Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 1
 24 síðtnr mmmm 51 árgangur 118. tbl. — Föstudagur 29. maí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lik Nehrus boriö út af heimili hans í Nýju Delhi áleiðis til hins helga fljóts Jumna. Bálför Nehrus á bökkum Jumna, hins heilaga flióts Nýju Delhi, 28. maí. — (NTB-AP) — g] ÞRJÁR milljónir Ind- verja fylgdu leiðtoga sín- um. Jawaharlal Nehru, tíu kílómetra leið frá heimili hans í Nýju Delhi til bálkast- arins við hið helga fljót Jumna, þar sem jarðneskar leifar hans voru brenndar að fornum sið Hindúa. Dóttur- sonur hins látna forsætisráð- herra, Sanjay Gandhi, 17 ára gamall, tendraði bálið, en áð- ur hafði mannfjöldinn hulið líkama hins látna blómum og sandelviðargreinum. Sá, sem þeim loknum verður öskunni síðastur varpaði blómum á bálköst hins látna leiðtoga var Abdullah Múhammeð „Ljónið frá Kasmír.“ Þegar logarnir læstust um líkama Nehrus hrópaði mannfjöld- inn: „Lifi hann að eilífu“, og fallbyssur þrumuðu. Þegar sólarhringur er lið- inn frá bálförinni, flytja ættingjar Nehrus ösku hans j til fæðingarborgar hans, Alla habad, þar sem hún verður geymd dagana 12 meðan þjóð- arsorg ríkir í Indlandi. Að dreift yfir hin helgu fljót Ind- lands. Skömmu áður en líkfylgdin lagði af stað frá heimili Nehrus í Nýju Delhi, varð vart jarð- skjólfta, sem átti upptök sín 15 km suðvestur af borginni. Segja fréttamenn, að jarðskjálftinn hafi fyllt andrúmsloftið enn meiri hátíðleik. Lík Nehrus var flutt á fallbyssuvagni og með- fram götunum, sem líkfylgdin fór um var heiðursvörður her- manna úr hinum indverska her. Á undan fallbyssuvagninum gekk herhljómsveit, sem lék sálmalög og um hátalara voru Framhald á bls. 23. Vfirlýsing Eisenhowers og kjarvTorkuvopn í Viet-IMam KALIFQRNÍU-FYLKI ræður 86 atkvæðum á landaþingi republikana, sem fram fer í júlí n.ik, og svo 'kann að vera, ef marka má ummæli New York Herald Tribune, að Barry Goldwater, öldunga- deildarlþingmaðurinn frá Ari- zona hafi fyrirgert þeim með yfirlýsingu sinni í sjónvarpi á sunnudaginn var, þess efnis að vel mætti nota minniháttar kjarnorkuvopn til þess að eyða skógi í Viet-Nam og eyði leggja þannig birgðaflutn- ingaleiðir kommúnista frá Kína til skæruliða Viet-Kong. Goldwater hefur borið ttl baka að hann hafi sagt þetta beinum orðum og kveðst ein- ungis hafa látið þess getið, að kjarnorkuvopn væru meðal þess er hernaðarmálasérfræð- ingar teldu að beita mætti. Flestir eru þó á þvá að yfirlýsing sú, er Eisenhower fyrrverandi forseti Bandaríkj anna gaf út nú fyrir skömmu, muni hafa meiri áhrif á úrslit kosninganna í Kaliforníu og verða Goldwater sízt til frarn- dráttar, þar sem hún haldi fram „manninum sem flokkur inn þarfnast“ og eigi lýsing Eisenhowers á þeim manni Saturnus og Appollo samferða út í geiminn Velhepþnað geimskot Bandarikjamanna Kennedyhöfða 28. maá (NTB—AP). í DAG kl. 19,07 var mannlausu Appollo-geimfari skotið á loft frá tilraunastöðinni við Kennedy höfða og til þess notuð öflugasta eldflaug heims, Saturnus 1. Geim skot þetta er einn liður i áætlun Bandaríkjamanna um að koma mönnuðu geimfari til tunglsins áður en áratugur sá sem við lif- um nú á er liðinn, ©g tókst til- raunin mjög vel. Þegar eldflaugin þaut af stað út í geiminn frá skotpallinum við Kennedy-höfða á þriðjudags- kvöld, fylgdi í kjölfarið þrumu- gnýr og tæpra 100 metra loga- slóði, enda hraðinn 25.800 km. á klukkustund. Tilraun þessi fór ekki varhluta af tæknilegum töf um fremur venju og var frestað um þrjá tíma. Þegar geimfarið þer við sólu sést það vel frá jörðu og stafar af því eins mikilli birtu og af jarðstjörnunni Venusi. Aðalmarkmið geimskots þessa er að reyna bversu vel geimfarið standist hinn geysilega lofbþrýst ing sem það verður fyrir, og ganga úr skugga um ágæti ör- yggiskerfisins, sem gæta á geim Höfuðborg N-Katanga í höndum uppreisnar- manna Elísabethville, 28. maí. (NTB) STUÐNINGSMENN hins vinstrisinnaða uppreisnarleið toga, Pierre Mulele í Kongó, hafa náð höfuðborg Norður- Katanga, Albertville, á sitt vald. Mulele er stuðningsmað- ur Lumumba. Uppreisnarmenn Mulele fiiiiiiiiiiiiumuiuiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuum Prófkosningarnar i Kaliforniu 2. júni: | Blæs óbyrlega fyrir Barry Goldwater Framhald á bls. 23. lilUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllillllimilllllllllillllllllilllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Öldungadeildarþingmaðurinn Barry Goldwater, sem gerir sér miklar vonir um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, flytur ræðu í Redding í Kaliforniu. Svo er að sjá á myndinni, sem ör standi í baki Goldwaters og sagði hann sjálfur að hún lýsti vel þeirri meðferð sem hann hefði sætt upp á síðkastið. faranna í klefa sínum þegar þar að kemur. Appollo-geimfarið er um 60 m. langt að eldflauginni meðtalinni og er lengsta geimfai^sem skotið hefur verið á loft í Bandaríkjun- um til þssa. Það flutti með sér 475 tonn eldsneytis til ferðarinn- ar. Vegna þess að um frumtil- raun var að ræða, var þess ekki freistað að ná aftur útbrunnu öðru þrepi eldflaugarinnar né tækjum úr geimíarinu. Geimfarið fer umhverfis jörðu á 88 mínútum og 37 sekúndum og er gert ráð fyrir að það fari um 37 sinnum kringum hnöttinn á 55 klukkustundum áður en það brennur upp í gufuhvolfinu. Enda þótt hér sé aðeins um að ræða fyrstu ti’.raunir Appollo- áætlunar Bandaríkjanna mó segja að vel hafi verið' af stað farið með hina 20 billjón dala áætlun um að koma mönnuðu geimfari til tunglsins. Eins og kunnugt er, mun ráð fyrir því gert að skjóta mönnuðu Appollo geimfari á braut umhverfis jörðu innan þriggja ára og tunglskotið er fyrirhugað seint á þessum ára- tug. hafa að undanförnu gert árás- ir á þorp í Norður-Katanga og náð nokkrum á sitt vald, en Albertville er stærsta borgin, sem þeir t'aka. Belgíski ræðismaðurinn í Elísa bethville, skýrði frá því, að í gærmorgun hefði allt fjarskipta- Framhald á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.