Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  siður
$mmM$foi!b
51. árgangur
5. tbl. — Miðvikudagur 8. janúar 1964
Prentsmiðja Morj;unblaðsins
Rödd  Chou  En-lais  í  Albaníu:
Enginn lætur blekkjast af
hinni fölsku friðarherferð
kapítalista  og  endurskoðunarsinna
Róm, 7. jan. NTB — AP
•  Haft er eftir albönsku
fréttastofunni ATA, að Chou
En-lai, forsætisráðherra Kín-
verska Alþýðulýðveldisins sé
enn staddur í Albaníu og
ferðist nú um landið með
albönskum ráðamönnum.
•  í dag sagði Choii En-Iai í
ræðu að vináttusamband Al-
baniu  og Kína mundi vara til
eílífðar. „Kína og Albanía eru
ekki aðeins nánir samherjar,
sagði hann — heldur systur —
nei, sannir bræður. ... í bar-
áttunni við heimsveldissinna og
nútíma     endurskoðunarsinna
munu þjóðir okkar, flokkar okk-
ar,  ríkisstjórnir  okkar,  berjast
hlið  við  hlið......-    Og
hann bætti við „Kina og Al-
bania eru bundin órjúfandi
böndum byltingar og vináttu,
byggðri á  kenningum Marx og
Samgöngur á Kýpur
í eðlilegt horf
Nicosia, Kýpur, 7. jan.
+ FULLTRÚAR deiluaðila
á Kýpur komust að samkomu
lagi í dag um, að 'aflur skuli
komið á eðlilegum samgöng-
um um eyna. Götuvígi verða
fjarlægð þegar á morgun,
— en brezkir her-
menn verða um hríð áfram
á eynni til þess að halda uppi
lögum og reglu.
¦^- Sendimenn tyrkneskra
Kýpurbúa á fyrirhugaða ráð-
stefnu í London um deilur
eyjarskeggja, héldu í dag
flugleiðis til Ankara í Tyrk-
landi, til undirbúningsvið-
ræðna við tyrknesku stjórn-
ina. Þeir fóru um Nicosíu í
fylgd  brezkra  hermanna.
Formaður sendinefndarinnar,
Denktansh að nafni, sagði við
brottförina frá Nicosía, að hann
myndi leggja alla áherzlu á það
í London, að réttindi tyrkneska
minnihlutans yrðu vel tryggð.
Hann sagði, að reynsla liðinna
ára hefði kennt tyrkneskum
mönnum á eynni að treysta ekki
loforðum grískra. Þeir gætu því
ekki lengur sætt sig við orðin
tóm, heldur yrðu krefjast hald-
góðra trygginga. Takmark
Grikkja væri öllum ljóst af at-
burðum síðustu vikna.
Denktash kvaðst mjög ánægð-
15000
misstu heim-
ili og eignir
Algeirsborg, 7. jan. (NTB)
TAL.IÐ er, að 15000 manns hafi
misst heimili sín og eignir í flóð
uni, er urðu vegna stórrigninga
í suðurhluta Alsír um hátíðarn-
ar. Eignatjón er ekki enn full-
metið, en talið er vist, að nær-
fellt þrjú þúsund hús hafi eyði-
lagzt. Stjórnin í Alsír hefur lát-
íð hefja alls herjar söfnun í land
inu vegna íbúa flóðasvæðanna.
ur með þá ráðstöfun, að full-
trúar Sameinuðu Þjóðanna kæmu
til Kýpur að kynna sér ástandið.
Einnig lauk hann lofsorði á við
leitni brezkra aðila til að bera
klæði á vopnin. Kvaðst hann
vona, að brezkum hermönnum
tækist fyrst um. sinn að koma
í veg fyrir frekari átök, en vist
Framhald á bls. 23.
Lenins .... Byltingarþjóðir
heimsins munu vissulega eiga
eftir að standa yfir höfuðsvörð-
um kapitalískra ríkja og marx-
ism-Ieninismi á eftir að sigra í
baráttunni við endurskoðunar-
stefnuna."               .
Á þessuim sama fundi talaði
Husni Kapo, einn af helztu leið-
togum albanskra kommúnista.
Hann réðist harkalega á Nehru,
forsætisráðherra Indlands, Ken-
nedy heitinn forseta og Johnson
núverandi Bandaríkjaforseta. —
Nehru sagði hann vera að að-
stoða Bandaríkjamenn í tilraun
þeirra til að einangra Kína. —
Heimsvaldasinnar hefðu átt upp-
tökin að átökunum á landamær-
um Kína og Indlands ög endur-
skoðuniarsinnar hefðu lagt þar
hönd á plóginn efnahagslega og
siðferðilega.
„En enginn lætur blekkjast ai
hinni fölsku friðarherferð þeirra
Kennedys, eftirmanns hans á
forsetastóli Bandaríkjanna og
áhangenda þeirra, endurskoðun-
arsinna kommúnismans," sagði
Kapo.
•
í dag tilkynnti fréttastofan
Nýja Kina, að Chou En-lai muni
heimsækja Súdan, er hann held-
ur áfram ferð sinni um Afríku.
Þegar hefur verið tilkynrfí að
hann heimsæki Tamganyika.
Sem fæstir ráðherrar
samtímis f jarverandi
• Lyndon B. Johnson, for-
seti Bandaríkjanna, hefur
mælzt til þess, að gerðar
verði ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir glundroða
í stjórn landsins, ef slys hendi
hann eða nánustu samstarfs-
menn hans.
Hefur hann borið fram þá til-
lögu, að sem fæstir ráðherrar
stjórnarinnar séu fjarverandi frá
Washington í senn og sem fæstir
ráðherrar ferðist saman, hvort
sem er flugleiðis eða með öðrum
hætti. Samkvæmt ósk Johnsons
munu því aðeins þrír ráðherrar
Framh. á bls. 23
William Hildred
IATA ákveður fargjalda
lækkun á fundi vestra
Stutt viðtal  við  sir William
Hildred,  aðalframkv.stj.  IATA
SAMKEPPNI á Norður-
Atlantshafsflugleiðinni fer
nú óðum harðnandi. Á
fundi IATA, sem nú stend-
ur í Montreal, hefur verið
tekin ákvörðun um all-
miklar lækkanir fargjalda
yfir Atlantshafið.
Mbl. ræddi í gærkvöldi
við  Sir  William  Hildred,
aðalframkvæmdastjóra IA
TA, og greindi hann nánar
frá því verði, sem ákveðið
hefði verið að halda sér
við.
Aðspurður um samkeppn
isaðstöðu íslenzka flugfé-
lagsins Loftleiðir við stóru
flugfélögin, eftir að lækk-
anirnar ganga  í  gildi,  1.
apríl n.k., sagði Hildred:
„Ég óska þeim alls hins
bezta." Hins vegar taldi Sir
William, að Loftleiðir nytu
nú ekki þeirrar aðstöðu,
sem félagið hefði haft und-
anfarin ár.
Hildred fór vinsamlegum
orðum um Loftleiðir og starf-
semi þess. Sagði hann félagið
hafa staðið sig vel. Hins veg-
ar vildi hann engu spá um
þróun íslenzkra flugmála, en
sagði þó þetta:
Framhald af bls. 23.
Tilraun var gerð til þess að
ráða Kwame Nkrumah, for-
seta Ghana, af dögum sl.
fimmtudag. — Meðfylgjandi
mynd birtist í dagblöðum
Accra daginn eftir, skv. heim-
ild   forsetans.    Jafnframt
skýrðu þau svo frá, að forset-
inn hefði sjálfur ráðið niður-
lögum árásarmannsins og
væri myndin tekin rétt á eftir.
Árásarmaðurinn var klædd-
ur einkennisbúningi lögregl-
unnar og skaut fimm riffil-
skotum að Nkrumah. Skv. op-
inberum fregnum hafði
Nkrumah bannað hermönnum
sinum að skjóta manninn, þar
sem hann vildi ná honum lif-
andi. Ekki er vitað um afdrif
hans, og heldur ekki sögð á
honum nein deili. Hins vegar
sakar hið opinbera málgagn
stjórnarinnar „The Ghanaian
Times" heimsvaldasinna um
að standa að baki tilræðinu
við Nkrumah og heitir hefnd
um. —
Krúsjeff
kominn
heim
Moskva, 7. jan. — NTB.
• TASS fréttastofan skýrðl
frá því í kvöld, að Nikita
Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét
ríkjanna væri kominn heim UI
Moskvu. Hann hefur undanfarið
dvalizt í Póllandi og átt leyni-
legar viðræður Wladislaw Go-
múlka og aðra pólska kommún-
istaleiðtoga. Ekkert hefur venð
látið uppi um viðræðurnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24