Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 244. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
M0KGUNBLAB1&
Sunnudagur 18. okt 1964
Ragnar Tómasson:
Gott aö vera bindindismaður
Það er gott að vera bindind-
ismaður í nútímaiþjóðfélagi. Að
vera bindindismaður er að njóta
vissra forréttinda í heimilislífi
starfi og leik. Það er lán, sem
því miður alltof fáum hefur
hlotnast, en sem við viljum öll-
um unna og allt til vinna að aðr
ir njóti. Þeim sem hugsjónir
eiga, er það dýrmætt að geta
sett þær fram í ræðu og riti, og
unnið þeim fylgi með markvissri
baráttu. í>etta hefur bindindis-
hreyfingin hér á landi gert frá
því fyrsta og vafalaust værum
við 'im margt verr settir ef ekki
hefði verið starfi hennar fyrir
að fara. Ekki er fyrir það að
synja að bindindishreyfingin
kunni að hafa hagað baráttu
sinni á annan veg en vænlegast
var til árangurs, en enginn
skyldi þó vanmeta starf hennar
til framgangs göfugri hugsjón.
Bindindishreyfinigín hefur haft
við ramman reip að draga, sem
er áfengistízkan. Er það ekki
einasta dæmi þess að menn láti
tízku ráða, þar sem skynsemin
væri betur tii forystu faliin. Þá
taka margir áfengisneytendur
bindindistali illa og finnst að
þar sé hróflað við einkamálum
manna. Það má fallast á þau
rök að vissu marki, en þá verð-
ur jafnframt að hafa hugfast
að jafnskjótt og áfengisneyzla
eins manns raskar högum ann-
ars, þá hættir hún að vera einka
mál viðkomandi. Dæmi um það
eru fleiri en svo, að taki að
nefna. Hverjum borgara ber
vernd af hálfu þjóðfélagsins
gegn hættum þeím, er áfengis-
neyzla annarra skapar honum.
Því fer víosfjarri að sú vernd
sé fyrir hendi, og er reyndar
næsta ólíkiegt að hana sé nokk-
urn tíma hægt að láta í té.
Ekki fer hjá því, að menn geri
aðrar og ákveðnari kröfur um af
stöðu hins opinbera, til áfengis-
vandamálanna,  en  til  einstakl-
Ragnar Tómasson
inga. Einstaklingnum getur lið-
izt að láta áfengisbölið sig engu
skipta, en því opinbera ekki.
Ráðstafanir hins opinbera til að
bæta ástandið íþessum efnum
eru ekki ýkja róttækar. I veizl-
um þess t.d. er áfengi haft í
hávegum, og áfengi virðist vera
það stór liður í embættisrekstri
ríkisstjórnar að meðlimir henn-
ar fá áfengi með sérstökum vild-
arkjörum. Vitaskuld apa svo
minni spámenn eftir, og árang-
urinn er sá að það þykir bragð-
daufur mannfagnaður þar sem
áfengi er ekki er ekki að hafa
að hvers manns viid. í þessu
tilfelli eru siðferðilegar skyldur
hins opinbera látnar víkja fyrir
skaðsamlegri tízku, áfengis-
tízku. Hér skapar það opinbera
slæmt fordæimi. Það hefur lykla_
völdin að breytni almennings og
því ríður á miklu að fordæmi
þess sé gott.
Skólar okkar eru oft gagn-
rýndir, og þykir mönnum að
þar sé mörg lexían kennd sem
verði magur biti í veganesti ung
lingsins. Það er vitanlaga eitt
meginhlutverk skólanna að ala
upp og mennta aesku landsins á
þann hátt að hún sé sem bezt
undir lífsstarf sitt búin. Sá skip-
stjóri þætti varla líklegur til að
verða farsæll í starfi sem ekki
þekkti hættur þær sem sjófar-
anda eru búnar.
Áfengi er hættulegur fygli-
nautur og við því ber að vara.
Fáum stendur sú skylda nær en
skólunum. Enda segir í 31. gr.
laga 58/1954: „í öllum skólum,
er opinbers styrks njóta, skal
\ fara fram fræðsla um áfihrif á-
fengisnautnar. Sérstaka áherzlu
skal leggja á að upplýsa, hvaða
áhrif ofnautn áfengis hefur á
líkama mannsins, vinnuþrek, sið
ferðisþroska hans og sálarlíf, á
heimili manna, umigengnisvenj-
ur og almenna siðfágun, á fjár-
hag einstaklinga og þjóðarinn-
ar, á öryggi í vandasömu starfi
og atvinnu manna áimennt. Enn
fremur skal veita fræðslu uim
það, hver sé öruggasta leiiðin til
að  forðast  ofnautn  áfengis.  —
-      Sigríður SumarliðadótHr:
Afengi og uppeldi
HVERS má ég vænta af barni
mínu? — er brennandi spurning
margra foreidra. Þeirri spurningu
roæta svo oft aðrar og enn nær-
göngulli spurningar svo sem:
Hvernig er jarðvegurinn sem
barnið hefir vaxið upp í? Hvern-
jg er heimilið og skilyrðin sem
því var fengið til að þroskast og
vaxa upp við?
Til eru mæður og feður, sem
vænta mikilla og góðra ávaxta af
vanhirtum akri.
Er ekki til of mikils mælast að
börn, sem sjá og heyra foreldra
iótum troða Guðs og manna lög,
vaxi upp og verði góðir og gegn-
ir borgarar? Það vill stundum
brenna við að það er haft hefir
verið fyrir barninu á bernsku-
heimilinu er fordæmt, er barn-
ið kemst á unglings- og þroska-
árin. Ekki er það með öllu óal-
gengt, að slikir foreldrar eða
uppalendur skelli gjarnan dá-
litlu af skuldinni á skólana,
jafnvel allri og virðast með engu
xnóti geta séð að augljóst er á
stundum hvar frumástæðurnar
fyrir þessu eða hinu sem miður
fer í fari barnsins eða unglings-
ins er að leita, á heimilinu sjálfu.
„Bakkus" gistir of mörg ís-
lenzkra heimila í dag og heldur
of mörgum foreldrum í heljar-
greip sinni. Jafnvel konunni sem
hefir móííurhlutverki að gegna
hefir glapist svo sýn að undir
morgun skjögrar hún heim alls-
endis ófær til að gegna því hlut-
verki er henni hefir verið trúað
fyrir.
Hlýtur unga stúlkan, sem vex
upp við slík kjör, það öryggi ag
innra jafnvægi, sem hverjum
einstaklingi er nauðsynlegt? Eða
verður hún frá fyrstu bernsku
taugaveiklað barn, sem fáir eða
engir skilja, ef til vill síðar svo-
kallað vandræðabarn? Getur
móðir, sem í samfylgd „Bakkus-
ar" virðir að vettugi hjúskapar-
heit sitt, ætlast til að siðferði
dótturinnar verði allt annað og
betra?
Fordæmi foreldranna er því
eitt hið miklvægasta og það
íyrsta sem mótar barnið.
Svo er Guði fyrir að þakka að
á mörgum heimilum, er hinn
trausti grundvöllur lagður að
öryggi og sannri hamingju
barnsins, sem endist þvi alla
æfi.     Endurminningin     um
bernskuheimilið og góða for-
eldra hefur vissulega reynst
rnörgum dýrmæt fyrirmynd,
traustari fjársjóðir en fullar
hendur fjár.
Ótalin eru þau tár, sem fallið
hafa af barnsaugum vegna þess,
sð faðir eða móðir jafnvel báðir
íoreldrar hafa gengið á mála hjá
,Bakkusi". Sjaldnast gera þessir
foreldrar sér grein fyrir hinni
sálarlegu ofraun, sem barninu er
bakað með slíku, né heldur því
að æfilangt mein kann af að
hljótast. Fyrir misþyrmingu
barnssálarinnar getur enginn
bætt með fjármunum né fögrum
orðum.
Foreldrar, börnin ykkar eru
dýrmætari öllu öðru. Bregðizt
þeim ekki. Gefið þeim fagurt
fordæmi svo að þau geti ávallt
með þakklæti minnzt föður síns
og móður.
Sigríður Sumarliðadóttir.
Fræðslumálastjórninni      skal
skylt að sjá svo um, að skólarn-
ir eigi þess jafnan kost að fá
hentugar kennslubækur og
kennslukvikmyndir til fræðslu
um áhrif áfengisnautnar, eftir
því sem við á á hverju skóla-
stigi." Þetta eru falleg og skiln-
ingsrík orð. Þessum lögum er
bara hvergi nærri nóg fylgt eft-
ir.
Sérhver æskumaður á að njóta
fræðslu í skóla um áfengisvanda
málin. Að láta hann læra af
reynslunni einni, er óforsvaran-
legt, þegar reynslan getur kost-
að manninn heill hans og ham-
ingju. Það er hlutverk skólanna
að vísa nemendum sínum til veg
ar um viðsjála vegi lílfsins. Að
vísa rangt til vegar er hlutur
sern 220. gr. hegningarlagnna tal
ar skýrustu máli um, en þar seg
ir að það varði mann allt að 8
ára fangelsi að segja ferðamanni
„rangt til vegar, enda hefði hann
átt að geta séð, að ferðamanni
inum myndi  af  því  háski  bú-
inn". Það mega sumir fara að
vara sig.
Mörgum svíður sárt begar sak
laust fólk er svipt frelsi og kúg-
að með vopnavaldi. Kúgarinn
réttlætir gerðir sínar með sýnd-
arrökum, sem hann jafnvali
freistast til að trúa sjálfur. Millj
ónir barna líða þjáningar vegna
drykkjuskapar foreldra, svo að-
eins lítið dæmi sé nefnt. Þa3
er ömurlegt hlutverk að ætla
sér að réttlæa þetta með rök-
um þeim sem tíðast eru á borð
borin af fylgismönnum Bakkus-
ai.
f nútímaþjóðfélagi gegnir hver
þegn æ stærra hlutverki, tekur
á sig sífellt meiri ábyrgð. Áfeng-
ið gerir hvern mann minni og
ábyrgðartiifinningln sljóvgast.
Andstæðurnar eru skýrar. Bind-
indishugsjónin hefur því aldrei
verið mikilvægari en í þjóðfé-
lagi nútímans. Það hafa alltaf
nætt um hana vindar skilnings-
og sinnuleysis. Áfengið á sterk
ítök í mörgum og samvizku
þeirra er það notalegast að al-
menningsálitið fordæmi ekki á-
fengisneyzlu. Það er reyndar ó-
sköp mannlegt að meta meir
frið eigin saimvizku en einhverja
hugsjón, sem nagar sömu sam-
vizku. En þó þetta sé mannlegt
er það engu að síður hættulegt,
þvi það lokar augum manna
Framhald á bls. 26
Ásbjörn Stefúnsson læknir:
Umferð og áfengi
ÞAÐ hefur alltaf verið og er
hættulegur „leikur" að aka bil
undir áhrifum áfengis. Þessi
hætta vex þó hröðum skerfum
sökum sívaxandi bilafjölda á
vegunum en ófullnægjandi
vegakerfis. Einnig vegna auk-
innar hundraðstölu ungs og
mjög ungs fólks á meðal öku-
manna en ætla má, að ungling-
ar hafi yfirleitt síður þroskaða
áhyrgðartilfinningu en fullorðn-
ir. Ennfremur vegna bílanna
sjálfra, sem eru nú, sokum mögu
leika sinna til hraðaaksturs, allt
önnur og hættulegri farartæki í
þessu sambandi en óður var. Þá
telja ýmsir sálfræðingar og aðr-
ir vísindamenn að geðvilla (psy-
chopathia) hafi farið mjög vax-
andi hjá almenninigi, ekki sízt
ungu kynslóðinni, undan farin
ár. Er hér um stórhættu að ræða
í sambandi við áfengisnautn, sé
þetta tilfellið.
Enginn vafi er á því, að
drykkjuskapur fer vaxandi frá
ári til árs vegna aukins' fjölda
bíla og ökumanna. Hvort hanr
eykst meira en svarar auknum
bílafjölda almennt í „bílalönd-
unum", vil ég ekki fullyrða, en
sumstaðar er það svo, m.a. er ég
á því, að svo sé hér hjá okkur.
Tölur benda í þá átt. Tek ég hér
nokkrar tölur frá Reykjavík ár-
in 1961, 1962 og 1963:
Teknir vegna gruns um
drykkjuakstur:
1961:  261
1962: 427
1963:  584
1 jan. — 13 okt. 1964: 555
Dæmdir fyrir drykkjuakstur:
1961: 178
1962: 268
1962: 268
1963:  157
Það blasir við, hve miklu
fleiri þeir eru, sem teknir eru
vegna gruns en þeir. sem hljóta
dóm. Einkum er munurinn mik-
ill á s.l. ári, eða 427. Persónu-
lega kemur mér ekki til hugar,
að enigir þessara 427 á árinu
1963 hafi ekið undir áhrifum á-
fengis, m.öo. að lögreglan hafi
verið svo glámskygn á ástand
þeirra. Ég er hinsvegar sann-
færður um að flestir þeirra hafa
verið undir „einhverjum áhrif-
um", en blóðprufan sýknað þá,
sbr. 25. gr. umferðarlaganna.
Máske, og sennilega, hafa þó
nokkrir af þessum hópi verið
saklausir, hvað snertir áfengis-
nautn. En hvað voru. svo hinir
margir, sem óku en voru „ekki
grunaðir"?
Það er á!it margra vísinda-
manna, sem mál þessi hafa rann
sakað (próf. Goldberg, prof.
Drew, próf. Cohen o.m.fl), að
lítii áfengisáhrif, þ.e. undir okk-
ar lágmarki, 0,5 pro mille, geti
mjög oft svipt menn verulegum
hluta hæfni þeirra til að aka bíl.
Ganga ýmsir þeirra svo langt,
að þeir fullyrða, að það sé varla
til svo lítil áfengisneyzla, a.m.k.
ekki „í praxís", að hún sé skað-
laus ökumanni eða öruggt að
hún geti ekki gert hann vara-
saman, jafnvel hættulegan í um-
ferð. Eru víða æ meir og meir
hafðar uppi kröfur um það, t.d
mjög í Svíþjóð, að löggjafinn
viðurkenni eniga áfengisnautn
leyfilega á undan akstri. Má því
búast við breytingum á umferð-
arlöggjöf sumra nágrannalanda
okkar á næstunni hvað þetta
snertir. En úr því svo er, að
menn geta átt það á hættu að
Ásbjörn Stefánsson
verða grunaðir um ölvun við
aktstur, enda þótt þeir jafnvel
hafi ekki bragðað áfengi — en
erfitt getur orðið að afsanna
það á staðnum — því þá ekki að
taka það upp hér að búa umferð
arlögregluna með „alcotest"
tækjum, svo hún geti strax sann
fært sig um, hvort um áfengis-
neyzlu sé að raeða eða kannske
alls ekki. Þessi aðferð breyðist
nú víða út utanlands og er talin
all  örugg það  sem hún nær,
Þá  koma  hér  nokkrar  tölur
frá Reykjavíkurlögregliunni  um
umferðarslys af völdum áfengis
árin 1961, 1962 og 1963. Tölurn-
ar eru nokkuð  dregnar saman.
Skýrsla IV: Orsakir umferðar-
slysanna:
Ölvun:
1961: 68
1962: 78
1963: 89
Skýrsla  V:  Slysatilfelli    a
fólki og orsakir þeirra:
Ölvun:
1961:  19                    v
1962: 29
1963: 34
Ef við tökum heildartölu um-
ferðarslysa og tjóna 1963, í
Reykjavík og nágrenni, 2752 til-
felli, þá er 89 þar af ekki hár
hundraðshluti. Slys á fólki af
völdum áfengis árið 1963 eru
hínsvegar 34, af alls 344 tilfell-
um, eða um 10% af ölluim slys-
uim. Enda mun það oftast svo, að
ef út af ber í umferð vegna
drykkjuaksturs, verður tiltölu-
lega oft slys á fólki. Hinsvegar
eru þessar hundraðstölur hér
undir því sem hagskýrslur
sumra landa sýna og mjög langt
undir því, sem ýmsir þekktir
umferðarsérfræðingar víða um
heim telja að raunverulegt sé,
eða frá 30 til 50% allra slysa,
sé allt tekið með í reikningmn,
m.a. ástand manna fyrst eftit
drykkju. Þessir menn telja að
opinberar skýrslur séu, hvað
þetta áhrærir, yfirleitt óáreiðan-
legar og fremur lítið á þeim að
byggja til að fá hugmynd um
það, sem raunverulega á sér stað
í sambandi við drykkjuakstur.
Til þessa liggja oft skiljanlegar
orsakir. Mismunandi mun þetta
þó í hinum ýmsu löndum. Um-
ferðin er víða orðin æðisleg,
lamandi. Mönnum veitir ekki
af öllu sínu er þeir sitja undir
stýri. Það sýna almenn tjón og
slys á vegnunum. í raun og veru
er umferðin víða vaxin hinum
almenna borgara yfir höfuð.
Hann brestur andlega orku til
að mæta henni svo sem skyldi.
Hver sá sem dregur úr haafni
sinni til að aka bíl með því
að neyta áfengis, eykur hættuna
á því að tjón eða slys verði.
Hann sýnir að jafnaði með þessu
að hann er óábyrgur og ætti
ekki að hafa ökuréttindi. Lög-
gjafinn ætti ekki að þola nein-
um það að aka undir áhrifum
áfengis, hve lítil sem eru. Lín-
an þarf að vera hrein. Ekkert
áfengi við stýrið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32