Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 20. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  siður
51. árgangur
20. tbl. — Laugardagur 25. janúar 1964
Prentsmiðja Morgunbla^sins
Góöur árangur af för
Kennedys til Asíu
Sukarno hefur bo&að vopnahlé, og
líkur eru nú fyrir friðsamlegri  lausn
London, 24. jan. — (NTB)
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Bandaríkjanna, Robert Kenn
edy, kom í dag til London,
eftir för sína til Asíu. Mun
hann nú gefa brezku stjórn-
inni skýrslu um árangur ferð-
¦rsinnar. Megintilgangurinn
var að koma í kring nýjum
umræðum, er leitt gætu til
samkomulags milli ríkjasam-
bandsins Malaysía og þeirra
aðila, sem mest hafa haft á
móti stofnun þess.
Kennedy bar á móti því, að
Sukarno, Indónesíuforseti,
hafi ákveðið að láta af and-
stöðu sinni við ríkjasamband-
ið. Mun sá misskilningur
stafa af því, að Sukarno til-
kynnti í gær, að hann hefði
fyrirskipað vopnahlé á Norð-
Ur-Borneo.
Kennedy lýsti því yfir, er hann
kom á flugvöllinn við London,
að  hann  vonaðist  til  þess,  að
Sukarno myndi sýna samnings-
vilja er komið yrði saman til
frekari  viðræðna.
Síðar í dag átti Kennedy við-
ræður við R. A. Butler, utanrík-
isráðherra Breta, og ræddu þeir
þá nánar niðurstöður viðræðna
þeirra, sem Kennedy hefur tékið
þátt í, undanfarna daga. Auk
hans og Sukarnos tóku Tuhku
Abdul Rahman, forsætisráðherra
Malaysíu og Maeapagal, forseti
Filippseyja þátt í þeim.
Tilkynningin um vopnahlé á
Norður-Borneo vakti mikla á-
nægju i London.-Nokkuð dró úr
henni, er Sukarno birti nýja yfir-
lýsingu, þar sem sagði, að „bar-
áttuaðferðir" kynnu að hafa
breytzt, -en í grundvallaratriðum
væri afstaðan til Malaysíu ó-
breytt.
Kennedy skýrði hins vegar frá
því, að Sukarno hefði fallið frá
allri beitingu valds og vopna,
þar til fram hefði komið, hvers
væntai mætti af frekari viðræð-
um deiluaðila. Dómsmálaráð-
herrann skýrði ennfremur frá
því, að hann væri þess fullviss,
að ráðamenn í Indónesíu hefðu
fullan hug á að leysa þau-vanda-
mál, sem að steðjuðu, á friðsam-
legan hátt.
Á morgun, laugardag, ræðir
Kennedy við Sir Alec Douglas
Home, forsætisráðherra Breta,
og Duncan Sandys, nýlendumála-
ráðherra.
BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra fiytur ræðu sína
á Alþingi í gær.                     (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
Bretar og EBE
iaka sameigin-
Iega afstöðu
London, 24. janúar — AP
BRETLAND og lönd Efna
hagsbandalags Evrópu, sem
saman mynda V-Evrópu
bandalagið, gáfu í 'dag út yfir
iýsingu, þar sem kveðið er á
um nánari samvinnu þessara
sjö ríkja.
Yfirlýsingin var gefin út,
að loknum fundum bandalags
sins, en þeir hafa staðið I
London, undanfarna tvo daga
Tilkynning þessi hefur
vakið nokkra athygli, vegna
viðræðna þeirra um tollamár.i
sem framundan eru. Vitað er,
að sjónarmið Breta og ann-,
arra EFTA-landa varðandi'
þau mál hafa verið ólík sjón-
armiðum Efnahagsbandalags-,
ins. í lok mánaðarins eru fyr-
irhugaðar viðræður um
ójafna tolla beggja vegna
Atlanshafsins, og í Evrópu, en
í maí hefjast þær viðræður,
sem ganga undir nafninu
Kennedy-viðræðurnar".
Hagkvæmasta og almenningi hollasta
aðferðin til þess að firra vandræðum
Söluskattsaukningin  mun valda
1,4% verðhækkun
Ræða  forsætisráðherra,  Bjarna
Benediktssonar, á Alþingi í gær
Á FUNDI neðri deildar Al-1
þingis í gær mælti Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, fyrir framkomnu frum
varpi til laga um ráðstafanir
vegna sjávarútvegsins o. fl.
-^- Forsætisráðherra kvað
flesta gera sér þess Ijósa
grein, að hinar miklu kaup-
hækkanir á síðasta ári hljóti
að hafa svo mikil áhrif á efna-
hagslíf íslenzku þjóðarinnar,
að brýn nauðsyn sé skjótra
gagnráðstafana, ef komast á
hjá hreinum vandræðum.
-jj^ Haldgóð úrræði fáist hins
¦ vegar ekki, nema um þau
sé víðtækt samkomulag. Því
sé æskilegt, að svigrúm gef-
ist til þess að íhuga allt frá
rótum, og stjórnvöld og full-
trúar helztu atvinnustétta
reyni til þrautar að koma sér
saman um frambúðarráðstaf-
anir. Það svigrúm er fyrir
hendi vegna hinna ríflegu
gjaldeyrisvarasjóða.
-y^ Hinar fyrirhuguðu ráð-
stafanir eiga að létta
byrðar togara og frystihúsa,
sem þau fengju ella ekki und-
an risið eftir hinar gífurlegu
launahækkanir, sem yfir hafa
dunið á skömmum tíma.
NATQ-floti ekki í vegi
fyrir dreifingarbanni
- segir Tsarapkin - Frakkar yrBu
að eiga aoild ab sliku banni,
segir fulltrúi USSR
Fargjaldasam
þykkt IATA
,.   Montreal, Kanada, 24. jan.
/    Einkaskeyti frá AP.
IATA, Alþjóðasamband flug-
íélaga, hefur samþykkt ný
íarmgjöld i flugi. Hér er þó
aðeins um að ræða sameigin-
lega afstöðu meðlima til til-
Framh. á bls. 17
Genf, 24. jan. — (NTB) —
AÐALFULLTBÚI Sovétríkj-
anna á afvopnunarráðstefn-
unni í Genf, Seymon Tsarap-
kin, lýsti því yfir í lok um-
ræðna í dag, að hann hefði
aldrei sagt, að Sovétríkin
vildu ekki ræða um bann við
frekari dreifingu kjarnorku-
vopna, nema Bandaríkin
hyrfu frá hugmynd sinni um
kjarnorkuflota Atlantshafs-
bandalagsins, NATO.
Sagði Tsarapkjn, að Sovét-
ríkin væru þess albúin að
ræða slíkt bann. Gjarnan
mætti ræða kjarnorkuflotann
samtímis, þó værl það ekk-
ert skilyrði.
Fulltrúi Rúmeníu, V. Dimi-
trescu, og fulltrúi Búlgaríu, Karlo
Lukanov, héldu því fram í dag,
aS næsta skrefið í áttina til frek-
ara samkomulags á ráðstefnunni
yrðu Vesturveldin að stíga.
Lukanov vék að tillögu Krús-
jeffs, forsætisráðherra SovéJ-
ríkjanna, um bann við valdbeit-
ingu í landamæradeilum. Taldi
hann, að ekki bæri eins mikið á
milli Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna í þessum efnum, og
margir teldu.
Eftir fundi ráðstefnunnar í dag,
skýrði Tsarapkin fréttamönnum
svo frá, að það, sem mestu máli
skipti í afvopnunarmálunum,
væri, að V-Þýzkaland fengi ekki
í hendur kjarnorkuvopn.  „
SÍDUSTU FRÉTTIR:
SiSar í kvölð var haft eftir
öðrum sovézkum fulltrúa á
ráðstefnunni, að samningur
um bann við frekari dreifingu
kjarnorkuvopna yrði að und-'
irritast af Frökkum, ásamt
öðrum, — en Frakkar telja, að
svo lítils árangurs sé að vænta
af ráðstefnunni, að þeir eiga
þar  enga  fulltrúa.
-^ Aukning söluskattsihs
mun sennilega valda u.þ.b.
tveggja stiga vísitöluhækkun,
en raunverulega ekki hækka
verðlagið nema um 1.4%.
-^- Forsætisráðherra rakti
rækilega tilefni og tilgang
lagafrumvarpsins og sagði að
lokum: „Það, sem nú liggur
fyrir, er að taka verkefnin
raunhæfum tökum, — með
raunhæfum     ráðstöfunum,
leysa þau eins og þau liggja
fyrir, og það er ótvírætt, að
hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða verr, — og enginn
gleðst yfir því að þurfa- að
gera tillögur um verulega
skattþyngingu —, þá er sú
skattþynging, sem nú er bor-
in fram tillaga um, að lang-
samlega mestu leyti afleiðing
af þeim orsökum, sem þegar
eru orðnar, og ef menn vilja
ekki, að orsakirnar skapi enn
þá meira tjón og glundroða,
þá er þetta í bili hagkvæm-
asta og almenningi hollasta
aðierðin, til þess að firra vand
ræðum af afleiðingum orsak-
anna."
•fc  Ræða   torsætisráðherra
fer hér á eftir:
Ótvírætt er, að hinar miklu
kauphækkanir, sem urðu á sl.
ári, hljóta að hafa margvísleg
áhrif á efnahag okkar fslendinga.
Þessi áhrif verða misskjótvirk og
munu lýsa sér með mismunandi
hætti. En flestir munu hafa gert
sér grein fyrir því, að viðbúið
sé, að verði ekki gagnráðstafan-
ir gerðar, sé líklegt, að til hreinna
vandræða horfi. Hins vegar er
æskilegt að þessi áhrif fái lýst
sér í framkvæmd, svo að allir
aðilar geti áttað sig á þeím og
mönnum gefist færi á að íhuga,
hver úrræði séu líklegust til þess
Framh. á bls. 8.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24