Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  siðu?
Iflfrife
50  árgangur
255. tbl. — Fimmtudagur 28. nóvember 1963
Prentsmíðja Morgunhlaðsins
VV     /  ;                                                           ;.¦
Likfylgd  Kennedys  Bandaríkja forseta  heldur  frá  þinghúsinu  í Washington. Fleiri myndir   frá útför forsetans eru á hls. 10.
Johnson hvetur Bandaríkjaþing
að heiðra minningu Kennedys
með samþykkt mannréftindafrumvarps hans
Washington, 27. nóv. NTB-AP
+ LYNDON B. JOHNSON,
forseti Bandaríkjanna, hvatti
í dag þingið til þess sib heiðra
minningu Johns F. Kennedys,
forseta, með því að sam-
þykkja frumvarp hans um
jafnrétti allra borgara Banda-
ríkjanna.
¦^- Johnson hélt í dag fyrstu
þingræðu sína sem forseti
Bandaríkjanna og á hana
hlýddu fulltrúar beggja þing-
deilda.  Forsetinn  lagði  á-
herzlu á, að Bandaríkin
myndu halda áfram á þeirri
braut, sem Kennedy markaði.
Bandaríkjamenn myndu ekki
gera hlé á baráttu sinni í þágu
friðarins og standa við allar
skuldbindingar sínar við
bandamenn sína.
•fa Forsetinn sagði að haldið
yrði áfram aðstoð við vanþró-
uð ríki og miðað, að því að
auka utanríkisverzlunina. —
Hann skoraði á þingið að
samþykkja  frumvarp  Kenn-
edys um skattalækkanir,
kennslumál og aukna atvinnu
möguleika.
Þingmenn fögnuðu ræðu
Johnsons, en fulltrúar Suður-
ríkjanna tóku ekki þátt í lófa-
takinu, sem glumdi, er forsetinn
skoraði á þingheim að samþykkja
frumvarpið um jafnrétti hvítra
manna og þeldökkra. Forsetinn
var 27 mínútur að flytja ræðu
sína, var henni útvarpað og sjón-
varpað í mörgum löndum heims.
Tass-fréttastofan flutti úrdrátt úr
ræðu forsetans og hafði langa
kafla orðrétt eftir honum.
frá þekktum kommúnistum
finnast hjá Oswald
Dallas 27. nóv. (NTB-AP).
EINN lögfræðinga Texasríkis,
William Alexander, skýrði frá
þvi í dag, að á heimili Lees H.
Oswalds, sem ákærður var fyrir
morðið á Kennedy Bandaríkja-
forseta, hafi fundizt bréf, sem
sönnuðu starfsemi hans í þágu
kommúnista. Ekkert í bréfum
þessum benti þó til þess að sam-
særi hefði verið gert gegn
Kennedy.
Starfsmenn bandarisku ríkis-
lögreglunnar (F.B j.) vmna nú að
rannsókn morðs Kennedys og
Lees H. Oswalds. í dag sendi
ríkislögreglan    dómsmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna skýrslu um
rannsóknirnar. Gert er ráð fyrir,
að dómsmálanefnd Öldungadeild
ar Bandaríkjaþings hefji yfir-
heyrslur vegna morðanna í byrj-
un næsta mánaðar.
Fregnir herma, að í skýrslunni,
sem dómsmálaráðuneytinu hefur
borizt, séu upplýst ýmís atriði
varðandi vopnið, sem morðingi
forsetans notaði og haft er eftir
áreiðanlegum heimiidum, að þar
sé fullyrt, að enginn vafi leiki á
því að Oswald hafi myrt foxset-
ann.
Lögreglan í Dallas lét í dag í
ljós undrun yfir fregn, sem birt-
ist í gær í franska blaðinu Paris-
Presse, en þar stóð, að blaðið
hefði undir höndum kvikmynd,
sem sýndi, að skotið hefði verið
úr tveimur byssum á Kennedy
forseta. Ríkislögreglan sagði
einnig, að henni hefði ekki bor-
izt vitneskja um að slik kvik-
mynd hefði verið tekin.
Talsmenn lögreglunnar í Dall-
as fullyxða, að unnt hafi verið
að skjóta þremur skotum á nokkr
um sekúndum úr byssunni, sem
talið er að Kennedy hafi verið
myrtur með, en aðrir sérfræð-
ingar hafa látið í ljós þá skoð-
un, að slíkt sé ókleift.
Talsmaður ríkislögreglunnar
sagði í dag, að rannsóknin í Dall-
Framhald á bls. 23.
Fulltrúar á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna gerðu góð-
an róm að ræðu Johnsons og
margir þeirra voru sammála um,
að hún hefði verið uppörvandi.
Hér á eftir fer ræða Johnsons:
•  KENNEDY LIFIR f
HUGUM ALLRA MANNA
Lyndon B. Johnson, forseti
Bandaríkjanna, hóf ræðu sína á
eftirfarandi orðum: „Ég gæfi
glaður allt, sem ég á, til þess að
þurfa ekki að standa hér í dag.
Viðurstyggilegasti     verknaður
vorra tíma hefur svipt mesta leið
toga vorra tíma lífi. En John
Fitzgerald Kennedy mun lifa í
hinum ódauðlegu orðum sínum
og verkum. Hann lifir í hugum
allra manna og hjörtum þjóðar
sinnar. Tjón okkar hryggir okk-
ur meir en orð fá lýst, en við get-
um ekki fundið nægilega sterk
orð til þess að lýsa þeim ásetn-
ingi okkar, að Bandaríkin haldi
Framh. á bls. 2.
Börn í
fögnuðu
morðinu
á Kennedy
VIÐBRÖGÐ manna í Alþýðu-
lýðveldinu Kína við fráfall
Kennedys, forseta, og emfcætt-
istöku J ohnsons, eru yfirleitt á
einn veg.
Hefur kommúníska frétta-
stofan „Hsinhua" lýst því yfir,
að Johnson muni halda áfram
„blekkingarstefnu Kennedys".
Þá herma fregnir frá höfuð-
borginni Peking, að skólabörn
hafi fagnað ákaflega, er þeim
barst fréttin um morð forset-
ans. Hefur hann árum saman
verið lýstur f jandmaður friðar
og mannkyns í Alþýðulýðveld
inu.
Blöð í Kína, þar á með-
al helztu málgögn kommún
istaflokks landsins, sögðu frá
morðinu á forsetanum í 300
orða langri fréttaklausu á inn
síðum. Á forsíðum birtu þau
hins vegar 600 orða útdrátt úr
ævi forsetans, og var sú frá
sögn skreytt teiknimyndum af
forsetanum, þar sem hann er
sýndur ljótur og þungbúinn.
Ummæli „Hsinhua"-frétta-
stofunnar um Johnson forseta,
eru á þann veg, að hann muni
halda áfram „blekkingastefn-
unni", og segir hann trúa á
.tvöfeldnislega andbyltinga-
stefnu", og ætli sér að styðj-
ast við hana.
Lögð er áherzla á stefnu
Johnson gegn-Kúbu, og sagt,
að sé að marka orð Johnsons,
muni hann ekki hætta fyrr en
„kommúnisminn hafi verið
rekinn frá Kúbu og Suður-
Ameríku".
Þá er vikið að fjandskap
Johnsons við Alþýðulýðveldið
Kina, og sagt, að hann komi
bezt fram í stuðningi hans við
þjóðernissinna á Formósu.
Sumar frásagnir og mynd-
ir, sem birzt hafa í blöðum á
meginlandi Kína, þykja með
fádæmum ósmekklegar og við
bjóðslegar. Verkalýðsblaðið
„Kungjen Jih Pao" birtir t.d.
teiknimynd af Kennedy, þar
sem hann liggur skotinn, með
andlitið við jörðu. Um John-
son sagði í því blaði, að hann'
sé „milljónamæringur, full-
trúi ríkra olíubraskara í Suð-
urríkjunum og stórkapitalista
í Norðurríkjunum."
Sendimaður hlutlauss ríkis í
Peking hermir, að Kínverji í
starfsliði sínu hefði sagt, þeg-
ar hann frétti um lát Kenn-
edys: „Þetta eru góðar fréttir.
Hann var sannarlega vondur
maður".
Atti að myrða de GauIIe?
Washington 27. nóv. (AP-NTB)
TALSMAÐUR bandarísku ríkis-
lögreglunnar (F.B.I.) skýrði frá
því í dag, að hún hefði verið
vöruð við því, að tilraunir yrðu
gerðar til þess að ráða de Gaulle
Frakklandsforseta,   og   Cabell,
borgarstjóra í Dallas, af dögum
við útför Kennedys forseta.
Lögreglan  sagðist  hafa  gert
sérstakar     öryggisráðstafanir
i vegna  þessara  upplýsinga,  en
j ekkert  hefði  komið  fyrir, sem
j benti til þess að myrða ætti de
Gaulle og CabelL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24