Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 24
SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS Servis MtUa LAUttAVEGl Jarðskjálfti á SV-landi: Sprungur í veggjum, ddt hrundi niður, leg- steinar féllu, fólk hrökk upp af svefni Glös og pakkar hrundu úr hillum í Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli við jarðskjálftann og var eins og hráviði um gólfið. — (Ljósm.: Otto Eyfjörð) Börnin, sem unnu hervirkið á vinnustofu Örlygs, fundust í gær FREGNIN í Mbl. í gær um innbrotið og spellvirkin, sem unnin voru í vinnustofu Ör- lygs Sigurðssonar, listmáiara, varð til þess að skemmdavarg arnir náðust í gær. Voru það tveir drengir og ein stúlka, öll um 10 ára gömul, sem her- virkið unnu. Líkönin að hús- unum í Reykjavík um 1875, sem Sigurður, sonur Örlygs, hafði lagt geysimikla vinnu í að útbúa, tóku drengimir í gær og kveiktu í þeim öllum nema Dómkirkjunni. Þeim fannst hún svo skrautleg, að þeir geymdu hana. Og til upp- kveikjunnar notuðu þeir stjómarskrá lýðveldisins! Öplygur var hinn hressasti í bragði er við heimsóttum hann inn í Laugardal í gær. „Blessaðir verið þið, ég er bú- inn að bjarga málverkunum að mestu,“ sagði hann. „Á þennan móluðu þeir heljar- miikið hvítt skegg frá aug- um og niður á maga. Þeir virð ast ekki hafa kunnað að meta 'handlbragðið hjá mér, og hafa viijað betrumbæta myndirnar. Þetta er einhver aggressívasta krítíkk sem maður hefur feng- ið! En ég náði þessu að rrrestu af myndunum með heitu vatni og terpentínu. Ein myndin varð blaut og ég varð að mála í andlitið, en mér tókst að fá fyrirmyndina hingað í morgun og sitja fyrir meðan ég lagaði þetta.“ Raunar voru það nok'kur gömul póstkort, eða „skop- kort,“ sem vísuðu á bomin, sem skemmdunum ullu. Þau stálu nefnilega heilum bunka af gömlum skrípamyndakort- um, sem sýna Brynleif heitinn Tobíasson og Jón Sveinsson fyrrum bæjarstjóra á Akur- eyri, og dreifðu meðal barn- anna í hverfinu. í því hverfi á nú hvert barn hið fræga kort af Brynleifi, sem Örlygur lenti í málaferlum útaf á Akureyri á sínum tíma! Eftir að mæður höfðu lesið Mbl. í gær, komst allt upp. Við skruppum síðdetgis með Hauki Bjamasyni rannsóknar lögreglumanni og hittum ann- an drengjanna, sem fyrir þessu hafði staðið. Ekki er hægt að segja að á honum hafi verið hátt risið. Kom á daginn að í gærmorgun urðu drengirnir hræddir, og fóru þá og brenndu öllum húslík- önum, sem þeir höfðu tekið í vinnustofunni. Þeir komu þeim fyrir ofan í holræsis- brunni fyrir ofan Suðuriands braut og kyntu undir þeim bál með stjórnarskrá lands- ins! í húsi við hliðina eru nefnilega geymdar gamlar birgðir af kosningahandbók frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944, en í henni er stjórnar- skráin öll prentuð. Höfðu drengirnir seilzt inn um glugga og náð í bó'kina til uppkveikju. ■ í brunahrúgunni á brunn- botninum var eitt hús heilt, þrjú eða fjögur hálfbrunnin, en öll hin aska og duft. Húsin voru gerð úr balsavið, og hef- ur Sigurður Örlygsson unnið að gerð líkananna í heilan vet ur, svo ófáar vinnustundir fóru þarna í súginn. Líkönin eru nákvæmar eftirlíkingar af húsum í Reykjavík eins og hún leit út um 1875. Studdist Framhald á bls. 23. 1 FYRRINÓTT urðu tveir jarð- skjálftakippir á Suðvesturlandí og einn í gærmorgun. Fundust þeir allt austur að Núpstað og vestur í Helgafellssveit. Jarð- skjálftamælir veðurstofunnar í Reykjavík sýndi að uppruni jarð skjálftans var um 80 km. frá Reykjavík og hefur hann líklega verið í násd við Hellu á Rangár völlum, en þar í kring var hann snarpastur, svo sprungur komu í veggi, dót hentist niður, leg- steinar fóru um í kirkjugörðum og hlutir fluttust úr stað. í Birt- ingaholti sneri þung bronzstytta af Ágústi Helgasyni sér við á stallinum. Snarpasti kippurinn varð kl. 3,57 um nóttina og mæld ist 6 stig að styrkleika, annar varð kl. 7,49 og sá þriðji og vægasti kl. 11,30 i gærmorgun. Fréttaritarar blaðsins á ýmsum stöðum sendu svohljóðandi frétt- ir af jarðskjálftunum hver á sín um stað, en fréttamenn Mbl. áttu viðtöl við fólk, sem birt eru ann ars staðar. Jarðsprungur og sprungnir veggir. HELLU. — Um kl. 4 í nótt varð hér allharður jarðskjálftakippur. Fylgdi jarðskjálftanum mikill gnýr og var fólki ekki svefn- samt. Kom mörgum ekki dúr á auga það sem eftir var nætur. Víða mun hafa orðið nokkurt tjón af þessum jarðhræringum, þótt það sé í flestum tilfellum ekki stórvægilegt. Jarðsprungur hafa fundizt á nokkrum stöðum og veguppfyllingin austan við brúna á Ytri Rangá seig um 2—3 þurðlunga. Hér á Hellu biluðu miðstöðvar kerfi í a.m.k. tveimur húsum og á nokkrum húsum hafa komið sprungur í veggi. Vörur í verzlun kaupféiagsins Þórs hrundu fram úr hillum og brotnuðu glös og flöskur og pakkar sprungu. Hafði verzlunarfólk ærið að starfa í morgun við að hreinsa það til. Skemmdir á varningi eru þó ekki í flestum húsum og bæjum hér í grenndjnni fór eitthvað úr skorðum, myndir duttu af veggj um og bækur úr hillum og hlutir færðust úr stað. Máttu margir taka sér kúst í hönd og sópa sam an glerbrotum. Á Árbæ í Holtahreppi urðu skemmdir á íbúðarhúsinu og munu tvö herbergi vart vera íbúðarhæf. Er bærinn gamalt timburhús með torfþaki. Á Brekkum sprakk steyptur vegg- ur á nýlegri hlöðu. í Marteins- tungú sprakk reykháfur í íbúðar- húsinu. Einnig urðu skemmdir á sáluhliði kirkjugarðsins þar. Þá hrundu þar legsteinar óg aðr ir færðust úr stað. Sagðist bónd inn þar teljsf að þessi jarðskjálfti væri harðari en jarðskjálftinn sem varð 1947. Annars staðar er mér ekki kunnugt um að veru- legt tjón hafi orðið, en flestir munu hafa orðið fyrir einhverju tjóni, þótt Iþað sé víðast smá- vægilegt. Framh. á bls. 20. Haukur Bjarnason lögreglumað ur stendur við brunninn, sem líkönin voru brennd í. Á barmi brunnsins liggja þau likön, sem fundust hálfbrunnin. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.). gripinn strax. Á sunnudag stal hann kvenötsku með 1500 kr. á Grett- isgötu 67. Konan hafði skroppið í næsta hús í nokkrar mínútur og skilið eftir ólæst. Þegar hún kom heim sá hún mann fyrir utan og gat hún gefið nokkuð góða lýsingu á honum, sem átti við umræddan mann. Ennfremur var á föstudaginn stolið 2000 kr. á Bergþórugötu 9, sömuleiðis úr kventösku, og nokkru áður 1100 kr. á Freyjugötu 6 og hefur mað urinn játað á sig' þessa þjófnaði. Rannsóknarlögreglan telur hann þó hafa komið víðar við sögu, enda hefur hann sézt í sumum tilfellunum. Veskjaþjófur Var efltur á í GÆR um kl. 5 síðdegis var maður um fertugt staðinn að því að stela veski í húsi á Grett- isgötu í Reykjavík, en mikil brögð hafa verið að því að und- anförnu að stolið væri veskjum úr íbúðum og peningar hirtir úr þeim. Hefur maðurinn þegar ját- að á sig aðra 3 slíka þjófnaði og telur rannsóknarlögreglan ástæðu til að halda að hann hafi meira af þvi tagi á samvizkunni. Hann er í varðhaldi. Maður þessi lagði leið sína í gær á Grettisgötu 44 A og komst þar inn í eldhús, þar sem hann þreif kvenveski. Kona í íbúðinni varð vör við hann og fór á eftir honum. Þá bar svo vel í veiði að dóttir hennar var að koma í bíl upp að húsinu og karlmaður með henni. Þau áttuðu sig mjög fljótt og eltu manninn, sem hljóp hratt í burtu, og náðu honum eftir skamman eltingaleik. Hafði hann þá kastað frá sér töskunni, en haldið eftir seðlaveski sem í voru 1200 kr. Var nú lögreglunni gert aðvart og kom hún og tók manninn. Hann meðeekk briá biófnaði Kveiktu í „Reykjavík" með stjórnarskránni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.