Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						vtiblábib
¦
51 4rgangur
134. tbl. — Miðvikudagur 17. júní 1964
Prentsmiðja Morgunblaðsins
I
Léltist  á  honum  hrúnin
er á  daginn  leið
Meðfylgjandf mynd (síma-
mynd AP) var tekin þégar
Krúsjeff kom í síðdegisboð
dönsku ríkisstjórnarinnar í
dag. Þar tóku á móti honum
Jens Otto Kragh, forsætisráð-
herra og Per Hækkerup, ut-
anríkisráðherra.
p»  i  ¦ n  i.    ¦  -  -       i
A annað
hundrað
biðu bana
Nýju Delhi, 16. júmi.
NTB-^AP.
< Hyderabad V-Pakistan 16.
f  júní. — (AP) —
A  ANNAÐ  hundrað marins
biðu bana og hundruð særð-
ust  a£  völdum -ofviðris er
gekk yfir Tharparkar hérað
um helgina.
Butler til Moskvu
— i
boði  Sovétstjórnarinnar
London, 16. júní— (AP-NTB)
RICHARD Butler, utanríkis-
ráðherra Bretlands, tilkynnti
í dag, að hann muni í næsta'
mánuði fara í fimm daga
heimsókn til Sovétríkjanna í
boði sovézku ríkisstjórnarinn
ar. Er ætlunin að hann ræði
við ýmsa sovézka ráðamenn,
þar á meðal Nikita Krúsjeff,
forsætisráðherra og Andrei
Gromyko, utanríkisráðherra.
Butler skýrði frá þessu í um-
ræðum í neðri niálstofunni í dag
Gæzlulið S.Þ. verði
á Kýpur í 3 mán. enn
Forsætisráðherrar Grikklands og Tyrklands
væntanlegir til Washington
New York, 16. júní.
— (NTB) —
U THANT, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefur nú lagt þau tilmæli fyr-
ir Öryggisráðið, að það fram-
lengi starfstíma gæzluliðs
samtakanna á Kýpur um þrjá
mánuði, til 27. september n.k.
Segir í skýrslu hans, sem til-
mælunum fylgir, að bezt
þætti sér, að framlengd yrði
dvöl liðsins um óákveðinn
tíma en honum sé ljóst, að
vegna f járhagshliðar málsins,
sé það ekki hugsanlegt.
í>á var tilkynnt í Washington
í gærkveldi, að væntanlegir séu
þangað forsætisráðherrar Grikk-
lands og Tyrklands, George Pap-
andreu og.Ismet Inonu. Kemur
Inonu þangað 21. júní og hyggst
verða á brott áður en Papan-
dreou kemur þann 24. júní. —
Báðir ræða við Johnson forseta
um ástandið á Kýpur.
Frá Kýpur berast þær fregnir
að korhið hafi til átaka í gær
milli tyrkneskra manna þar. og
grískra. Hafi skothríð staðið í
þrjár klukkustundir og einkan-
lega átzt við íbúar þorpanna
Uoutros og Xerovounos.
um utanríkismál. Hann hefur
ekki fyrr farið til Sovétríkjanna
og hvorki hitt Gromyko né Krús-
jefff frá því hann tók við em-
bætti utanríkisráðherra. NTB-
fréttastofan hefur eftir áreiðan-
legum heimildum, að Butler fari
til Moskvu 27. júlí — og að með-
al mála, er hann ræði við Sovét-
menn, verði ástandið í Laos, en
Bretar og Rússar skipuðu í sam-
einingu formannssæti Genfarráð-
stefnunnar um Laos-málið árið
1962.
Butler, sem er nýkominn til
London frá Genf, þar sem hann
sat fund efnahagsmálaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, skýrði einn
ig frá því að brezka stjórnin
hefði ákveðið að auka aðstoð
við vanþróuð ríki.
Kaupmannahöfn, 16. júnf.
NTB.
#  Danmerkurheimsókn Nikita
Krúsjeff forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna hófst kl. 9 í morgun, er
skip hans „Basykiria" lagði upp
að Löngulínu, skammt frá stytt-
unni af hafmeynni litlu. Veður
var hlýtt en nokkuð skýjað.
#  Jens Ottó Kragh, forsætisráð-
herra Danmerkur, frú hans, Per
Hækkerup, utanríkisráðherra, og
fleiri ráðamenn tóku á móti gest
unum og nokkur þúsund manna
höfðu safnazt saman á hafnar-
bakkanum — að því er virtist
meira af forvitni en ánægju yfir
heimsókninni. Tók fólkið Krús-
jeff með heldur kaldri kurteisi,
þó var nokkrum sinnum hrópað
„húrra" og — og kveðju Ninu
Krusjeff var vel fagnað. Sjálfur
var sovézki forsætisráðherrann
heldur dapux. i bragði framan af
en er á daginn leið léttist á hon-
um brúnin.
Auk eiginkonu Krúsjeffs eru
dætur þeirxa þrjár með í för-
inni, Júlia Gontar, Helena og
Rade Adzjubei, tengdasonur
hans Adzjubei ritstjóri „Izvest-
ija",' Pavel Satjukoy^ ritstjóri
„Pravda", Andrei Groníyko,
utanríkisráðherra og margir aðr-
ir háttsettir emibættismenn, —
m. a. nokkrir helztu landbúnaðar
sérfræðingur Sovétríkjanna, því
það mun vera 'hvað mest áhuga-
niál Krúsjeffs að kynnast dönsk-
um landbúnaði.
Er Krúsjeff sté á land var
hleypt af fallbyssuskotum og
lúðrasveitir léku. Að loknum
kveðjuávörpum var ekið til
Royal Hotel, þar sem gestirnir
búa en síðan í hádegsverð borg-
arstjórnar Kaupmannahafnar _í
Ráðbúsinu. Síðdegis heimsótti
Krúsjeff þinghúsið og ræddi við
þingmenn, sótti síðdegisboð
áönsku ríkisstjórnarinnar og i
kvöld hélt Jens Otto Kragh gest-
unum samsæti.
1 síðdegsboði ríkisstjórnarinn-
ar sagði Krúsjsff, að hann hefði
alls ekki í hyggju að ræða við
dönsku stjórnina vandamál, er
vörðuðu hermál eða herbúnað. —
Varð þar með-ástæðulaus sá ótti
er utanríkisráðherrann, Per
Hækkerup, lét í ljós við blaða-
menn í gær um að hann tæki að
ræða Kekkonen-tillöguna um a8
gera Norðurlöndin að kjarnorku
vopnalausu svæði.
A öðru leyti drap Krúsjeff
ekki á nein sérstök mál, er al-
þjóðaviðskipti varða, í ræðum sín
um í dag — kvað þó einsýnt, að
svo fagrar borgir, sem Kaup-
Frahald á blss. 15
Bolshoi - ballettinum
vísað frá V.-Þýzkal.
Bonn, 16. iúní NTB
SJÓRN V- Þýzkalands hefur
gefið binum fræga Bolshoi-
ballet frá Moskvu skipun
um að binda þegar í stað
enda á sýningarferð sína um
landið og hverfa þaðan hið
skjótasta.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
ins, sem frá þessu skýrði í kvöld,
sagði ástæðuna þá, að þegar
ballettinn hefði fengið vegabréfs
áritun  til  V-Þýzkalands,  hefði
af hálfu Sovétstjórnarinnar ver-
ið sagt, að hann mundi halda sýn
ingar í V-Berlín dagana 24.-25.
júní. Nú ætlaði stjórn ballettsins
á hinn bóginn ekki að standa viS
þau skilyrði, á þeirri forsendu,
að Sovétstjórnin viðurkenndi
ekki, að V-Berlín væri hluti V-
Þýzkalands. Úr því svo væri,
teldi v-þýzka stjórnin ekki á-
stæðu til að heimila ballettinum
áframhaWandi dvöl i V-Þýzka-
landi.
Jarðskjálftinn  í  Japan:
Manntjón furöu lítið miöað við
styrkleika jarðskjálftans
Mældist 7.7 stig á Richter-skala
Tókíó, 16. júní — (AP) —
SNARPUR jarðskjálfti olli
gífurlegu tjóni í mið- og norð-
urhluta Japans í morgun. —
Þegar síðast fréttist var vit-
að, að 23 hefðu farizt, u.þ.b.
130 særzt og nokkurra var
saknað — og tehst það næsta
ótrúlega lítið mannfall miðað
við styrkleika jarðskjálftans.
Mældist hann 7.7 stig á Richt-
er skalanum, sem er ekki
rniklu veikara en jarðskjálfti
sá, er árið 1923 olli sem mestu
tjóni í Tókíó og Yokohama
og varð hátt á annað hundr-
að þúsund manns að bana.
Það var hafnarborgin Niigata,
sem verst varð úti í jarðskjálft-
anum nú. Er hún u.þ.b. 250 km.
norðvestur frá Tokio og telur
nærfellt 300 þús. íbúa. Talið er,
að þriðjungur hennar sé í rúst,
— brýr. hús og önnur mannvirhi
hrundu par unnvörpum, sprung
ur mynduðust í götur, flóðbylf ja
skall þar á land og eldar brut-
ust út og ollu gifurlegu tjóni. Á
einum stað hrundi barnaskóli og
grófust undir honum 16 börn.
Tókst að bjarga þeim flestum,
furðulega lítið meiddum. Sam-
göngur til borgarinnar rofnuðu
og vegna skriðufalJa lögðust járn
brautarferðir niður á stóru
svæðl.
Fyrstu fregnir sem frá Niigata
bárust hermdu, að felmtur hefði
Framhald á bls.  15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16