Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. marz 1965
Susanne Keith á strand.stað áður en afturhlutt skipsins var dreginn á land.
Susanne Reith verður
breytt í sanddæluskip
Skipið  verður  soðið  saman
á  Raufarhöfn
1 VIÐTALI við Morgunblaðið í
gær sagði Kristinn Guðbrands-
son forstjóri Björgunar hf, sem
nú hefur eignazt hið strandaða
skip á Raufarhöfn, Susanne
Reith, að í ráði væri að sjóða
hina tvo hluta skipsins saman.
Yrði skipið stytt um 10 metra
og yrði reynt að gera þetta á
Raufarhöfn. Skipinu verður
breytt í sanddæluskip og sett í
það mjög fullkomin taeki til að
dæla upp af föstum botni. Sagði
Kristinn, að ef allt gengi að ósk.
um, yrði verki þessu lokið í
byrjun júní.
„Við ætlum að hefjast handa
við að bjarga framparti Susanne
Reith um næstu mánaðamót. Síð-
an munum við sjóða skipið sam-
an og er ekki útilokað að við
gerum það austur á Raufarhöfn.
Aðalskemmdin á skipinu er við
4. lest og ætlum að taka hana
burt. Við það styttist skipið um
10 metra".
Hafa skip verið skeytt svona
saman áður hér á landi?
„Ekki svo mér sé kunnugt um.
Annars er þetta algengt erlendis.
Bæði eru loskuð skip, sem brotn-
að hafa í tvennt, oft soðin saman,
og einnig eru skip oft lengd með
því að smíða nýjan hluta inn í
miðju þeirra."
Hvað minnkar skipið mikið við
þetta?
„Það liggur ekkj alveg Ijóst
fyrir ennþá. Susanne Reith er nú
1700 tonn, en ég býst við að
stærðin verði um 1200 tonn eftir
að búið er að taka 10 metra úr
miðju skipsins og sjóða það sam-
an."
Hvað er búizt við að þetta taki
langan tíma?
„Ég hygg, að við verðum um
það bil mánuð að ná frampartin-
um af flúðinni. Síðan tekur það
annan mánuð að sjóða partana
saman, og verður því þá væntan-
lega lokið í byrjun júni. Hvort
sem þessi áætlun stenzt eða ekki,
ætlum við að vera farnir með
skipið frá Raufarhöfn á þessum
tíma, því að þá hefst síldarver.
tíðin og þá verður enginn tími
til að athafna sig á Raufarhöfn."
Ætlið þið að fá erlenda aðila
til að annast verkið?
„Nei. Við höfum sjálfir úrvals
I mðnnum á að skipa og erum al-
veg einfærir um að gera þetta
sjálfir. Hjá okkur eru nú starf-
andi rúmlega 30 manns, þeirra á
meðal bæði vélstjórar og járn-
smiðir, sem geta séð um þetta
fyrir okkur".
Er ekki hætta á, að framhluti
skipsins eyðileggist í brimróti á
flúðinui?
„Nei, á því er engin hætta.
Framhlutinn er fullur af sjó, og
við erum búnir að kanna, að
brimrótið haggar honum ekki
minnstu vitund."
En er þá skipinu ekki hætta
búin, ef hafís leggðist að landi á
Raufarhöfn?
„Afturhlutinn er alveg öruggur
þar sem hann er á landi lengst
inni í vogi. Það versta, sem kom-
ið gæti fyrir, væri það að hafís
bæri framhlutann á land. Annars
kvíði ég því ekki, að okkur mis-
takist að bjarga framhluta Sus-
anne Reith. Jafnvel þótt svo færi,
eigum við alltaf afturhlutann,
sem er verðmætastur, með yfir_
byggingu og vélarrúmi, og <þá
mundum við láta smíða nýjan
framhluta".
Hvað er búizt við að þetta verk
kosti?
„Um það er ekki hægt að full-
yrða neitt á þessu stigi málsins.
Áður en skipið kom í okkar eigu,
var búið að bjarga úr því miklu
af dýrmætum tækjum, og eigum
við þau að hálfu á móti trygg-
ingafélaginu."
Hvað hyggist þið gera við
Susanne Reith?
„Við getum auðvitað gert
margt við það eftir að búið er að
sjóða það saman. Annars er ætl-
unin að breyta því í sanddælu-
skip og setja í það fullkomin
tæki til þeirrar notkunar. Mun-
um við setja í það svo kallað
„cutter" kerfi, en það er tætari,
sem getur rifið upp fastan botn,
allt að því hraun. Innan í þess-
um tætara eða bor er svo sjálf
sogpípan, sem sogar upp allt, sem
losnar. Við eigum nú tvö sand-
dæluskip, Sandey, sem er um
1000 tonn og Leó. sem er um 80
tonn. Við hefðum þurft að fá
eitt skip í viðbót, enda er nóg
um verkefni."
Við hvaða verk eru sanddælu-
skip ykkar núna?
„Sandey dælir upp öllu fyrir
Sementsverksmiðjuna og auk
þess dælir hún upp steypusandi
og möl og einnig pússningasandi
í Hvalfirðinum á móts við Eyri
í Kjós. Leó er hins vegar að
mestu notaður við hafnarfram-
kvæmdir. Með hinum nýju tækj-
um verður Susanne Reith auð-
vitað mjög hentug við hafnar-
framkvæmdir líka".
Að lokum sagði Kristinn Guð-
brandsson:
„Við höfum alla vega næg verk
efni fram undan. Þetta er nú t. d.
þriðja árið sem við dælum upp
byggingarefni úr Hvalfirðinum.
Allan tímann höfum við dælt
þar upp úr sömu holunni, og enn
finnum við hvergi votta fyrir
botni".
Önnur  sovézk
sendinefnd  til
Leipzig ?
BERLfN, 8. marz (AP) — Á
laugardag kom til Leipzig önnur
sovézk sendinefnd til að kynna
sér Kaupstefnuna, að því er aust
ur-þýzka fréttastofan ADN herm
ir. f sendinefndinni eru 32 Rúss-
ar og þar á meðal Voronov, rit-
ari miðstjórnar kommúnista-
flokksins, Shelest, formaður
flokksins í Úkraínu og miðstjórn
arritararnir Titov og Rudakov.
Það er hald margra í Berlín,
að þessi síðari sendinefnd muni
aðallega gerð út af örkinni til
viðræðna við Walter Ulbricht,
formann austur-þýzka kommún-
istaflokksins, sem væntanlegur
var til Leipzig á sunnudag, um
nýafstaðna heimsókn hans til
Egyptalands.,
*  DROTTNINGIN
Maður nokkur skrifar oig
leggur til að íslendingar kaupi
Drottninguna, sem nú er til sölu.
Segir hann réttilega, að þetta
hafi verið happaskip og bætir
við, að vel færi á því að Skipa-
útgerð ríkisins eignaðist það til
afnota í strandsiglingum. Að
vísu þurfi sjálfsagt að lagfæra
og endurbæta Drottninguna —
en þetta sé skip, sem íslending-
ar þekki vel og kunni vel við.
Persónulega er ég ekki stór-
hrifinn af tillögunni og senni-
lega mundi fólkið úti á landi
ekki vera neitt hrifnara. Eða
ættum við ekki að reyna að
hafa upp á Súðinnj. gömlu og
kaupa hana aftur? Það yrði
e.t.v. skemmtileg tilbreyting að
sjá Drottninguna og Súðina á
Sundunum innan um togarana
vinsælu.
•k  HÁVAÐASÖM STÉTT
Kona nokkur skrifar og kvart
ar yfir hávaða á veitingastöðum,
þ.e.a.s. ekki hrópum, köllum
og glasaglaumi — heldur hljóm
listinni. Hún segist hafa farið út
að  borða  með  kunningjum á
dögunum og þar á meðal hafi
verið fólk, sém hún hittir ekki
á hverjum degi.
Hópurinn ætlaði að gæða sér
á góðum mat og rabba saman,
iáta fara reglulega vel um sig. ,
En reyndin varð önnur. Hljóm-
sveitin hafði svo hátt að ekki
heyrðist mannsins mál. Pólkið
varð að kallast á yfir borðið og
það dugi ekki einu sinni til. Fyr
ir bragið naut hópurinn ekki
máltíðarinnar og kvöldið varð
ekki jafn skemmtilegt og vænzt
hafði verið. Hins vegar varð
það mun dýrara en þeir svart-
sýnustu höfðu spáð.
Þetta sagði konan og ég geri
ráð fyrir að margir^ hafi svip-
aða sögu að segja. Ég held að
matargestir mundu miklu frem-
ur vilja verða af hljómlistinni
en að eyða kröftunum í hróp og
köll, sem stórlega spilla ánægj-
unni af góðri máltið. Fólk fer
ekki út að borða einungis til
þess að fá góðan mat, heldur
engu að síður til að njóta ná-
vistar vina og kunningja yfir
sameiginlegri máltíð — rabba
saman ag gera að gamni sínu.
Mér  hefur  virzt,  að  íslenzkir
danshljómsveitarmenn kynnu
yfirleitt ekki að tempra blást-
urinn eða sláttinn — og þar er
„benzínið í botni", eins og alls
staðar annars staðar.
*  ÍSAFJÖRBUR —
VESTMANNAEYJAR
Og hér kemur bréf frá hlust
anda að vestan:
„Velvakandi góður.
Mig langar til að bera undir
þig deilumál eða ágreiningsmál
milli min og útvarpsins, sem
mér liggur nokkuð þungt á
hjarta. Ég hlustaði á sunnudag-
inn á þáttinn Kaupstaðirnir
keppa, og varð voða gröm yfir
því að Vestmannaeyingarnir
skyldu bera sigur úr býtum,
vegna þess að mér fannst ís-
firðingarnir hefðu unnið, ef rétt
lætis hefði verið gætt og farið
eftir settum reglum þáttarins.
Spurningunni um það, hvar
Brandur biskup hefði verið
ábóti svöruðu fsfirðingar: í
Þykkvabæjarklaustri, en Vest-
mannaeyingarnir ' sögðu, að
hann hefði verið í Þykkvabæ á
Síðu (orðrétt), og var það úr-
skurðað  rétt  svar, sem  þeir
fengu 10 fyrir, og með þeirri
rökfærslu, að ekki væri til
nema eitt Þykkvabæjarklaustur.
Nú nefndu Vestmannaeyingar
ekki klaustur í svari sínu, en sv»
stendur á að klaustur var á Síð-
unni og þar var líka Þykkvi-
bær (nú talinn til Landbrots).
Mér finnst af þessu dómurinn
svo hæpinn, eins og þetta er, og
svo er um fleiri. Virðist mega
halda af svari Vestmannaeyinga,
að þeir hafi ruglað sanlan þess-
um klaustrum og bæjum. En
svo fleira. Keppendurnir voru
spurðir um kónga á Norður-
löndum 1914 og töluröðin ekki
nefnd á nafn við ísfirðinga
fyrri en umhugsunartíminn var
búinn. Þeir nefndu alla kóng-
ana með nafni, en sögðu Hákon
Noregskonung 6. í stað 7. Fyrir
Hákon fengu þeir ekki neitt, og
er þó vitanlegt að enginn annar
Hákon konungur var á Norður-
löndum 1914, eins og ekki var
nema eitt Þykkvabæjarklaust-
ur. Er nokkurt samræmi 1
þessu? Hef ég ekki rétt fyrir
mér og ætti útvarpið ekki að
endurskoða h.essa niðurstöðu?
Ég held það. Mönnum getur
stundum orðið fótaskortur á
tungunni og er ekki nema sjálf
sagt að leiðrétta mistök.
Hlustandi að vestan."
ú\
0	é4é	C v
BO S C H		
háspennukefli í		alla bíla
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.		

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28