Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 23
MORCUNBLAÐIÐ (^£7m & xjiU í^íhi 5 frumvörp afgreidd sem lög í fyrradag 1 FYRRADAG var m. a. haldið áfrara umraeðum í Neðri deild um frumvarp um loðdýrarækt og var þá enn sem áður, að um það Virðast mjög skiptar skoðanir. í Efri deild var m. a. frumvarp um eyðingu svartbaks til um- ræðu og mælti Bjartmar Guð- mundsson fyrir frumvarpinu. Þá voru ein fimm frumvörp af- greidd sem lög frá Alþingi, þar af voru þrjú til umræðu í Neðri deild og tvö í Efri deild Frum- vörpin voru þessi: Frumvarp um nafmkíTteini. Samkv. því skulu allir einstakl- ingar skrásettir hér á landi 12 ára og eldri hafa nafnskírteini. Frumvarp um breytingu á lög um um almannatryggingar. Sam- kvæmt því skulu lífeyrisgreiðsl- ur trygginganna hækka eftirleið is í samræmi við kaup verka- manna við almenna fiskvinniu, en sérstök lagabreyting þarf ekki að koma til hverju sinni eins og verið hefur. Frumwarp um breytingu á lög um um réttindi og skyldur opin berra starfsmanna, en samkv. því skal orlof þeirra lengjast í Bamræmi við lengingu orlofs samkv. júnúsamkomulaginu í íyrra. Frumvarp um breytingu á lög- um um skipströnd og vogrek, þar sem fjárupphæðir, sem miðað er við í þeim lögum, eru færðar til samræmis við núverandi verð- lag. Einnig var samþykkt frumvarp um heimild á sölu eyðijarðarinn- ar Miðhúsa x GufudalshreppL NEÐRl DEILD Lífeyrissjóður hjúkrunarfólks Frumvarp um lífeyrissjóð hj úkrunarfólks var til 3. um- ræðu, en deila hefur verið meðal þingmanna um nafnið á sjóðnum. Skúli Guðmundsson (F) sagði, að J>að hefði orðið að samkomulagi, að hann tæki aftur breytingar- tillögur sínar við 2. umræðu til 3. umræðu, þar eð aðrir meðlimir íjárhagsnefndar hefðu óskað þess að gerast meðflutningsmenn að tillögum hans, og hefði nefndin síðan flutt þær óbreyttar. Aðal- breytingin samkv. breytingartil- lögunum er sú, að lífeyrissjóður- inn heiti Lífeyrissjóður hjúkrun- arkvenna. Var frumvarpið sam- þykkt með breytingartillögum fjárhagsnefndar og sent að nýju til Efri deildar. Loðdýrarækt Jónas G. Rafnar (S) talaði fyrstur í umræðum um frum- varp um loðdýrarækt, en fram- hald 2. umræðu um það fór fram í gær og varð ekki lokið. Jónas, 6em er einn af flutningsmönnum frumvarpsins, sagði m. a., að það væri rétt, sem fram hefði komið éður hjá Benedikt Gröndal, að deilur hefðu áður verið um þetta mál og þess vegna hefði hann ekki orðið hissa, þótt landbún- eðarnefndin hefði klofnað um ínálið og hann vissi einnig, að í (þingdeildinni væru skiptar skoð- enir um það. Jónas sagði ennfremur, að frumvarpið hefði verið sent til ýmissa aðila og sýndu undirtekt- ir þeirra, sem yfirleitt væru já- kvæðar, að viðhorf til minkaeldis hefði mjög breytzt frá því að það var bannað. Þá kvaðst Jónas ekkert hafa á móti því að þetta frumvarp yrði sent til umsagnar náttúru- verndarráðs, en sú ósk hafði kom ið fram hjá Ragnari Arnalds. Færði Jónas síðan fram ýms rök fyrir minkarækt og sagði þar fn.a., að minkarækt ætti að gefa tneira af sér hér exx víða annars staðar og gæti orðið ýmsum úti á landi lyftistöng, sem ættu við erfiðleika að etja, hvað atvinnu snerti. Björn Pálsson (F) sagði m. a., að honum þætti þetta frumvarp ekki nógu ítarlegt og einnig, að menn þyrftu að kynna sér þetta mál betur og lagði til, að maður yrði sendur utan í eitt ár til þess að kynna sér þetta mál. Hann tók það fram, að hann myndi greiða atkvæði með frumvarpinu enda þótt ýmislegt mætti að því finna. Halldór Ásgrímsson (F) sagði m. a., að með því að senda þetta frumvarp til landbúnaðarnefnd- ar, hefði það komið fram hjá flutningsmönnum frumvarpsins, að frumvarpið væri einkum hugsað til hagsbóta landbúnaðin- um. Minnti Halldór síðan á fjár- kláðann og það tjón, sem hann hefði valdið. Hann sagði ennfrem ur að góðviljaðir menn hefðu einn ig á sínum tíma hafizt handa um flutning á svokölluðu karagúlfé hingað til lands og þær raddir, sem mælt hefðu gegn því, hefðu verið kæfðar niður. Reynslan hefði síðan sýnt óbætanlegt tjón af innflutningi þessa fjár, þar sem mæðiveikin var. Fyrirsvarsmenn minkaræktar- innar áður hefðu á sínum tíma mælt með minkaræktinni og miklað fyrir fólki kosti hennar, en gert lítið úr annmörkunum. Minkaræktin hefði hins vegar, þegar til hennar kom, reynt sam felld hrakfallasaga og því væri það furðulegt, að þrir þingmenn vildu nú taka hana upp að nýju. Sagði Halldór einnig að engin athugun hefði farið fram á mjög mörgum atriðum, sem snertu frumvarpið. Þá kvaðst Halldór vilja vekja athygli á því, að flutningsmenn frumvarpsins leyndu tilgangi frumvarpsins, með því að þeir nefnd.u alltaf loðdýr í því, en hefðu einungis í huga minkinn. Kvaðst Halldór álíta, að þing- menn ættu skilyrðislaust að fella þetta frumvarp og ef það yrði ekki gert, þá myndi hann bera fram tillögu sams konar og Benedikt Gröndal um að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinn- ar í þeirri von, að hún myndi grafa það, þannig að það kæmi aldrei fram að* hennar tilhlutan. Þegar hér var komið, gerði ræðumaður hlé á ræðú sinni. Var málið tekið út af dagskrá og umræðum um það frestað. ömur mál Auk framangreindra mála voru einnig á dagskrá frumvarp til jarðræktarlaga og fór fram atkvæðagreiðsla um það. Var frumvarpið samþykkt til 3. um- ræðu ásamt breytingartillögum meiri hluta landbúnaðarnefndar, en breytingartillögur minni hlut- ans felldar. Þá var frumvarp um breytingu á lögum almannatrygginga, frumvarp um nafnskírteini og frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins samþykkt sem lög. Frumvarp um breytingu á lög- um um verkamannabústaði var til 3. umræðu og var endursent til Efri deildar. EFRI DEILD Lán fyrir Flugrfélag íslands Ólafur Björnsson (S) gerði grein fyrir áliti fjárhagsnefndar um frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina um að ábyrgjast lán fyrir Flugfélag íslands til kaupa á flugvél og mælti nefndin með samþykkt frumvarpsins. Var Iþví síðan vísað til 3. umræðu. Eyðing svartbaks Bjartmar Guðmundsson (S) mælti fyrir frumvarpi um eyð- ingu svartbaks, sem hann er flutningsmaður að ásamt þrem öðrum þingmönnum. Sagði hann, að svartbakurinn (veiðibjallan) hefði lengi þótt vágestur í varp- löndum og þá einkum æðarvarpi. Áður hefðu varpeigendur sjálfir lagt fram fé til eyðingar svart- baknum, en á síðustu árum hefði hið opinbera staðið straum af henni Almennt væri nú álitið, að nú- gildandi lög um eyðingu svart- baks væru gagnslaus og nú hefði svartbaknum fjölgað langt fram úr því, sem áður þekktist. Væri það örugglega víða, að meiri hluti æðarunga hyrfi í svartbak- inn á fyrstu dögum eftir að ung- arnir kæmu úr eggi. Sagðist Bjartmar álíta, að heppilegt yrði að fela þetta verkefni sérstökum mannj og þá jafnvel þeim manni, sem nú sæi um eyðingu minka. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og landbúnaðar- nefndar um frumvarp til breyt- ingu á lögum um brunatrygging- ar í Reykjavík og sagði hann, að allsherjarnefnd hefði orðið sam- mála um að mæla með samþykkt. Magnús Jónsson (S) kvaðst vera frumvarpinu sammála, en vildi vekja athygli á einu atriði, en það væri, að það mat á hús- 23 eignum, sem lagt væri til grund- vallar brunatryggingum væri ekki raunhæft. Auður Auðuns (S) þakkaði allshejarnefnd greiða afgreiðslu á' þessu máli. Varðandi ábend- ingu Magnúsar Jónssonar sagði hún, að í lögum stæði, að dóm- kvaddir matsmenn mætu viðkom andi húseign, en síðan mætti fara fram yfirmat. Það væri ekki í valdi vátryggjenda að vefengja mat þessara aðila. Þau hús sem hér væru ekki réttilega metin, væru einkum ný hús. Hins vegar væru hér gömul hús, sem áreið- anlega væru of hátt metin. Af þessum ástæðum hefði nú þegar verið hafizt handa um endurmat. Var frumvarpið að loknum umræðum afgreitt til 3. umræðu. Önnur mál Tvö önnur frumvörp voru á dagskrá Efri deildar í gær, frum- varp um breytingu á lögum um breytingu á lögum um skipströnd og vorek og frumvarp um sölu eyðijarðarinnar Miðhúsa í Gufudalshreppi, sem voru til 3. umræðu. Voru bæði þessi frum- vörp afgreidd sem lög. Kristín Sveinsdóttir IVIinningarorð KRISTÍN Sveinsdóttir fæddist að Múla í Biskupstungum 28. sept- ember 1892. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sveinn Jónsson frá Drumboddsstöðum og Guð- rún Egilsdóttir Pálssonar bónda í Múla, hins mesta drengskapar- manns og héraðshöfðingja. Þau hjónin, Sveinn og Guð- rún, höfðu áður búið í Neðradal í Biskupstungum, en neyðzt til að bregða búi vegna margs kon- ar erfiðleika. Réðust þau þá að Múla til Önnu Jónsdóttur, siðari konu Egils en stjúpmóður Guð- rúnar. Var Egill þá látinn. Sveinn faðir Kristínar, var mesti hag- leiksmaður, smiður góður bæði á tré og járn. Annaðist hann ýmiss konar smíðar auk venju- legra bússtarfa. Á þessu heim- ili fæddist Kristín, svo sem áð- ur er getið, og var hún yngst af sex systkinum. Þrjú þeirra náðu fullorðinsaldri, þau Egill tré- smiður, dáinn 1926, Kristinn hús- gagnabólstrari, sem enn er á lífi, og Kristín, sem nú er nýlátin. Þegar Kristín var mánaðar- gömul, var >hún tekin í fóstur að Gýgjarhólskoti í sömu sveit, og ólst hún þar upp fram að ferm- ingaraldri. Þá urðu með skömmu millibili fjögur dauðsföll þar á bænum. Létust hjónin bæði, dótt ir þeirra og systir konunnar, og voru öll lögð í sömu gröfina. Eftir það fór Kristín að Múla og var þar síðan samfleytt í tólf ár. Þá höfðu tekið þar við búsfor- ráðum Geir, sonur Egils Pálsson- ar og frændi Kristínar, og kona hans, Guðbjörg Oddsdóttir ættuð af Álftanési. Heimilið í Múla var annálað myndarheimili. Minntist Kristín oft á dvöl sína þar og bar mikla tryggð til fólks- ins og staðarins. Árið 1916 lézt Geir bóndi á bezta aldri. Þrem árum síðar fluttist Guðbjörg ekkja hans til Reykjavíkur ásamt börnum sín- um. Var Kristín í fyrstu með þeim hér syðra, en síðan skildust leiðir að mestu. Fór Kristín þá tíðum í kaupavinnu á sumrin og var á ýmsum bæjum, en oftast í Sólheimatungu í Borgarfirði. Á vetrum vann hún hjá þeim hjónum Frantz Hákansson og Isafold konu hans, sem þá áttu Iðnó og ráku þar umfangsmikla veitingastarfsemi. Iðnó var á þessum árum einn helzti sam- komustaður bæjarbúa; þar var eina leikhúsið í bænum, og þar voru stórveizlur haldnar og dans leikir. Þarna var mikið að starfa, og undi Kristín sér hið bezta. Átti hún margar góðar minn- ingar úr Iðnó og minntist oft veru sinnar þar. Þegar Hákansson seldi Iðnó árið 1929, fluttist Kristín með þeim hjónum á hið nýja heimili þeirra. Eftir lát ísafoldar árið 1939 stóð Kristín fyrir heimil- inu í sex ár, eða þar til hún fluttist til okkar vorið 1942, þá tæplega fimmtug. Var hún síð- an hjá okkur nær óslitið til æviloka, eða í 22 ár. Hún lézt í Landsspítalanum hinn 5. þessa mánaðar eftir stutta legu. Kristín Sveinsdóttir var mörg- um kostum búin. Hún var gáfuð, glaðlynd og fórnfús. Sjaldnast hugsaði hún um sjálfa sig, held- ur um það eitt, hvernig hún gæti orðið öðrum að liði. Að móður minni einni undanskilinni hef ég aldrei hitt neinn fyrir á lífsleið- inni, sem hefur haft eins mikla ánægju af að gefa og gleðja. Kristín var mjög heilsuhraust, og mátti heita, að henni yrði aldrei misdægurt öll þau ár, sem við vorum saman, þar til hún veiktist skyndilega fyrir tæpum tveim mánuðum af þeim sjúk- dómi, sem dró hana til dauða á svo ótrúlega skömmum tíma. Eitt var þó, sem bagaði Kristínu mik- inn hluta ævinnar, en það var sjóndepra. Þegar hún kom til okkar, var hún orðin blind á öðru auga og sá illa með hinu. Þessa litlu sjón missti hún svo með öllu fyrir um það bil 14 ár- um, og fengu læknar ekkert að gert. Kristín bar þennan kross eins og hetja. Hún skipti aldrei skapi, kvartaði aldrei og var eftir sem áður hress og ung í anda. Mér liggur við að segja, að hún hafi verið glaðlyndust allra á heimil- inu. Hún var sístarfandi, einnig eftir að hún missti sjónina, fylgd ist með öllu, mundi allt, því að minnug var 'hún með afbrigðum. Svo sjálfbjarga var hún, og svo lítið bar á sjónleysi hennar, að ókunnugir urðu þess tæplega var ir og gátu jafnvel umgengizt hana daglangt án þess að gruna, að hún væri algjörlega blind. Kristín var vel að sér um marga hluti, kunni ágætlega til verka og var handlagin, eins og hún átti ætt til. Hún var bæði vandvirk og frábærlega sam- vizkusöm. Hún bar hag heimil- isins fyrir brjósti í stóru og smáu. Sonum mínum var hún sem góð móðir og umvafði okkur öll ástúð og kærleika. Við kveðjum Kristínu okkar með söknuði og sárum trega og færum henni hjartans þakkir fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Svanhildur Þorsteinsdóttir. T* enninigskeppni islandsmótsins í bridge fór fram i sl. viku -* *..ru þeir Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason sigur úr být um. □- -□ BRIDGE □- -□ ISLANDSMOTIÐ í bridge fyrir sveitir fer fram dagana 12.—18. þ.m. og verður spilað í Súlna- salnum á Hótel Sögu. Spilað verður 1 tveimur flokkum, þ.e. meistaraflokki og 1. flokki. í meistaraflokki keppa sex sveitir, þ. e. sveitir Benedikts Jóhanns- sonar, sem er núverandi íslands- meistari, Gunnars Guðmundsson ar, Halls Símonarsonar, Agnars Jörgenssonar, Jóns Magnússonar og Ólafs K. Guðmundssonar. í 1. flokki keppa 20 sveitir, sem skipt verður i tvo riðla, og í hvorum riðli verða spilaðar 5 umferðir eftir Monrad-kerfi. — Efstu sveitirnar munu síðan spila til úrslita. I meistaraflokki verða spiluð 48 spil í hverjum leik, en í L flokki 40 spil í hverjum leik. Eins og áður segir, fer keppnin fram að Hótel Söga og mun sýn- ingartafla verða notuð og leikir skýrðir út, til hagræðis fyrir áhorfendur. Keppnin hefst annað kvöld (mánudagskvöld) kl. 8, og heldur síðan áfram á þriðju- dagskvöldið einnig kl. 8. Á mið- vikudag hefst keppnin kl. 14 og einnig á fimmtudag kl. 14, og kl. 20. Á föstudag hefst keppn- in kl. 20 og á laugardag kl. 10 og kl. 14. íslandsmót þetta er hið 15. I röðinni, hið fyrsta fór fram ár- ið 1949. Keppnisstjórar á fsiandsmóti þessu eru Guðmundur Kr. Sig- urðsson og Brandur Brvniólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.