Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 260. tölublaš og Orkunotkun Ķslendinga 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvik,udagui 4. des. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
Talið frá vinstri: Þórir Konráðsson, yfirvélstjóri, Brinkham, skipateiknari, og Steinar Kristjánsson, skipstjóri.
Selá-nýjasta skip flotans
í FYRRADAG kom til lands
ins nýtt skip, eign Hafskips hf.
'Selá heitir það, og er byggt í
Vestur-Þýzkalandi hjá skipa-
smíðastöð D. W. Kremersohn
í Elmshorn, en sá staður er
nœrri Hamborg.
Öll skip félagsins hafa verið
smíðuð þarna, Laxá, Rangá og
nú Selá.
Skipið er einnig teiknatS af
sama manni og hin, Brinkham
verkfræðingi, og kom hann
með skipinu til landsins nú í
boði skipafélagsins.
Ms. Selá er búið öllum ný-
tízku tækjum, m.a. er það bú-
ið sjónvarpsloftneti til augna-
yndis fyrir skipshöfnina.
Það er 1745 tonn að stærð
og 100 tonnum stærra en
Rangá. Það hefur 1050 hest-
afla Deutz-dieselvél, og reynd
ist gangharði skipsins 12 míl-
ur í reynsluferð.
12 manna áhöfn er á skip-
inu og er það fátítt á jafnstóru
skipi.
Skipstjóri er Steinar Krist-
jánsson, sem sigldi skipinu
hingað og stjórnað hefur öll-
um skipum félagsins, nokkurs
konar flaggskipstj.  félagsdns.
Yfirvélstjóri er Þórir Kon-
ráðsson, en 1. stýrimaður er
Jón Axelsson. Bryti er Árni
Björnsson.
Það er nýmæli, að skipið er
í föstum áætlunarferðum, sem
auglýstar eru fyrirfram, Ham-
borg, Rotterdam, Hull á 14
daga fresti til Reykjavíkur og
hafna úti á landi.
Skipið er eingöngu vöru-
flutningaskip.
Framkvæmdastjóri Hafskips
hf. er Sigurður Njálsson, en
formaður félagsstjórnar er
Gísli Gíslason.
Selá var 4 sólarhringa frá
Hull.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins átti stutt samtal við Stein-
ar skipstjóra um borð. Hann
kvað skipið vera líkt hinum
skipum félagsins, Laxá og
Rangá, og hefði það reynzt
gott sjóskip. Mikill veltingur
var á leiðinni, en jafnvel ekki
hinn ágæti teiknari, Brink-
ham, hefði orðið sjóveikur.
I horninu hjá skipstjóra var
bókaskápur. Þar mátti líta
mikið lesna Biblíu ásamt ýms-
um orðabókum. Vafalaust eru
þetta nauðsynjahlutir' fyrir
skipstjóra, sem víða siglir, og
er skemmst að minnást viður-
eignar þeirra Eiríks Kristó-
ferssonar og Barrie Ándersons
skipherra   í   þorskastríðinu,
sem vógu hvor að öðrum með
Biblíuna að „vopni.
Aðbúnaður skipverja er með
ágætum t>g skipið í alla staði
hið glæsilegasta.
Um nafhgiftina sagði Sigurð
ur Njálsson framkvæmda-
stjóri, að valin væru þægileg
og stutt heiti. Selá væri að
vísu til nálægt Siglufirði, sem
væri heimahöfn skipsins, en
það gæti alveg eins átt við
aðrar ár, meðal annars væri til
Selá á Ströndum.
Sigurður Njálsson, framkvæmdastjóri, og kona hans.
Flugfélag fslands kaupir
aðra Cloudmaster-flugvél
MILLILANDAFUGFLOTA Flug-
félags Islands bætist á næstunni
nýr farkostur, Cloudmasterflug-
vél, sem félagið hefur fest kaup á.
Hin nýja flugvél er af sömu
gerð og „Skýfaxi", sem Flugfé-
lagið keypti fyrir tveim árum.
Báðar eru flugvélarnar keyptar
af norræna flugfélaginu S.A.S.
Endanleg ákvörðun um kaupin
á hinni nýju Cloudmasterflugvél,
var tekin eftir víðtækar athugan-
ir á flugvélategundum, sem til
greina komu, en sem kunnugt er,
takmarkast slíkt við flugvélar,
eem nota flugbrautir í styttra
lagi vegna takmarkaðra brauta-
lengda Reykjavíkurflugvallar.
^   Það voru því aðeins tvær teg-
undir, Viscount-skrúfuþotur og
Cloudmasterflugvélar, sem um
var að velja, en vegna mjög auk-
inna flutninga í millilandaflugi
Flugfélags fslands hin síðari ár
varð að ráði að velja Cloudmast-
erflugvél, vegna þess hve miklu
fleiri farþega hún getur flutt í
hverri ferð.
Árið 1956, er Flugfélag fslands
ákvað kaupin á Viscountskrúfu-
þotunum, var farþegafjöldinn
milli landa 15.170, en árið 1962
voru farþegar í millilandaflugi
félagsins 35.892.
Cloudmasterflugvélin sem Flug
félag íslands hefur nú keypt
verður  afhent  félaginu síðar í
þessum mánuði og kemur væntan
lega til landsins fyrir jóL
Samningar um flugvélakaupin
fóru fram í Kaupmannahöfn en
þangað fóru þeir Jón N. Pálsson,
yfirmaður skoðunardeildar, As-
geir Samúelsson, flugvirki, Jó-
hann Gíslason, deildarstjóri flug-
deildar og Birgir Þórhallsson,
deildarstjóri millilandaflugs, sem
undirritaði samningana fyrir
Flugfélag íslands.
London, 2. des. (AP):
Margrét prinsessa, systir
Bretadrottningar á von á öðru
barni sinu í apríl. Prinsessan,
sem er gift Snowdon lávarði,
er við beztu heilsu.
Tímaritið Skák
BLAÐINU hefur borizt október-
heftið af tímaritinu „Skák". —
Flytur það margvíslegan fróðleik
um skák og skákmálefnL
Meðal efnis þess að þessu sinni
má nefna: Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur 1963, eftir Þóri Ól-
afsson, hagfræðing. Grein er eft-
ir Botvinnik um rússneska stór-
meistarann Tchigorin. Hvenær
verða biðskákir lagðar niður?
nefnist önnur grein eftir Þóri Ól-
afsson. Friðrik Ólafsson skrifar
um „Skák mánaðarins". Grein er
eftir rússneska stórmeistarann A.
Kotov, sem nefnist: Hvernig á ég
að tefla betur? Fjöldi skáka er í
blaðinu og margt fleira efni.
Ritstjóri „Skákar" er Jóhann
Þórir Jónsson, formaður Taflfé-
lags Reykjavíkur, en í ritnefnd
Fríðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhanns
son og Gunnar Gunnarsson.
STAKSTEIIMAR
• ÞáttaskJ
Vesturland, blað Sjálfstæðis-
manna á. Vestfjörðum, birti ný-
lega forystugrein undir þessari
fyrirsögn. Er þar komizt að orði
m.a. á þessa leið:
„Breytingarnar á ríkisstjorn
íslands, sem urííu í síðustu viku,
hljóta að teljast mikil þáttaskil í
íslenzkum stjórnmálum.
Nú hverfur frá forystu einhver
glæsilegasti og svipmesti stjórn
málamaður sem ísland hefur al-
ið. Er mikill sjónarsviftir að
Ólafi Thors um forystu lands-
mála, en hann mun sitja áfram
á þingi og er ekki að efa að Sjálf
stæðisflokkurinn mun njóta á-
fram leiðsögu hans og hollráða,
sem byggð eru á mikilli reynslu
hans í f jögurra áratuga baráttu
íslenzkra stjórnmála.
A þeim langa ferli hefur oft
staðið styrr um Ólaf Thors en
störf hans í þágu lands og þjóðar
hafa verið farsæl og jafnvel
hörðustu andstæðingar hans
hafa kunnað að meta stórbrotinn
stjórnmálaforingja og mikinn per
sónuleika".
V
Tjaldað til einnar nætur
í þetta sama tölublað Vestur-
lands ritaí Sigurður Bjarnason,
alþingismaður, grein undir fyrir
sögninni: Stöðvun verðbólgunn-
ar eða gengisfelling?
Kemst hann m.a. að orði á
þessa leið undir lok greinar sinn
ar:
„Á næstu vikum verður skorið
úr um það, hvort mögulegt reyn
ist að tryggja rekstursgrund-
völl íslenzkra bjargræðisvega
með samræmdum aðgerðum í
efnahagsmálum, ám genglUfeU-
ingar, en með raunhæfum kjara
bótum til hinna lægst la unuðu,
eða hvort fara á enn troðnar
slóðir, mæta nýju kapphlaupl
kaupgjalds og verðlags, nýrri
verðbólguöldu og framkvæma
siðan gengislækkun, sem enginn
mannlegur máttur gæti þá komíð
í veg fyrir. Mundi þá enn tjald-
að til einnar nætur.
Eg er ekki í neinum vafa mn,
hvorn kostinn Vestfirðingar kjósa
í þessum efnum. Þeir kjósa jafn
vægis- og framleiðtsilusteifnuna,
sem tryggir uppbyggingu og
framfarir, batnandi lífskjör í
byggðarlögum þeirra og um gjör
valt landið".
Fólkið viU samkomulag
Alþýðublaðið birtir í gær for
ystugrein um samninga þá sem
yfir standa og tilraunir tH þess
að koma á og tryggja vinnufrið.
Kemst það m.a. að orði á þessa
leið:
„Viðræður eiga sér stað þessa
dagana milli verkalýðshreyfing-
arinnar og atvinnurekenda og má
segja, að ríkisstjórnin sé þriðji
aðili málsins. Fyrir hennar at-
beina standa nú fleiri aðilar að
samningum en nokkru sinni fyrr
og þjdðin bíður full eftirvænting
ar eftir 10. desember. Engin
spurning heyrist oftar en sú,
hvað gerast muni þann dag. Þart
ekki að spyrja um afstöðu aJls
almennings, því nálega hver
maður óskar eftir samkomulagi,
svo komizt verði hjá áframhald-
andi átökum.
Það er góður siður að skrifa
ekki mikið eða tala opinberiega
um samninga, meðan þeir standa
yfir. Liggur í eðli málsins, að
samningamenn ræðast við í trún
aði og leggja síðan niðurstöðu
fyrir umbjóðcndur sína, þegar
tími er kominn til. Sum blöð
hafa að visu tilhneigingu til aS
lýsa samningunum eins og út-
varpsþulur knattspyrnuleik, en
Alþýðublaðið viU hafa
hátt á"
Si
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32