Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 21. ágúst 1964 ÚTVARP REYKJAVfK Lárus Saló- monsson Á SUNNUDAGSKVÖLD, 9. ágúst, var þátturinn „Á íaralds- fæti“ í umsjá Tómasar Zoega og Andrésar Indriðasonar. Fluttu þeir að þessu sinni margháttaðan fróðleik um Grænland, og var þetta með bestu faraldsfótarþátt- unum fram að þessu. Síðar um kvöldið las Baldur Pálmason ljóð eftir Ara Jósefsson skáld, sem fórst af slysförum um miðjan júní sl., aðeins 25 ára að aldri. Baldur taldi, að Ari hefði verið „einn efnilegasti teiningur í nýjasta gróðurreit íslenzkrar Ijóðlistar". Á mánudagskvöld talaði Lárus Salómonsson, lögregluþjónn, um daginn og veginn. Kom hann víða við, allt frá sköttum til síldveiða, tunglskots, Tonkinflóa og Kýpur. Hann sagði, að íslendingar ynnu geisimikið og væru duglegasta þjóð í heimi. Margir væru ó- ánægðir yfir skattabyrði sinni, sem vonlegt væri. Væri nú von manna sú, að skattanefndin, sem setja ætti á laggirnar, kippti þess um málum í betra horf. Lárus gerði harða hríð að áfengi og neyzlu þess. Hann sagði, að á sumum vinnustöðum hæfu menn áfengisþamb, áður en vinnutíma lyki á föstudögum. Væri þá sér- stakur maðúr gerður út til áfeng- iskaupa. Taldi hann að ástandið færi versnandi í þessum efnum. Greindi hann í því sambandi frá því, að árið 1918 h e f ð u stúlkur tvær lent út á braut ofdrykkj- unnar vestur á Snæfellsnesi, e f ég man rétt. — S a g ð i hann, að það h e f ð i þótt meiri viðburður en lok h e i m s - styrjaldarinnar 1918! Lárus taldi, að foreldrar þyrftu að taka meiri þátt í skemmtanalífi með börnum sin- um en þau gerðu nú. Næst vék Lárus að umferðar- málum og slysahættu. „Opnið garðana fyrir börnunum", sagði hann. Hann sagði, að sumir virt- ust leggja meiri stund á blóma- rækt en að skapa börnum sínum öryggi. Þó væri barnið dýrmæt- ast og fegurst allra blóma og ör- yggi þess mundi aukast, ef það fengi að leika sér frjálst í húsa- görðunum. Lárus flutti mál sitt sköruglega, og bundnu máli brá fyrir í erindi hans. Umsagnir hans um áfengis- og umferðarmál voru margar athyglisverðar, enda mun hann þeim málum kunnug- astur. Þau hljóta líka að vera öllum hugsandi mönnrnn ofarlega í huga. Á þriðjudagskvöld flutti Björn L. Jónsson, læknir, erindi, sem hann nefndi: „Rányrkja og líf- rænar ræktunartilraunir“. Sagði hann, að tilraun- ir hefðu leitt í ljós, að tilbúinn áburður ylli fjöl- mörgum jurta- sjúkdómum o g óbeint sjúkdóm- um í dýrum og mönnum. — Því hvatti hann menn til þess að n o t a sem mest húsdýraáburð, skarna, þang og fleiri tegundir lífræns áburðar. Uppskeran yrði að vísu minni í sumum tilfellum, sérstaklega fyrst í stað, en miklum mun holl ari og næringarríkari. Björn sagði, að vissir sýklar virtust ekki valda sumu fólki meini, þótt þeir væru öðru skað legir. Ekki vissu menn gjörla, hvernig á þessum mun stæði, en vitað væri, að ástand líkamans gæti ráðið úrslitum um, hvort menn tækju ýmsa sjúkdóma eður eigi. Margt fleira sagði Björn í Björn L. Jónsson þessu fróðlega erindi sínu, sem hér yrði of langt upp að telja. Á miðvikudagskvöld var að vanda flutt sumarvaka. Hildur Kalman flutti frásögn í bundnu máli eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur. Var það liður í hinni frægu „17 ára keppni“. Frasögn þessi minnti á ljóðabréfin, sem skáld og hagyrðingar áður fyrr sendu kunningjum sínum, en þau munu nú að mestu komin úr tízku. Þetta var skemmtileg til- breyting í ofannefndri keppni, sem ég held að margir hlustend- ur hafi verið orðnir svolítið leið- ir á. Hefði ég í sporum dómnefnd- ar veitt Oddnýju sérstök verð- laun fyrir braginn. Síðar á vökunni flutti Jón Gíslason, póstfulltrúi, afar merki- lega frásögu: „Giftingarleyfi Hákonar Vilhjálmssonar í Kirkju vogi“. Hákon þessi var ríkur út- vegsbóndi í Kirkjuvogi í Höfn- um, fæddur 1753. Hann kvæntist 1781, en hreppti litla hamingju í því hjónabandi, þar sem kona hans varð fljótlega geðsjúk, og smáágerðist sá krankleiki, unz hún varð allsófær að gegna hjú- skaparskyldum við bónda sinn. Bóndi tók þessu með þolinmæði og karlmennsku lengi vel, en þó kom þar að hann sótti um laga- legan skilnað til konungs og leyfi til að kvænast aftur. Á þessum tímum var erfitt að fá skilnað, því að andi Stóradóms sveif enn yfir vötnunum. En 1809 kom Trampe greifi til landsins og hafði m.a. í fórum sínum gifting- arleyfi til handa Hákoni. En stuttu síðar kom Jörundur Hunda dagakonungur til landsins, hand- tók Trampe og lagði hald á skjöl hans. Síðar kom Jörundur gift- ingarleyfinu löglega boðleið til biskups og þaðan barst það Hákoni. Kvæntist hann síðan uppeldisdóttur sinni, sem var 33 árum yngri en hann. Urðu sam- farir þeirra góðar, og er ættbálk- ur mikill af þeim kominn. Hákon andaðist 1821. Sagnir hafa gengið um það, að Jörundur hafi veitt Hákoni gift- ingarleyfið upp á sitt eindæmi, og hafi .það verið eina stjórnar- athöfn hans, sem látin var standa að hundadögum liðnum. Hafa bæði skáld og sagnfræðingar haft þetta í flimtingum. Jón Gíslason leiðrétti nú þennan mis- skilning. Jörundur gerði ekki annað en framvísa giftingarleyf- inu til biskups. Hinsvegar játað- ist Hákón, sem hreppstjóri, undir stjórn Jörundar, eins og margir aðrir framfarasinnaðir menn hér- lendis, og hefur það auðvitað átt þátt í ofannefndum kviksögum. Síðast á sumarvökunni las Guð- jón Halldórsson 5 kvæði, eftir Guðmund Friðjónsson, Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, Jón úr Vör, Guðmund Böðvarsson og Stephan G. Stephansson. Voru kvæðin bæði vel valin og vel flutt, og er vel til fundið hjá út- varpinu að Ijúka s'umarvöku með lestri góðra kvæða. Á fimmtudagskvöld flutti Guðni Þórðarson erindi um Makkau, nýlenduborg Portúgala á Kínaströnd. Nýlenda þessi var stofnsett árið 1557, og er elzta ný- lenda, sem Evrópumenn stofnuðu í Kína. Þótt kynlegt megi virðast, hafa Kínakommar enn ekki am- azt við yfirráðum Portúgala þarna. Mun þar valda mestu um, að þeir fá þar ýmsar „bannlista- vörur“. Hugsjónir, sem ekki verða látnar í askanna eru nefnilega lítils virði í augum stórveldanna, og þá ekki sízt kommúnistaríkj- anna. í Makkau eru engir skatt- ar, útsvör né tollar, og mundum við íslendingar kunna vel að meta þá tilhögun. Sumstaðar gefst mönnum færi á að fá sér „ópíum- blund“ að lokinni máltíð. Guðni gizkaði á, að íbúar Makkau væru ca. fjórum sinnum fleiri en Reyk- víkingar. Síðar um kvöldið sá Einar Bragi um þáttinn „Raddir Steinn Steinarr skálda". Ingibjörg Stephensen las upp ljóðaflokkinn „Tíminn og vatnið“ (1949) eftir Stein Stein- arr, en Kári Marðarson las skýr- ingar á eftir hverju ljóði. Mjög þótti mér Kári minna á „spá- konu“, sem er að lesa í bolla eða lófa, er hann var að leitast við að ráða þær dulrúnir, sem fólgn- ar eru í ljóðum Steins í þessum fræga ljóðaflokki. Viðleitni Kára var að vísu aðdáunarverð, eink- um þegar þess er gætt, að hann er útlendur maður, sem fyrst kom hingað til lands 1958. Hefur hann þegar náð furðulegu valdi yfir ís- lenzkri tungu. Ég h e 1 d , að samfellt yfirlits- erindi um ljóða- flokkinn h e f ð i notið sín betur, h e 1 d u r en að skella skýring- um á milli allra hinna s t u 11 u kvæða. Það spillti heildar- s v i p flokksins, s e m Ingibjörg las annars mjög vel upp. Steinn Steinarr er af mörgum talinn frumkvöðull nýs skálda- skóla íslenzks. Mörg kvæði hans eru torskilin, enda hefur verið sagt, að þau bæri fremur að skynja en skilja. Steinn var einn í hópi fjölmargra íslenzkra skálda, sem hljóta ekki teljandi viðurkenningu fyrr en eftir dauða sinn. Þegar „Tíminn og vatnið“ kom út fyrst, 9 árum fyrir dauða skáldsins, gláptu bara bókmennta fræðingar, en enginn þorði neitt að segja. Allra síðustu árin, þeg- ar feigðarmerki tóku að sjást á skáldinu, fór að kvisast manna á milli, að hér væri stórskáld á ferð. Þessi orðrómur fékk svo byr undir báða vængi við andlát skáldsins. Og nú ber enginn leng- ur á móti því að Steinn var stór- skáld. Laxness vissi svo sem hvað hann var að fara, þegar hann sagði, að Steinn hefði dáið glaður: Hann var að veita við- töku sínum „Nóbel“ úr höndum skapanornanna. Á föstudagskvöld flutti séra Gunnar Árnason annað erindi sitt um þing Lútherska heims- sambandsins í Helsinki í fyrra. Gunnar sagði m.a., að kristin trú Steinþór Gestsson ryddi sér meir og meir til rúms í heiminum, en þó ætti hún i harðri samkeppni við Búddhatrú og Múhammeðstrú. Hann sagði, að ekki þýddi að berjast með of- stæki gegn þeim trúarbrögðum. Bezta vörn kristinnar trúar væri umburðarlyndi og góðvild og að sýna trú sína í verki. Hann kvað kristna menn geta lært margt at heiðnum mönnum. Síðar um kvöldið flutti Stein- þór Gestsson, bóndi á Hæli, hug- þekkan frásöguþátt, er hann nefndi „Á hestbaki". Hvatti hann menn til að ferðast meira á hest- um en þeir gerðu, því að það veitti varanlegri , ánægju en marg > ,. an grunaði, sem ' • ekki hefði reynt 4 það. Hann kvað § hestaleigur vera §§ á Laugarvatni og Eiðum t.d., en | nefndi ekki taxt- ann. H e f ð i þó verið ástæða til þess, því að oft e r fyrirgreiðsla o g þjónusta ú t um landsbyggðina svo dýr, að hún virðist helzt sniðin fyrir milljónera. Minnist ég enn í þvl sambandi hestamannamóts á Þingvöllum 1958. Þá steypti ég mér í skuldir vegna kaupa á drykkjarvatni af ráðamönnum' þar. Fannst mér ómaklegt, að slíkt okur skyldi tengt nafni „þarfasta þjónsins", sem mun hafa gert lægstar kaupkröfur allra íslenzkra starfsstétta í gegn um aldirnar. Þetta kvöld las Helga Eggerts- dóttir snjalla smásögu eftir Þóri Bergsson. Nefndist hún „Við bak- dyrnar". Á laugardag átti Jónas Jónas- son fróðlegt viðtal við séra Sig- urð Einarsson í Holti. Sigurður minntist fyrstu ára Ríkisútvarps- ins, en hann var sem kunnugt er, einn af fyrstu máttarstólpum þeirrar stofnunar. Jónas Þorbergs son, þáverandi útvarpsstjóri, réði hann upphaflega sem fréttaþul fyrir 350,00 kr. á mánuði, sem var mikið kaup í þann tíð. Þeir Sig- urður og Jónas Jónasson komust að þeirri niðurstöðu að íslending- um væri fremur tregt að tjá sig, Framh. á bls. 10 Flugbraut í Surtsey? Nú eru þeir farnir að fljúga út í Surtsey, að vísu í þyrlu. Er ekki kominn tími til að afmarka braut fyrir aðrar smærri flug- vélar í Surtsey? Mér er sagt, að landrými sé þar nóg — og ekki virðist lengur hætta á grjót- kasti vegna gossins. — Líka virðist vera kominn tími til að reisa einhvern skála í eyjunni, því nú er það daglegur viðburð- ur að menn séu' þar á ferð — jáfnvel þótt ekki sé lent þar á flugvél að staðaldri. Ódýrt að byggja Spurningin er bara: Hver ætti að reisa skálann, hver fengi leyfi — og hve há yrði lóðar- leigan? Þrátt fyrir 'flutnings- kostnað á efni til Surtseyjar yrði sennilega ódýrara að byggja þar en víða annars stað- ar, því í Surtsey losnuðu menn þó alltaf við gatnagerðargjald, heimtaugagjald, síma og raf- veitu, hitaveituinntak, vatnsinn tak — og skemmdarvarga í næstu húsum. Skýli fyrir krakka En gamanlaust. Þarna þyrfti að rísa skipbrotsmannaskýli, eða hús, sem hægt væri að nota sem slíkt — og fyrir alla aðra, sem leið eiga út í eyjuna. Við- búið er að fólk verði á þessu flakki út í Surtsey í allan vetur og veðrabrigði geta orðið snögg, eins og við vitum. Menn gætu teppzt í eyjunni, í nokkra daga, jafnvel þótt búið væri að merkja þar eina flugbraut. Yrði enn skemmtilegra Ég hef stöku sinnum bent fólki utan af landi á að láta ekki tækifærið ónotað, ef það kemur til Reykjavíkur, og fara í eina Surtseyjarferð. Enginn gér eftir því. Lönd og leiðir eru alltaf að auglýsa Surtseyjarflug. Mér er sagt, að þau gangi vel hjá þeim — og ég er ekkert hissa á því. En skemmtilegra verður það, þegar hægt verður að bjóða upp á klukkustundar- viðdvöl í eyjunni með leiðsögu- manni, því þar er sjálfeagt nauðsynlegt að fá upplýsingar frá sérfróðum til þess að hafa fullt gagn af ferðinni. Bítlamynd Bítlamyndin í Tónabíói er sennilega geysilegur fengur fyr ir hina bítilóðu unglinga Reykja víkur og annarra staða, sem fá þessa mynd. Það er heldur ekki seinna vænna að fá myndina hingað, því ég get ekki ímyndað mér að þessi Bítlaveiki verði öllu langvinnari en orðið er, Sagt er, að Bítlarnir séu að dala í Bretlandi — og piltar eru farn ir að láta skera hár sitt á ný. Samt ber enn geysimikið á Bítla hausunum á götum Lundúna og Bítlaveinin heyrast enn alls staðar þar sem létt hljómlist er leikin af plötum. Ekki svo bölvuð Ég sá þessa mynd fyrir til- viljun fyrir nokkru — og þegar undanskilin er hljómlistin, sem ég kann ekki að meta, er mynd- in alls ekki svo bölvuð. I henni er töluvert af glensi og gamni, sem Bítlarnir fara furðuvel með -— og þeir sýna þar, að þeim er ekki alls varnað. Myndin hefur líka fengið ágæta dóma úti í löndum — og ég minnist þess, að kvikmyndagagnrýnandi TIME sagði, að myndin væri næstum því eins skemmtileg og sjálft lífið — og það er meira en hægt er að segja um Bítlamús- íkina eina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.