Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 1
I 52 siðtnr 51 árgangur 117. tbl. — Fimmtudagur 28. maí 1964 PrentsmiSja MorgunblaSsii Ljosið hefur slokknuð — sagði IManda, innairríkisráð- herra Indlands er hann tii- kynnti lát Mehrus, forsætis- rádherra — Bálförin fer fram í dag Nýju Dehli, 27. maí. — (AP-NTB) — ÞJÓÐARSORG ríkir í Indlandi vegna fráfalls forsætisráðherra landsins, Jawarharlal Nehru, er lézt af hjartaslagi í dag, 74 ára að aldri. Kom lát hans sem reiðarslag yfir þjóðina, enda þótt heilsufar hans í vetur, eftir að hann fékk aðkenn- ingu af slagi í janúar sl., hafi búið hana að nokkru undir áfallið. Þó töldu menn vart að svo skammt væri að bíða endalokanna — þess hafði hins vegar verið vænzt, að hann segði af sér embætti |MYND þessa fékk Mbl. sim- = jj| senda frá Nýju Dehli um = = I.ondon í (rærkveldi. Var hún = = tekin um það bil er liki = | Nehrus var komið fyrir á við-g | hafnarbörum i tröppum for- = = sætisráðherrabústaðarins, þarM = sem fólki g-afst færi á að sjáE fhann og kveðja í hinzta sinn.| S = luiiHwmiitiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiifwiiiiiiiiiiiiiiiumiimiii Bræðiköst Nehrus eru þeim minnis' stæð MEÐAL þeirra, sem minnzt hafa Jawaharlals Nehrus, forsætisráð- herra Indlands í dag eru nokkrir elarfsmenn AP-fréttastofunnar, cem átt hafa þess kost á starfs- ferli sánum, að kynnast hinum lálna. Einn þeirra, Preston Gix>ver, ylirmaður fréttaskrtfstafu AP í Moskvu, segir u.n» Nehru, að harvn hafi eins og Gandhi átt miög auðvelt með að umgang- •st aliþýðu manna, — enda þótt ejálfur teldist hann til efri stétt- enna. Jafnframt hatfi hann verið gæddur myndugileika, er ruddi honum braut í stjórnmá 1- um. Grover segir enn fremur, «ð Nehru hafi verið mjög skap- mikill maður — og skapbráður. Ha.fi hann eitt sinn séð hann berja hörkmlega frá sér í hópi tfvlgismanna sinna, er þeir ætl- uðu ekki að leyfa honum að kom «st leiðar sinnar. Yfirmaður skri'fstofu AP i Madrid er sama sinnis og Gixtv- «r umn bnáðlyndi Nehrus — og kveðst muna hann einna helzt fyrir hin skyndilegu bræðiköst. BEn honum rann oftast reiðin jafn skyndilega og gat þá með vinsemd fengið menn til að gleyma iþví sem undan var geng ið. Þessir eiginleikar Nehrus, fonáðlyndi og óiþolinmæði, höfðu km áhrif á Nebru sem boðbera Framihald á bls. 27 Nehrus minnzt um allan heim: I Nehru brunnu eldar frelsis, réttlœtis og vonar — sagði Adlai Stevenson, hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 27. maí. — (AP-NTB) — if ÞJÓÐALEIÐTOGAR og stjórnmálamenn hvarvetna í heiminum hafa í dag látið í ljós hryggð sína vegna frá- falls Jawaharlal Nehrus, for- sætisráðherra Indlands — og sent samúðarkveðjur til Rhadakrishnan, forseta, ríkis- stjórnarinnar og indversku þjóðarinnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til þess að minnast hins látna sér- staklega og fánar aðildarríkja samtakanna hlöktu í hálfa stöng úti fyrir aðalstöðvun- um í New York. Á viðskipta- málaráðstefnu SÞ í Genf var fráfalls Nehrus rriinnzt með einnar mínútu þögn. Framhald á bls. 2i7 Nebru undraðist bók- menntaafrek Islendinga Halldór Laxness segir frá kynnum sínum af hinum nýlátna þjóÖarleiðtoga Indverja HAI.I.DÓK T.axness er einn af örfáum íslendingum, sem hafa hitt Nehru að máli i hans föðurlandi. Morgunblað- ið sneri sér til I.axness í gær og óskaði eftir því að hann segði nokkur orð um kynni sín af hinum látna þjóðarleið toga. Skáldið sagði: — Ég hitti Nehru nokkrum sinnum og var meira að segja gestur á heimili hans til há- degisverðar. Min kynni eru auðvitað takmörkuð af þeim mikla mun sem er á einu far- andskáldi og hinum mikla stjórnmáiamanni og heims- áhrifamanni. — Hann er Ijúfur og þægi- legur gestgjafi og ákaflega töfrandi persóna, háimenntað- ur mað'ur. Við áttum mjög skemmtilegar viðræður og hann lagði fyrir mig þá spurn ingu, sem ég hef ekki getað svarað síðan. — Hann spurði mig að því, hvernig á því stæði að smá- þjóð lengst úti í Norður- Atlantshafi hafi á miðöldum getað skapað einn aí heims- litteratúrunum, þjóð er hefði eklti talið þá nema svo sem 60 þúsund íbúa. Hvaða skýr- ing væri á því? — Nehru vissi sem sé að is- lenzkar bókmenntir teljast til heimslitteratúranna á sama hátt og þær grísku og latn- esku. Ég hef ekki enn getað svarað spurningu þessari. — Ég spurði hann meðal annars að því, hvers vegna hann væri hættur að skrifa bækur. „P.ækur skrifar mað- ur aðeins í fangelsum, svaraði Framhald á bls. 15. forsætisráðherra, áður «i langt um liði, og gerðist ráð- gjafi nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfur sagði Nehru á fundi með fréttamönnum fyrir nokkrum dögum, að hann teldi sig alls ekki nærri falli. Bálför Nehrus fer fram þegar á rnorgun, að ind- verskum hætti, — og verða þar viðstaddir fulltrúar stjórna fjölmargra ríkja. þ. á. m. Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Bretlands, Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Alexei Kosygin, vara-forsætisráð- herra Sovétríkjanna. m Gulzari Lal Nanda, innan- ríkisráðherra, hefur þeg- ar tekið við embætti forsæt- isráðlierra til hráðahirgða eða þar til Congressflokkurinn kemur saman til að velja eft- irmann hins látna. Flestar líkur henda til þess, að hann verði Lal Bahadur Shiastri, vara-forsætisráðherra, sem verið hefur náinn aðstoðar- maður Nehrus frá því hann veiktist í vetur. Nehru lézt um tvöleytið (að staðartima) í dag og hafði þá verið meðvitundarlaus í margar klukkustundir. Við banabeð hans voru Indira, einkadóttir hans, Sarvepalli Rhadakrishnan, for- seti Indlands, Gulzari Lal Nanda, innanrikisréðherra og Lal Baha- dur Shiastri, vara-forsætisráð- herra, auk sjö lækna. f gær- kveldi hafði Nehru virzt hinn hressasti. Hann gekk til sængur um klukkan ellefu (staðartimi) svaf vel í nótt, og vaknaði árla. Sat hann á rúmi sínu og var *ð klæða sig, er hann kvartaði allt í einu um miklar þrautir í baki. Dóttir hans, Indira, kom þegar til hans en hann hneig út af i rúmið og féll i mók. Tveir lækn- ar voru þegar kallaðir á vett- vang, — annar þeirra sérfræð- ingur í hjartasjúkdómum, — en forsætisráðherrann var meðvit- undarlaus, er þeir komu og komst ekki til meðvitundar aftur. Nehru var maður heilsuhraust- ur. Gat vart heitið, að hann kenndi sér meiri háttar meins fyrr en árið 1962, er hann fékk vírussjúkdóm, er herjaði á nýru hans. Og í janúar sl. fékk hann aðkenningu að slagi, sem kunn- ugt er, en síðasta ár hefur hann haft of háan blóðþrýsting. Til stóð, að hann færi í byrjun næsta mánaðar til Kalimpong til hvild- ar og hressingar — en fyrir nokkrum dögum sagði hann í við tali við fréttanienn, að hann reiknaði ekki með heimsókn „sláttumannsins“ á næstunni. Framihald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.