðreisnar-
stjórninni.
Jóhann Hafstein hefur undan-
farið setið fund NATO-þing-
manna, sem haldinn var í Faris.
Mun hann væntanlegur heim á
morgun.
Yfirvöldin í Alsír báru í gær
til baka frétt frá Marrokkó
um að útlendingaherdeild
skipuð hermönnum frá
Egyptalandi, Kúbu, Búlga-
ríu og Kína hafi verið send
til eflingar alsírska hersins.
Segja yfirvöldin að sendi-
nefndum frá þessum löndum
hafi verið boðið til landsins
í tilefni afmælis byltingarinn
ar gegn Frökkum, og séu nú
flestir farnir heim.
Meðfylgjandi mynd var
tekin s.l. mánudag í herbúð
um við Coloir.b-Bechar, ná-
lægt landamærum Marokkó.
Sýnir hún Aly Amer hers-
höfðingja frá Arabiska sam-
bandslýðveldinu kanna egyp-
zkt herlið.
en þá hafði hann samband við
einn af starfsmönnum sendiráðs-
ins. í gær var skýrt frá því að
Barghoorn hafi verið handtekinn
„fyrir nokkrum dögum" sakaður
um njósnir.
Sendiherra Bandaríkjanna i
Moskvu, Foy Kohler, gekk í dag
á fund Valerian Zorins, aðstoðar
utanríkisráðherra, og ræddust
þeir við í stundarfjórðung. Krafð
ist sendiherrann þess að Barg-
hoorn yrði þegar í stað látinn
laus og að sendiráðsmenn fengju
að tala við hann. Einnig krafðist
sendiherrann þess að fá að sjá
ákæruna á hendur Barghoorn. —i
Svaraði Zorin því til að engar
upplýsingar yrðu gefnar að svo
stöddu um Barghoorn, en kvört-
un Bandaríkjastjórnar yrði kom-
ið áfram til réttra aðila.
í Washington var sendiherra
Sovétríkjanna, Anatoly Dobryn-
in, kvaddur á fund í utanríkis-
ráðuneytinu og honum tilkynnt
að handtaka Barghoorns gæti
haft mjög alvarlegar afleiðingar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24