Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 32
B.S.R.B. krefst hœrri launa * A FUNDI stjórnar B.S.R.B. 9. des. 1964, var einróma samþykkt svofelld ályktun: ,.Með hliðsjón af þeim launa- hækkunum, sem orðið hafa á þessu ári hjá öðrum stéttum en opinberum starfsmönnum sam- þykkir stjórn B.S.R.B. að krefj- ast launahækkunar fyrir ríkis- starfsmenn með tilvísun til 7. gr. laga nr. 55/1962, um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Hinn 5. júní s.l. var gert sam- komulag milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands íslands og Gjaldker- inn barinn SÍÐDEGIS í gær gerðist það á skrifstofu fyrirtækis eins í Austurbænum, að maður barði gjaldkerann, sem ekki var reiðubúinn að greiða honum þau laun, sem maðurinn kvaðst eiga inni. Er gjaldkerinn sagði mann- inum, að hann væri ekki reiðu búinn til greiðslunnar, fékk hann fyrirvaralaust höfuð- högg, sem lenti á gagnauga. Var gjaldkerinn með gler- augu, sem brotnuðu. Fyrir sprakk á gagnauganu og blæddi mikið úr, og varð að flytja gjaldkerann í slysavarð stofuna. Hann kærði síðan málið til rannsóknarlögregl- unnar. Sjónarvottar voru að árásinni, en að henni lokinni hafði árásarmaðurinn sig á brott. Vinnuveitendasambands ís'ands, um ýmis mál, þ.á.m. hækkun dag vinnukaups. Á grundvelli þessa samkomu- lags hafa síðan orðið almennar launahækkanir. Forsenda fyrir synjun Kjara- dóms um 15% launahækkun i dómi 31. marz 1964, var að með 3ynjuninni væri reynt að koma í veg fyrir áframhaldandi kaup- hækkanir hjá öðrum. í>ar sem slíkar almennar kaup hækkanir hafa nú átt sér stað telur stjórn B.S.R.B., að þessi forsenda sé ekki lengur fyrir hendi og ákveður því að gera kröfu um 23% hækkun til ríkis- starfsmanna, þ.e. 15%, sem gerð var krafa um 31. des. 1963, og þar á ofan 7% til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hafa eftir samkomulagið frá 5. júní 1964. 15% launahækkunin gildi frá 1. janúar 1964 og 7% hækkunin frá 1. okt. 1964. Til frekari rökstuðnings vill bandalagsstjórnin vekja athygli á því, að^síðan 1. júlí 1963 hefur vísitaia framfærslukostnaðar hækkað um 23%“. (Frétt frá B.S.R.B.) Austfjorðosíld til Akruness Akranesi, 11. des. Á HÖFRUNGI III var áætlað að vætu 2.200 tunnur af síld. Hann var með fulla lest og 200 tunnur á þilfari. Er skipið renndi að hafnargarðinum kl. 13.40 voru fjórir vörubílar standandi á bryggjunni og gamli kraninn til- búinn að hífa og nógir verka- menn. Auk þess komu ljósmynd- arar og margir áhorfendur. Á að salta eins mikið af farminum og hægt er. Síldin er ísvarin. Hörfungur III. kemur með síldina til Akraness. Togarar taka síld fyrir austan Neskaupstað, 11. des. í DAG hafa þessi skip komið með síld til Neskaupstaðar: Garð ar 1100 mál, Haraldur 1250, Helgi Flóventeson 1200, Grótta 1200, Sæhrímnir 1000, Eldey 900, Arnfir'ðingur 700, Sigfús Berg- mann 500, Reykjanes 950, Ögri 700, Guðrún Jónsdóttir 900, Arnar 1250. í morgun kom hing- að togarinn Pétur Halldórsson. Lestar hann um 3000 mál síldar og flytur ísvarið til Reykjaví'k- ur. í kvöld kom bogarinn Sig- urður og tekur hér um 100 tonn síldar og siglir með til í>ýzka- lands. — Ásgeir. Eskifirði, 11. des. HINGAÐ kornu nokkur síldar- skip r dag: Akraborg 100 máh Guðmundur Pétuns 200, Kristján Valgeir 600, Pétur Sigurðsson 700, Auðunn 400, Jón Kjartans- son 700, Hilmir 400 mál. Síldin fer í salt, bræðsiu og frystingu. Rússar með troll á torginu" // Rauða 35 þus. kr. hásetahlutur á viku SÍLDVEIÐARNAR fyrir Austurlandi gengu vel í gær, en veðurspá var vond og byrjað var að kula á miðun- um. Blaðið átti tal við Jón Einarsson skipstjóra á leitar- skipinu Pétri Thorsteinsson og sagði hann mikla síld vera á „Rauða torginu“, eins og þeir kalla miðin þarna fyrir Reumert gefur 300 þúsund krdnur í minningarsjóð um Stefaníu tengdamóður sína — íslendingum boðið oð gerasf stofn- félagar með skattfrjálsu framlagi POUI ROUMERT hefur fyrir löngu unnið hjörtu ís- lendinga, og fáir Danir hafa tekið jafn miklu ástfóstri við ísland. Hann og kona hans heitin, frú Anna Borg, hafa margfoft komið til íslands leiklistarunnendum tj' mik- illar ánægju. í einni heimsókn þeirra hjóna, árið 193S, ákváðu þau að stofna sjóð til m.inningar um móður frú Önnu, leikkon una Stefaníu Guðmundsdótt ur. Stofnfé sjóðsins var ágóði aJ leiksýningum þeirra hér í Reykjavík. Svo liðu árin, heirasstyrj- öldin skall á og ekkert varð úr frekari framkvæmd u.m í sambandi við sjóðsstofnun- ina. En stotfnfé Sá hér 1 banka. Nýr skriður komst á mál- ið etftir stfríð, en hið sviplegia frátfalll frú Önnu í flugslysi á páskunium í fyrra virtist binda enda á frarakvæmdir. Stefanía Guðmundsdóttir. Svo var þó ekki. Poul Reum- ert hélt tryggð við málstað- inn. í haust kom út í Dan- mörku minninigabók um frú Önnu Borg, sem eiginmað- ur hennar hafði tekið saman. Var hún gefin út á vegum Gyldendals útgáfunnar og ksom á mairkaðinn hin.n 24. nóvember s.l. Tveimur dög- um seinna var fyrsta útgáfan uppseld, og önnur útgáfa er nú í prentun. Einnig hetfur verið gengið frá útgátfu bók arinnar hér í íslenzkri þýð ingu, Er Poul Reumert sá hVe vel bókinni var tekið, ákvað hann að rithötfundalaun hans, að honum lifandi og látnum, af ölíum útgáfum bókarinn ar, skyldu renna til minning arsjóðsins um tengdamóður hans. Nemur framlag Reum- erts til sjóðsins því uim 300 þús-und krónum. Formleg stofnun sjóðsins hefur dregizt á langinn, og var endalega gengið frá henni s.l. miðvikudag. Netfn- ist sjóðurinn „Minningarsjóð ur Frú Stefaníu Guðmunds- dóttusr", og hafa forráðamemn hans skipað sjóðnum þriggja manna stjóm. í stjóminni eru: horsteinn Ö. Stephensen leiklistarstjóri útvarj>sins, form^ður, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, ritari, og Torfi HjartaríOn, tollstjóri, gjaldkeri. Tiiigangur sjóðsins er fyrst og fremst efling ieiklister á Islandi með því að veita ís- lenzkum leikurum styrki til framhaldsnáms eriendis o.fl. Frú Stefanía Guðmiunds- dóttir var brautryðjandi í ís lenzkri leiklist og ein af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur árið 1897. Hún lyfti íslenzkri leiklist með þekkingu sinni og þokka á nýtt svið. Og dætur hennar tóku við. Hérna heima hafa leiklistaxunnenduir kynnzt list þeirra systra Þóru og Emilíu, en Anna Borg tóik sér það erfiðá hlutverk, eins og Þorsteinn' Ö. Stephensen komst að orði í gær á blaða- mannatfundi, að skipta um Fraimbaild á bls. 20. austan. Rússnesk veiðiskip eru á þess- um slóðum, en ekki hefir komið til neinna árekstra milli þeirra og íslenzku skipanna, enda síldin á stóru svæði. Þeir á Pétri Thorsteinsson hafa veitt því athygli að rannsóknar- skip Rússanna hefir haft úti troll en virtist fá lítið í það. Þá hefir stór rússneskur skuttogari verið þarna að veiðum og setti harm út troll en hvarf svo sjónum manna út í buskann. Ekki er vitað hvort skipið var með síldartroll eða Framhald á bls. 31. Þýzkt skip strandar ó Raufarhöin Raufarhöfn 11. des. í KVÖLD strandaði hér þýzka skipið Susanna Reith, 1100 tonn að stærð. Það kom hing- að frá Akranesi og var ætlað að það myndi taka hér síldar- mjöl. Skipið tók ekki leiðsögu- mann inn í höfnina, en það strandaði á svonefndri Hvot- flúð, sem er hér innan hafn- ar. Á flúð þessari hafa strand að mörg önnur skip, síðast síldarskipið Jökull nú í sum- ar, hlaðiö síld. Hið þýzka skip hefir nú þegar tekið sjó í sig, en eitt varðskipanna er væntaniegt hingað um miðnætti í nótt og mun reyna að ná því á flot. Gott veður er hér sem stend ur á Raufarhöfn, en vaxandi sjór úti fyrir og veðurspá mjög slæm. 12 DAGAR I TIL JÓLA 1 • •••IIIHIAIIHHHHIIIMIIIItlllllllllBIIBIItlllllMIIIIIMIIIIII ■*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.