Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Qtgttttb.
24  síður
52. árgangur.
12. tbl. — Laugardagur 16. ianúar 1965
Prentsmiðja Morgunblaðsina,
Ovissa ríkjandi um veiðirétt
togara við
RegSugerðSr eg opSnber sjó-
kort stangcest á s&mlcvæmf
úémú í máli Péturs
Hcalldórcsoncir
Máli brezka togarans
Heivitt vísað frá
í GÆR voru kveðnir upp dómar í máli togarans Péturs Hall-
dórssonar og brezka togarans Roberts Hewitt. — Skipstjóra
Péturs Halldórssonar var ekki gerð refsing í dóminum, en
afli togarans og veiðarfæri voru gerð upptæk, með því að
dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri heimilt
að veiða á því svæði, þar sem togarinn var tekinn. Þetta
hefur það í för með sér, að fjögur svæði í kringum landið, að
ummáli um 3000 ferkílómetrar, verða nú lokuð fyrir íslenzk-
um togurum mikinn hluta ársins, en á þessum svæðum hafa
þeir stundað veiðar allt frá samkomulaginu við Breta 1961
og talið sig hafa til þess fulla heimild. Hefur Landhelgis-
gæzlan íslenzka látið þá óáreitta við þessar veiðar þar til nú.
Þessi svæði eru út af Faxaflóa, út af Húnaflóa, sunnan
Langaness og sunnan Reykjaness þ.e. Selvogsbanki, sem eru
ein hin fengsælustu fiskimið við ísland.
Þá var máli brezka togarans vísað frá dómi, en ríkissjóð-
ur dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað vegna þess
máls. —
Dómur í máli Péturs Halldórs-
sonar var kveðinn upp kl. 2 e.h.
í gær í sakadómi Reykjavíkur og
er efni dómsins á þá leið, að talið
var sannað að skip ákærða hefði
verið að veiðum innan fiskveiði-
takmarkanna eins og þau hafa
verið ákveðin frá 1961. Hitt þótti
ekki sannað, að skipið hefði ver-
Ið innan markanna eins og þau
voru ákveðin 1958. Af hálfu á-
kærða var því haldið fram að
heimilt væri að vera að veiðum
é svæði því er aukið var við fisk-
veiðilandhelgina með reglugerð
nr. 3/1961. Niðurstaða dómsins
varð sú að ekki væri heimilt að
veiða á þessu svæði, en hinsvegar
væru ákvæði um þetta svo 6-
glögg, að um afsakanlega van-
þekkingu eða misskilning á rétt-
arreglum væri að ræða hjá á-
kærðum. Leiddi þetta til þess að
honum var ekki gerð refsing með
dóminum. Hins vegar voru afli
og veiðarfæri skipsins gerð upp-
tæk og ákærður dæmdur til
greiðslu sakarkostnaðar.
Að lokinni dómsuppkvaðningu
lýsti Benedikt Blöndal, verjandi
skipstjórans á Pétri Halldórssyni,
Péturs Þorbjörnssonar, yfir því,
að hann óskaði þess, að dómnum
yrði áfrýjað.
Morgunblaðið hefur spurzt

fyrir um mál þetta hjá Baldri
Möller, ráðuneytisstjóra í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt
inu og komst hann svo að orði:
„Óljóst  ér,  hverjar  reglur
gilda á svæði því, sem um'
ræðir eins og niðurstaða dóms
ins sýnir, en hún virðist vera
í mótsögn við skilning sjávar-
útvegsmálaráðuneytisins á
túlkun reglugerðar nr. 87/
1958. Annars vil ég lítið um
málið segja á þessu stigi, þar
sem því hefur verið áfrýjað
og okkur hefur ekki borizt
dómurinn í hendur í heild
sinni".
Samkvæmt upplýsingum
Péturs Sigurðssonar, forstjóra
Landhelgisgæzlunnar,     eru
kort þau, sem talað er um í
Framhald á bls. 2
Sir Winston ChurchilL
Churchill fékk slag í gær
Liggur  mjog  þungt  haldinn  á  heimili  smu
London, 15. janúar.
(NTB-AP)
t  Einkalæknir  Sir  Win-
stons  Churchills  skýrði
frá því í dag, að hinn aldni
stjórnmálaskörungur    hefði
fengið  slag  og  lægi  þungt
haldinn á heimili sínu í Lund-
únum.
#  í kvöld  gaf læknirinn,
Moran lávarður, út til-
kynningu um líðan sjúklings-
ins þar sem sagði, að hún
hefði lítið breytzt í dag. Sir
Winston svæfi djúpum svefni
og finndi hvorki til óþæginda
né sársauka. Moran lávarður
las tilkynninguna af tröppum
heimilis Sir Winstons í Hyde
Park Gate, en þar hafði mik-
ill mannfjöldi safnazt saman.
Fréttamenn spurðu lækninn
hvort Sir Winston væri með-
vitundarlaus, en hann sagðí:
„Þessari spurningu vil ég
ekki svara".
$  Læknirinn  kvaðst gefa
út næstu tilkynningu um
líðan Sir Winstons á hádegi &
Framhald á bls. 28
Indónesíumenn segjast vilja
friðsamlega lausn,
en halda áfram að senda skæruliða
Rahman segii Súkamó verkfæri í höndum
kommúnistaflokks Indónesíu
fyrirmælum frá Pekíng.
Um þau ummæli Súkölnós, að
hann væri fús til að samþykkja,
að SÞ sendu eftirlitsnefnd til N-
Borneó, sagði Rahman, að Sú-
karnó hefði aldrei viljað fara eft-
ir úrskurði SÞ, og væri ekki á-
stæða til að ætla, að hann gerði
það fremur nú, þegar Indónesía
hefði sagt sig úr samtökunum,
Rahman kvaðst fús að taka til
Framhald á bls. 8
Djakarta, Kuala Lumpur,
15. janúar (NTB)
•  SÚKARNÓ,  Indónesíufor-
seti, sagði fréttamönnum í
dag, að hann væri fús til að fall-
Við uppkvaðningu dóms í máli Péturs Halldórssonar. í dómarasætum  frá  vinstri  eru  Halldór
Ingimarsson meðdóandi, HalldórÞorbjörnsson sakadómari og Karl Magnússon meðdómandi.__Yzt
til vinstri situr Bragi Steinarsso n, fulltr. saksóknara, og við hlið hans GísU Einarsson hrl.,
yzt til hægri verjandi í málinu Benedikt Blöndal hUl.
en
ast á, að sendínefnd frá Samein-
uðu þjóðunum rannsakaði hvort
íbúar N-Borneó væru ánægðir
með aðildina að Malaysíu.
•  í  hádegisverðarboði  með
fréttamönnum í dag, sagði
utanríkisráðherra Indónesíu, Sú-
bandrió, að Indónesíumenn vildu
leysa deilunrnar við Malaysíu á
friðsamlegan hátt, en þeir héldu
áfram að senda skæruliða til N-
Borneó, vegna þess að íbúar þar
æsktu aðstoðar Indónesíu. Hann
sagði, að Indónesíumenn væru
fúsir að hef ja viðræður við Mala-
ysíumenn og Breta þegar í stað
um friðsamlega lausn deilumál-
anna, en ef til styrjaldar kæmi,
myndu þeir leita aðstoðar er-
lendra ríkja. Hann vildi ekki upp
lýsa hver þessi ríki væru. •
•   Fors.—Msráðherra Malaysíu,
Tunku   Abdul   Rahman.
sagði í dag, að fráleitt væri að
hefja viðræður um lausn deilu-
málanna víð Súkarnó, Indónesíu-
forseta. Forsetinn væri verkfæri
í höndum kommúnistaflokks Indó
nesíu, en sá flokkur færi eftir
Á að leyfa
togveiðar í
landhelgi?
DEILT hefur verið hart nm
hvort leyfa skuli íslenzkum
skipum veiðar með botnvörpu
innan landhelginnar. Taka
togarans Péturs Halldórsson-
ar og málarekstur í sambandi
við hana hefur orðið til að
vekja enn meiri athygli á
þessari spurningu.
Morgunblaðið hefur snúið
sér til 19 manna, sem allir
eru gjörkunnugir íslenzkri út
gerð og leitað álits þeirra á,
hvort fiskiskipum okkar skuli
heimilaðar togveiðar innan
núverandi  fiskveiðimarka.
Svör þessara 19 manna birt
ast á blaðsíðum 10, 11, 13 og
14.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24