Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 14
f .14 MORCU HBLAÐIÐ Miðvlkudagur 12. maí 1965 „HVAR ER TRYGGINGIN...r Samtal við Svein Benediktsson, sextngan í dag SVEINN BENEDIKTSSON, framkvæmdastjóri, er sextug- ur í dag. Sveinn er meðal þekktustu borgara Reykjavík- ur. Hann er borinn og barn- fæddur hér og hefur verið bú- settur I bænum alla sína tíð, þótt hann hafi áratugum sam- an veitt forstöðu miklum at- vinnurekstri á Norður- . og AusturlandL Sveinn Benediktsson hefur haft manna mest áhrif á þró- un síldarútvegsins og um ára- tuga skeið verið meðal mestu áhrifamanna 1 sjávarútvegs- málum. Hann hefur átt sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins lengst af frá 1930, og ver- ið formaður þeirra frá 1944. Ennfremur hefur hann verið formaður Síldarsaltendafélags ins á Norður- og Austurlandi frá stofnun þess og á sæti í Síldarútyegsnefnd. í Sjávarút- vegsnefnd Reykjavikur hefur hann verið frá 1940, og síðar í útgerðarráði og vérið for- maður þess síðustu árin. Auk þess var hann annar fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavikur fyrsta árið, sem það fyrirtæki starfaði. Loks má geta þess, að Sveinn hef- ur verið í stjórn Landssam- bands ísL útvegsmanna síðan 1944 og verið hluthafi í út- gerðar- og framleiðslufyrir- tækjum s.l. 30 ár. Hér verður látið staðar nuip- ið að telja upp hin margvís- legu afskipti Sveins Bene- diktssonar af opinberUm mál- tan, en þess í stað ætla ég að snúa mér að samtali, sem ég átti við hann nú um helgina að heimili hans Miklubraut 52. Er ég gekk inn í skrif- stofu hans, benti hann á bókaskápana með veggjunum og sagði: — Þegar þú sérð allar þessar bækur verður þú svo forvit- inn ag öfundar mig svo mik- ið, að þú getur ekkert skrifað. Það kom líka á daginn að þetta reyndist rétt hjá Sveini, og ber samtalið þess vafalaust merkí. í efstu hillu eins af sex bókaskápunum voru t.d. þessi verk komplett og fallega bund in: Atli Bjöms Halldórssonar CHrappseyjarútgáfan), Ljóð- mæli Eggerts Ólafssonar, Maaneds Tidende Magnúsar Ketilssonar, Rit lærdómslista- félagsins I 15 bindum, eitt fallegasta og gagnmerkasta ritverk sem út hefur verið gefið á fslandi fyrr og síðar, enda stofnaði Jón Eiríksson konferensráð til útgátfunnar, Eftirmæli 18. aldar Magnúsar Stephensens, Klausturþóst'ur- inn í 9 bindum, Ármann á Alþingi, Sunnanpósturinn og Reykjavikurpósturinn. Þegar Sveinn hafði sýnt mér öll þessi verk, sagði hann hróð- ugur við mig: — Hvað viltu hafa það meira — og læsti skápnum. Fyrsta spumingin, sem frek ar var fullyrðing en spurning, var þessi: — Þú ert fæddur á Skóla- vörðustígnum. Sveinn svaraði því játandi og bætti við: — Ég er fæddur á Skóla- vörðustíg líl A. Foreldrar mín ir keyptu það hús skömmu eftir að þau giftust 1904, af Ólafíu Jóhannsdóttur, fóstur- dóttur Þorbjargar Sveins- dóttur, ljósmóður, sem var föstursystir Einars Benedikts- sonar, eins og þú veizt. Mikil vinátta hafði verið með móð- urfólki mínu og Þorbjörgu og Ólafíu, og einnig milli föður míns, Benedikts Sveinssonar, skjalavarðar, og Benedikts Sveinssonar, sýslumanns, og sonar hans Einars Benedikts- sonar, skálds. Og ef til vill hafa þessi tengsl við þau Benedikt og Þorbjörgu orðið til þess, að foreldrar mínir kynntust og giftust. Móðir mín, Guðrún Péturs- dóttir, bónda og skipasmiðs í Engey Kristinssonar skipa- smiðs Magnússonar, var fædd í Engey og ólzt þar upp. Móðir hennar var Ragnhildur, húsfreyja í Engey, Ólafsdótt- ir, ættuð frá Lundum í Staf- holtstungum. Móðir mín missti föður sinn á bamsaldri og giftist þá amma mín aft- ur Bjarna Magnússyni, skip- stjóra og skipasmið, sem alizt hafði upp í Engey frá 10 ára aldri. Þau Ragnhildur og Bjarni bjuggu í Engey til árs- ins 1907, að þau fluttust í land og seldu eignarhluta sinn í eyjunni, sem var % hluti hennar. Keyptu þau þá húseignina Laugaveg 18 A og síðar Laugaveg 66, og munu margir gamlir Reykvíkingar minnast þeirra. Mikið ástríki var með móð- ur minni og systrum henn- ar, þeim Ragnhildi í Há- teig, Ólafíu og Maren, ekkju Baldurs Sveinssonar blaða- manns, og Kristínu hálfsystur þeirra, dóttur Bjarna, sem síðar giftist dr. Helga Tómas- synL yfirlækni. Þótti þeim systrum öllum mjög vænt um Bjarna, stjúpa sinn og föður, og ekki sízt móður minni, sem var elzt þeirra systra. Skýrði hún þriðja son sinn, Bjama Benediktsson, í höfuðið á honum. — Þegar foreldrar mínir keyptu Skólavörðustíg 11 A, hélt Sveinn áfram, fylgdi hús- inu gamall steinbær Þorbjarg- ar ljósmóður og allstór lóð vi'ð húsið sjálft, og ennfremur stór túnblettur ofar við göt- una, eða þar sem nú stendur Fatabúðin og húsaröðin upp að Skólavörðustíg 27, enn- fremur húsaröðin neðst við Njálsgötu, beggja megin göt- unnar. Foreldrar mínir áttu fyrstu árin bú, eins og þá var algengt hér í bæ, og heyjuðu handa kúnni á sínu eigin túnL jafnframt því sem móðir mín stundaði garð- og trjárækt við húsið hátt á fimmta áratug. — Þú hefur haft gott af að alast upp í þessu umhverfi? — Ætli það ekki. Sem bam og unglingur vann ég að því á hverju vori að setja niður í garðinn og taka upp úr hon- um á haustin. Einnig þótti mér gaman að snúast í kring- um heyskap Ragnhildar ömmu minnar, sem rak stórt kúabú eftir að þau Bjarni flutt- ust í bæinn, en hann stundaði skipasmíðar og verkstjórastarf við fiskverkun á Innra- Kirkjusandi, fyrst sem aðstoð- arverkstjóri Þorsteins Guð- mundssonar, - yfirfiskimats- manns, og síðar sem yfirverk- stjóri. Þau Bjarni áttu 12 dag- sláttna tún næst innan við Sunnuhvol, milli Sunnuhvols og Háteigstúns. Seinna keyptu Halldór og Ragnhildur í Há- teig túnið, og notuðu það fyr- ir búrekstur sinn. — Þótti ykkur krökkunum ekki langt að fara alla þessa vegalengd? — Jú, okkur þótti langt að aka t.d. höfrum á handvagni innan frá Ömmutúni, sem við kölluðum svo, og niður í fjós á baklóð Laugavegs 66. Við systkinin vorum oft í súningum kringum þennan bú rekstur, okkur til mikillar ánægju. En ekki býst ég við að mikið gagn hafi orðið af okkar starfi, enda vorum við ung og oftast laus við. Við bræðurnir fórum í sveit á sumrin, ég fyrst fjögurra ára til Ólafs, ömmubróður míns í Lindarbæ í Holtum, og Pétur og Bjarni litlu eldri til Guð- mundar, ömmubróður okkar á Lundum í Stafholtstungum. Við bræðurnir færðum Bjarna, afa okkar, miðdegis- matinn á Innra-Kirkjusand, og þegar ég var níu ára fór ég að vinna þar við fisikbreiðslu á vorin og fékk vel borgað, e'ða 25 aura á tímann, þegar fullorðnir karlmenn fengu 35 aura. — Þú hefur þótt duglegur, þótt ungur væri. — Ég veit það ekki, en ég var stór eftir aldri og dugleg- ur að ffljúgast á við jafnaldra mína. — Ekki hafa þeir borgað þér fyrir að fljúgast á? — Néi, það gerðu þeir ekki. Ég skal segja þér litla sögu, þessu tíl skýringar. 1907 var Guðmundur Hannesson skip- aður héraðslæknir hér í Reykjaví'k, og árið eftir að hann kom hingað fór móðir mín með mig til hans, til bólu setningar. Guðmundur hafði átt heima á Akureyri, og því ókunnugur hér í bæ, og mun ekki hafa þekkt móður mína. Hann spurði um aldur minn. Ég sagð- ist vera þriggja vetra, en hann rengdi það og spurði móður mína, og svaraði hún hinu sama til. Saigði þá Guð- mundur, að hún vissi ekki aldur minn „þvi þessi dreng- ur er fimm ára.“ Fór hún heim við svo búið, að Guð- mundur trúði henni ekikL eftir þvi sem hún sagði mér sfðar. n. — Á árunum 1908 til 1921 var ég alls átta sumur í syeit, fyrst sex sumur hjá Ólafi og síðan tvö sumur hjá' Jörundi Brynjóltfssyni, fyrrverandi Al- þingisforseta, sem þá bjó 1 Múla í Biskupstungum. Marg- ir bændur, sem ég hetf síðar rætt við, hatfa ekki byrjað bú- skap fyrr en löngu eftir að fráfærum var hætt og þvi al- drei setið yfir ám í haga. Ég hef stundum að gamni mínu stært mig af því, að ég sé að þessu leyti meiri sveita- maður en þeir. Ég á ekki nema góðar end- urminningar um sauðfé í sveitum, og veit eins og a’ðrir íslendingar að það hefur kom ið landlbúnaði okkar að ómet- anlegu gagni frá fyrstu tíð, en hinsvegar hef ég frá blautu barnsbeini talið sauðkindina landplágu í kaupstöðum, þar sem hún spillir garð- og trjá- raékt og vinnur meira tjón en gagn. Ég álít það heimótt- arlhátt, að menn skuli ekki geta sliti'ð sig frá sauðtfénu, þegar aðstæður eru allt aðr- ar en úti í sveitum landsins. Sauðfjárrækt, sem er stund- uð þar sem fé er lengst af látið dúsa í þröngum girðing- um eða ónotihæfum skúrum ætti að vera bönnuð vegna vansæmandi meðfer'ðar á nytsemdarfé. — Varstu nokkurn tíma hræddur í hjásetu? — Neg en verst þótti mér að sitja yfir, þegar reitt var heim af engjúm, — þá fékk ég engan hest og Kolur gamli strauk, svo ég varð að vera á eilífum hlaupum, hó- andi og gjammandi, til að missa ekki ærnar út í veður og vind. Ég kunni illa við mig í þessu þrefalda hlutverki smala, hests og hunds. Á þeim árum, sem ég var I Lindarbæ í Vetleifsholts- hverfi, kom upp þjóðfrægur draugagangur i HellL Sá bær stendur langt frá öðrum hverfisbæjum við Hellistjöm, en sunnan við bæinn eru langir rimar ni'ður undir Safa mýri. Þar neðst í rimunum var fjárlhús, og man ég eítir því að ég kom eihhverju sinni að þessu fjánhúsi seint að kvöldi í leit að kúnum. Ég var ríðandi og fór af baki tiE að gá að þvL hvort kýrnar hefðu álpast inn I fjárfhúsið. Sé ég þá í mynkrinu átta glyrnur, og held að nú sé Hellisdraugurinn á feiJðinni, stekk í ofboði á bak hest- inum, heyri undirgang á bak við mig og lít við til að sjá hvað draugsa líði, en þá sé ég mér til mifcils hugarléttis, að draugurinn er ekki annað en fjórar kindur, sem verið höfðu inni í fjárthúsinu og forða'ð sér út, þegar ég kom í gættina. m. — Við minntumst á Skóla- vörðustíg 11 A áðan. Þangað hafa komið ýmsir merkir menn, sem þér eru minnis- stæðir? — Já, á heimili foreldra minna var rætt um landsmál frá því ég man fyrst eftir mér, og al’la tíð meðan for- eldrar mínir litfðu. Þau áttu gull'brúðkaup 5. júní 1954, en þá um hausti'ð andaðist fað- ir minn. Á uppvaxtarárum mínum var gestagangur á heimilinu svo mikill, að líkja mátti við veitingahús, og margir utan- bæjarmenn borðuðu og gistu íieima lenigri eða skammri tíma. Umræðuefnið var fyrst og síðast sjálfstæðisbarátta þjóð arinnar og ýmis framtfaramál, sem miðúðu að því að lyfta þjóðinni úr margra alda fá- tækt og áþján. Þeir, sem á heimilið komu, voru nær eingöngu Landvarnar- og sjálf stæðismenn, og meðal þeirra helztu stjórnmálaskörungar þjóðarinnar á þeim árum. Minnist ég margra alþings- manna og ráðlherra, svo og skálda og menntamanna. Faðir mdnn var ritstjóri Ingólfs í áratug, og Fjallkon- unnar um tíma. Útgáfur þess- ara blaða byggðust á álhuga ritstjórans og ritstjórnarinn- ar, en fjárbagur bla'ðaútgáf- unnar stóð mjög höllum fæti, svo afgreiðsla blaðanna þurfti stundum mánuðum saman að fara fram á heimili foreldra minna, þar sem búið var um blöðin og skrifað utan á til áskrifenda. Tók móðir mín þátt í þeim störfum. Sjáltfur fékk faðir minn lítið sem ekk ert í áðra hönd fyrir þessi störf, enda voru foreldrar miínir aldrei nema bjargálna. — Og beztf manstfu líklega eftir Einari BenediJktfssyni? — Atf þeim mönnum sem Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.