Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síður
wnM$fa$b
51. árgangur
11. tbl. — Miðvikudagur 15. janúar 1964
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fiskimálaráðstefnan í London:
Undirnefnd vinnur
aö tillögum varðandi
fiskveiðilögsögu
Geir Hallgrímsson borgarstjóri leikur fyrsta leikinn á Reykjavíkurmótinu í skák. Hann leikur
fyrir Svein Johannessen gegn Michael Tal fyrrverandi heimsmeistara. Sjá blaðsíðu 3.
(Ljósm. Mbl.: Sv. í>.)
Upplýsingaherferð um
skaðsemi reykinga
Reykingar bannaðar í Eastland, Texas
(Sjá bls. 12 og
13 um við-
brögðin
í Reykjavík)
Washington og Eastland,
14. jan. (NTB).
SKÝRSLA bandarískra vís-
indamanna um áhrif sígarettu
reykinga á heilsu manna hef-
ur vakið mikla athygli, en þar
segir m. a. að reykingar séu
ein aðalorsök krabbameins í
lungum. Ekki hefur þó enn
borið á því að sala á sígarett-
um hafi minnkað. Hinsvegar
er búizt við að heilbrigðis-
yfirvöldin  gangist  fyrir  því
að hafin verði kennsla í
unglingaskólum, þar sem bent
er á skaðsemi sígarettureyk-
inga, og víðtæk herferð verði
hafin gegn sígarettureyking-
xan.
í frétt frá bænum Eastland
í Texas segir að bæjarstjórn-
in hafi nú bannað sígarettu-
sölu og reykingar innan bæj-
arlandsins. Brot á þesum nýju
reglum varða allt að þriggja
ára fangelsi og 1.000,- dollara
(kr. 43 þúsund) sekt.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimilduim í Waahington
munu heilbrigðisyfirvöldin
þar, í samvinnu við ýmsar
heilbrigðisstofnanir, standa
fyrir víðtæfcri fræðslu um
skaðsemi sigarettureyikinga,
og verður lögð megináfaeirzla
á að ná til skólaæskunnar.
V e r ð u r upplýsingaheirferð
þessari hagað svipað og þegar
leitazt var við að fá alla
Bandaríkjamenn til að láta
bólusetja sig gegn lömunar-
veiki fyrir nokkrum árurn.
En sú herferð varð mjög ár-
angursrík. Bent er á, að þótt
s k ý r s 1 a vísindamannanna
dragi ekki í efa skaðsemi
sígarettureykinga, sé ólíklegt
að samiþykkt verði lög er miði
að því að draga úr reyking-
uin.
Dagblaðið New York Times
skýrir frá því í dag að við-
skiptamálanefnd stjórnarinn-
ar sé að undirbúa miklar tak-
markanir að því er varðar aug
lýsingar á sígarettum. Segir
blaðið að reynt verði að banna
Framh. á bls. 2.
London, 14. jan. (AP—NTB) •
Á fiskimálaráðstefnu þeirri
sem fulltrúar 16 Evrópuríkja j
sitja um þessar mundir í Lond
on, var í dag skipuð undir-
nefnd til að gera tillögur um j
fiskveiðilögsögu og landhelgi '<
lijá löndum þeim, sem liggja '
nð Norðursjó og Norður Atl-;
antshafi. Fyrir nefndinni ligg
ur tillaga frá Efnahagsbanda
lagsríkjunum   sex og Bret-
landi.  Talið  er að í  tillögu
þessari sé gert ráð fyrir   3
mílna landhelgi og 6 til 12
mílna   fiskveiðilögsögu,  en
tillagan hefur ekki verið birt.
Varla  er  búizt  við  að
brezka tillagan nái fram  að
ganga, enda hafa bæði ísland
og Noregur fært út lögsögu
sína í 12 milur.
Bkki ber fréttum saman um
efni tiilögu þeirrar, sem Bretar
Og Efnaiiagsbandalagslöndin sex
— Frakkland, Vestur-Þýzkaland,
ítalía, Belgía, Holland og Lux-
embourg — hafa lagt fram. í
sumum fréttum er talið að hér
sé um að ræða sex mílna land-
helgi og 12 mílna fiskveifiílðg-
sögu með undanþágum, en í
öðrum fréttum þriggja mílna
landihelgi, sex mílna fiskveiði-
lögsaga, að viðbættum öðrum
sex mílum, þar sem hefðbundnar
fiskveiðar útlendra fiskiskipa eru
'heimilar samkvæmt nánara sam
komolagi. En hvort heldur er,
yrðu þessar tillögur til þess að
útil»oika rússnesk og pólsk fiski.
sikip flrá víðáttumikium fiski-
miðum á Norðursjó.
Fulltrúar Norðurlandanna og
írlands hafa allir lagt áhrezlu á
að fá 12 mílna lögsögu viður-
kennda, að minnsta kosti að því
er varðar þau lönd, sem þegar
hafa tekið sér þá lögsögu. >á
leggja Danir áherzlu á að 12
mílna mörkin fáist staðfest við
Færeyjar og Grænland. Fáist
sú viðurkenning ekki má búast
við að ráðstefnunni ljúki án
samninga. í>á er líklegt að Bretar
færi út lögsögu sína án samráðs
við aðrar þjóðir, en taki síðan
upp samninga við lönd Efna-
hagsbandalagsins um undanþág-
ur til veiða í ytra sex-mílna belt-
inu.
Enginn fundur verður á ráð-
stefnunni á morgun, en nefndin,
sem skipuð var í dag, miun
kynna sér efni brezku tillögunn-
ar.
114 farast í óveðri
New York, 14. jan. — AP
MIKIÐ óveður hefur geng-
ið yfir austurhluta Banda-
ríkjanna undanfarna tvo
sólarhringa. Hefur vind-
hraðinn komizt upp í 100
km á klst., og snjórinn víða
safnazt í sex metra háa
skafla. Vitað er um 114
manns, sem látizt hafa í ó-
veðrinu.
Skólum hefur víða verið
lokað vegna ófærðar og
einnig flugvöllum og verzl-
num. Um 3 þúsund ferða-
menn urðu að gista á
Kennedy-flugvelli í New
York í nótt eftir að öll um-
ferð um völlinn stöðvaðist
vegna snjóskafla.
í Pennsylvaníu neyddust um
250 nemendur til að gista í
menntaskóla sínum í nótt, og
líkaði það síður en svo illa.
Aðspurður um aðbúnaðinn í
skólanum, svaraði einn af
nemendunum aðeins: „Niður
með snjóplóga. Þetta er mesta
„svíngpartí" ársins".
Heldur dró úr snjókom-
unni í dag, en vindhraðinn var
óbreyttur og frost mikið. Þús-
undir ferðamanna komust
ekki leiðar sinnar og urðu að
leita hælis í yfirfullum gisti-
húsum og opinberum bygg-
ingum.
Snjókoman náði allt suður
til Florida, þar sem nú snjó-
aði í fyrsta skipti á sex árum.
Jacqueline Kennedy
þakkar samúðarkveðjur
Washington, 14. janúar
(AP—NTB)
Frú Jacqueline Kennedy,
ekkja Kennedys forseta,
kom í dag í fyrsta skipti fram
opinberlega frá því að mað-
ur hennar var myrtur í Dall-
as í nóvember s.l. Var tilefn-
ið að þessu sinni að þakka
þau   átta hundruð þúsund
bréf og samúðarkveðjur,
sem hermi hafa borizt víða að
úr heiminum.
Flutti frú Kennedy þakkir sin
ar í ávarpi, sem útvarpað var
frá skrifstofu Roberts Kenne-
dys dómsmálaráðherra, bróður
forsetans heitins.
— „Vitneskjan um það hve vel
Framh. á bis. 2.
%.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24