Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 260. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 siðiir

51 ár<"angxu-
260. tbl. — Þriðjudagur 17. nóvember 1964
Prentsmiðjfi MorgnnWaðsfns
Kjarnorkuflotinn og
varnir Vesturianda
til umræðu á þingmannafundi NATO
París, 16. nóvember, NTB, AP
Franski utanríkisráðherrann,
Maurice Couve de Murville, sagði
í dag á þingmannafundi Atlants-
hafsbandalagsins, að ekki væri
auðhlaupið að því að leysa varn-
armál vestrænna landa. Sagði
utanríkisráðherrann, að mikil-
vægast af öllu væri að gefa ekki
aoildarríkjunum nein fyrirmæli
«m að fylgja vissum tillögum
Couve de Murville nefndi ekki
sérstaklega tillögu Bandaríkjanna
um að konia á fót kjarnorkuflota
NATO.
Á Þingmannafundi bandalags-
ins í París eru samankom.nir 150
þingmenn a'ðildarríkjanna 15.
Hann stendur í fimm daga og
verður þar fjallað um ýmis mál
eem snerta bandalagið, en eink-
um munu þó deilurnar um hinn
fyrirhugaða      kjarnorkuflota
Von Brentono
látinn
Darmstadt,  16.  nóvember,
NTB, AP
HEINRICH   von   Brentano,
f yrrum     utanríkisráðherra I
Vestur-Þýzkalands,   lézt   á |
laugardagskvöld sl. af krabba-
meini í  vélinda.  Hann hefur]
legið  á  sjúkrahúsi  í  Darm-
stadt síðan á fimmtudag.
Von Brentano var skorinn)
upp við krabbameini í vélindai
fyrix tæpu ári en fór heim úr]
sjúkrahúsinu í janúar sl. og'
lét úr því aftur mikið til sín(
taka vestur-þýzk stjórnmál o,g|
var m.a. formælandi kristi-
le|ga demókrataf lokksins í |
þinginu.
Heinrich    von   Brentano!
fæddist  20.  júlí  1904,  sonur'
lögfræðings  í  Offenbach  af|
ítalskri fjölskyldu, sem flutt-
ist  til  Þýzkalands  frá  Fen-
eyjum  fyrir  þremur  öldum.
Hann  var  utanríkisráöheira
lands síns frá 1955 til 1961.
Fánar blöktu í hálfa stöng.
um allt Vestur-Þýzkaland á\
sunnudag og Lubeke forsetij
hefur hlutazt til þess að hald-
in verði minningarathöfn uml
von Brentano í þinginu ál
þriðjudag en ríkið kosti útför^
hans, sem verður á fknmtu-,
dag. Von Brentano. sem var'
ókvæntur, verður jarðsetturl
við hlið foreldra sinna H
kirkjugarðinum  í  Darmstadt,
bandalagsins setja svip sinn á
fundinn. Frakkar eru mjög and-
vígir fyrirætlun þessari svo sem
kunnugt er, en Vestur-Þjóðverjar
hlynntir því að af stofnun flot-
ans yerði. Bretar hafa enn ekki
látið uppi skoðanir sínar á mál-
inu, en munu ef að líkum lætur,
gera einhverja grein fyrir þeim
á nefndarfundum NATO, sem
hefjast á þriðjudag.
Meðal annarra mála, sem rædd
ver'ða á fundinum, eru samskipti
austurs og vesturs, horfurnar í
Kennedy-viðræðunum um tolla-
lækkanir, sem aftur eru upp
Framhald á bls. 17
Séð yfir þéttskipað félagsheimili KR, þegar fjölmennasta Alþýð usambandsþing fyrr og siðax hoí
þingstörf í gær.
Þing Alþýöusambandsins hófst í gær
Verða hlutfallskosningar viðhafðar við
, kosningu stjórnar ASÍ?
29. ÞING Alþýðusambands ís-
lands var sett í gær laust eftir
klukkan 4 í húsi KR við Kapla-
skjólsveg í Reykjavík. Fulltrúar
á þinginu eru 362 og er þetta því
fjölmennasta þing ASÍ til þessa.
f setningarræðu sinni lýsti for-
seti Alþýðusambandsins því yfir,
að hann væri hlynntur hlutfalls-
kosningu til stjórnar ASÍ og
einnig, að óvíst væri, hvort hann
gæfi kost á sér til endurkjörs
sem forseti sambandsins. Forseti
Alþýðusambandsins, Hannibal
Valdimarsson, setti þingið með
ræðu og bauð velkomna þing-
fulltrúa og gesti. í upphafi ræðu
sinnar minntist hann frú Dóru
Þórhallsdóttur, forsetafrúar, og
vottuðu fundarmenn henni virð-
ingu sína með því að rísa úr
sætum. Einnig minntist forseti
látinna baráttumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar og þá sérstak-
lega Ólafs heitins Friðrikssonar,
sem á siniiin tíma var einn helzti
forystumaður fyrir stofnun verka
lýðsfélaga á íslandi. Heiðruðu
þingfulltrúar minningu hans með
því a<5 rísa úr sætum.
1 setningarrœðu sinni kvað
Hannibal kaupgjalds- og kjara-
málin jafnan vera höfuðverkefni
verkalýðsfélaga. „Þau eru svo
þýðingarmikil", sa.gði hann, „að
þau hafa réttilega verið nefnd
brú verkamannsins til framtíðar-
innar". Sagði hann, að í mesta
uppgripagóðæri í sögu landsins
væri ekki hægt að una því, að
„rauntekjur" verkamanna hefðu
minnkað.
Hánnibal kvað það skoðun
sina, að stytting vinnutímans
væri engu þýðingarminna mál en
kaupgjaldsmálin. Taldi hann
vinnutímann hér á landi lengri
og óhóflegri en í nokkru ná-
grannalanda okkar. Þingkjörin
nefnd starfar nú að lausn þess-
ara mála, og kvaðst forseti Al-
þýðusambandsins vænta frá
henni ráðlegginga, sem verka-
lýðssamtökin gætu byggt stefnu
sína á.
„Því ber að fagna því", sagði
hann, „að varðandi styttingu
vinnutímans hefur hæstvirtur
forsætisráðherra sýnt áhuga og
vilja  til  úrbóta.  Ætti  það  að
greiða nokkuð fyrir framgangi
málsins" .
Hannibal ræddi nokkuð um
atvinnuástandið í einstökum
landshlutum. Kvað hann ekki
hægt að þola það að atvinnuleysi
herji einstaka landshluta, meðan
verkafólki annars staðar á land-
inu liggur við ofþjökun vegna of
mikils vinnuálags. .Sagði hann
ríkisstjórnina hæglega geta úr
þessu bætt án mikils kostnaðar.-
Þá ræddi Hannibal Valdi-
marsson þá fjárhagsöruðleika,
sem ASÍ á nú í. Kvaðst hann
vilja láta fella úr lögum Alþýðu-
sambandsins þau ákvæði, sem
segja til utn fjárframlög ein-
stakra félaga til ASÍ. Þess í stað
skyldu     Alþýðusambandsþing
ákveða fjárframlögin hverju
sinni. Sagði hann, að hann gæfi
ekki  kost  á  sér  til  endurkjörs
sem forseti ASÍ nema þessa laga-
breyting næði fram að ganga.
Hannibal Valdimarsson kvað
einnig breytinga þörf á ákvæð-
um laga ASÍ um fulltrúakjör til
Alþýðusambandsþings.     Taldi
Framhald á bls. 17
FIugslysíNevada
28 manns farast
Las Vegas, 16. nóvember     <
NTB, AP
í MORGUN fannst á fjallstindi
skammt frá Las Vegas í Nevada
flak áætlunarflugvélar Bonanza-
félagsins, sem fórst þar í hríðar-
byl á sunnudag. Með vélinni,
sem kom frá Phoenix í Arizona,
voru  28  manns  og  fórust  allir.
Þriöji fellibylurinn á leiöinni
Að minnsta kosti 7000 hafa látizt í Suður-Vietnam
Saigon, 16. nóv. — NTB, AP.
A Ð minnsta kosti 7.000 manns
hafa látið lífið í flóðunum miklu
í S-Vietnam, að því er síðustu
fregnir greina, en ekki er útséð
um endanlega tölu látinna vegna
samgönguerfiðleika og telja sum-
ir að láta muni nærri að allt að
10.000 manns hafi farizt í flóð-
unum.  Ekki  eru  heldur  neinar
nákvæmar tölur til yfir alla þá
sem misst hafa heimili sín, en
það munu vera milli 500.000 og
750.000 manns, en sumir segja að
talan sé nær milljón.
Af opinberri hálfu í Saigon er
sagt, að langur tími muni líða,
áður en öll kurl séu komin til
grafar varðandi tjón á mönnum
og eignum  í flóðunum. Enn  er
Fjarstýrð fiugvél USA
skotin niður yfir S-Kína
Tokyó  og  Washington,
16. nóv. — AP — NTP.: —
FRÉTTASTOFAN „Nýja Kína"
í Peking sagði í dag, að skotin
hefði verið niður á sunnudag,
\t íir miðhéruðum Suður-K'ína,
mannlaus, fjarstýrð, bandarísk
könnnnarvél, í mikilli hæð.
í Washington var sagt, að f jall
að væri þar um þessa tilkynn-
ingu Kinverja og myndi henni
gerð skil þegar rannsókn málsins
væri lolíVið.
Kínverjar tilkynntu 7. júlí í
ár að þeir hefðu skotið niður
bandaríska U-2 flugvél yfir kín-
versku landssvæði og sögðu þá
að síðan í ársbyrjun 1958 hefðu
verið skotnar niður yfir Kína
alls 10 bandarískar könnunarvél
ar flestar komnar frá Formósu.
Bandaríska fréttastofan AP
bætir því við fréttina að banda
ríski herinn í Suður Kóreu hafi
á að skipa fjarstýrðum vélum,
svokölluðum         „Drones",
sem geti farið í allt að 10
þús. feta hæð, fari með 180 mílna
hraða á klst. og hafi um það bil
hálftíma flugþol. Vegna takmark
ana þessara sé það mjög ólíklegt,
*ð slíkur „Drone' hafi verið
skotinn niður í háloftunum yfir
miðhéruðum Suður-Kína, segir
fréttastofan.
talin mikil hætta á að drepsóttir
komi upp á flóðasvaeðunum, þar
sem erfitt sé að koma þangað
lyfjum þeim og bóluefni, sem
fyrir sé í Saigon.
Skæruliðar Viet-Cong, sem til
þessa hafa heldur haft af flóð-
unum gagn en ógagn og hafa
skotið drjúgum á bandarískar
flugvélar og þyrlur, sem unnið
hafa að björgunarstörfum á
flóðasvæðinu, eru nú sagðir farn
ir að finna fyrir óþægindum af
þeim. M.a. réðust þeir á banda-
ríska herstöð á laugardag til þess
að afla sér matvæla, en voru
hraktir til baka. Tóku þá sumir
það til bragðs að gera fyrirsát
þorpsbúum, sem fengið höfðu
matarskammt hjá yfirvöldunum
og gera hann upptækan.
Veðurfræðingar segja, að
þriðji fellibylurinn í þessum
mánuði sé nú á leiðinni frá Sai-
gon og beint til strandbæjarins
Nhatrang, hérumbil nákvæm-
lega í kjölfar þess sem mestum
óskundanum olli nú á dögunum.
Mikill viðbúnaður er í Nhatrang,
sem er 55.000 manna borg og bú-
izt við hinu versta.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32