Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 sídur
wqsmiMdbfö
51 4rgangur
125. tbl. — Laugardagur 6. júní 1964
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Ný sókn kommúnista í Laos
Bretar  og  Rússar  fallast  á  viðræður  í  Sviss
[ Vientiane, London, Moskvu,
5. júní (AP-NTB)
PATHET Lao kommúnistar
hófu nýjar árásir á hersveitir
Laos-stjórnar á Krukkusléttu
í nótt. Eftir sjö klukkustunda
bardaga tilkynnti stjórnin í
Vientiane að áhlaupinu væri
hrundið.
Stjórnir Bretlands og Sovét
ríkjanna hafa fallizt á tillögu
Póllands um að boða til ráð-
stefnu í Sviss til að ræða á-
gtandið í Laos.
Bandarískar könnunarflug-
vélar hafa ljósmyndað flutn-
ingalest um 60 vörubifreiða á
leið til stöðva Pathet Lao á
Krukkusléttu. Kom lest þessi
frá Norður-Vietnam.
Sókn kommúnista hófst klukk-
en þrjú í nótt eftir staðartíma, og
beindist aðallega gegn stöðvum
etjórnarhersins á hæðinni Phou
JDregur úr út-
[breiðslu twiga-
veikínnar
351 í sjúkrahúsi
Aberdeen, 5. júní (NTB)
lí DAG var tala taugaveikis-
ksjúklinga í Aberdeen komin
jupp í 351, og hefur þeirn
rfjölgað um 17 frá því í gær.
JEngu að síður telja heilbriðis-
lyfirvöldin mangt benda til að
ktekist hafi að hefta útbreiðslu
[veikinnar.             —    '
Dr. Ian MacQueen, yfir-
Jmaður heilbrigðismála borg-,
larinnar s.agði fjölgun sjúkl-
linga í dag hafi verið minni
Len hingað til, og benti það'
ftil þess að varúðarráðstafanir
Jyfirvaldanna væru farnar að
|bera árangur.
í bænum Shrewsbury í
fEnglandi var 13 ára stúl'ka
Jfluitt úr járnbrautarlest ogi
Ibeint í sjúkrahús. Grunur
jleikur á að hún hafi tekið'
itaugaveiki, en hún var nýleiga'
; í Aberdeen.
Khoutt. Fór yfirmaður stjórnaT-
bersins fram á að Bandaríkja-
menn seadu sprengjuflugvélar
gegn kommúnistum, en úr því
gat ekki orðið. Hæðina, sem bar-
izt var Um, tóku Pathet Lao
kommúnistar í síðustu viku, en
stjórnarhernum tókst að ná henni
aftur á sitt vald.
Kouprasith Abhay, hershöfð-
ingi, talsmaður stjórnarhersins
og einn forvígismanna stjórnar
byltingarinnar í Laos í apríl, átti
furid með blaðamönnum í dag.
Sagði hann að stöðugir vista- og
liðsflutningar frá Norður Viet-
nam til kommúnista á Krukku-
sléttu leiddu tii þess að stjórnar-
herinn ætti jafnan í vök að verj-
ast. Taldi Kouprasith nauðsyn-
legt fyrir stjórnina í Laos að
tryggja sér erlenda hernaðarað-
stoð til að hrekja kommúnista
frá Krukkusléttu. Til frekari
skýringar sagði hershöfðinginn
að fyrst og fremst bæri að leita
eftir þeirri aðstoð hjá Bandaríkja
mönnum.
Ekki ber fregnum um bardag-
ana á Krukkusléttu saman. Seg-
ir í tilkynningu stjórnarinnar að
sókn kommúmsta hafi verið stöðv
uð eftir sjö klukkustunda bar-
daga, en aðrar fregnir herma að
enn sé barizt þar.
Viðræður í Laos og Sviss
Reynt hefur verið að koma á
viðræðum fuiltrúa ríkjanna
fjórtán, sem stóðu að ráðstefn-
unni í Genf um Laos 1962. Ekki
hefur náðst samkomulag um
fundarstað, en hinsvegar hafa
sendiherrar sex 'þessara ríkja í
Vientiane, ræðst við undanfarna
tvo daga. Eru það sendiherrar
Bandaríkjanna, Bretlands, Kan-
ada, Indlands, Thailands og Suð-
ur Vietnam. Koma þeir enn sam
an á morgun, laugardag. Full-
trúar Indlands og Kanada eiga
auk fulltrúa frá Póllandi sæti í
þriggja ríkja eftirlitsnefnd í
Laos, sem skipuð var á ráðstefn-
unni í Genf.
Nú hefur pólska stjórnin lagt
til að boðað verði til nýrrar ráð-
stefnu í Sviss hið fyrsta, og að
þangað verði boðaðir fulltrúar
sex aðila. Aðilarnir, sem Pólverj-
ar vilja að sendi fulltrúa á ráð-
stefnuna, eru þessir: Sovétríkin
og Bretland, sem skipuðu for-
Framhald á bls. 2
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Allir geta fagnað sameiginlegum sigri
Viðtal við Bj
MORGUNBLAÐID náði í
gær tali af Bjarna Benedikts
syni, forsætisráðherra, og
spurði hann hvað hann vildi
segja um iau miklu tíðindi,
að samkomulag hefur náðst
milli vinnuveitenda og laun-
bega fyrir milligöngu ríkis-
valdsins. Forsætisráðherra
mælti á þessa leið:
— Rikisstjórnin stefndi að því
í vetur að reyna að ná samning-
um við aðila um varanlegri lausn
þessara mála en tekizt hafði á
undanförnum árum. Ljóst var, að
slíkir samningar hlytu að verða
ýmsum annmörkum háðir, eink-
anlega vegna þess að með kaup-
hækkununum á síðasta ári var
vissuilega teflt á tæpasta vaðið.
Ráðherrann sagði, að í þeim
efnum hefði þó betur rætzt úr
arna Benediktsson, forsætisráðherra
en á horfðist, að nokkru leyti
vegna þeirra varúðarráðstafana
sem þegar voru gerðar á s.l.
hausti og gagnráðstafana, sem
gerðar voru í janúarmánuði. Síð
an sagði hann:
— En úr skar hið mikla aíla-
magn, sem barst á land. Vegna
hinna ríflegu gjaldeyrissjóða,
sem fyrir hendi voru, var hægt
að bíða átekta, og nú er komið
á daginn, að hvorki þurfti að
grípa til allsherjarlækkunarráð-
stafana eða gengislækkunar eins
og ýmsir óttuðust um og upp úr
árarnótum.
— Ýmsir hafa legið stjórninni
á hálsi fyrir það, að hún væri
aðgerðarlítil, en eins og hún
lýsti þegar yfir, taldi hún nauð-
synlegt að sjá hver þróunin yrði
og hefur notað tímann til marg-
báttaðs undirbúnings samninga-
viðræðna.
—  Það  var  okkur þvi mikið
fagnaðarefni, þegar ríkisstjórn-
inni barst 17. apríl bréf frá Al-
þýðusambandi íslands, þar sem
vitnað var til ályktunar mið-
stjórnar sambandsins hinn 16.
sama mánaðar, um að teknar
yrðu þegar í stað upp viðræður
milli ríkisstjórnarinnar og verka
iýðshreyfingarinnar um tilraun
til stöðvunar verðbólgunnar og
um réttlátar og óhjákvæmilegar
kjarabætur.
— Ríkisstjórnin varð að sjálf-
sögðu þegar í stað við þessum
tilmœlum og hefur ætíð siðan
staðið í stöðugum viðræðum,
bæði við fulltrúa verkalýðshreyf
ingarinnar og vinnuveitendur.
Ástæðulaust er að rekja þær við
ræður í einstökum atriðum;
þarna hafa margir aðilar komið
við sögu og vitanlega hefur ekki
verið fyrirhafnarlaust að sam-
ræma skoðanir manna. En það
hefur mjög greitt fyrir störfum,
Island ákjósanlegasti staður jarðar
til geislarannsókna í geimnunt
Tilraunir við Vík í Mýrdal í júlí
Parísv 5. júní Quiriconi—AP)
HUÁTIU o,g fimm franskir vís-
indamenn vinna nú að undirbún-
inR'i geimrannsókna, sem hefjast
við Vik í Mýrdal í næsta mán-
ttði. Verður tveimur eldflaugum
af „Dreka" gerð skotið út í geim
inn til að kanna geislun í ú<
jarðri gufuhvolfsins og utan við
það. Tilraunir þessar munu taka
nm þrjár vikur, og er vonazt til
mi  með  þeim fáist mikilvægar
upplýsingar   fyrir   geimferðir
fram"«arinnar.
Franska geimrannsóknastofn-
urin (Centre National Détudes
Spatiales) gaf í dag nokkrar
upplýsingar um þessar tilraun-
ir á íslandi. Eldflaugunum tveim
ur verður skotið á loft í júli,
en ek'ki ákveðið hvaða djaga.
Skotsvæðið er skamt frá Vík í
Mýrdal. Verður eldílaugabraut
byggð á  hraunbreiðu  nokkrum,
kílómetrum fyrir austan Vík í
kílómeters fjarlægð frá strönd-
inni. Sérstakar varúðarráðstaf-
anir verða gerðar til að fyrir-
byggja að eldflaugarnar geti
valdið skemmdum eða tjóni, ef
skotin misheppast svo sprengja
verði eldflaugarnar á flugi.
Eldflaugarnar tvær eiga áð ná
450 kílómetra hæð og í þeim eru
mælitæki til að kanna hvort
Van Allen geislabeltisins svo-
nefnda gætir þar. Á sama tima
verða lofbbelgir sendir upp í 40
kílómetra hæð til að kanna
geislun. Niðurstöður rannsókn-
anna verða afhentar Háskóla ís-
lands.
Talsmenn    geimrannsóknar-
stofnunarinnar segja að ísland
hafi orðið fyrir valinu vegna
þess að það sé ákjósanlegasti
staður jarðarinnar til geislarann-
sókna í geimnum. Þegar rann-
sóknirnar hefjast mun islenzka
útvarpiff aðvara skip um að
halda sig utan skotsvæðisins og
íslenzk eftirlitsskip verða á verði
við suðurströndina.
að allir aðilar, undantekningar-
laust, hafa leitað málefnalegrar
lausnar og verið sammála um það >
höfuðsjónarmið, að gera alvar-
lega tilraun til að stöðva verð-
bólguna. Ekki þarf að taka fram,
að enginn hefur fengið fram allt
það, er hann helzt kaus, en á-
nægjulegt >er, að öllum ber sam-
an um, að í þessum viðræðum
hafi komið fram nýr og betri
andi en tíðkanlegur hefur verið.
Blaðið spurði forsætisráðherra
um samninginn sjálfan. Hann
svaraði:
—  Þess ber aS gæta, að hér
er um að ræða rammasamn., sem
út af fyrir sig skuldbindur ekk-
ert einstakt félag, hvorki laun-
þega né vinnuveitendur, en aðil-
ar samkomulagsins skuldbinda
sig til þess að beita áhrifum sán
um til að samið verði í einstök-
um tilfeillum á þeim grundvelli
sem þarna er lagður. Samnings-
aðilarnir eru annars vegar öll
verkalýðshreyfingin, án tillits til
þess ágreinings, sem þar að öðru
leyti hefur gsett, og hins vegar
Vinnuveitendasambandið ásamt
Vinnumálasambandi samvinnu-
félaganna og enn fremur er búist
við, að Félag íslenzkra iðnrek-
enda gerist aðili. Þarf ekki að
efa að þessir aðilar eru allir sam
an svo öflugir, að eftir þeirra
ráðum verði farið.
— En menn mega ekki blanda
þessum samningum, sem áttu sér
stað undir forystu ríkisstjórnar-
innar, saman við samninga hinna
einstöku félaga, eins og félags-
anna á Norður- o>g Austurla'ndi,
sem síðustu vikur hafa setið að *•
samningum undir forustu sátta-
semjara ríkisins. Þar hefur einn-
ig verið unnið mikið starf og
timafrekt, þar sem verið var að
samræma samninga 24 verkalýðs
félaga, en sú samræming var
gerð með þeirri forsendu, að
heildarsamningar undir forystu
ríkisstjórnarinnar tækjust, enda
lauk þeim nokkrum klukkutám-
um síðar.
— Vaíalaust risa einhver vanda
Framh. á bls. 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24